Morgunblaðið - 18.06.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
„Friðlýsing Geysissvæðisins er fyrir
heiminn allan enda er þetta eitt
þekktasta hverasvæði veraldar.
Vernd þess er fyrir okkur en ekki
síður komandi kynslóðir,“ segir Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson um-
hverfisráðherra. Undirrituð var í
gær, við hátíðlega athöfn á þjóð-
hátíðardaginn, friðlýsing þessa
svæðis sem er í Haukadal í Biskups-
tungum, Fjölmargir hverir og laug-
ar eru á svæðinu, þekktastir þeirra
Geysir og Strokkur. Á svæðinu er
einnig hverahrúður á stóru sam-
felldu svæði. Virkni svæðisins er
veruleg og Strokkur slær aldrei
slöku við og gaus reglulega meðan á
athöfninni stóð.
Að mati kunnugra hefur Geysis-
svæðið í Haukadal hátt gildi með til-
liti til vísinda, fræðslu og upplifunar.
Sína sögu um svæðið segir að meiri-
hluti erlendra ferðamanna sem
koma til landsins heimsækir staðinn,
enda þótt fáir hafi verið í ferðum að
undanförnu. Af hverum, til viðbótar
við Strokk og Geysi, má nefna Blesa,
Sóða, Litla-Geysi, Litla-Strokk, Vig-
dísarhver, Háahver og Sísjóðanda.
Einnig Óþerrisholu, sem dregur
nafn sitt af þeirri trú manna að hún
gjósi helst þegar óþurrkatíð er að
hefjast, og Konungshver, sem kom
upp árið 1847, þegar Kristján kon-
ungur IX var þarna á ferð.
Helgi Kjartansson, oddviti Blá-
skógabyggðar, segir friðlýsingu
Geysissvæðisins bæði þarfa og mik-
ilvæga. Raunar hafi meðal fólks í
sveitinni rétt eins og annarra alltaf
verið borin mikil virðing fyrir þess-
um stað og fólki verið umhugað um
vernd hans.
„Þær tilfinningar sem fólk hér ber
til staðarins eru festar á blað með
friðlýsingu og henni fylgir ábyrgð.
Hér hefur verið mikið álag síðustu
árin og umhverfið látið talsvert á sjá,
en nú vænti ég þess að gerðar verði
úrbætur. Unnin verður verndar-
áætlun fyrir svæðið, nýtt deiliskipu-
lag og vonandi geta framkvæmdir
við mikilvæga stígagerð hér hafist á
næsta ári.“ sbs@mbl.is
Friðlýsing fyrir heiminn
Geysissvæðið fær grið Vernd fyrir komandi kynslóðir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Friðlýsing Við hátíðlega athöfn á Geysissvæðinu í gær. Ásta Stefánsdóttir
sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri umhverfisráðu-
neytis og lengst til hægri er Helgi Kjartansson oddviti í Bláskógabyggð.
„Maður verður að nota birtuna og
ylinn,“ sagði Guðmundur Magnús-
son, bóndi í Káraneskoti í Kjós, í
gær. Fjölskyldan var að rúlla heyi
af fyrstu hekturunum sem þar voru
slegnir, í kappi við tímann, því ein-
hverjar spár gerðu ráð fyrir lítils
háttar rigningu í dag.
Guðmundur sló á þriðjudag og
miðvikudag til þess að geta nýtt þá
daga sem spáð var að yrðu nokkurn
veginn þurrir. Svo er spáð rigningu
um helgina. Fleiri bændur í Kjós-
inni hófu slátt í fyrradag. Meðal
þeirra var Kristján Oddsson, bóndi
á Neðra-Hálsi, en þar var myndin
tekin. Víða er sláttur hafinn í
mjólkurframleiðsluhéruðum, meðal
annars á Suðurlandi og í Eyjafirði.
Guðmundur segir að grasið sé
mjög vel sprottið og segist hann
ekki muna eftir jafn þéttu og góðu
grasi. Reiknar hann með met-
uppskeru í sumar. Þá segir hann að
miklu muni að bændur á Suður- og
Vesturlandi hafi ekki lent í sömu
hörmungum með kal og bændur
norðanlands og austan.
Kúabændur víða um land eru byrjaðir að afla heyja fyrir skepnur sínar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verður að
nota birtuna
og ylinn
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?