Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
Brasilíski knattspyrnumað-
urinn David Luiz átti eina skelfi-
legustu innkomu sem ég hef séð
í íþróttaleik þegar Manchester
City vann 3:0-sigur gegn Arsenal
í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Luiz kom inn á á 24. mínútu og
tuttugu mínútum síðar mistókst
honum að hreinsa frá marki með
þeim afleiðingum að City komst
yfir. Í upphafi síðari hálfleiks
braut hann svo af sér innan teigs
og fékk að líta rauða spjaldið.
Eftir frammistöðu Luiz fór ég
að rifja upp íþróttaviðburði sem
ég hef horft á í gegnum tíðina og
slæmar innkomur tengdar þeim.
Mér er það alltaf mjög minnis-
stætt hversu skelfileg vítaskytta
körfuknattleiksgoðsögnin Shaq-
uille O‘Neal var, á fyrri hluta fer-
ilsins í það minnsta. Maðurinn
var óstöðvandi í teignum og það
eina sem virkaði til að hægja á
honum var að „Hack-a-Shaq“.
Þá voru hæfileikaminni leik-
menn, sem oftar en ekki voru í
yfirþyngd, settir inn á til þess að
eins að brjóta á honum og senda
hann á vítalínuna. Að leita að
slæmum innkomum á íþrótta-
leiki er líka ágætis skemmtilesn-
ing út af fyrir sig. Hver man ekki
eftir því þegar ítalski framherj-
inn Simeone Zaza var sendur inn
á á EM 2016 í Frakklandi í átta
liða úrslitum gegn Þýskalandi á
lokamínútum framlenging-
arinnar.
Zaza átti að taka víti í víta-
spyrnukeppninni en endaði á að
þruma boltanum upp í rjáfur eft-
ir hlægilega kjánalegt tilhlaup.
Þessi skipting toppar marga
lista á veraldarvefnum í dag en
fyrir mér er ekkert sem toppar
skiptingu Loga Ólafssonar, þá-
verandi landsliðsþjálfara, í Eist-
landi 24. apríl 1996 þegar hann
skipti Eiði Smára Guðjohnsen
inn á fyrir Arnór Guðjohnsen í
fyrsta sinn sem feðgar hefðu
getað spilað saman landsleik.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
ÞÝSKALAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sara Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu, varð í
gær þýskur meistari með liði sínu
Wolfsburg. Er þetta í fjórða skipti
á fjórum árum sem Sara verður
þýskur meistari með liðinu. Sara
lék allan leikinn í 2:0-sigri á Frei-
burg á heimavelli og er Wolfsburg
nú með 58 stig, átta stigum meira
en Bayern München þegar aðeins
tvær umferðir eru eftir.
Sara og stöllur hafa spilað gríð-
arlega vel á leiktíðinni og unnið 19
af 20 deildarleikjum og enn ekki
tapað leik. Þá er Wolfsburg sömu-
leiðis komið í bikarúrslit og átta
liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ljúft að klára þetta núna
„Þetta hefur alltaf verið mark-
miðið okkar. Það hefur verið mikið
álag að spila tvo leiki í viku; mið-
vikudaga og laugardaga í þrjár
vikur. Það er búið að vera mjög
mikið af leikjum og mjög mikið af
æfingum og það er mjög ljúft að
geta klárað þetta núna þegar það
eru enn tveir leikir eftir í deildinni,
það er ákveðinn léttir,“ sagði Sara
við Morgunblaðið rétt eftir leik.
Wolfsburg lék gegn Jena 1. mars
og fór deildin í tæplega þriggja
mánaða frí vegna kórónuveirunnar
í kjölfarið. Hún hófst á ný hinn 29.
maí og hefur Wolfsburg leikið sex
leiki í öllum keppnum síðan og
unnið þá alla með markatölunni
22:1.
„Mér finnst þetta vera fyllilega
verðskuldað. Við spiluðum mjög
vel fyrir áramót og erum búnar að
vera langbestar á þessu tímabili.
Það er svo rosalega sætt að vinna
þetta fjórða árið í röð. Ég er að
fara í sumar og það er geggjað að
enda þetta svona,“ sagði Sara, en
hún hefur gefið það út að hún yfir-
gefi Wolfsburg eftir tímabilið. Hef-
ur hún m.a. verið orðuð við Evr-
ópumeistara Lyon og Spánar-
meistara Barcelona.
