Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Með hærra þjónustustigi Borgarlínu
má gera ráð fyrir að rekstrarkostn-
aður Strætó bs. muni aukast um tvo
milljarða króna árlega. Ekki liggur
fyrir hversu mikil tekjuaukningin
kann að vera. Þetta segir Hrafnkell
Á. Proppé, forsvarsmaður verkefna-
stofu Borgarlínu.
Eins og áður hefur komið fram
hafa þingmenn Miðflokksins gagn-
rýnt mjög áform um uppbyggingu
Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu í
umræðum um samgönguáætlun.
Telja þeir að ekki liggi fyrir nein
haldbær kostnaðaráætlun vegna
framkvæmdanna, auk þess sem arð-
semismat og rekstraráætlun finnist
hvergi.
Að sögn Hrafnkels liggur endanleg
rekstraráætlun ekki fyrir, sem sé þó
jafnframt mjög eðlilegt. Að því
undanskildu liggi allar helstu stað-
reyndir fyrir. „Menn eru ekki í al-
gjöru myrkri hvað þetta varðar. Það
liggur fyrir hvað mun kosta að reka
vagna Borgarlínunnar. Hins vegar er
enn verið að ítra leiðarkerfisbreyt-
ingar sem munu spila inn í endanlega
rekstraráætlun fyrir allt leiðarkerfi
Strætó,“ segir Hrafnkell og bætir við
að ekki sé komið í ljós hversu mikið
tekjur munu aukast með öflugra
þjónustustigi. „Við erum í vinnu með
Strætó sem miðar að því að ítra leið-
arkerfið og því fylgja nýjar spár um
notkunarhliðina. Sömuleiðis erum við
að fá í hús niðurstöður félagshag-
fræðilegrar greiningar sem dregur
fram að verkefnið er þjóðhagslega
arðbært,“ segir Hrafnkell.
Nú standa farþegatekjur Strætó
bs. undir rétt um þriðjungi rekstr-
arkostnaðar fyrirtækisins. Rekstrar-
kostnaður Strætó bs. árið 2019 var
um sjö milljarðar króna. Með
Borgarlínu verður kostnaðurinn því
um níu milljarðar króna árlega. Til
lengri tíma er að sögn Hrafnkels um
hagræðingu að ræða. „Núna þarf að
kalla út vagna á háannatímum því
flutningsgetan er ekki næg. Við
sleppum við það með aukinni afkasta-
getu. Aukin skilvirkni sem fylgir sér-
rýmun og meiri aðlögun í leiðar-
kerfinu mun einnig leiða til
sparnaðar í akstri allra þeirra fjöl-
mörgu leiða sem nýta það. Við horf-
um til þess að bæði farþegaaukning
og kostnaðarhagræðing náist,“ segir
Hrafnkell.
Kostnaður eykst um tvo milljarða
Rekstrarkostnaður Strætó bs. eykst um tvo milljarða króna árlega með tilkomu Borgarlínu
Óvíst hversu mikið tekjur munu aukast Vinna að spá um notkun og tekjur Borgarlínu
Strætó Rekstrarkostnaður Strætó eykst um tvo milljarða vegna Borgarlínu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hótel Sigló á Siglufirði hefur verið fullt allar helgar frá því
um miðjan maí og er fullbókað allar helgar í allt sumar. Þá er
að bókast þokkalega virku dagana og á hótelstjórinn von á að
sofið verði í öllum herbergjum allan júlímánuð.
„Nýting herbergjanna er ekki mikið síðri en var í fyrra-
sumar en verðið er miklu lægra,“ segir Kristbjörg Edda Jó-
hannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló. Lægra meðalverð helgast
af því að Hótel Sigló, eins og mörg ferðaþjónustufyrirtæki á
landsbyggðinni, er með sértilboð til að stuðla að ferðalögum
Íslendinga innanlands.
Það hefur gengið vel á Siglufirði, eins og sést á aðsókn-
inni. Allir gestirnir eru íslenskir því erlendir ferðamenn eru
lítið farnir að láta sjá sig.
„Íslendingar komast lítið til útlanda og nota tækifæri til
að ferðast um landið í sumar á meðan ekki er eins mikil að-
sókn erlendra ferðamanna að náttúruperlum og ferðamanna-
stöðum. Þeir geta notið landsins. Hér er gott andrúmsloft,
allir glaðir og fegnir að geta notið landsins,“ segir Kristbjörg.
Sumir gestanna eru á hringferð um landið og stoppa þá
stutt, eina nótt, en töluvert er um að fólk gisti 2-4 nætur. Hún
segir að margt sé að skoða á Tröllaskaga og alltaf mikið um að
vera á Siglufirði, ekki síst í sumar, sýningar, söfn og tónleikar,
og hægt að njóta þess að fara út að borða á góðum veit-
ingastöðum.
„Það er eins og að fara í borgarferð til útlanda að heim-
sækja Siglufjörð,“ segir hótelstjórinn og er bjartsýn um gott
sumar.
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson
Fullbókað allar helgar á Hótel Sigló í sumar
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Ný íslensk tækni í álframleiðslu sem
gefur frá sér súrefni í stað koltvísýr-
ings gefur vonir um að hægt sé að
eyða koltvísýringsmengun úr ferlinu
við framleiðslu á áli.
Fyrirtækið Arctus Metals fram-
leiddi á dögunum ál með þessum
hætti í samstarfi við Nýsköpunar-
miðstöð Íslands, en helsta nýjungin
er að í stað rafskauta úr kolefni eru
notuð skaut úr málmblöndum og
keramik. Þetta gæti þýtt að koltví-
sýringsmengun frá íslenskum álver-
um myndi alveg hætta.
„Íslensk álver gefa frá sér um 1,6
milljónir tonna af koltvísýringi á ári.
Ef öll álverin okkar tækju upp þessa
nýju tækni myndum við minnka los-
un koltvísýrings á Íslandi um 30%
og uppfylla þannig alþjóðlegar
skuldbindingar okkar og gott betur
en það. Álver á stærð við Ísal í
Straumsvík mundi þannig með
nýrri aðferð Arctus framleiða súr-
efni á borð við 500 ferkílómetra
skóg,“ segir Jón Hjaltalín Magnús-
son, verkfræðingur og forstjóri
Arctus Metals.
Búið sé að undirrita samstarfs-
samning við þýska fyrirtækið Tri-
met Aluminium, einn stærsta ál-
framleiðanda heims, sem mun halda
þróuninni áfram en næsta verkefni
er framleiðsla í stærri kerum. Verk-
efnið var kynnt fyrir Guðna Th. Jó-
hannessyni, forseta Íslands, í Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands.
Álframleiðsla án mengunar
Íslensk tækni
gæti minnkað losun
CO um þriðjung
Morgunblaðið/Ómar
Álframleiðsla Ný íslensk tækni
getur dregið úr losun koltvísýrings.
Nánar er fjallað
um málið á mbl.is.
mbl.is