Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 24

Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 50 ára Ólafur ólst upp í Mosfellsbæ en býr í Reykjavík. Hann er stúdent frá MS og lauk burtfararprófi frá FÍH. Ólafur er trommuleik- ari m.a. í Nýdönsk, Todmobile, Dúndur- fréttum og í leikhúsum, og tónlistarkenn- ari við FÍH og Skólahljómsveit Austur- bæjar. Maki: Elva Brá Aðalsteinsdóttir, f. 1977, sálfræðingur hjá Heilsuklasanum. Börn: Freyja Hólm, f. 2005, Una Hólm, f. 2008, og Einar Hólm, f. 2012. Foreldrar: Einar Hólm Ólafsson, f. 1945, fv. skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, búsettur í Mosfellsbæ, og Vilborg Árný Einars- dóttir, f. 1946, d. 2018, þroskaþjálfi. Ólafur Hólm Einarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sannleikurinn er sagna bestur og það skaltu hafa í huga gagnvart þínum nánustu. Galdurinn er að taka hlutunum með jafnaðargeði og brosa. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú græðir meira á því að vera fólki innan handar og greiða því leið en að setja stól í götu þess. Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur frumlegar hugmyndir um það hvernig þú getir aukið tekjur þín- ar. Láttu ekki einkalíf og atvinnu ganga á hlut hvort annars. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér hafa gefist mörg tækifæri að undanförnu til að kynnast nýjum hlutum og hitta skemmtilegt fólk. Engin spenna er í loftinu og því skaltu taka lífinu með ró. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir sjálfan þig. Leitaðu þér hjálpar svo þú megir komast aftur á þinn stað í lífinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Djúpar og innilegar samræður við vin þinn opnar þér nýja sýn á mál sem á hug þinn allan þessa dagana. Stuttar ferðir, samtöl við samstarfsfólk og samn- ingaviðræður munu halda þér við efnið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú verður fyrir alls konar áhrifum frá vinnufélögum þínum, sem allir vilja fá þig á sitt band. Enginn er eyland og þú þarft félagsskap eins og aðrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Sýndu þolinmæði ef illa stendur á hjá einhverjum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig án þess að fá sektarkennd. Nýttu þetta tækifæri til að gera eitthvað nýtt og óvenjulegt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú hræðist peninga er mjög erfitt að þéna þá. Vertu ögrandi og hag- aðu þér eins og þú vilt að félagar þínir geri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag er heppilegur fyrir viðskipti og samninga. Ræddu þau vandamál sem upp koma við vini þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Komandi vikur verða lifandi og skemmtilegar. Gamla rútínan hentar ekki þeirri manneskju sem þú ert orðinn. vísindasamstarf þjóðanna. Í tilefni af opnun sýningarinnar Vatnið í náttúru Íslands 1. desember 2018 gaf Pétur Náttúruminjasafni Ís- lands bókasafnið sitt. Það telur um 500 titla af fágætum fræðiritum um fyrst og fremst vatnalíffræði, eftir evrópska náttúrufræðinga, frá 17. öld vallavatn – undraheimur í mótun. Pétur hefur síðan gefið fleiri slíkar bækur út um þetta efni. Árið 2012 hlaut Pétur verðlaun Jóns Sigurðs- sonar forseta fyrir framúrskarandi fræðistörf á sviði vatnalíffræði í Dan- mörku og á Íslandi og að hafa lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja P étur Mikkel Jónasson fæddist 18. júní 1920 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Í barn- æsku eyddi hann mörg- um sumrum sem smali á bænum Mið- felli við Þingvallavatn hjá afa sínum og ömmu. Þessi dvöl varð honum mikill innblástur þegar hann fékk síð- ar tækifæri til rannsókna á Íslandi. Eftir barnaskólanám í Reykjavík gekk hann í Gagnfræðaskóla Reykja- víkur og