Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 14

Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnvöld íNorður-Kóreuhafa í annað sinn á örskömmum tíma brugðist harka- lega við og hótað ná- grönnum sínum í suðri. Á þriðju- dag létu stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengja upp sér- staka samvinnustofnun Kóreu- ríkjanna, sem staðsett var rétt norðan landamæranna, í borginni Kaesong. Stofnuninni var komið á fót fyrir tveimur árum eftir sögu- legan leiðtogafund Kims Jong- uns, leiðtoga Norður-Kóreu, og Moons Jae-ins, forseta Suður- Kóreu. Stofnunin hafði að vísu verið mannlaus síðan í vor vegna kór- ónuveirufaraldursins, en var engu að síður tákn um vilja ríkjanna til þess að vinna saman og semja að lokum varanlegan frið í stað vopnahlésins, sem tók gildi eftir Kóreustríðið. Nú er þetta tákn orðið að engu og rústir þess áminning um við hvað er að etja þegar stjórnvöld í alræðisríkinu eru annars vegar. Á yfirborðinu segja leiðtogar Norður-Kóreu að ástæðan fyrir óánægju sinni séu aðgerðir lið- hlaupa og annarra flóttamanna í suðri, sem hafa löngum sent áróð- ur með loftbelgjum norður yfir landamærin, þar sem vakin er at- hygli á þeim mörgu og margvís- legu mannréttindabrotum, sem framin eru á hverjum degi í Norð- ur-Kóreu. Þetta eitt og sér skýrir þó tæp- ast viðbrögðin og telja flestir sér- fræðingar í málefnum landsins að einhver dýpri óánægja búi að baki. Þá er enn talin von á meiru, því að um leið og samvinnustofnunin var sprengd hótuðu norðurkóresk stjórnvöld því að næst yrði herlið sent aftur að landamærum ríkjanna, og þeim breytt í „óvinn- andi vígi“. Engin ástæða er til að ætla annað en að einnig verði stað- ið við þá hótun á næstu dögum. Viðbrögð Suður-Kóreumanna voru í fyrstu þau, að sækja til saka þá, sem höfðu sent loftbelgina norður fyrir landamærin, í þeirri von að það yrði friðþæging fyrir ná- grannana í norðri. Sú friðþæging virðist hins vegar hafa verið dæmd til að mistakast, og hefur Moon forseti nú ákveðið að setja suðurkóreska herinn á aukið við- búnaðarstig, og lofað því að frek- ari ögrunum verði svarað. Gagnrýnendur forsetans heima fyrir segja það hins vegar vera seint í rassinn gripið og að það hafi verið forkastanleg ákvörðun hjá stjórnvöldum að sækja flótta- mennina til saka nánast um leið og hótanirnar bárust frá norðri. Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Lýðræðisríkið Suður-Kórea á ekki að láta kúgarann í norðri ráða ferðinni. Fyrir því er áratugalöng reynsla að friðþæging skilar ekki árangri í samskiptum við Norður- Kóreu. Um leið virðist ljóst, að um „hannaða“ krísu af hálfu Norður- Kóreumanna er að ræða, sem hafi annars vegar átt að láta suðurkór- esk stjórnvöld virðast veikburða, sem tókst, og hins vegar að knýja Bandaríkjamenn aftur að samn- ingaborði um kjarnorkuafvopnun, en af þeim viðræðum hefur verið fátt að frétta um nokkurn tíma. Þá eru allar líkur á að Kim Jong Un sé einnig að búa sér til óvin til að beina athygli landsmanna frá þeim gríðarlegu efnahags- erfiðleikum sem landið glímir við og hefur versnað enn vegna kórónuveirunnar. Engin leið er að vita hversu lengi Norður-Kórea mun halda uppteknum hætti eða jafnvel bæta í, en víst er að það mun ekki hjálpa verði þessi hegð- un Norður-Kóreumanna verð- launuð enn á ný með tilslökunum. Ástæða er til að óttast framhaldið á Kóreuskaganum} Ögranir á ögranir ofan Boris Johnson,forsætisráð- herra Breta, átti fjarfund í byrjun vikunnar með Ur- sulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til þess að ræða stöðuna sem upp er komin í fríverslunarviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Það var líklega ekki seinna vænna, því að nákvæmlega eng- inn árangur hefur náðst í viðræð- unum, þrátt fyrir að einungis um hálft ár sé þar til umþóttunartím- inn sem Bretum var fenginn eftir útgönguna í janúar rennur út. Johnson var afar skýrmæltur á fundi þeirra um að ekki kæmi til greina að framlengja þann tíma- frest, en það virðist hafa verið von embættismannanna í Brussel, að Bretar myndu sætta sig við að vera undir oki þeirra