Gott að geta klárað deildina
Sara er ánægð með að fá að
klára tímabilið áður en hún rær á
önnur mið, en kvennadeildum víðs-
vegar í Evrópu var aflýst vegna
kórónuveirunnar. „Það var mjög
gott að geta spilað deildina. Ég get
rétt ímyndað mér hvernig það yrði
ef við hefðum ekki getað klárað
deildina eða bikarinn, það hefði
léttilega getað gerst. Það hefði
verið leiðinlegt að enda síðasta árið
þannig.“
Hún segir Wolfsburg hafa verið í
betri stöðu en mörg önnur lið eftir
hléið þar sem liðið gat æft saman í
sjö vikur fyrir fyrsta leik. Hún
hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að
koma í góðu standi til baka eftir
langa pásu.
Finnur fyrir þreytu
„Það var ótrúlega erfitt að mæta
aftur og spila svona mikið eftir
þetta hlé. Staðan er mjög skrítin
því það gildir ekki það sama fyrir
öll lið og mér finnst það ekki sann-
gjarnt. Við fengum sjö vikur til að
æfa áður en þetta byrjaði á meðan
sum lið fengu bara tvær vikur. Svo
eru mörg lið ekki með eins stóran
og breiðan hóp og við. Við getum
skipt fimm leikmönnum án þess að
missa einhver gæði. Við æfðum all-
ar ótrúlega vel á meðan við vorum
heima og í sóttkví og komum allar
mjög undirbúnar fyrir þennan
mjög stífa kafla. Það skiptir miklu
máli. Á meðan hefur maður séð
meiðsli í hinum liðunum. Það er
mikil hætta á meiðslum þegar þú
ert frá í svona langan tíma og byrj-
ar svo af þessum krafti. Maður
finnur fyrir þreytu líkamlega og
maður þarf að ná einhverri hvíld
núna,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.
Titillinn í ár var frábrugðinn
hinum þremur
Þýskalandsmeistaratitlum Söru
þar sem leikirnir hafa farið fram
fyrir luktum dyrum síðustu vikur.
Sara viðurkennir að það sé furðu-
leg tilfinning að fagna án áhorf-
enda. „Það var stórfurðulegt að
vera ekki með neina áhorfendur.
Það gerir ótrúlega mikið að spila
fyrir stuðningsmennina. Maður
saknar andrúmsloftsins í kringum
leikina; fyrir leiki, eftir leiki og í
upphitun. Maður skilur af hverju
þetta er svona, en þetta er öðru-
vísi. Því miður er það voðalega tak-
markað hvað við megum fagna. Við
erum í klefanum núna að fá okkur
einn eða tvo bjóra og svo erum við
að panta pítsu og svo förum við
heim. Þetta er rosalega strangt.
Við fáum svo verðlaunin eftir síð-
asta leikinn á móti Leverkusen.“
Vill kveðja Wolfsburg með átt-
unda titlinum á fjórum árum
Wolfsburg á þrjá leiki eftir af
tímabilinu í Þýskalandi; tvo deild-
arleiki og síðan bikarúrslit gegn
Essen hinn 4. júlí. Sara getur því
unnið tvöfalt fjórða árið í röð með
Wolfsburg. Essen er í sjötta sæti
deildarinnar með 28 stig og Wolfs-
burg því töluvert sigurstranglegra.
Markmið Söru er að kveðja félagið
með átta titlum á fjórum árum.
„Við viljum klára síðustu tvo deild-
arleikina vel og taka svo bikarinn.
Við byrjun á deildinni og þar eig-
um við Bayern í næsta leik og við
viljum auðvitað vinna þær. Við eig-
um svo bikarúrslitaleikinn 4. júlí.
Það væri geggjað að enda þetta hjá
Wolfsburg með tvo titla. Ég myndi
ekki kvarta yfir átta titlum á fjór-
um árum,“ sagði Sara.
Óvissa með Meistaradeildina
Hefur Sara lítið viljað tjá sig um
hvað tekur við eftir tímann hjá
Wolfsburg, en í gær var staðfest að
Meistaradeild Evrópu verður leik-
in 21.-30. ágúst á Spáni.