varð stúdent frá MR 1939. Hann varð magister í dýrafræði 1952 við Kaupmannahafnarháskóla og fékk síðan námsstyrk frá hinum al- menna vísindasjóði danska ríkisins frá 1953 til 1957. Pétur byrjaði sem aðstoðarmaður við vatnalíffræðistofnun Kaup- mannahafnarháskóla í Hillerød. Hann varð síðan dósent, deildarstjóri, prófessor og síðan 25 ár sem prófess- or emeritus. Hann fékk doktorsgráðu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1972 á grundvelli ritgerðar þar sem hann skoðaði vistfræði botndýralífs- ins í Esrum-vatni. Síðan stjórnaði Pétur samnorrænum þverfaglegum rannsóknum á Mývatni og Þingvalla- vatni. Á þessum 100 ára degi getur hann litið til baka yfir langan og fallegan feril í vatnalíffræðinni. Þar til hann varð 95 ára var áhuginn ræktaður með því að mæta á rannsóknarstof- una í Háskólanum í Kaupmannahöfn en síðan hefur starfsemin farið fram við skrifborðið á heimili hans. Pétur nýtur mikillar virðingar í vís- indasamfélaginu. Greinar hans hafa margar endað á lista yfir „citation classics“ í vatnalíffræði. Hann hefur verið ritstjóri fremstu alþjóða- tímarita og um árabil verið formaður Alþjóðavísindafélags vatnalíffræð- inga, SIL. Hann var sæmdur Nau- mann-Thienemann-orðunni frá SIL, sem á heimsvísu er ein æðstu verð- laun ferskvatnslíffræðinga. Hann er einnig meðlimur í vísindafyrirtækjum í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Ár- ið 2001 varð Pétur heiðursdoktor við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Árið 2003 fengu Pétur og Páll Her- steinsson íslensku bókmenntaverð- launin í flokki vísindarita fyrir Þing- og fram á 21. öld, sem fá söfn geta státað af. Vatnalíffræði hefur verið aðal- áhugamál Péturs allt hans líf. Hann stendur upp á hverjum degi og sest við skrifborðið sitt heima hjá sér til að einbeita sér að þeim atriðum sem hann á eftir að skrifa um varðandi Þingvallavatn og vinna betur í þeim niðurstöðum sem hann hefur komist að til að geta skýrt þær betur. Það er því ýmislegt sem Pétur á eftir ógert. Pétur vill taka fram að lokum að hjartað slær enn á Íslandi, þó að hann hafi lifað heilan mannsaldur í Dan- mörku ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskylda Pétur kynntist í Danmörku Dóru Gunnarsdóttur, f. 4.11. 1926 í Reykja- vík, d. 2.2. 2018 í Gentofte í Dan- mörku, ritara Sáttmálasjóðs. Þau gengu í hjónaband 29.5. 1964. For- eldrar Dóru voru hjónin Gunnar Árnason, f. 27.4. 1892, frá Tréstöðum í Hörgárdal, d. 20.12. 1984, verka- maður og Guðrún Halldórsdóttir, f. 18.8. 1895 í Pálsseli í Laxárdal, Dal., Pétur Jónasson, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla – 100 ára Stórfjölskyldan Við afhendingu verðlauna Jóns Sigurðssonar árið 2012. Frá vinstri í efri röð eru Margrét, Kristín, Pétur og Dóra. Frá vinstri í fremri röð eru barnabörnin Liv, Marcus og Peter. Honum líkar vatn … Bókaviðburður Pétur ásamt Vigdísi Finnbogadóttur þegar hann ánafnaði Náttúruminjasafni Íslands bókasafn sitt árið 2018. 40 ára Arnór ólst upp í Austur-Ey í Laugar- dal í Árnessýslu. Hann er lögfræðingur frá HÍ og með MA-gráðu í sagnfræði frá HÍ. Arn- ór er yfirlögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Maki: Sigrún Gunnarsdóttir, f. 1983, ís- lenskukennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Dætur: Ingunn Lilja, f. 2007, Hallfríður Helga, f. 2010, Birgitta Steinunn, f. 2014, og Ragnheiður Kristín, f. 2016. Foreldrar: Snæbjörn Þorkelsson, f. 1956, og Helga Jónsdóttir, f. 1959, bændur í Austur-Ey. Arnór Snæbjörnsson Til hamingju með daginn Sauðárkrókur Svavar Logi fæddist 5. júní 2019 á Ak- ureyri. Hann vó 3.734 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Rós Guðmundsdóttir og Helgi Már Svavarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.