Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 29

Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI The Hunt er aksjón-satírasem til stóð að frumsýnasíðasta haust. Sýningunnivar frestað í kjölfar skot- árásar og svo aftur í kjölfar gagnrýni sem kom m.a. frá forseta Bandaríkj- anna. Trump tísti á Twitter: „Myndin sem til stendur að frumsýna mun tendra og orsaka glundroða,“ og þótt hann hafi að vísu ekki tekið fram við hvaða mynd hann átti er ekki um að villast að það er The Hunt. Myndin hefst á skoti af textaskila- boðum í farsíma. Þátttakendur í sam- talinu gera grín að forseta Bandaríkj- anna og fara svo að ræða um að það styttist í heimsókn þeirra á „setrið“ þar sem „veiðin“ á að fara fram og þau muni „slátra nokkrum fyrirlit- legum einstaklingum“. Frá þessu er klippt yfir í einkaflug- vél þar sem velmegandi fólk borðar kavíar og drekkur kampavín. Inn í klefann kemur rasandi karlmaður sem er viti sínu fjær af hræðslu og virðist undir áhrifum sljóvgandi lyfja. Fólkið bregst illa við og furðar sig á að maðurinn sé vakandi. Grey mað- urinn fær svo makleg málagjöld. Við sjáum að í öðrum klefa í vélinni, það- an sem maðurinn kom, liggja nokkrir meðvitundarlausir einstaklingar. Í næsta atriði kemur í ljós hvaða örlög bíða þessa meðvitundarlausa fólks. Það rankar úr rotinu á grænu engi og gengur fram á stóran kassa sem hefur að geyma ýmiss konar vopn. Ekki líður á löngu þar til mikil skothríð hefst og grunsemdir áhorf- enda eru staðfestar, hér er „veiðin“ að hefjast þar sem kampavínssvolgr- andi fólkið af fyrsta farrými veiðir annað fólk líkt og skepnur. Þetta konsept er vitaskuld ekki nýtt af nálinni. Þekktasta dæmið er e.t.v. Hungurleikaserían en á undan henni kom japanska myndin Battle Royale (2000), sem fjallar um svip- aðan „leik“, þar sem keppendur þurfa að berjast upp á líf og dauða. Smá- saga Richard Connell, The Most Dangerous Game, er líklega fyrsta sagan sem stillir upp svona háskaleik. Þessi titill, The Most Dangerous Game, er auðvitað afar snjall og erfitt að þýða hann sem skyldi á íslensku því að á ensku hefur hann tvíræða merkingu, þar sem „game“ merkir bæði „leikur“ og „bráð“. Saga Connells var gerð að kvik- mynd árið 1932. Myndin er ekki leng- ur í höfundarrétti þannig að áhuga- samir lesendur geta fundið hana á YouTube og ég hvet fólk eindregið til þess að kíkja á hana. Nýverið kom líka út vefþáttasería undir sama nafni, með Liam Hemsworth og Christoph Waltz í aðalhlutverkum. Serían er þó ekki endurgerð mynd- arinnar frá 1932, hún byggir á hug- myndinni en bætir við því tvisti að persóna Hemsworths, sem er fátæk- ur verðandi faðir, geti unnið margar milljónir bandaríkjadala ef hann vinnur leikinn. Sögur af þessu tagi eru nánast undantekningalaust ádeila á valda- skipulagið í hinum kapítalíska heimi, þar sem svona leikar eiga að vera ein- hvers konar ópíum fólksins með þann tilgang að afvegaleiða þjáðan almúg- ann frá hinu raunverulega vandamáli – sem er valdhafarnir á toppnum. Leikarnir eru skipulagðir af valdhöf- unum til að snúa almúgafólki gegn hvert öðru, þannig að það snúist ekki gegn þeim. Þannig koma topparnir í veg fyrir byltingu og raunverulegar breytingar. Auðveldlega má koma auga á svona tilburði í raunheimum, fólk þreytist ekki á því að halda því fram að sinfónían sé að stela pening- um frá spítölunum eða að innflytjend- ur séu að hafa peninga af fátækum eldri borgurum á meðan raunveru- leikinn er sá að önnur öfl eru að verki sem stela peningum frá öllum. The Hunt gerir hins vegar tilraun til þess að fjarlægjast þessi skilaboð. Í myndinni er því haldið fram að dæmið sé ekki svona einfalt, að spill- ingin sé víða og að það sé barnalegt að halda því fram að það finnist bara tveir pólar í heiminum, þeir góðu og þeir vondu. Þetta er mjög spennandi pæling en hún nær ekki beint lend- ingu. Af því að það er ekki alveg á hreinu hvað myndin vill segja er hún ekki jafnáhrifamikil og myndir af svip- uðum meiði eins og Get Out (2017) og Battle Royale. Hún er vissulega spennandi og skemmtileg en nær ekki að rista jafndjúpt og hana lang- ar. Kannski