Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 15

Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Á undanförnum árum hafa verið mikil brögð að því að auð- menn, bæði íslenskir en þó ekki síður erlendir, kaupi upp land- areignir hér á landi og eru sum- ir þeirra komnir með umtalsvert eignarhald á sína hendi, sumir gríðarlegt. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörgum leyfi ég mér að fullyrða, þótt ekki hafi mótmæli verið mjög sýnileg. Nýlega afhenti kona úr Hafnarfirði, Jóna Imsland, for- sætisráðherra tíu þúsund undir- skriftir þar sem aðgerða var krafist. Hún sendi einnig alþingismönnum, hverjum og einum, persónulegt bréf sömu erinda. Þetta kom fram í einhverjum fjölmiðlum þótt þeir hafi flestir lagt sitt af mörkum til að þessi mótmæli mættu fara fram í kyrrþey. Stjórnmálamenn skynja þó undirliggjandi ólgu vegna landakaupa auðmanna og segjast vilja stemma stigu við þessari þróun. Nú er sagt að stjórnarfrumvarpi forsætisráðherra sé ætlað að svara þessu kalli. Því miður fer því fjarri að svo sé og veldur frumvarpið miklum vonbrigðum. Frumvarpið ekki gegn eignasamþjöppun … Verði frumvarpið að lögum mun það ekki stöðva eignauppkaup og samþjöppun í eign- arhaldi á landi í samræmi við það sem látið hefur verið í veðri vaka í opinberri umræðu. Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við skipulagslög og markmið sem sveitarfélög og löggjafarvaldið setur, svo sem varðandi mat- vælaframleiðslu. Þá er lögð áhersla á skrán- ingu eignarhalds. Allt góðra gjalda vert en hefur ekki með takmörkun á eignarhaldi að gera. Gagnrýni mín á frumvarp forsætisráðherra byggist einkum á því sem nú skal rakið. … og ekki gegn landakaupum erlendra auðkýfinga Með frumvarpinu er algerlega horfið frá þeirri stefnumótun sem fólst í reglugerð og frumvarpi sem hún byggðist á og ég lagði fram sem innanríkisráðherra árið 2013. Landakaup erlendra aðila heyrðu undir innanríkisráðuneytið þannig að sá þáttur einn kom til minna kasta beint sem ráðherra. Nú var það svo, og er enn, að kaup útlend- inga utan EES á landi eru bönnuð að formi til þótt ráðherra sé lögum samkvæmt heimilt að veita undanþágu. Grunnreglan er sú að einungis íslenskum ríkisborg- urum og þeim sem eiga hér lög- heimili eru heimil landakaup. Eftir að EES-samningurinn gekk í gildi árið 1993 stóðu margir í þeirri trú að réttur EES-borgara skyldi vera hinn sami og íslenskra ríkisborgara varðandi kaup á landi. Þetta vildi ég láta kanna til hlítar enda mjög eindregið á því máli að ekki ætti að flytja eign- arhald á landi út fyrir landstein- ana. Þetta væri þeim mun brýnna eftir tilkomu laga um rannsóknir og nýtingu á auðlind- um í jörðu 57/1998 þar sem lögfestur er eign- arréttur landeigenda á þeim auðlindum sem kunna að finnast í landi þeirra: „Með auðlind- um er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við … Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu…“ Þar með öðlaðist eignarréttur á landi ríkari efnahagslega og pólitíska þýðingu sem frá- leitt er að horfa framhjá í þessu samhengi. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki horft til þessa sem skyldi. Leyfi ég mér að fullyrða að flestir höfðu búist við öðru í ljósi yfirlýsinga um hið gagnstæða. Lagaumhverfið tekur breytingum Sífellt er verið að gera breytingu á lögum, bæði lagatexta og síðan einnig túlkun lag- anna. Þegar vatnalögunum var breytt upp úr aldamótum var viðkvæði þess ráðherra sem gekkst fyrir breytingunum að verið væri að aðlaga lögin „dómapraxís“ undangenginna áratuga sem verið hefði í þá átt að styrkja einkaeignarrétt. Innan EES-umhverfisins gerist hið sama. Dómahefð þróast og getur þokað okkur frá upphaflegum markmiðum stjórnmálanna eða þá að ófyrirséð þróun veldur því að málin taka aðra stefnu en menn ætluðu. Margir höfðu af því áhyggjur þegar Ísland gekkst undir EES-skilmálana að hætta væri á því að erlendir peningamenn myndu