Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 hafsárum fyrirtækisins og fram undan mikil vinna í þróun á nýrri erfðatækni og vefjaræktun byggs, sem fáir í heiminum höfðu náð tökum á. Okkur hafði verið bent á „konu í Mosfellsbæ“ sem væri hörkudugleg, gæti gengið í flest verk, ósérhlífin og alveg tilbúin til að vera hluti af okkar litla hópi, þessu tilraunaverkefni. Og mikið reyndist það rétt, Rósa reyndist sannkallaður hvalreki fyrir okkur, allar götur síðan. Hún fékk strax það hlutverk að þjálfa sig í svo- kölluðum kímskurði, þar sem stofnfrumur úr byggfræi voru að- greindar undir víðsjá frá öðrum frumum og settar svo í ræktun. Þetta var mjög nákvæm, flókin og erfið vinna, á valdi fárra, en Rósa náði slíkum tökum á þessari tækni að aðdáun vakti; þarna var hún einfaldlega heimsmeistari. Rósa náði síðan að miðla þessari tækni til nýrra starfsmanna og hún náði líka að heilla allt það erlenda fjöl- miðlafólk og innlendu gesti sem komu í heimsókn til að kynnast fyrirtæki okkar; „og svo er komið við hjá Rósu“ var alltaf sett inn í dagskrána. Þannig birtust myndir af Rósu í erlendum tímaritum og allir heilluðust af færni hennar en ekki síst framkomu hennar, áhuga á verkefninu, frásagnar- hæfileikum og útgeislun. Þessi færni Rósu í mannlegum sam- skiptum, jákvæðni og aðlögunar- hæfni reyndist fyrirtækinu mikill akkur. Rósa gat alltaf tekið að sér nýjar áskoranir, ný verkefni, hún réð einfaldlega við allt, og þetta gerði hún alltaf með bros á vör. Kannski hefur hjálpað Rósu ákveðinn mannkostur sem er stundum vanmetinn og kannski sjaldgæfur, sérstaklega á þeim tímum sem við nú lifum; að vera fróðleiksfús, að vilja vita meira um umhverfi sitt og náttúru, upplifa nýja hluti. Fráfall Rósu er mikill missir fyrir okkur hjá ORF sem sjáum á bak einstaklega góðri konu og samstarfsmanni, en mestur er þó missirinn fyrir fjölskyldu Rósu. Ég votta henni mína innilegustu samúð. Rósa skildi eftir sig ógleymanleg verk og minningar í lífi okkar. Björn Örvar. Elsku vinkona mín er borin til grafar í dag, það eru þung spor að kveðja eftir meira en hálfrar aldar vináttu sem aldrei bar skugga á. Pabbi hennar, Þorgrímur Þórðar- son, var í því starfi um tíma að aka sandi frá Hrauni til Reykjavíkur og fór því oft um hlaðið heima. Hann var eins og gleðisprengja í minningunni, var vart kominn inn í eldhúsið fyrr en allir voru hlæj- andi og kátir, sama hvaða stemn- ing hafði verið þar fyrir. En Þor- grímur færði okkur enn meiri gleði. Hann fékk nefnilega pláss fyrir dóttur sína í sveitinni. Ég man Rósu fyrst þar sem hún stendur kotroskin í brekkunni fyr- ir neðan réttina að hausti og við Inga Þóra Karlsdóttir þar aðeins neðar, hún segir: „viljiði vera memm?“ Við sveitabörnin fæld- umst auðvitað enda aldrei heyrt annað eins og forðuðum okkur. En það átti svo sannarlega eftir að breytast. Rósa var á Hrauni í mörg sum- ur og kær vinur alltaf síðan. Við þrjár áttum margar góðar stundir saman, þrjár saman berbakt á Grána gamla, sváfum saman í skotinu á loftinu úti í bæ með mús- unum þar sem Karl bóndi vakti okkur einu sinni klukkan fimm að morgni til að reka hestana úr túninu við lítinn fögnuð en er góð minning. Sváfum í tjaldi heilt sumar saman og tömdum okkur ýmsa siði bæði góða og slæma. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þessa algerlega heilu vináttu sem hún hefur alltaf gefið og þessa óbilandi trú sem hún hafði alltaf á mér, sem ég er viss um að fleiri hafi upplifað af hennar hendi. Frá fyrstu minningu stóð hún, valkyrjan sem hún var, alltaf með sannfæringu sinni og réttlætistil- finningu, engin undantekning! Við vorum saman vinnustúlkur (au- pair) í Englandi fyrir margt löngu og þar eins og alls staðar annars staðar var hún á heimavelli, og eins og alltaf fyrr og síðar glæsi- leg, heillandi og drífandi. En þegar við komum heim saman þá þakk- aði Þorgrímur mér fyrir að koma með hana heim, hann var hræddur um að fá hana ekki aftur. Ég hafði auðvitað ekkert með það að gera því hún var sjálfstæð mjög. Sumr- in sem við áttum saman ungar, hvort sem var í reiðtúrum, sveita- störfum eða á dansleikjum austan fjalls eða í samveru í borginni á vetrum, alltaf gaman og alltaf gleði og hlátur þar sem Rósa var. Það er ekki hægt að minnast Rósu án þess að tala um tónlist. Hún lifði og hrærðist í tónlist af öllum toga, tjúttaði, dansaði, söng og kannaði nýja strauma. Við tók- um upp á því fyrir nokkrum árum að hittast reglulega aftur hópur- inn sem tengdist svo vel forðum á Hrauni og höfum skemmt okkur við að senda hvert öðru tónlistar- myndbönd og spjall. Nú nýt ég þess að hlusta og horfa aftur á allt það sem hún sendi og skrifaði og lagalistinn verður geymdur vel. Tónlistarinnar naut hún til hins ýtrasta til síðasta dags þótt annað væri orðið henni um megn. Gæfan var þeim hliðholl þegar þau hittust og festu ráð sitt Sveinn og Rósa, einstaklega heppin hvort með annað, kærleikurinn á milli þeirra fór ekki framhjá neinum. Elsku Sveinn og fjölskylda, tóma- rúmið verður mikið eftir fráfall Rósu, ég votta ykkur innilega samúð mína. Herdís Ólafsdóttir. Kær vinkona er fallin frá. Við Rósa kynntumst í gegnum mennina okkar sem eru frændur og áttu báðir sterkar rætur á Reykjum í Mosfellsbæ. Þar vildu þeir búa og hvergi annars staðar. Við byggðum okkur hús skammt hvor frá annarri og börnin komu í heiminn á svipuðum tíma. Við vor- um heimavinnandi í þá daga og skruppum oft í kaffi til að ræða barnauppeldi, húsbyggingu og garðinn en því höfðum við báðar gaman af. Svo fór ég að vinna en Rósa var heima og passaði börnin mín á meðan. Rósa elskaði að vera heima og átti mjög fallegt heimili, hún var mjög snyrtileg og þar var alltaf gott að koma. Rósu var fjöl- skyldan mjög mikilvæg og hugs- aði hún mjög vel um hana. Þegar börnin hennar stálpuð- ust, þau Sveinn Þorgrímur, Rakel og Pétur, fór hún að huga að vinnumarkaðinum. Hún þreifaði fyrir sér á nokkrum stöðum en um aldamótin var stofnað nýsköpun- arfyrirtækið ORF líftækni þar sem ég vann og nokkru seinna vantaði annan starfskraft og þá var Rósa ráðin. Vinnan hjá ORF var eins og uppeldi á nýju barni, endalausar nýjungar, vandamál og lausnir sem þurfti að takast á við. Rósa elskaði ORF. Það var gott að vinna með henni, hún var dugleg og skemmtileg og náði allt- af góðu sambandi við samstarfs- mennina. Hún hafði mikinn áhuga á rekstri fyrirtækisins, ekki síður eftir að hún veiktist. Lífsbaráttan getur oft verið erfið en skemmti- leg og þá var gott að eiga félaga eins og Rósu sér til stuðnings. Við unnum mörgum stundum bak í bak og þá var margt spjallað, efri árin áttu að vera á sólarströnd en Rósa var mikill sóldýrkandi. Söknuðurinn var mikill þegar hún hætti að vinna en hún átti sínar góðu stundir í veikindunum og þá fórum við vinkonurnar þrjár í menningar- og skemmtireisur sem við geymum í minningabank- anum nú eftir lokin. Við fjölskyldan mín vottum Sveini og fjölskyldu innilega sam- úð. Þuríður Yngvadóttir.  