klikkar hún að vissu leyti á því að vilja segja of mikið, draga fram djöflana í öllum. Auðvitað end- urspeglar það á einhvern hátt póli- tíska ástandið í Bandaríkjunum í dag, þar sem málefnaleg umræða er á undanhaldi. Allt er stál í stál og ef fólk er á öndverðum meiði í póltík er það ekki einungis ósammála heldur er það óvinir. Þetta er að vissu leyti vegna þess að Bandaríkin hafa und- anfarið fjarlægst ýmis gildi sem ein- kenna frjáls lýðræðisríki og því eru landsmenn ekki lengur að takast á við „venjuleg“ pólitísk mál heldur grundvallarlífsskoðanir. Ofan á það bætist að núverandi forseti hefur gert allt sem hann mögulega getur til að ýta undir þessa pólaríseringu. The Hunt hefur ýmsa galla, leik- urinn er ekki nógu sterkur og per- sónusköpunin er yfirborðskennd. Þetta er að sjálfsögðu satíra og per- sónurnar eru skopstælingar en það vantar eitthvað upp á til að þær verði sannfærandi sem alvöru fólk, það sést að höfundum þykir ekki nógu vænt um persónurnar sínar. Hér er verið að spila með staðalmyndir í til- raun til að snúa þeim á hvolf en stundum endar þetta á að ganga bara enn lengra inn í staðalmyndina. Á köflum nær kvikmyndin að vera fyndin en oft eru brandararnir nokk- uð ófrumlegir. Þó að leikurinn sé heilt yfir frekar slæmur nær Betty Gilpin að skína í aðalhlutverkinu. Gilpin er þekktust fyrir hlutverk sitt í Netflix-seríunni GLOW, þar sem hún er algjörlega frábær og hún veldur engum von- brigðum hér, raunar nær hún að lyfta myndinni á talsvert hærra plan. Í kynningarefni fyrir The Hunt er rík áhersla lögð á hvað hún sé svaka- lega umdeild, þótt hún hafi aðallega verið umdeild áður en hún var frum- sýnd og fólk hafði ekkert séð nem a stikluna. Eftir að hafa séð myndina er erfitt að ímynda sér að hún verði neitt svakalega móðgandi eða um- deild af því að skilaboð hennar eru yf- irhöfuð fremur óskýr. Þarna er lagt upp með ákveðna pælingu en hún er ekki leidd til lykta, það er óskýrt á hvað er verið að deila því það er deilt á allt í heiminum, að því er virðist. Þrátt fyrir allt er The Hunt þó alls ekki alvitlaus, hún hefur mikið skemmtanagildi og er alveg þess virði að sjá. Allir eru hálfvitar Veiðin Stilla úr kvikmyndinni The Hunt þar sem fólk veiðir fólk. Smárabíó og Laugarásbíó The Hunt bbmnn Leikstjóri: Craig Zobel. Handrit: Nick Cuse og Damon Lindelof. Kvikmynda- taka: Darran Tieman. Klipping: Jane Rizzo. Aðalhlutverk: Betty Gilpin, Hilary Swank, Wayne Duvall. 90 mín. Banda- ríkin, 2020. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Listahátíð í Reykjavík hófst 6. júní og nú í vikunni voru og verða nýjar sýn- ingar opnaðar. 16. júní fór af stað röð sýninga eftir Steinunni Hildigunni Önnu-Knúts- dóttur sem ber heitið FjarVera og fara sýningarnar fram á reykvísk- um heimilum og eru hannaðar fyr- ir einn áhorfanda og engan leik- ara. Í gær var opnuð í Hallar- garðinum sýningin Eldblóm í Hallargarðinum. Danshöfundurinn og flugeldasýningahönnuðurinn Sigríður Soffía sýnir þar blóm sem hún hefur ræktað og sögð eru nokkurs konar flugeldasýningar í blómabeðum Hallargarðsins. Í dag verður svo boðið upp á streymi í beinni á vef Norræna hússins frá viðburði Platform-Gáttar og munu þar listamenn frá Norðurlönd- unum nýta tækifærið sem til- raunaeldhús til að reiða fram list sem annars hefði ekki orðið til, eins og segir í tilkynningu, en frekari upplýsingar má finna á listahatid.is. FjarVera, Eldblóm og streymi á hátíð Sigríður Soffía Samsýningin Mixtúra var opn- uð á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í gær. Að henni standa myndlistar- mennirnir Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guð- björg Lind Jóns- dóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirs- dóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirs- dóttir. Á sýningunni má sjá málverk, teikningar, lágmyndir, innsetn- ingar og skúlptúra. Sýningin verð- ur opin í dag og á morgun og um helgina og síðan frá fimmtudeg- inum 25. júní til sunnudagsins 28. júní frá kl. 14-17. Anna Jóa Mixtúra á Hlöðu- lofti Korpúlfsstaða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.