Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
England
Aston Villa – Sheffield United ................ 0:0
Manchester City – Arsenal ..................... 3:0
Staðan:
Liverpool 29 27 1 1 66:21 82
Manch. City 29 19 3 7 71:31 60
Leicester 29 16 5 8 58:28 53
Chelsea 29 14 6 9 51:39 48
Manch. Utd 29 12 9 8 44:30 45
Sheffield Utd 29 11 11 7 30:25 44
Wolves 29 10 13 6 41:34 43
Tottenham 29 11 8 10 47:40 41
Arsenal 29 9 13 7 40:39 40
Burnley 29 11 6 12 34:40 39
Crystal Palace 29 10 9 10 26:32 39
Everton 29 10 7 12 37:46 37
Newcastle 29 9 8 12 25:41 35
Southampton 29 10 4 15 35:52 34
Brighton 29 6 11 12 32:40 29
West Ham 29 7 6 16 35:50 27
Watford 29 6 9 14 27:44 27
Bournemouth 29 7 6 16 29:47 27
Aston Villa 29 7 5 17 34:56 26
Norwich 29 5 6 18 25:52 21
Þýskaland
Augsburg – Hoffenheim ......................... 1:3
Alfreð Finnbogason lék fyrstu 65 mín-
úturnar með Augsburg.
Eintracht Frankfurt – Schalke............... 2:1
Leverkusen – Köln................................... 3:1
Dortmund – Mainz ................................... 0:2
RB Leipzig – Fortuna Düsseldorf .......... 2:2
Staðan:
Bayern M. 32 24 4 4 93:31 76
Dortmund 32 20 6 6 82:37 66
RB Leipzig 32 17 12 3 79:34 63
Leverkusen 32 18 6 8 60:42 60
Mönchengladb. 32 18 5 9 61:38 59
Wolfsburg 32 12 10 10 44:41 46
Hoffenheim 32 13 7 12 45:53 46
Freiburg 32 12 9 11 43:44 45
E. Frankfurt 32 12 5 15 55:57 41
Schalke 32 9 12 11 37:50 39
Hertha Berlín 32 10 8 14 45:57 38
Union Berlin 32 11 5 16 38:54 38
Köln 32 10 5 17 49:62 35
Augsburg 32 9 8 15 43:60 35
Mainz 32 10 4 18 41:63 34
Düsseldorf 32 6 11 15 35:63 29
Werder Bremen 32 7 7 18 35:65 28
Paderborn 32 4 8 20 34:68 20
A-deild kvenna:
Wolfsburg – Freiburg ............................. 2:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
Jena – Leverkusen .................................. 0:0
Sandra María Jessen lék allan leikinn
með Leverkusen.
Staðan: Wolfsburg 58, Bayern München
50, Hoffenheim 46, Potsdam 33, Frankfurt
33, Essen 31, Freiburg 28, Sand 22, Lever-
kusen 14, Köln 14, Duisburg 13, Jena 3.
Danmörk
FC Köbenhavn – AaB.............................. 2:0
Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna-
hópi FC Köbenhavn.
AGF – Nordsjælland ............................... 2:1
Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu sjö
mínúturnar með AGF.
BSF – B93 ................................................. 1:2
Kristrún Rut Antonsdóttir var ekki í
leikmannahópi BSF.
Svíþjóð
AIK – Norrköping ................................... 1:4
Kolbeinn Sigþórsson lék seinni hálfleik-
inn með AIK.
Ísak B. Jóhannesson lék síðustu 38 mín-
úturnar með Norrköping.
Elfsborg – Hammarby ............................ 2:2
Aron Jóhannsson lék fyrri hálfleikinn
með Hammarby.
B-deild:
Degerfors – Brage................................... 4:1
Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik-
mannahópi Brage.
Noregur
Start – Strömsgodset .............................. 2:2
Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í
leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson
þjálfar liðið.
Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset.
2. deild karla
Kári – Selfoss............................................ 3:4
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Valur .... 19.15
Meistaravellir: KR – Fylkir................. 19.15
Jáverksvöllur: Selfoss – Breiðablik .... 19.15
Samsung-völlur: Stjarnan – FH ......... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Varmá: Afturelding – Tindastóll......... 19.15
3. deild karla:
Bessastaðavöllur: Álftanes – Elliði.......... 20
Þorlákshöfn: Ægir – Vængir Júpíters .... 20
4. deild karla:
Grindavíkurvöllur: GG – Afríka ............... 20
Hertz-völlur: Léttir – ÍH.......................... 20
Versalavöllur: Ýmir – Uppsveitir ............ 20
Ásvellir: KÁ – Ísbjörninn ......................... 20
Vivaldi-völlur: Kría – Mídas ..................... 20
Domusnovavöllur: KB – KH .................... 20
Varmá: Hvíti riddarinn – Smári............... 20
Í KVÖLD!
1. DEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðskonan Natasha Anasi og
liðsfélagar hennar í kvennaliði
Keflavíkur í knattspyrnu ætla sér
beint upp í úrvalsdeildina, Pepsi
Max-deildina, í sumar en liðið féll úr
deild þeirra bestu síðasta sumar.
1. deild kvenna, Lengjudeildin,
hefst í dag með leik Aftureldingar
og Tindastóls í Mosfellsbæ en
Keflavík mun að öllum líkindum
berjast við Hauka, Tindastól og ÍA
um sæti í efstu deild á næstu leik-
tíð.
Natasha, sem er 28 ára gömul og
fyrirliði Keflvíkinga, segir að mark-
mið sumarsins séu skýr en liðið
heimsækir nýliða Völsungs á Húsa-
vík í 1. umferð deildarinnar hinn 21.
júní næstkomandi.
„Markmiðið er að sjálfsögðu að
fara beint upp aftur,“ sagði Natasha
í samtali við Morgunblaðið. „Ég
hugsa að ef markmiðið hefði ekki
verið að fara beint upp aftur hefðu
ekki margir leikmenn ákveðið að
framlengja samning sinn við félagið.
Við sáum það síðasta sumar að við
áttum fullt erindi í deild þeirra
bestu og þar viljum við vera. Kefla-
vík er klúbbur sem á heima í efstu
deild og markmið sumarsins eru því
eins skýr og þau verða.
Að sama skapi tel ég að 1. deildin
hafi sjaldan verið jafn sterk og hún
er núna. Það eru fleiri gæða-
leikmenn í deildinni í sumar og liðin
eru mun jafnari en oft áður. Undan-
farin ár hefur bilið á milli betri og
lakari liðanna verið frekar stórt en
það er ekki þannig í ár. Það má því
alveg segja að það geti öll lið tekið
stig hvert af öðru og jafnvægið í
deildinni er mun meira en á árum
áður,“ sagði Natasha sem á að baki
61 leik í efstu deild með ÍBV og
Keflavík en í þessum leikjum hefur
hún skorað 12 mörk.
Lærdómsríkt sumar
Fyrirliðinn segir Keflvíkinga
reynslunni ríkari eftir fall úr deild-
inni síðasta sumar en Keflavík skor-
aði 30 mörk í deildinni síðasta sum-
ar, aðeins Valur og Breiðablik
skoruðu meira.
„Það sem felldi okkur á síðasta
tímabili að mínu mati var fyrst og
fremst reynsluleysi. Við höfum spil-
að marga æfingaleiki á þessu undir-
búningstímabili og ég sé strax mik-
inn mun á liðinu núna og á sama
tíma í fyrra. Það sem vantaði líka
hjá okkur síðasta sumar var að
klára leikina af krafti, ekki bara
spila vel í hálfleik eða 60 mínútur.
Að sama skapi lærðum við mikið
síðasta sumar og að fara niður um
deild. Við höfum lagt mikið á okkur
undanfarinn vetur og ég tel okkur
hafa lagað þá hluti sem við þurftum
að laga. Vandamálið var aldrei að
skora mörk hjá Keflavík heldur
meira að vera þéttar, verjast vel og
vera klókari á ögurstundu í þeim
leikjum sem við spilum.“
Nýtt leikskipulag
Keflvíkingar misstu einn sinn
besta leikmann síðasta haust þegar
framherjinn og unglingalandsliðs-
konan Sveindís Jane Jónsdóttir
gekk til liðs við Breiðablik á láni.
„Sveindís hefur verið frábær leik-
maður fyrir Keflavík í gegnum tíð-
ina og algjör lykilmaður. Hún tók
mikið til sín og við höfum einfald-
lega þurft að breyta um ákveðið
leikskipulag eftir að hún hvarf á
braut. Það sást bara í hennar fyrsta
leik með Breiðabliki, sem ætlar sér
að berjast um Íslandsmeistaratit-
ilinn, að hún er strax byrjuð að
blómstra í nýju umhverfi og hversu
góður leikmaður hún er.
Mér finnst við samt sem áður
hafa náð að aðlagast brotthvarfi
hennar á góðan hátt og aðrir leik-
menn hafa þurft að stíga upp. Við
þurfum að leggja leikina öðruvísi
upp að sjálfsögðu en mér finnst við
vera komnar í góðan takt sem lið og
ég er mjög spennt að sjá hvernig
okkur mun takast að spila tímabil
án hennar í fyrsta sinn.“
Natasha framlengdi samning sinn
við Keflavík síðasta haust eftir að
hafa verið orðuð við brottför frá fé-
laginu en hún lék svo sína fyrstu A-
landsleiki á þessu ári á Pinatar
Cup-æfingamótinu á Spáni í mars
gegn Skotlandi og Norður-Írlandi.