Fleiri minningargreinar um Bergrósu Þorgríms- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Erna S. Júl-íusdóttir fædd- ist 19. september 1931 í Reykjavík. Hún lést 20. maí 2020 á hjúkr- unarheimilinu Grund. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Sigurbjarnardóttir Hansen, f. 17. des- ember 1914, d. 11. júní 1996, og Júlíus Schiöth Lár- usson, f. 24. nóvember 1907, d. 28. nóvember 1995. Fósturmóðir Ernu var Guðríður Jónsdóttir, f. 1886, d. 1976. Systur Ernu, sammæðra, eru Lorey, f. 1933, Anna, f. 1936, d. 1972, og Vivi, f. 1946. Samfeðra eru Bjarndís, f. 1939, og Hulda, f. 1950. Eiginmaður Ernu var Pétur Hafsteinn Pétursson, f. 24. sept- ember 1932, d. 23. desember 2001. Þau skildu. Börn þeirra: 1) Guðfinna, f. 1951, m. Hans Rüdi- ger Peltz. Sonur hennar er Jür- gen Þorsteinn, f. 1979. 2) Guð- ríður Katrín, f. 1953, m. Þórarinn Þórarinsson. Sonur hennar er Grétar Örn, f. 1977. 3) Guðbjörg Lilja, f. 1955. Börn hennar eru Atli Már, f. 1973, Erna Sif, f. 1980, Jón Pétur, f. 1986. 4) Júlíus Pét- ur, f. 1957, m. Lotta Frick Petursson. Börn þeirra eru Malin, f. 1987, og Linus, f. 1990. Langömmu- börnin eru níu. Erna vann ýmis störf meðan börnin voru lítil. Eftir að hún skildi við mann sinn 1969 fór hún í nám og útskrifaðist sem sjúkraliði. Eftir útskrift vann hún alla sína tíð á Kleppsspít- alanum í Reykjavík. Hún tók sér sex ára hlé frá Kleppsspítala og fór til Svíþjóðar, vann þar í fimm ár, og síðan eitt ár á Horn- bjargsvita. Útför Ernu fer fram frá Digraneskirkju í dag, fimmtu- daginn 18. júní, klukkan 13:00. Erna Júlíusdóttir, tengdamóðir mín og vinur, er látin, 88 ára að aldri. Það verður seint um hana sagt að hún hafi fæðst með silf- urskeið í munni. Hún var fædd í heimskreppunni miklu, barn eignalausra ungmenna sem ekki áttu samleið í lífinu. Atvinnuleysi var mikið og erfitt að fá vinnu. Fyrstu fjögur árin ólst hún upp með móður sinni, Þuríði. Þuríður vann um tíma við gróðurhús í Mosfellssveit, þar kynntist hún dönskum garðyrkju- manni, Juliusi Hansen. Þuríður og Julius eignuðust árið 1933 dótt- urina Lorey og ákváðu að fara til Danmerkur og leita að vinnu þar og sækja Ernu þegar þau væru bú- in að koma sér fyrir. Guðríður Jónsdóttir var fengin til að sjá um Ernu á meðan. Kreppan og stríðið komu í veg fyrir að Erna yrði sótt. Móður sína sá Erna ekki aftur fyrr en árið 1946, þá 15 ára. Guðríður fóstra Ernu var trúuð kona, vel les- in og reyndist Ernu vel og börnum hennar. Oft var þröngt í búi hjá þeim stöllum. Guðríður var verka- kona, vann við húshjálp, þvoði þvotta og annað sem til féll og alltaf með stelpuna með sér. Þær bjuggu í leiguhúsnæði, oftast í einu her- bergi með aðgangi að eldhúsi. Guðríður bjó hjá Ernu og fjöl- skyldu hennar fram á níræðisald- ur, fyrst á Freyjugötu 32 og síðan í Aratúni 6. Erna var mikill mann- og dýra- vinur og mátti ekkert aumt sjá Hún átti auðvelt með að kynnast fólki og átti breiðan vinahóp. Erna naut þess að dansa. Hún dansaði með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur í mörg ár og var einn af stofnendum þess. Erna var ófeimin, hreinskilin, hafði ríka réttlætiskennd, hjálp- söm og var ætíð kát og glöð, en hún var líka skapstór og lét engan vaða yfir sig. Hún lét draum sinn rætast og flutti til Svíþjóðar og bjó þar í tæp fimm ár. Þegar hún kom heim frá Svíþjóð réð hún sig strax í vinnu á Hornbjargsvita og var þar í tíu mánuði. Hún var dugleg að ferðast og heimsótti móður sína og systur í Danmörku, son sinn í Sví- þjóð og dóttur í Þýskalandi, þar sem hún dvaldi dágóðan tíma í senn. Þar þvældist hún ein um borgina án nokkurrar kunnáttu í þýsku, spjallaði á íslensku við alla sem á vegi hennar urðu og átti góð samskipi við alla. Eitt sinn á ferð frá Kaup- mannahöfn til Hamborgar með lest dró hún upp koníakspela og bauð samferðafólkinu. Á lestar- stöðina í Hamborg kom dóttir hennar að sækja hana, var hún þá föðmuð og kysst af samferðafólk- inu, sem þakkaði henni fyrir ánægjuleg kynni. Svona var Erna. Síðasta árið bjó hún á hjúkrun- arheimilinu Grund. Þá hafði heils- unni hrakað mikið. Hún naut aðhlynningar starfs- fólksins, sem gerði allt sem það gat til að láta henni líða vel. Þórarinn Þórarinsson. Minningin sem Erna, tengda- móðir mín, skilur eftir sig er vina- lega viðmótið, barnslegt og inni- legt, glaðværðin, sem geislaði alltaf frá henni, og alveg sérstaklega þegar hún dvaldi hér í Hamborg með okkur, vinum okkar og öllum þeim sem við hittum, heimsóttum eða rákumst á á meðan hún dvaldi hjá okkur. Þrátt fyrir að tala ekki þýsku hafði hún ótrúlega hæfileika til að koma á samskiptum, sem oft- ar en ekki leiddu til skemmtilegra og líflegra samræðna. Þó að árin liðu mundi fólk, sem hafði hitt hana, eftir henni og spurðist fyrir um líðan hennar og minntist á gleðina sem fylgdi henni. Ég minnist hennar með miklu þakklæti og er sannfærður um að hvar sem hún er stödd muni hún gleðja eins og hennar er von og vísa. Hans Rüdiger Peltz. Elsku Erna amma. Í huga mér ert þú alltaf Erna amma. Þó svo þú sért á blaði að- eins amma Atla Más finnst mér þú líka vera amma mín. Ég er þér ótrúlega þakklát fyr- ir margt, t.d. þegar hálskirtlarnir voru teknir úr mér og Arnór Már var aðeins 11 mánaða, þá komst þú og hjálpaðir mér með hann, gafst honum að borða og græjaðir hann út í vagn að sofa o.m.fl. Og þegar Guðjón Már byrjaði í 1. bekk og komst ekki inn í gæslu eftir skóla komst þú og passaðir hann á þriðjudögum og súkku- laðisnúður var hafður með í för. Það var gaman og áreynslu- laust að bjóða þér í mat eða kaffi, þú varst með svo létta lund og fannst allt gott sem ég gerði og hrósaðir mér fyrir myndarskap- inn. Mér hefur alltaf fundist ein- staklega gaman að gefa þér gjafir og ég lagði mig fram við að finna eða gera réttu gjöfina því þú varst alltaf svo þakklát og það skein úr augum þínum. Ferðin okkar vestur 2012 er ógleymanleg – við sóttum þig á flugvöllinn á Ísafirði, skoðuðum okkur aðeins um og keyrðum yfir í Dýrafjörð, skoðuðum Dýrafjörð, Þingeyri og pabbi fór með okkur „fyrir nes“ og sagði okkur sögur. Við áttum yndislegar stundir í frið og ró í Haukadal. Síðasta heimsóknin þín til okk- ar var á afmælisdaginn minn í nóvember sl. og þér fannst allt gott sem var á boðstólum – ég er endalaust þakklát fyrir þessa stund sem við áttum saman og myndirnar sem ég tók. Mér leið alltaf vel nálægt þér og ég