kaupa hér upp land í stórum stíl. Aðrir töldu slíkar áhyggjur ástæðulausar, bæði væri lítil hætta á að þetta gerðist í þeim mæli að teljandi væri og þótt svo færi þá gæti það varla skipt sköpum þótt eignarhald á landi færðist út fyrir landsteinana í einhverjum mæli. Þegar svo virtist sem síðari hópurinn hefði haft rétt fyrir sér, lítil ásókn varð í land, þá breyttust viðhorfin og slakað var á kröfum varðandi eignaraðild útlendinga. Allt breytist Það er svo á síðustu tíu árum að grundvall- arbreyting á sér stað að tvennu leyti. Ásókn auðkýfinga í íslenskt land tekur heljarstökk og síðan koma til sögunnar breytingar á orkulöggjöf ESB og ýmsar ófyrirséðar nýj- ungar. Þannig er nú tekist á um að hvaða marki yfirvöld geti haft afskipti af vindmyllu- görðum sem norskir fjárfestar hafi hug á að reisa hér á landi. Lagaumhverfið er af þessum sökum í þró- un og um áherslur innan þess eru átök. Í þessu mótunarstarfi hljóta stjórnvöld hverju sinni að marka sér skýra stefnu um áherslur. Endurmat á að vera á dagskrá nánast dag hvern! Á árinu 2012 vildi ég vita frá færustu sér- fræðingum sem völ væri á hvort unnt væri að takmarka eignarhald erlendra auðmanna (innlent eignarhald heyrði undir annað ráðu- neyti) frá því sem þá var og vildi ég sérstak- lega horfa til EES-borgara enda höfðu aðrir hreinlega ekki aðgang nema með undanþág- um sem fyrr segir. Færustu sérfræðingar Tvær vandaðar skýrslur voru unnar, ann- ars vegar úttekt þeirra Valgerðar Sólnes lög- fræðings og Eyvindar G. Gunnarssonar, þá dósents nú prófessors, og hins vegar þeirra Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, og Jens Hartvigs Danielsen, prófessors við lagadeild háskólans í Árósum í Danmörku. Megininntakið í niður- stöðum þessara fræðimanna var að EES- samningurinn hefði verið stórlega oftúlkaður hvað varðar rétt EES-borgara til landa- kaupa. Í skýrslu þeirra Stefáns Más og Jens Hart- vigs kom skýrt fram að þær breytingar sem gerðar hefðu verið hér á landi til rýmkunar á landakaupum EES-borgara hefði ekki þurft að gera til að fullnægja EES-samningnum, enda hefði fjármagnsflæði yfir landamæri (frjálst flæði fjármagns) jafnan átt að skoðast í ljósi samspils við aðra þætti „fjórfrelsisins“, þ.e. hvort það þjónaði markmiðum hins innri markaðar um frelsi til fólksflutninga, staðfesturéttar og viðskipta með vörur og þjónustu. Ákvæði 72. greinar stjórnarskrár- innar um rétt til að takmarka fjárfestingar erlendra manna í landareignum stæði því óhaggað gagnvart EES-borgurum. Frumvarp og reglugerð Á grunni þessarar rannsóknarvinnu lagði ég fram frumvarp sem tók af öll tvímæli um að skilyrði fyrir landakaupum á Íslandi væru þau að viðkomandi væri íslenskur ríkis- borgari eða með lögheimili á Íslandi, en rétt- ur slíks manns skyldi „einskorðast við eign- arrétt eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi til að halda þar heimili og frístundahúsi til að dveljast þar, enda fylgi slíkum fasteignum einungis venjuleg lóðarréttindi, en ekki önnur réttindi, svo sem veiðiréttur eða vatnsrétt- indi …“ Frá þessu skilyrði mætti víkja gagnvart er- lendum aðilum, og gilti þá einu hvort þeir kæmu frá EES-ríkjum eða annars staðar frá, að uppfylltum tilteknum skilyrðum þó þannig að ekki fylgdu „veiðiréttur og vatnsréttindi“. Varðandi EES-borgara segir ennfremur í frumvarpstextanum að þeim skuli „heimilt að nýta sér rétt til fjármagnsflutninga … að því marki sem honum er það nauðsynlegt til rétt- arins til frjálsra fólksflutninga, staðfesturétt- ar eða þjónustustarfsemi. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um til hvaða fast- eigna þessi réttur tekur og framkvæmd rétt- arins að öðru leyti.