í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Það sem þvælist enn fyrir þessum viðræðum er, að samningsmarkmið Evrópusambandsins er leynt og ljóst að gera Breta að varanlegu „léns- ríki“ sínu, ef svo má að orði kom- ast, þar sem Bretland yrði um ald- ur og ævi undirselt sambandinu, dómstóli þess og regluverki, án þess að hafa nokkuð um það að segja. Öllum má ljóst vera að slík nið- urstaða yrði algjörlega óvið- unandi, bæði fyrir breskan al- menning og ríkisstjórnina sem tók við völdum í desember, eftir allt sem á undan er gengið. Út- ganga Breta er orðin að veruleika, og verður ekki snúið við úr þessu. Það er því ekki seinna vænna að Evrópusambandið sætti sig við þann veruleika og byrji að um- gangast Bretland eins og sjálf- stætt og fullvalda ríki. ESB virðist ekki enn hafa áttað sig á útgöngunni} Í sama farinu Þ egar ég var strákur heyrði ég í út- varpinu viðtal við mann af erlend- um uppruna sem hafði búið lengi á Íslandi. Sá sem tók viðtalið spurði, eins og þá var algengt hér á landi, hvort viðmælandinn hefði orðið var við minni- máttarkennd Íslendinga. Svarið kom á óvart. „Nei, það hef ég aldrei fundið. Hitt er miklu algengara að ég hafi fundið fyrir meirimáttar- kennd landsmanna.“ Sagt er að glöggt sé gests augað. Þetta ein- kenni kemur fram á tvennan hátt. Sumir telja að fulltrúar þjóðarinnar eigi að láta sem mest á sér bera á alþjóðavettvangi, hvert sem umræðuefnið er. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skrifaði árið 1970: „[V]irðing smáþjóða stend- ur yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Menn verða þar, ekki síður en annars staðar, að hafa eitthvað raunveru- legt til málanna að leggja.“ Ekki er þar með sagt að Ís- lendingar eigi aldrei að nýta sér réttinn til að láta rödd sína heyrast ytra, heldur að þegar þeir tala, þá hafi þeir eitthvað að segja. Þetta mættu stjórnmálamenn og aðrir spekingar líka hafa í huga hér á heimavelli. Hitt er hin undarlega árátta að telja allt best vegna þess að það sé íslenskt. Á Viðskiptaþingi 2007 kynnti starfshópur niðurstöður sínar undir yfirskriftinni Ísland best í heimi. „Við hrindum brjáluðum hugmyndum í framkvæmd og látum þær ganga upp,“ sagði Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og hló. Forseti Íslands flutti um þetta leyti „fræði- leg“ erindi um yfirburði Íslendinga, bæði við Harvard-háskólann og á fundi Sagnfræð- ingafélags Íslands. Árið 2008 hrundi banka- kerfið og þúsundir Íslendinga festust í skuldafeni eða töpuðu öllu. Hluti af sjálfbirgingshættinum er að Ís- lendingar hafi ekkert til útlanda að sækja. Útlendur matur sé hættulegur og samskipti við útlendinga geti verið skaðleg. Verst af öllu sé að leita fyrirmynda eða þekkingar í útlöndum. Reglur eða lagabálkar sem gilda í útlöndum séu líkleg til að spilla hér öllu. Ekki komi til greina að lúta alþjóðlegum eftirlits- stofnunum eða dómsvaldi, alveg án tillits til þess hvort lögin og reglurnar sem dæmt er eftir séu sanngjörn og skynsamleg. Þyrlað er upp moldviðri og búinn til óvinur í þeim til- gangi einum að vekja ótta og ná athygli. Sáð er fræjum tortryggni og efasemda, jafnvel hjá skynsömu fólki. Morgunblaðið er málgagn stórútgerðarmanna. Í gær birtust skilaboð eigendanna um Evrópusamstarfið, sem blaðið líkir í forystugrein við einvaldskonung sem kíkir upp úr kistunni. Sem kunnugt er kusu stjórnvöld árið 1993 aukaaðild að Evrópusambandinu, án atkvæðis- réttar fyrir Ísland. Það er vel við hæfi að enda þennan pistil eins og forystugreinina: „Einhvern tíma birtir til og menn taka við af mannleysum og hrinda þessari nið- urlægingu burt.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Sá gamli kíkir upp úr kistunni Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir vaxandi fjárhags-áhyggjur meðal lands-manna vegna afleiðingakórónuveirufaraldursins, líkt og birtist í nýlegri könnun Mask- ínu fyrir BSRB, eru enn ekki komin fram óræk merki um víðtækari fjár- hagsvanda og alvarlega greiðslu- erfiðleika fólks. Nýjar tölur Umboðsmanns skuld- ara sýna að í seinasta mánuði barst umboðsmanni 61 umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda, litlu fleiri en í apríl þegar þær voru 57. Til saman- burðar voru umsóknirnar 84 í mars sl. og í maí í fyrra voru umsóknir um aðstoð, ráðgjöf eða greiðsluaðlögun mun fleiri eða 90 talsins. Það sem af er árinu hafa Umboðsmanni skuldara borist 400 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda en alls bárust 1.125 umsóknir um úrræði vegna fjárhags- vanda á síðasta ári. