Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
18. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 134.98
Sterlingspund 170.6
Kanadadalur 99.48
Dönsk króna 20.481
Norsk króna 14.18
Sænsk króna 14.517
Svissn. franki 142.57
Japanskt jen 1.2576
SDR 186.71
Evra 152.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1439
Hrávöruverð
Gull 1728.35 ($/únsa)
Ál 1546.0 ($/tonn) LME
Hráolía 38.8 ($/fatið) Brent
● Steven Mnuchin
fjármálaráðherra
Bandaríkjanna seg-
ir að viðræður við
forysturíki Evrópu
um alþjóðlegan
skatt á tækni-
fyrirtæki séu
komnar í öng-
stræti. Sendi hann
fjórum evrópskum
kollegum sínum bréf þessa efnis. Segir
FT að þar með sé lítil von um að sátt ná-
ist um skattlagningu fjölþjóðlegra
tæknifyrirtækja sem hafa sætt gagnrýni
fyrir að greiða of lága skatta á sumum
markaðssvæðum í Evrópu. Í bréfi sínu
ítrekaði Mnuchin hótanir Bandaríkja-
stjórnar um að hækka tolla á evrópskan
innflutning ef ríki álfunnar láta verða af
því að leggja sérstaka skatta á tækni-
fyrirtæki. Myndu slíkir skattar einkum
beinast að bandarískum tæknirisum á
borð við Apple, Google og Facebook.
OECD hefur reynt að miðla málum í
deilunni um netskatta og m.a. lagt til
víðari heimildir til að skattlegja sölu-
hagnað þvert á landamæri. Myndi sú
málamiðlun m.a. veita Bandaríkjastjórn
möguleika á að leggja nýja skatta á evr-
ópska lúxusvöruframleiðendur sem
hagnast vel á að selja vörur sínar á
Bandaríkjamarkaði en greiða skatta af
hagnaðinum í Evrópu. ai@mbl.is
Bandaríkin hyggjast
stöðva netskatt
Steven Mnuchin
STUTT
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Vísbendingar eru um fyrstu merki
umskipta í komum erlendra ferða-
manna til Íslands og benda samtöl
við fólk innan greinarinnar til þess
að útlendingar séu mjög áhugasamir
um að heimsækja landið.
Eva Jósteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Center Hotels,
segir bókunum ekki hafa fjölgað að
neinu ráði en aftur á móti berist hót-
elkeðjunni fjöldi fyrirspurna frá
fólki sem hafði tekið frá gistingu í
sumar og ekki enn afbókað. „Okkur
virðist sem erlendir ferðamenn séu
að bíða átekta og vilji sjá hvernig
gengur þessar fyrstu tvær vikur eft-
ir að landið var opnað með skim-
unum við komu. Við bíðum spennt
eftir að sjá bæði hvernig flugfram-
boðið mun þróast og hvernig gengur
að selja í vélarnar og getum svo
sannarlega tekið á móti miklu fleiri
ferðalöngum,“ segir hún.
Center Hotels rekur sjö hótel á
höfuðborgarsvæðinu en fjórum
þeirra hefur verið lokað vegna hruns
í komum ferðamanna. Framkvæmd-
ir standa yfir við áttunda hótelið og
var opnun þess frestað frá sumri yfir
á haustmánuði. Eva hefur haft
spurnir af því að hótelum á lands-
byggðinni gangi ágætlega að fylla
herbergi af gestum um helgar enda
virðast landsmenn hafa einsett sér
að ferðast vítt og breitt um Ísland í
sumar. „Okkar vandi er að öll okkar
hótel eru í miðborg Reykjavíkur og
um 85% þjóðarinnar búa í innan við
15 mínútna fjarlægð frá okkur. Við
höfum þó náð ágætis árangri með
tilboðum sem tvinna saman gistingu,
kvöldverð á þeim skemmtilegu veit-
ingastöðum sem við starfrækjum og
notalega stund í heilsulind. Hafa ófá
pör á höfuðborgarsvæðinu notað
tækifærið til að gera sér glaðan dag í
miðbænum og gista hjá okkur frek-
ar en að taka leigubíl heim.“
Eva segir að tekjutap undanfar-
inna mánaða hafi vissulega verið
mikill skellur fyrir Center Hotels.
„En við erum brött og ætlum að
komast í gegnum þetta. Hitt er ljóst
að það er ekki ólíklegt að áhrif kór-
ónuveirufaraldursins verði sumum
hótelum um megn enda ekki auðvelt
að lifa það af að klippt skuli á allar
tekjur nánast á augabragði. Mikið
hefur verið fjárfest í greininni á und-
anförnum árum og klárt að hjá sum-
um mjög flottum fyrirtækjum er
svigrúmið svo lítið að þau standa
áfallið ekki af sér.“
Þjóðverjar og Danir
taka frá bíla í sumar
Vísbendingarnar um viðsnúning
virðast enn greinilegri í bílaleigu-
geiranum. Alexander Haraldsson,
framkvæmdastjóri Lotus Car Rent-
al, segir að töluvert hafi borist af
nýjum bókunum að undanförnu.