“ Það sem kemur á óvart Frumvarp og reglugerð fóru nú í þriggja mánaða kynningarferli, opið öllum, en að því búnu var frumvarpið lagt fyrir þingið og reglugerð sett. Í kjölfar stjórnarskipta vorið 2013 var reglugerðin afnumin án kynningar eða umræðu, einfaldlega sagt að lögfræðingar hefðu talið hana vera „á gráu svæði“ og EES hefði óskað eftir greinargerð. Engum átti að þurfa að koma á óvart að málið væri talið vera á gráu svæði og óskir um rökstuðning í Brussel áttu ekki heldur að þurfa að koma á óvart. Það sem hins vegar hefur komið á óvart er viljaleysið til að standa á þeim málstað sem lagafrumvarpið og reglugerðin voru reist á og láta reyna á rétt okkar. Enn meir kemur á óvart að í stjórnarfrumvarpinu sem nú er fyr- ir Alþingi skuli ekki reynt að sporna sérstak- lega gegn fjárfestingum erlendra auðmanna í landi og þar með orku, vatni og öðrum auð- lindum Íslands. Í síðari grein minni geri ég grein fyrir ýmsu sem snýr að uppkaupum íslenskra og erlendra auðmanna á íslensku landi. Eftir Ögmund Jónasson » Verði frumvarpið að lögum mun það ekki stöðva eigna- uppkaup og samþjöppun í eignarhaldi á landi í samræmi við það sem látið hefur verið í veðri vaka. Ögmundur Jónasson Höfundur var innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin heftir ekki landakaup auðmanna „Í dag leikur geisli um Grafar- vog.“ Þessi orð úr vígslusálmi séra Sigurbjörns Einarssonar biskups, við lag Þorkels sonar hans, hljómuðu við vígslu Graf- arvogskirkju fyrir réttum tutt- ugu árum. Stundin í kirkjunni var einstaklega hátíðleg þegar þáverandi biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, vígði kirkj- una. Prestar Grafarvogssafn- aðar, séra Vigfús Þór Árnason, séra Sigurður Arnarson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir, þjón- uðu fyrir altari. Séra Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur og viðstaddir biskupar þjónuðu við altarisgönguna. Kirkjukór Grafarvogskirkju og Unglingakór kirkjunnar sungu undir stjórn Harðar Braga- sonar organista og kórstjóra og Oddnýjar Jónu Þorsteinsdóttur kórstjóra. Fjöldi annarra tón- listarmanna tók þátt í vígsluathöfninni. Sóknarnefndarfólkið þau Bjarni Kr. Gríms- son formaður, Sigurður J. Kristinsson, formað- ur byggingarnefndar, Hildur Gunnarsdóttir rit- ari og Valmundur Ingi Pálsson gjaldkeri fluttu ritningarorð. Í vígsluathöfninni afhenti Davíð Oddsson for- sætisráðherra kirkjunni að gjöf glerlistaverk eftir okkar heimsþekkta listamann Leif Breið- fjörð. Glerlistaverkið, sem er altarisgluggi, er gjöf frá ríkisstjórn Íslands og sérstaklega til- einkað æsku landsins á þúsund ára afmæli Kristnitökunnar á Þingvöllum árið 1000. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu við af- hendingu verksins: „Að tillögu minni og Finns Ingólfssonar, þá- verandi ráðherra, ákvað ríkisstjórnin að færa fjölmennasta söfnuði landsins að gjöf það stór- brotna glerverk sem hér blasir við og er kóróna þessarar kirkju. Verkið lofar meistarann, glerlista- manninn Leif Breiðfjörð, en fyrst og síðast lofar það meistarann sem þessi kirkja og allar aðrar kirkjur og kristilegt starf er helgað. Þegar Lionshreyfingin minntist 50 ára afmælis hreyfingarinnar á Íslandi í Grafarvogskirkju í apríl 2001 sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, þáverandi forseti Íslands, m.a. í ræðu sinni að hann stæði fyrir framan listaverkið Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000 og sagði: „Þetta er nýjasta þjóðargersemin sem Íslendingar hafa eignast.“ Gísli Sigurðsson, myndlistarmaður og rit- stjóri Lesbókar Morgunblaðsins, komst svo að orði í grein um Grafarvogskirkju á árinu 2000: „Steindur gluggi Leifs Breiðfjörð í kór er ekki aðeins mesta skart kirkjunnar, heldur má telja að verkið sé, ásamt altaristöflu Nínu Tryggva- dóttur í Skálholtsdómkirkju, það kirkjulista- verk á landi hér sem hvað best hefur tekist.