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara kvaðst þó hafa á tilfinningunni í sam- tali við Morgunblaðið í seinasta mán- uði að þetta væri lognið á undan storminum. Ástandið kynni að versna síðsumars og í haust þegar uppsagn- arfrestir renna út. Heimili landsmana skulduðu 2.175 milljarða kr. um seinustu áramót. Bent er á það í Peningamálum Seðla- bankans á dögunum að enn sem kom- ið er hafi ekki hægt á vexti útlána til heimila en hann hafi haldist á bilinu 6-7% frá miðju síðasta ári. Ekki sé heldur að merkja að aðgengi heimila að lánsfé hafi minnkað í kjölfar far- sóttarinnar og vextir á húsnæðis- lánum hafa haldið áfram að lækka samhliða lækkun vaxta Seðlabank- ans. 38,9% segjast ekki hafa áhyggjur af húsnæðiskostnaði Í áðurnefndri könnun Maskínu fyr- ir BSRB voru þátttakendur sem ekki búa í foreldrahúsum spurðir hvort þeir hefðu miklar eða litlar áhyggjur af því að geta ekki staðið skil á hús- næðiskostnaði vegna áhrifa kórónu- veirufaraldursins. 38,9% sögðust alls engar áhyggjur hafa af því. Álíka stór hópur eða 37,7% sagðist hafa fremur eða mjög litlar áhyggjur af þessu. Rúm átta prósent svöruðu því hins vegar til að þau hefðu fremur eða mjög miklar áhyggjur af því að geta ekki staðið skil á húsnæðiskostnaði sínum. Eru þær áhyggjur áberandi mest- ar meðal lágtekjufólks sem er með tekjur undir 400 þúsund kr. á mánuði en tæp 22% svarenda í þessum tekju- hópi hafa fremur eða miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaðinum og ein- hleypir einstaklingar og þeir sem eru fráskildir eða ekkjur og ekklar eru einnig áberandi fleiri í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af þessu en fólk sem er í hjónabandi eða sambúð. Þá hafa rúm 14% þeirra sem leigja eða búa í húsnæði á vegum fyrirtækis áhyggjur af að geta ekki staðið skil á húsnæðiskostnaði vegna áhrifa veiru- faraldursins. Í könnuninni voru svarendur, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóð- skrá, einnig spurðir hvort þeir hefðu miklar eða litlar áhyggjur af því að missa húsnæðið sem þeir búa í. Tæp 80% hafa fremur litlar, mjög litlar eða alls engar áhyggjur af því að missa húsnæðið. 1,7% hafa hins vegar frem- ur miklar áhyggjur af þessu og 5,8% hafa mjög miklar áhyggjur af því að missa húsnæðið. Athyglisverður munur er á svörum kynjanna við þessari spurningu. Áhyggjurnar eru meira áberandi meðal karla en kvenna. 9,2% karla hafa fremur miklar eða mjög miklar áhyggjur af því að missa húsnæðið en hlutfallið er tæp 6% meðal kvenna. Þegar svörin eru greind eftir búsetu kemur í ljós að mun hærra hlutfall þeirra sem hafa áhyggjur af því að missa húsnæði sitt býr í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur en á öðrum stöðum á landinu eða 15,2% samanborið við 4% í Reykjavík sem sögðust hafa áhyggjur af þessu. 61 umsókn í maí vegna fjárhagsvanda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Horft Ekki er hægt að merkja að aðgengi heimila að lánsfé hafi minnkað. 3% 5% 15% 19% 19% 39% 6% 2% 13% 20% 19% 41% Áhyggjur af húsnæðismálum og -kostnaði Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir BSRB 24. apríl til 4. maí sl.* Mjög miklar áhyggjur Fremur miklar áhyggjur Í meðallagi áhyggjur Fremur litlar áhyggjur Mjög litlar áhyggjur Alls engar áhyggjur Hefur þú miklar eða litlar áhyggjur af því að missa húsnæðið sem þú ert í?* * Einungis þeir sem búa í leiguhúsnæði Hefur þú miklar eða litlar áhyggjur af því að geta ekki staðið skil á húsnæðiskostnaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins?** ** Allir nema þeir sem búa foreldrahúsum Áhrif Covid-19 könnun Maskínu fyrir BSRB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.