Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 13
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ákvörðun norðurkóreskra stjórn- valda um að láta sprengja í loft upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna í Kaesong á þriðjudaginn hefur vakið nokkra undrun, en sérfræðingar í málefnum landsins telja hana ein- ungis einn lið í nýrri „herferð“ Norð- ur-Kóreumanna, sem eigi að gefa þeim yfirhöndina og jafnvel knýja fram einhvers konar eftirgjöf frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Þá bendir ákvörðunin einnig til þess að þeirri „þíðu“ sem komst á í samskiptum Norður-Kóreumanna við alþjóðasamfélagið sé lokið, en fyrr í mánuðinum ákváðu þeir að slíta öll samskipti við Suður-Kóreu. Kim Yo-jong, systir Kims Jong-uns, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur látið hörð orð falla í garð nágrannanna í suðri á síðustu dögum, og meðal ann- ars kallað Moon Jae-in, forseta Suð- ur-Kóreu, „lepp“ Bandaríkjamanna og látið í veðri vaka að forsetinn sé geðveikur, en norðurkóresk stjórn- völd kenna Moon um að hafa ekki fengið Bandaríkjastjórn til að létta á refsiaðgerðum sínum gegn Norður- Kóreu. Vildi bæta samskiptin Almennt er talið að ásakanir Norður-Kóreu hljóti að teljast von- brigði fyrir Moon Jae-in, sem hefur sett góð samskipti við Norður-Kór- eumenn á oddinn í forsetatíð sinni. Hann hefur meðal annars fundað þrisvar með Kim Jong-un, en engir leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja höfðu fyrir þann tíma hist augliti til auglitis oftar en einu sinni. Samvinnustofnunin var liður í því, en hún var sett á fót í september árið 2018 í kjölfar sögulegs leiðtogafund- ar Kims Jong-uns og Moons Jae-ins í apríl sama ár, þar sem þeir undirrit- uðu samkomulag um bætt samskipti ríkjanna tveggja. Á þeim tíma var vonast til að sam- komulagið gæti orðið fyrsta skrefið í átt að varanlegu friðarsamkomulagi, en ríkin tvö eiga tæknilega séð enn í ófriði, þar sem Kóreustríðinu lauk 1953 með vopnahléi. Stofnunin varð því ígildi sendiráðs ríkjanna, þar sem fulltrúar beggja gátu hist með nær engum fyrirvara til þess að ræða mál sem snertu sam- skipti ríkjanna. Ákvörðunin um að sprengja byggingu stofnunarinnar í loft upp er því vissulega táknræn, en hún hafði staðið auð frá janúar síð- astliðnum vegna kórónuveirufarald- ursins. Það vakti hins vegar meiri áhyggur, að Kim Yo-jong hótaði því einnig að Norður-Kóreumenn myndu senda herlið aftur að landa- mærum ríkjanna, sem eiga að vera laus við allt herlið. Fordæma yfirlýsingar hennar Kim Yo-jong hefur þótt með ein- dæmum yfirlýsingaglöð á síðustu vikum, og hafa hótanir hennar nú í tvígang orðið að veruleika einungis örfáum dögum síðar. Stjórnvöldum í Suður-Kóreu virð- ist hins vegar vera nóg boðið, en þau sögðu að yfirlýsing hennar um að Moon forseti væri geðveikur væri fyrir neðan allar hellur. „Við vörum við því að við munum ekki lengur þola fáránlegar yfirlýsingar og gerð- ir norðursins,“ sagði talsmaður for- setans, og varnarmálaráðuneyti landsins hefur heitið því að Norður- Kórea muni gjalda fyrir það, rjúfi landið fyrri loforð sín. Ekki fylgdi sögunni hvernig það yrði gert, en víst er að friðarferli síð- ustu tveggja ára er svo gott sem runnið út í sandinn. Friðarvonir beygðar í duftið  Samvinnustofnun Kóreuríkjanna sprengd í loft upp  Hótanir systurinnar verða að veruleika AFP Á varðbergi Suðurkóreskir landgönguliðar sjást hér á varðgöngu um eyj- una Yeonpyeong, en