Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 17
Eftir Hilmar Þór
Björnsson
arkitektúr kirkju-
bygginga er oft að
finna falda þekkingu
eða dulmál ýmiss
konar. Þetta eru oft
vísbendingar og
táknmál sem þeir
sem til þekkja sjá
strax en aðrir ekki.
Grafarvogskirkja er
þarna engin undan-
tekning, hún er hlað-
in alls konar þekkt-
um sögulegum táknum.
Í þessari grein, sem skrifuð er í
tilefni þess að nú eru 20 ár liðin
frá því að kirkjan var vígð, verður
fjallað um táknmál kirkjunnar og
ýmislegt tengt byggingunni og
gerð hennar.
Í samkeppni um hönnun Grafar-
vogskirkju árið 1989 lögðum við
arkitektarnir áherslu á hugmynd
um klassíska þrískipa kirkju, sem
byggðist á öllum helstu hefðum
kirkjubygginga liðinna alda. Þetta
var ekki auðvelt markmið vegna
þess að kirkjubyggingar eru öðru-
vísi nú en fyrir bara hálfri öld.
Gömlu kirkjurnar voru í aðal-
atriðum bara eitt rými. Það er
rýmið þar sem guðsþjónustur og
aðrar kirkjulegar athafnir fara
fram. Þannig var það um aldir. Nú
er starfsemi kirkna með allt öðrum
hætti en áður var. Þar fer nú fram
fjölþætt félagsleg þjónusta sem
sóknarbörn sækja alla daga vik-
unnar og allir eru velkomnir. Hin
hefðbundna starfsemi, kirkjulegar
athafnir, tekur einungis um fjórð-
ung rýmisins. Þetta hefur valdið
ýmsum erfiðleikum í hönnun nú-
tímakirkna og þær hafa tapað sínu
gamla klassíska formi sem áður
var næstum algilt.
Þarna fyrir rúmum 30 árum
kallaði tíðarandinn á byggingarlist
sem tengdist póstmódernismanum
sem var nokkuð ríkjandi stefna þá
eða dekonstrúktivisma og öðru
slíku. Við vissum að Grafarvogs-
kirkja þurfti að standa allar slíkar
tískusveiflur líðandi stundar af sér,
enda byggð til langrar framtíðar.
Við lögðum því áherslu á að laða
fram hugmynd að klassískri þrí-
skipa kirkju, basilíku, sem væri
byggð á öllum helstu hefðum
kirkjubygginga liðinna alda en
væri samt nútímaleg í sínu formi
og hvað alla starfsemi varðaði. Við
vildum að kirkjan endurspeglaði
þann tíma þegar hún væri byggð
en um leið hefði hún djúpar rætur
í fortíðinni. Hugmyndin var að
horfa til fortíðar og reyna að láta
hugmyndir tíðarandans hvað form
varðaði ekki trufla hönnunina.
Grafarvogskirkja er mikilvæg
bygging og þungamiðja
Grafarvogshverfis.
Kirkjan er áberandi séð
frá Vesturlandsvegi og
Gullinbrú og er svip-
mikil þegar komið er að
henni. Hún er eitt
helsta kennileiti
borgarhlutans.
Eins og áður sagði er
hér um að ræða þrí-
skipa kirkju þar sem
miðskipið er „Via
Sacra“, hinn heilagi
vegur, sem táknar veg-
ferð mannsins frá
vöggu til grafar og áfram til eilífð-
ar. Við enda hins heilaga vegar er
hringurinn, sem er söfnuðurinn.
Hringurinn er opinn á móti eilífð-
inni þar sem er altarið, borð Drott-
ins. Þarna sameinast tveir helstu
pólar í kirkjuarkitektúr, vegurinn
og hringurinn. Eins og í dóm-
kirkjum miðalda tengjast miðskip-
inu ótal rými og kapellur sem
þjóna þörfum líðandi stundar.
