Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Sérvaldar steikur á grillið, Úrvals hamborgarar með brauði, Krydd, sósur og ýmsar grillvörur Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, hefur fest kaup á húsi sem áð- ur var í eigu kínverska sendiráðsins. Endurbætur á húsinu eru þegar hafnar og er stefnt að því að koma húsinu í upprunalegt horf, en íbúar Vesturbæjar hafa lengi gagnrýnt kínverska sendiráðið fyrir vanrækslu hússins; það hafi verið orðinn sam- komustaður katta, rotta og veggja- krotara, auk þess sem garðurinn hafi ekki verið sleginn til margra ára. „Ég fagna því mjög að þetta hús sé komið í góðar hendur. Það er sorg- legt að sjá hvað það hefur drabbast mikið niður á undanförnum árum, því miður. Þetta er veglegt hús. Það er mikið gleðiefni að það verði tekið í gegn og lagt í löngu tímabæra við- gerð,“ segir Pétur Ármannsson arki- tekt, sem hefur verið Friðberti til ráðgjafar um framkvæmdirnar. Húsið var byggt árið 1945 af Oddi Jóhannssyni, sem var jafnan kennd- ur við efnalaugina Glæsi. Voru glæsi- hallir sem þessar jafnan kallaðar kanslarahallir af alþýðu bæjarins. Kínverska sendiráðið festi kaup á húsinu árið 1973 og hafði þar höfuð- stöðvar þar til það flutti í Bríetartún árið 2012. Húsið hefur að mestu stað- ið autt síðan. Byggingin er hönnun Einars Sveinssonar, eins virtasta arkitekts Íslands á 20. öld. „Þetta er mjög dæmigert hús í hans stíl og með íburðarmestu hús- um sem hann teiknaði. Hann teiknaði allar tegundir af húsnæði, til dæmis Hringbrautarblokkirnar í nágrenni við Björnsbakarí og síðan skipulagði hann Melahverfið. Það má segja að þetta sé hans hverfi,“ segir Pétur í samtali við Morgunblaðið. Átti Einar ríkan þátt í að móta ásýnd Reykjavíkur á 20. öld og var ráðinn húsameistari Reykjavíkur. Byggingar sem eftir hann standa eru meðal annars Melaskóli, Laugarnes- skóli og Borgarspítalinn, en hann var einnig brautryðjandi í hönnun íbúð- arhúsa um og eftir síðari heims- styrjöld. Til stendur að færa húsið í upp- runalegt horf og gæti það því orðið ekki ósvipað húsinu sem stendur við hlið þess, sem er uppgert og var einnig hönnun Einars Sveinssonar. Steining, gluggar og þakið „Það væri gaman ef það væri gert upp þannig að það væri sem líkast húsinu við hliðina, sem er byggt eftir sömu teikningu og fallega steinað,“ bendir Pétur á, en upphaflega var húsið með steiningu sem síðan var málað yfir. „Mér skilst að það eigi að endur- gera steininguna og gera við glugga og þak, þannig að húsið verði sem lík- ast því sem það var í upphafi, með smávægilegum breytingum sem trufla ekki útlit hússins frá götu alla- vega,“ segir Pétur að lokum. Gamalt sendiráðshús lifnar við að nýju  Kínverska sendiráðið búið að selja eign sína við Víðimel Ljósmynd/Íris Jóhannsdóttir Endurbætur Húsið sem var í eigu kínverska sendiráðsins hefur lengi staðið autt. Líkast til þarf að skipta um glugga, þak og steiningu á húsinu. Kanslarahallir Húsið við hlið gamla sendiráðsins er einnig hönnun Einars Sveinssonar og hefur verið gert upp. Húsin standa við Víðimel. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég treysti henni ekki fyrir for- mennsku í nefndinni allt frá því að hún var kosin. Frá þeim tíma hefur vantraustið bara aukist,“ segir Brynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísar hann í máli sínu til afsagnar Þórhild- ar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, úr embætti formanns nefnd- arinnar. Ástæðu afsagnarinnar sagði Þórhildur vera linnulausar árásir og valdníðslu meirihluta nefndarinnar. Að sögn Brynjars á afsögnin sér eðlilegar skýringar. Í sporum Þór- hildar hefði