Bílaleigumarkaðurinn tók að kólna í
lok janúar og botnfraus endanlega
um miðjan mars en nú eru erlendir
viðskiptavinir aftur byrjaðir að huga
að því að heimsækja landið.
„Mest er fólk að bóka í júní, júlí,
ágúst og september en venjulega
berast bókanir fyrir sumarmánuðina
mun fyrr og fólk því að huga að
ferðalögum með skemmri fyrirvara
en það gerir venjulega á þessum
árstíma,“ segir Alexander. „Að bóka
bíl er oft það síðasta sem fólk gerir,
eftir að hafa keypt flugmiða og
gengið frá gistingu, og sennilega
koma þær bókanir sem eru að ber-
ast núna frá fólki sem hafði bókað
ferð til Íslands fyrir löngu en beðið
með að blása ferðalagið af í þeirri
von að flug til og frá landinu kæmist
í eðlilegt horf.“
Koma pantanirnar einkum frá
Evrópu, flestar frá Þýskalandi og
Danmörku. Þar á eftir koma Bret-
land og Bandaríkin.
Áhugavert er að leigutíminn er að
jafnaði lengri en í venjulegu árferði
og bendir það til að þeir erlendu
gestir sem setja stefnuna á Ísland í
sumar ætli að hafa lengri viðdvöl. Er
það kannski vegna þess að hafa þarf
meira fyrir ferðalaginu en venjulega
og því eins gott að taka langt og gott
frí fyrst verið er að fljúga á milli
landa á annað borð. Er meðallengd
bókana hjá Lotus í júlí og ágúst
nærri 50% meiri en á sama tímabilí í
fyrra.
Lifnar yfir bílaleigunum
Morgunblaðið/Ómar
Eftirsjá Mynd úr safni af erlendum ferðamönnum á Þingvöllum. Vonandi streyma þeir bráðum aftur til landsins.
Bílapantanir í júlí og ágúst benda til að ferðamenn hyggist hafa lengri viðdvöl en
venjulega Center Hotels fær margar fyrirspurnir en viðskiptavinir bíða átekta
Eva
Jósteinsdóttir
Alexander
Haraldsson
Bandaríski matvælarisinn PepsiCo
hefur ákveðið að breyta nafni og
vörumerki Aunt Jemima-vörulín-
unnar vegna tengsla við kynþátta-
fordóma.
Aunt Jemima-merkið hefur lengi
haft sterka stöðu á bandarískum
neytendamarkaði en undir það falla
einkum pönnukökublöndur og
-síróp, auk þurrefnablanda fyrir
brauðmeti og grauta sem eiga upp-
runa sinn í matarhefð suðurhluta
Bandaríkjanna. Quaker Foods, dótt-
urfyrirtæki PepsiCo, framleiðir vör-
urnar.
Aunt Jemima á sér 130 ára sögu
og eru umbúðirnar skreyttar með
mynd af brosandi svartri konu, en
nafnið fékk vörumerkið að láni hjá
söguhetju sem oft kom fyrir í gam-
anleikjum á 19. öld þar sem hvítir
leikarar máluðu sig svarta í framan.
Segir Reuters að ímynd Aunt Jem-
ima kunni að fara fyrir brjóstið á
fólki sem tengir nafnið og vörumerk-
ið við staðalmynd af vinalegri svartri
þjónustukonu eða barnfóstru hjá
hvítri fjölskyldu.
Þá er matvælaveldið Mars með
það til skoðunar að breyta Uncle
Ben‘s-vörumerkinu. Fyrirtækið seg-
ist vera að athuga ýmsar leiðir til að
þróa vörumerkið en rætur þess
liggja allt aftur til ársins 1943. Í
vörulínu Uncle Ben‘s má finna hrís-
grjón og hrísgrjónavörur af ýmsu
tagi auk baunarétta.
Umbúðirnar prýðir brosandi aldr-
aður svartur maður en nafnið ku vísa
til svarts bandarísks bónda sem þótti
rækta einstaklega góð hrísgrjón.
Sumum kann að þykja vörumerkið
móðgandi því það var siður sumra
hvítra íbúa suðurríkja Bandaríkj-
anna að kalla svarta karlmenn
„uncle“ (ísl. frændi) í stað þess að
ávarpa þá sem „herra“ eins og aðra
menn. ai@mbl.is
AFP
Rætur Bæði merki og nafn Aunt
Jemima þykir minna á úrelt gildi.
Aunt Jemima
hverfur úr hillum
Ímynd Uncle Ben‘s
verður tekin til vand-
legrar skoðunar