Í byggingunni falla saman þungt
og dökkt form miðskipsins og ljós-
ir og léttir fletir hliðarskipanna.
Þessar andstæður, þungur og létt-
ur, minna á andann og efnið.
Miðskipið er steinsteypt og
klætt steinum. Steinarnir á veggj-
um miðskipsins eru skírskotun til
ritningarinnar þar sem segir:
„… látið sjálfir uppbyggjast sem
lifandi steinar í andlegt hús.“
Steinarnir tákna þar mannlífið sem
er „… musteri Guðs“. Þannig eru
steinarnir tákn safnaðarins, fólks-
ins.
Þegar inn í kirkjuna er komið
blasir fyrir enda miðskipsins við
stór steindur gluggi, „Kristnitak-
an“ eftir Leif Breiðfjörð. Í loftinu
er „himinn“, ljósar viðarplötur,
sem notaðar eru til þess að stjórna
ómtíma hljóðsins í kirkjunni. Í
plötunum eru innfeld ljós, með
aukinni birtu þegar nær dregur
altarinu þar sem lofthæðin er
mest. Ómtíminn er stystur við inn-
ganginn og lengist þegar nær
dregur altarinu og er lengstur þar.
Birtan er mest og ómtíminn
lengstur yfir altarinu. Þetta er
skírskotun til himinsins, birtunnar
og er ætlað að auka hin andlegu
áhrif.
Forkirkja Grafarvogskirkju og
„Via Sacra“ er lífæð hússins þar
sem hátíðlegt yfirbragð eykst eftir
því sem innar dregur og fólk færir
sig nær altarinu þar sem hámark-
inu er náð.
Í kirkjunni er tekinn upp sá sið-
ur, sem algengastur var til forna,
að staðsetja skírnarfont á leið
barnsins til samfélags kristinna
manna. Fyrir miðju „Via Sacra“,
gegnt kapellu, er skírnarfontur
staðsettur. Rúmt er um hann og
aðstandendur skírnarbarnsins
safnast þar saman við athöfnina.
Að henni lokinni er haldið með
barnið að altarinu inn í söfnuðinn.
Ef horft er á grunnmynd kirkj-
unnar sést að hún líkist fiski, en
fiskur er elsta tákn kristinna
manna. Fiskur er á grísku
„ichþys“. Þegar kristnir sáu staf-
ina, eða mynd af fiski klappaða í
stein, skildu þeir að í orðinu eða
myndinni var að finna skamm-
stöfun fyrir orðin : „Jesús Kristur,
Guðs sonur, frelsari“. Við þetta
varð fiskurinn leynilegt felumerki
kristinna manna.
Kirkjan er þrískipa, en skipið er
eitt af táknum kirkjunnar þar sem
sagt er að „… kirkjan er skip sem
siglir yfir heiminn. Drottinn er við
stýrið og hinir kristnu áhöfnin og
hreyfiaflið er heilagur andi. Fyrir
afli hans siglir skipið í höfn Para-
dísar og lífsins eilífa. Orð Guðs eru
áttavitinn …“
Af grunnmynd Grafarvogskikju
má lesa nokkrar helstu tölur sem
skipa stóran sess í trúarlegu tákn-
máli. Fyrst er að telja miðskipið
sem er eitt. Talan einn er móðir
allra talna. Guð er einn og einn er
tala upphafsins. Hliðarskipin eru
tvö, lögmálið og fagnaðarerindið
eða Gamla og Nýja testamentið.
Skip kirkjunnar eru þrjú, heilög
þrenning, trú, von og kærleikur.
Upprisa Jesú var á þriðja degi.
Hverju hliðarskipi er skipt í fjóra
hluta; tölu heimsins og höfuðátt-
anna. Og guðspjallamennirnir eru
fjórir. Hliðarskipshlutarnir eru alls
átta og tengjast sköpunarsögunni
sem aftur tengist formi skírn-
arfonta fyrr á öldum sem voru oft
átthyrndir og táknuðu sjö hlið-
arnar sköpun heimsins, en heim-
urinn var skapaður á sjö dögum.