„Síðustu mánuðir hafa verið smá
rússíbanareið og það hefur margt
gerst á stuttum tíma. Á ákveðnum
tímapunkti átti ég erfitt með að
ákveða hvort ég vildi vera áfram í
Keflavík eða spila áfram í efstu
deild. Ég ákvað hins vegar að vera
áfram í Keflavík, meðal annars
vegna fjölskyldu minnar sem þar er
búsett. Dætur mínar eru þar í skóla
og okkur líður einstaklega vel í bæj-
arfélaginu.
Ég ræddi þetta við landsliðsþjálf-
arann Jón Þór [Hauksson] á sínum
tíma enda eini leikmaðurinn í síð-
asta landsliðshópi sem spilar í 1.
deildinni. Vissulega hjálpar það
ekki möguleikum mínum á að vera
valin að spila í 1. deildinni en að
sama skapi get ég lítið annað gert
en að reyna að standa mig vel og
vona að það sé nóg til þess að
tryggja mér sæti í næsta landsliðs-
hópi,“ bætti Natasha við.
Reynslunni
ríkari eftir
erfitt sumar
Natasha Anasi og Keflavík ætla sér
ekki að stoppa lengi í Lengjudeildinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átök Natasha Anasi í baráttunni við Ídu Marín Hermannsdóttur.
Ítalska knattspyrnuliðið Napoli er
ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn
eftir sigur gegn Juventus í víta-
keppni í úrslitaleik á ólympíu-
leikvanginum í Róm í gær. Hvor-
ugu liðinu tókst að skora í
venjulegum leiktíma, né í framleng-
ingu, og því var gripið til víta-
spyrnukeppni. Þar reyndust Nap-
oli-menn mun sterkari og höfðu
betur, 3:1, eftir að Juventus-menn
höfðu brennt af fyrstu tveimur
spyrnum sínum. Napoli varð síðast
bikarmeistari árið 2014 en Juven-
tus vann keppnina síðast 2018.
Bikarmeistarar í
sjötta sinn
AFP
Gleði Þjálfarinn Gennaro Gattuso
fagnar ásamt Dries Mertens.
Meistaradeild Evrópu í knatt-
spyrnu verður spiluð í Lissabon í
Portúgal í ágúst en þetta kom fram
á blaðamannafundi UEFA í gær. Þá
mun Evrópudeildin vera spiluð í
Þýskalandi og Meistaradeild
kvenna á Spáni. Ekki verða leiknir
tveir leikir í fjórðungs- og undan-
úrslitunum eins og hefð er fyrir
heldur verður aðeins spilaður einn
leikur.
Úrslitaleikur Meistaradeildar
karla fer fram 23. ágúst, Evrópu-
deildarinnar 30. ágúst og Meist-
aradeildar kvenna 21. ágúst.
Leikið í Evrópu í
ágústmánuði
AFP
Meistarar Liverpool er ríkjandi
Evrópumeistari karla í fótbolta.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn
David Luiz vill örugglega gleyma
þjóðhátíðardegi Íslendinga í ár sem
fyrst. Luiz gerði sig sekan um tvenn
hræðileg mistök á þeim 25 mínútum
sem hann lék fyrir Arsenal gegn
Manchester City er enska úrvals-
deildin sneri aftur í gær eftir rúm-
lega þriggja mánaða hlé. City vann
3:0-heimasigur, en staðan var
markalaus er Luiz kom inn á sem
varamaður fyrir meiddan Pablo
Marí á 24. mínútu. Varnarmaðurinn
missti boltann klaufalega framhjá
sér rétt áður en Raheem Sterling
kom City yfir í uppbótartíma fyrri
hálfleiks. Luiz var ekki hættur því
hann braut á Riyad Mahrez innan
teigs á fjórðu mínútu seinni hálfleiks
og fékk að líta rauða spjaldið. Kevin
De Bruyne kom City í 2:0 af víta-
punktinum og City-menn sigldu
sigrinum auðveldlega í hús, en Phil
Foden skoraði þriðja markið í upp-
bótartíma.
Öðruvísi dramatík leit dagsins ljós
er Sheffield United heimsótti Aston
Villa. Lokatölur urðu 0:0 en Shef-
field-liðið skoraði löglegt mark rétt
fyrir hálfleik. Marklínutæknin bilaði
hins vegar á versta tíma og Villa
slapp með skrekkinn.
AFP
Afgreiðsla Raheem Sterling skoraði fyrsta mark deildarinnar eftir frí.
Nýttu sér afglöp
Brasilíumannsins
Enski boltinn sneri loksins aftur