“ Fleiri listaverk voru einnig vígð á vígsludegi kirkjunnar og má þar nefna altarissett bæði fyrir altari í kapellu kirkjunnar og aðalaltari kirkjunnar ásamt skírnarskálum, að ógleymd- um forkunnarfögrum bæna- og friðarstjaka í anddyri kirkjunnar. Það er gull- og silfursmið- urinn Stefán Bogi Stefánsson sem hannaði og smíðaði alla kirkjugripina. Þess má geta að hann hefur smíðað kirkjugripi í einar 40 kirkjur hér á landi. Steinsmiðurinn Þór Sigmundsson vann altari kirkjunnar, prédikunarstól og skírn- arfont sem arkitektar kirkjunnar teiknuðu. Á vígsludegi bárust margar góðar gjafir frá velunnurum kirkjunnar og leyfi ég mér að nefna hér sérstaklega Safnaðarfélag Grafar- vogskirkju sem stofnað var á ársafmæli safn- anda vígslunnar, nánar tiltekið frá 17. júní, þeg- ar Karl biskup hvíslaði að mér eftir vígslu- æfinguna: „Heldur þú Vigfús að þetta takist? Vígslan er jú á morgun.“ Á þeirri stundu voru um hundrað iðnaðarmenn að störfum í kirkj- unni. Önnur stund þennan dag er einnig ógleymanleg. Ég var á leið til skírnarathafnar hjá sóknarbarni sem býr rétt hjá kirkjunni. Á leiðinni þangað hélt ég að það hefði sprungið á öllum dekkjum en bifreið mín hreyfðist mjög óeðlilega svo ekki sé meira sagt. Allt í einu heyrði ég svo kirkjuklukkurnar hringja í fyrsta sinn. Ég var nokkuð hissa og fór til baka að kirkjunni. Þá kom í ljós að Suðurlandsskjálftinn frægi hafði gengið yfir og kirkjuklukkurnar hringdu í fyrsta sinn vegna áhrifa frá lands- skjálftanum. Við lok þessar hugleiðingar er eðlilegt að vitna í orð Karls biskups er hann sagði m.a. í prédikun sinni við vígsluna: „Það fer einkar vel á því að kirkjan skyldi vígð á þessum degi, á þrenningarhátíð. Það er hátíð sem dregur fram kjarnaatriði kristinnar kenningar og trúarlífs. Þrenningarkenningin svokallaða að Guð er einn og þrennur – faðir, sonur og heilagur andi, skaparinn, frelsarinn, huggarinn, hún er ekki ávöxtur heilabrota fræðimanna og spekinga, hún er sprottin úr trúarreynslunni. Þetta er játning sem tjáð er í bæn og tilbeiðslu og þakk- argjörð.“ Slík þakkargjörð var í hugum safnaðarfólks- ins, sem fyllti kirkjuna sína á vígsludegi, er við tókum undir sálm séra Sigurbjörns biskups, sem var gjöf hans til kirkjunnar á þeim degi. Í dag leikur geisli um Grafarvog, um götur og nes og sund. Hann sendur er hæstum himni frá á heilagri náðarstund. Tuttugu ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju Eftir Vigfús Þór Árnason » Þá kom í ljós að Suðurlands- skjálftinn frægi hafði geng- ið yfir og kirkjuklukkurnar hringdu í fyrsta sinn vegna áhrifa frá landsskjálftanum. Vigfús Þór Árnason Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. aðarins í júní 1990 og hefur starfað ötullega síð- an. Í tilefni vígslunnar færði félagið kirkjunni að gjöf altarissett á aðalaltari kirkjunnar ásamt fullbúnu eldhúsi sem þjónar safnaðarsölum hennar. Það er mikið starf að byggja nýja kirkju og til gamans má geta þess að byggingarnefnd kirkj- unnar hélt 376 formlega fundi. Það tók söfnuðinn aðeins níu ár að byggja upp Grafarvogskirkju og tel ég að samstarf allra sem að verkinu komu hafi gengið einstaklega vel. Það þurfti eðlilega að taka lán til að settu marki yrði náð en kirkj- unni hefur þó ávallt tekist að standa í skilum ásamt því að reka öflugt safnaðarstarf í rúm 30 ár. Kirkjan hefur fengið mikið lof fyrir arkitekt- úr sinn en það voru arkitektarnir Finnur Björg- vinsson og Hilmar Björnsson sem teiknuðu kirkjuna og mun Hilmar fjalla um arkitektúr kirkjubyggingarinnar í þessari afmælisgrein. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til vígsludagsins. Vígsluathöfninni var sjónvarpað á öldum ljósvakans, en það er í eina skiptið sem kirkjuvígsluathöfn hér á landi hefur verið sjónvarpað í beinni útsendingu. Það gerði SkjárEinn á sínum tíma. Síðar sjónvarpaði SkjárEinn aftansöng beint frá Grafarvogskirkju á aðfangadagskvöld í nokkur ár. Stöð 2 tók svo við í fjölmörg ár. Ég veit að margir Íslendingar, bæði hér heima og erlendis, vona að framhald eigi eftir að verða á þeirri beinu útsendingu. Einnig er margt sem kemur upp í hugann þegar rifjaðar eru upp minningar frá aðdrag-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.