Áttunda hliðin, og áttunda hlið-
arskip Grafarvogskirkju, táknaði
þá nýtt upphaf. Af allri grunn-
myndinni má síðan sjá form fisks-
ins sem er elsta tákn kristinna
manna eins og nefnt var áður. Við
útveggi kirkjunnar eru tuttugu og
fjórar súlur sem eru fulltrúar post-
ulanna. Tólf horfa til austurs, upp-
hafsins þar sem sólin kemur upp,
og hinar tólf til vesturs þar sem
sólin sest. Eftir að vakin er athygli
á þessum atriðum eru þau augljós
þótt þeir sem ekki vita af þeim sjái
þau ekki.
Saga Grafarvogskirkju hófst árið
1989 þegar yngsta sókn landsins á
þeim tíma bauð til samkeppni milli
arkitekta um hönnun kirkjubygg-
ingar í sókninni. Þegar við félag-
arnir, Finnur Björgvinsson arki-
tekt og ég, tókum við
verðlaununum fyrir tillöguna var
okkur sagt af einum sóknarnefnd-
armanni að sóknin ætti enga sjóði.
Það sem til var nægði vart til þess
að bera kostnað af samkeppninni,
ekki öðru. Aðrir óskuðu okkur til
hamingju með sigurinn en töldu að
þetta mundi aldrei rísa vegna fjár-
skorts.
Aðeins tíu árum síðar stóð
Grafarvogkirkja á sínum fallega
stað, fullbyggð og fullfrágengin og
þjónaði samfélagi sínu. Hún var
vígð á þessum degi af sr. Karli
Sigurjörnssyni sem þá var biskup.
Sr. Karl hafði verið ráðgjafi okkar
arkitektanna við tillögugerðina tíu
árum áður ásamt sr. Pálma Matt-
híassyni sóknarpresti í Bústaða-
kirkju. Byggingarsaga Grafarvogs-
kirkju er á alla mælikvarða
stórkostlegt afrek.
Frá upphafi voru þeir einstakl-
ingar sem stóðu að kirkjubygging-
unni og öllu félagsstarfi í sókninni
ótrúlega öflugur hópur karla og
kvenna. Þau náðu, undir sterkri
forystu sr. Vigfúsar Þórs Árnason-
ar, að byggja langstærstu kirkju
landsins á aðeins tíu árum.
Hilmar Þór
Björnsson
»Er hér um að ræða
þrískipa kirkju þar
sem miðskipið er „Via
Sacra“, hinn heilagi veg-
ur, sem táknar vegferð
mannsins frá vöggu til
grafar og áfram til ei-
lífðar.
Höfundur er arkitekt.
Grafarvogskirkja – lesið í guðshús
Grafarvogskirkja 20 ára
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Í fjórða lagi er rétt að benda á
að áhættan við að bindast einu fjár-
málafyrirtæki getur orðið óeðlilega
mikil. Áhætta tengd Arion banka í
eignasafni Frjálsa hleypur á tugum
milljarða króna. Þarna eru hættu-
merki. Hvers vegna skyldi lífeyris-
sjóðurinn til viðbótar við aðra
áhættu eiga hlutabréf í bankanum
fyrir nokkra milljarða? Undirrit-
aður greiddi atkvæði gegn þátttöku
Frjálsa í hlutafjárútboði Arion
banka á sínum tíma. Næg var
áhættan fyrir og hagsmunatengslin.
Að framansögðu blasir við sú ein-
falda spurning: Hver er tilgang-
urinn með Frjálsa lífeyrissjóðnum?