hún liggur nærri landamærum Kóreuríkjanna. Kjarnorkudeila í hart og ásakanir á víxl Tveggja ára sáttaferli í uppnámi Heimildir: AFP Photos/KCNA/Saul Loeb/Kim Hong-Ji Þeir undirrita óljóst orðað samkomulag um kjarnorku- afvopnun, sem Trump segir vera sögulegan árangur Trump boðar einhliða að hætt verði við heræfingar Bandaríkjanna og Suður- Kóreu Kim hættir tilraunum með kjarnaodda og eldflaugar Donald Trump Bandaríkja- forseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hittast í fyrsta sinn N-Kóreumenn afhenda lík meira en 50 hermanna sem féllu í Kóreustríðinu Singapúr 12. júní, 2018 27. júlí Trump og Kim hittast í annað sinn 27. febrúar, 2019 Hanoi Norður-Kórea hefur tilraunir með eldflaugar á nýjan leik 18. apríl Trump hittir Kim á landamærum Kóreuríkjanna og stígur í örstutta stund inn fyrir landamæri N-Kóreu 30. júní Vladimír Pútín Rússlands- forseti fundar með Kim í fyrsta sinn. Litið er á fundinn sem svar við fundi Trumps og Kim í Hanoi 25. apríl Norður-Kórea slítur öllum samskiptum við Suður-Kóreu og sprengir upp samvinnustofnun ríkjanna Júní 2020 Leiðtogafundinum slitið snemma þar sem Trump og Kim greinir á um hvað Norður-Kórea ætti að gefa í skiptum fyrir afnám refsiaðgerða 28. febrúar FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Lögreglumaðurinn Garrett Rolfe, sem skaut Rayshard Brooks, þel- dökkan mann, til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður. Felur ákæran í sér manndráp af gáleysi, en fleiri þús- und íbúar Atlanta hafa undanfarið mótmælt morðinu á Brooks. Umtals- verðar aðgerðir voru nú um helgina þar sem um 15 þúsund manns fylltu götur borgarinnar og mótmæltu kynþáttahatri og lögregluofbeldi. Forsaga málsins er sú að Rolfe ásamt öðrum lögreglumönnum var kallaður til á veitingastaðinn Wendy’s þar sem Brooks hafði legið sofandi í bíl sínum. Var hann jafn- framt sagður hafa hindrað umferð á bílastæðinu utan við staðinn. Við komuna á vettvang var lög- reglumönnunum fljótt ljóst að Brooks væri undir áhrifum áfengis. Í kjölfarið var gerð tilraun til að hand- taka hann, en hann streittist á móti. Í átökunum náði Brooks rafbyssu af öðrum lögreglumanninum. Var hann eltur af lögreglumönnunum sem eru sagðir hafa skotið Brooks með raf- byssu. Óljóst er hvað gerðist í fram- haldinu en á myndbandsupptöku, sem ekki var beint að átökunum, má heyra skoti hleypt af. Ákærður fyrir manndráp í Atlanta AFP Veitingastaður Staðurinn þar sem Brooks var sagður skotinn til bana. Kim Yo-jong fæddist 27. sept- ember 1987 og er yngsta barn Kims Jong-ils, sem leiddi Norð- ur-Kóreu frá 1994 og til dánar- dags 2011. Hún og bróðir henn- ar numu bæði við skóla í Sviss, og er samband þeirra systkina sagt mjög náið. Hún var sér- stakur sendifulltrúi hans á vetr- arólympíuleikunum í Seúl, höf- uðborg Suður-Kóreu, árið 2018, og var einnig í fylgdarliði Kims á leiðtogafundum hans með Trump Bandaríkjaforseta og Moon, forseta Suður-Kóreu. Á síðustu mánuðum hefur hún látið sífellt meira að sér kveða á opinberum vettvangi og hafa verið miklar vangaveltur um að hún sé næst í „erfðaröð“ Kim-fjölskyldunnar, falli Kim Jong-un frá. Þá er talið líklegt að yfirlýs- ingar hennar nú í aðdraganda árásarinnar hafi átt að styrkja stöðu hennar gagnvart yfir- stjórn norðurkóreska hersins og öðrum „haukum“ í æðstu stjórn landsins. Harðsnúin systir harðstjórans KIM YO-JONG Úrval fræsivéla og fylgihluta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.