elska þig svo mikið – takk fyrir allt. Þín Líney. Elsku amma mín. Fyrsta minning mín um okkur er frá því að þú bjóst á Digranes- veginum. Ég er ekki frá því að ég og mamma höfum búið hjá þér þar í einhvern tíma. En mest var nú brallað í Kjarrhólmanum og mörgum jólum eytt saman þar. Ævintýrin okkar fóru síðan að taka á sig stærri mynd og ég flaug einn í fylgd flugfreyju til Svíþjóð- ar, held að ég hafi verið um 7-8 ára en ég var allavegana lítill drengur með spóaleggi. Ég var með stórt spjald sem hékk um hálsinn á mér, sem sagði væntanlega til um hver ég væri og eitthvað. En þegar ég kom til Svíþjóðar og í gegnum toll- inn og sá ömmu mína hinum meg- in við glerið þá fékkst þú leyfi til að fara inn og sækja mig. Í þessari ferð sigldum við með ferjunni sem þú vannst á. Við skemmtum okkur mikið í þessum siglingum. Í sama ferðalagi fórum við til Þýskalands og vorum stoppuð í tollinum. Við vorum færð í eitthvert herbergi sem mér þótti nú bara spennandi en veit ekki alveg hvort þér hafi fundist það eins spennandi og þá sérstaklega þegar ég fór að pota í vélbyssuna hjá þýska verðinum og spyrja hann út í þessa flottu byssu sem hann var með. Guðjóni Má fannst gott að fá langömmu til að passa sig því hún lék sér svo mikið við hann, svo fannst honum ekki leiðinlegt að þú komst alltaf með snúð og annað bakkelsi með þér. Þessi tími þar sem þú komst og aðstoðaðir mig og Líneyju með börnin var okkur öllum mjög dýrmætur. Öll jólin sem við áttum saman og þá sérstaklega þegar þú komst til okkar Líneyjar til að vera með okk- ur og börnunum. Guðjón, Arnór og Arney elskuðu að fá langömmu til okkar þar sem þú hafði ekki minna gaman en þau af að opna alla þessa pakka og ég tala nú ekki um þegar Arney var farin að fá dúkkur og bangsa í gjafir, það fannst þér nú ekki leiðinlegt. Við vitum jú öll hvað þú varst hrifin af dúkkum og böngsum, amma mín. Þú fórst með mig í mörg ferða- lögin og ég með þig í einhver en ég er sérstaklega þakklátur fyrir ferðalagið okkar á Vestfirði en þá varst þú nú aðeins farin að eldast og mjöðmin eitthvað farin að stríða. Tengdaforeldrar mínir, Siggi og Magga, tóku vel á móti okkur og við gistum í Haukadal, í uppeldishúsi Sigga. Siggi leiddi svo för okkar fyrir nes, út Dýra- fjörð og yfir í Arnarfjörð og kom- um við á Hrafnseyri. Við keyrðum upp á Sandafell og sáum í allar átt- ir, ásamt því að fara í aðra stutta bíltúra um þetta fallega svæði. Undir það síðasta var mín að- eins farin að gleyma og rugla sam- an, en það er jú það sem margir lenda í á síðustu árum sínum. Þú áttir það til að rugla mér og Labba saman og undir lokin áttum við nokkur samtöl þar sem þú hélst að ég væri Labbi og ég talaði þá bara við þig sem hann og svaraði eftir bestu getu og giskaði á hvað hann Labbi okkar væri að gera. Þú hafðir ekki séð hann lengi og fannst mér gott að geta gefið þér smá Labba. Við erum bara svona, amma mín, og tengingin á milli okkar hefur alltaf verið einstök og svona hlutir eru okkur eðlilegir. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku amma mín, en á sama tíma svo þakklátur fyrir allan tím- ann sem við fengum saman. Þinn Atli Már. Elsku besta langamma eða Erna amma eins og við kölluðum þig yfirleitt. Í dag fylgjum við þér til grafar en það er komin nærri mánuður síðan þú kvaddir okkur. Við söknum þín mikið en jafn- framt eigum við margar góðar minningar af þér með okkur. Þú komst oft í heimsókn til okk- ar á litla græna bílnum þínum. Þú lékst við okkur hvort sem það var í bílaleik, playmobil eða dúkkuleik. Þú sagðir okkur skemmtilegar sög- ur og þú varst bæði skemmtileg og fyndin. Þú hafðir þetta eitthvað ömmu x-faktor þú bara vissir hvað okkur langaði í, t.d. komst þú alltaf með súkkulaðisnúð til að borða í kaffitíma, ef þú sást eitthvað lítið sem þú vildir gjarnan eignast þá keyptir þú það og færðir okkur – hvort sem það var lítil dúkka, bangsi, skrifblokk eða bíll. Við bjuggumst ekki við neinu þegar þú komst í heimsókn, okkur fannst bara gott að fá að vera nálægt þér, hlusta á þig tala og hlæja. Þegar við fórum í heimsókn til þín var glerskápurinn með litla dótinu í alltaf vinsæll og þar var hægt að sitja í langan tíma og leika sér. Þú varst líka tilbúin með snúð heima hjá þér – súkkulaði- snúður og Erna amma var málið. Og ævintýramyndirnar sem þú kynntir Guðjóni. Þær myndir voru ekki spilaðar af Netflix eða geisla- diskum, þú áttir vídeóspólur með þeim. Ég (Guðjón) tengi Star Wars við þig elsku amma, takk fyrir að kynna mér það. Þú varst svo létt í skapi og vildir vita hvað ungu krakkarnir voru að gera, þú vildir fylgjast svo vel með. Þú spurðir Arnór og Guðjón reglu- lega að því hvort þeir ættu ekki kærustu og ef svarið var nei sagð- ir þú „og þú svo myndarlegur strákur“. Guðjón kynnti svo Silvíu sína fyrir þér og þú varst sátt við hana og sagðir „hún er falleg og góð“. Ekki má gleyma öllum að- fangadögunum sem við nutum saman, þú hafðir svo gaman af því að horfa á okkur opna pakka og hafðir sjálf gaman af því að opna gjafirnar þínar. Elsku amma, þú átt stað í hjarta okkar og við munum minn- ast þín sem fróðleiksfúsrar, já- kvæðrar og góðrar fyrirmyndar - við elskum þig endalaust mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Risa knús, kossar og kveðja, Guðjón Már, Arnór Már og Arney Sjöfn. Í dag kveðjum við hana Ernu, stóru systur okkar. Við hugsum til hennar, þakklátar fyrir að hafa átt hana að. Erna var mikil ævintýra- kona sem gerði margt í sínu lífi. Hún var dugleg, kjörkuð og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Kátína, glettni og glaðværð voru aðals- merki hennar. Hún kallaði hlutina réttum nöfnum og var nú ekki að skafa utan af því. Við vorum svo heppnar að geta stundað okkar helstu áhugamál saman við syst- urnar og vorum saman í kór og dansnámi. Ung að árum var Erna einn af stofnendum Þjóðdansa- félagsins ásamt Svavari frænda okkar, enda var hún mikill dans- unnandi og dansaði eins lengi og líkaminn leyfði. Heimsóknir til Ernu voru ávallt vafðar ævintýra- ljóma. Jólaboðin voru ekki af verri endanum og allt var skreytt, enda var Erna mikill fagurkeri. Það verður eflaust allt vel skreytt í sumarlandinu fyrir jólin. Það er margs að minnast enda var aldrei lognmolla þar sem Erna var. Einn úr fjölskyldunni, sem hélt mikið upp á Ernu, sagði eitt sinn þegar Erna mætti til veislu: „Erna er komin svo nú byrjar fjörið.“ Við söknum Ernu mikið en vonum að hún sé komin á betri stað og laus við veikindin sem hrjáðu hana allra síðustu árin. Við sendum samúðarkveðjur til allra hennar afkomenda sem hún var svo stolt af. Hulda og Bjarndís (Baddý). Erna S. Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.