Að sjálfsögðu er hann sá að há-
marka lífeyrissparnað sjóðfélaga
sinna en ekki að skapa Arion banka
viðvarandi hagnað með ógagn-
sæjum viðskiptum. Ef löggjafinn og
eftirlitsaðilar geta ekki tryggt að
hagsmunir sjóðfélaga skuli ávallt
vera í fyrirrúmi í lífeyrissjóði verða
sjóðfélagarnir að gera það með sín-
um lýðræðislega rétti. Þeirra er
sjóðurinn.
Ýmsir kunna að spyrja sig
hvernig þessi bankaítök hafi getað
þrifist í áranna rás, þvert á hags-
muni sjóðfélaga. Ástæðan liggur
meðal annars í dræmri aðsókn á
aðalfundi sjóðsins. Það var því mik-
ið framfaraskref þegar aðalfund-
urinn í fyrra samþykkti baráttumál
mitt um heimild til rafrænna kosn-
inga sem myndi virkja lýðræðið í
sjóðnum og gera það aðgengilegt
fyrir 60 þúsund sjóðfélaga. Stjórn
sjóðsins dró hins vegar lappirnar
allan síðastliðinn vetur í undirbún-
ingi slíkra kosninga. Ég lagði fram
fullbúnar reglur um rafrænar kosn-
ingar á stjórnarfundi í febrúar sl.
en því var ekki sinnt. Stjórnin kaus
að virða vilja ársfundar að vettugi
og viðhalda óbreyttu ástandi. Í
kosningunum nú verða sjóðfélagar
því að mæta á aðalfundinn eða gefa
umboð sitt til þess frambjóðanda
sem þau treysta best til að verja
hagsmuni sína.
Í grunninn er Frjálsi lífeyrissjóð-
urinn með bestu eiginleika séreign-
arlífeyrissjóða á Íslandi því hann
gefur kost á því að vera með hæst
hlutfall séreignarsparnaðar af
skylduiðgjaldi. Þessi sjóður á því
með réttu lagi að geta verið flagg-
skip íslenskra séreignarlífeyris-
sjóða.
Ég hef ákveðið að bjóða mig
fram til stjórnar Frjálsa lífeyris-
sjóðsins á komandi ársfundi.
Stefnumál mín eru eftirfarandi:
Meira sjálfstæði lífeyrissjóðsins.
Lækka kostnað með hagkvæmari
eignastýringu.
Auka gegnsæi í allri upplýsinga-
gjöf.
Auka hlutfall erlendra eigna í
safni sjóðsins.
Koma á rafrænum kosningum.
Ég hvet sjóðfélaga til að mæta á
fundinn í Hörpu nk. þriðjudag kl.
17.15, standa vörð um ævisparnað
sinn og taka þátt í fundinum. Þeir
sjóðfélagar sem komast ekki á
fundinn en vilja veita mér umboð
til að vera fulltrúi þeirra í stjórn
sjóðsins næstu þrjú árin geta sent
mér tölvupóst. Netfang mitt er
halldorfridrik@gmail.com. Með fyr-
irfram þökk.
Höfundur býður sig fram til stjórnar
Frjálsa lífeyrissjóðsins.
að hringja eftir hjálp, og þá fara
björgunarsveitir af stað og þyrlur
eru til taks.
Þetta skyldu menn hugleiða áður
en haldið er í skjótráðna spássiferð
að vetrarlagi. Daginn lengir kannski
og komið gluggaveður, en jafn-
dægrahretin eru jafnan ófyrir-
sjáanleg, þótt þau séu árviss. Aldrei
hafa eins margar viðvaranaspár ver-
ið birtar og á þessum vetri, og þá er
auðvitað verið að hugsa til ferða-
mannanna, sem allir hafa áhyggjur
af. En innbyggjararnir virðast líka
vera komnir úr takt við hnattstöð-
una, og þurfa því líka að hlusta. Þeir
sýnast a.m.k. ekki spá sérstaklega í
skýin, en gætu kíkt á appið í staðinn.
Sunnlendingur.