hann sjálfur farið sömu leið. „Hún hafði takmarkað traust og nú þegar höfðu þrír lýst því yfir að þeir treystu henni ekki. Sjálfur hefði ég farið sömu leið í hennar stöðu. Þegar fólk nýtur ekki trausts er rökrétt að segja af sér,“ segir Brynjar og bætir við að mikilvægt sé að formaður framangreindrar nefndar njóti trausts nefndarmanna. „Þegar fólk er hér í pólitískri bar- áttu til að koma höggi á pólitíska andstæðinga er nefndin lítils virði í mínum huga. Mér finnst mikilvægt að fólk njóti trausts og þar skiptir engu hvort viðkomandi kemur úr meirihlutanum eða stjórnarandstöð- unni.“ Nú á mánudag greindi Jón Þór Ólafsson frá því að hann gerði ráð fyrir að taka við formennsku af Þór- hildi. „Samkvæmt samningum sem gerðir voru í upphafi þings fer þing- flokkur Pírata með formennsku,“ sagði Jón Þór. Aðspurður segir Brynjar að hann muni ekki styðja Jón Þór til for- mennsku. „Hugmyndir þeirra eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Mun ekki styðja nýjan formann  Skilur afsögn fyrri formanns mjög vel Jón Þór Ólafsson Brynjar Níelsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferskur íslenskur eldislax sem flytja átti ásamt frystum humri og þorski með beinu flugi til Kína síðastliðinn sunnudag var dreginn til baka á síð- ustu stundu vegna nýs kórónuveiruf- araldurs í Kína. Laxinn hefði að öll- um líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna hræðslu Kín- verja við að kórónuveira geti borist til landsins með laxi. Fannst annar markaður fyrir þessa sendingu. Kórónuveira hefur fundist á skurðarborðum heildsala í Peking, höfuðborg Kína. Þótt Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin telji ekki líkur á að veiran hafi borist til landsins með ferskum laxi eða umbúðum hans taldi stofnunin nauðsynlegt að rann- saka málið. Kínverjar gera nú meiri heilbrigðiskröfur við innflutning á laxi en venjulega og hefur innflutn- ingurinn stöðvast, eins og gerðist þegar fyrri faraldurinn reið yfir. Hefur þetta haft mikil áhrif á fyrirtæki sem flutt hafa lax til Kína. Bakkafrost, stærsta laxeldis- fyrirtæki Færeyja, er eitt af þeim en Færeyingar fluttu lax að verðmæti 20 milljarða íslenskra króna til Kína á síðasta ári. Samtökin Global Salm- on Initiative (GSI), sem Bakkafrost á aðild að ásamt laxeldisfyrirtækjum um allan heim, sendu af þessu tilefni frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að eitt veirusmit hafi fundist á skurðarbretti á matvælamark- aðnum í Xinfadi. Ekki sé vitað um neina kórónuveirumengun úr vatni eða matvælum og óhætt sé fyrir fólk að borða lax, eins og annan fisk. Fóru 63 ferðir til Kína Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðr- ar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Farþegaþot- ur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri segir að eftir- spurn eftir heilbrigðisvörum frá Kína hafi minnkað stórlega og hafi fluginu nú verið hætt í bili. Voru farnar 63 ferðir í heildina. Svo vill til að hlé hefur verið gert á slátrun í báðum stóru laxaslátur- húsum landsins, á Bíldudal og Djúpavogi. Þess vegna hefur sölu- stöðvun til Kína ekki áhrif á útflutn- ing íslensku eldisfyrirtækjanna, eins og er. Valdimar segir að vonandi verði Kínverjar búnir að átta sig á því innan ekki langs tíma að lax ber ekki kórónusmit. Hann segir að þótt ekki hafi verið ákveðnar fleiri ferðir til Kína sé áfram áhugi á samvinnu við Icelandair, þegar tækifæri gef- ast. AFP Peking Pökkuðum fiski raðað í sjávarafurðadeild stórmarkaðar. Ekki áhrif á út- flutning frá Íslandi  Lax selst ekki í Kína vegna veirunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.