Wolfsburg er í átta liða úrslitum
keppninnar og á liðið að mæta
skoska liðinu Glasgow City. Sara
vildi ekki tjá sig um hvort hún
stefndi á að klára Evrópukeppnina
með Wolfsburg. „Ég get ekki sagt
mikið um það núna, það er svolítið
flókið,“ sagði Sara Björk Gunn-
arsdóttir.
Erum búnar að vera
langbestar á tímabilinu
Sara Björk Þýskalandsmeistari fjórða árið í röð Vill einn bikartitil í viðbót
Ljósmynd/Wolfsburg
Þýskalandsmeistarar Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar fögnuðu innilega í leikslok.
Evrópska knattspyrnusambandið,
UEFA, tilkynnti í gær nýjar dag-
setningar á frestuðum lands-
leikjum vegna kórónuveirunnar.
Karla- og kvennalandslið Íslands
spila mikilvæga leiki síðari hluta
árs. Hinn 8. október mætast Ísland
og Rúmenía í umspili um sæti í
lokakeppni Evrópumóts karla sem
fram fer á næsta ári. Sigurvegari
leiksins mun svo mæta annaðhvort
Búlgaríu eða Ungverjalandi á úti-
velli hinn 12. nóvember. Sigurveg-
ari síðari viðureignarinnar vinnur
sér inn sæti á Evrópumeist-
aramótinu. Fari svo að Ísland kom-
ist á EM, sem nú fer fram sumarið
2021, verður landsliðið með Portú-
gal, Frakklandi og Þýskalandi í
riðli og leikið verður í Búdapest í
Ungverjalandi og München í
Þýskalandi.
Þjóðadeild UEFA hefst hinn 5.
september og fær Ísland heimsókn
frá Englandi á Laugardalsvöll í
fyrstu umferð. Verður riðill Íslands
leikinn frá 5. september til 15. nóv-
ember. Ásamt Íslandi og Englandi
eru Danmörk og Belgía einnig í
riðlinum.
Kvennalandsliðið heldur leik
áfram í F-riðli í undankeppni Evr-
ópumótsins í september, október,
nóvember og desember. Er fyrsti
leikur gegn Lettlandi á heimavelli
17. september og lokaleikurinn á
útivelli gegn Ungverjalandi 1. des-
ember. Ísland er með fullt hús stiga
eins og Svíþjóð, en bæði lið hafa
leikið þrjá leiki. Átti lokamótið að
fara fram á næsta ári, en fer þess í
stað fram 6.-31. júlí árið 2022.
Landsliðin snúa aftur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mark Íslenska kvennalandsliðið
snýr aftur í undankeppni EM.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umspil Íslenska karlalandsliðið
mætir Rúmeníu í umspili.
Evrópukeppnir
UEFA verða með
breyttu sniði í ár
vegna afleiðinga
kórónuveiru-
faraldursins. Í
Meistaradeild-
inni verða ekki
spilaðir tveir
leikir í forkeppn-
inni né fyrstu
þremur umferð-
unum í undankeppninni eins og
tíðkast hefur. Verður dregið um
hvort liðið fái heimaleik. Í undan-
keppni Evrópudeildarinnar verður
fyrirkomulagið svipað nema að
ekki verða spilaðir tveir leikir í um-
spilinu um laust sæti í riðlakeppn-
inni heldur verður einungis spil-
aður einn leikur. Fyrsta umferð í
undankeppni Meistaradeildarinnar
verður spiluð 18. og 19. ágúst og
eru Íslandsmeistarar KR fulltrúi Ís-
lands í ár. FH, Víkingur Reykjavík
og Breiðablik taka þátt í undan-
keppni Evrópudeildarinnar og spila
í 1. umferð 27. ágúst.
Íslandsmeistarar Vals í kvenna-
flokki taka þátt í Meistaradeild
Evrópu í ár en undankeppni fyrir
útsláttakeppnina verður spiluð
dagana 7.-13. október á þessu ári.
Úrslitaleikurinn mun fara fram í
Gautaborg í Svíþjóð, þann 16. maí
2021.
Einn leikur í
stað tveggja í
Evrópukeppni
Óskar Örn
Hauksson