Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Veitingahús á Íslandi urðu fyrir gríðarlegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar og dróst fjöldi við- skipta og velta fyrirtækjanna veru- lega saman yfir nokkurra vikna tíma- bil. Þetta kemur augljóslega fram í gögnum sem fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tekið saman fyrir Morg- unblaðið. Gögnin eru fengin úr svo- kallaðri Markaðsvakt fyrirtækisins sem byggir á ópersónugreinanlegum raungögnum um færslur af innlend- um greiðslukortum. Úrtakið sem byggt er á tekur til u.þ.b. 22 þúsund einstaklinga. Árið byrjaði rólega Hannes Rúnar Hannesson, sölu- stjóri hjá Meniga, segir gögnin draga upp athyglisverða mynd. „Árið byrjaði rólega og fjöldi færsla var nokkuð minni en árið áður en sal- an var nokkuð stöðug miðað við sama tímabil árið á undan. Það var hins vegar í ní- undu viku sem fyrstu smit komu upp á Íslandi og við sjáum að það hafði strax áhrif á markaðnum. Þau áhrif gengu aftur til baka að nokkru leyti í vikunni á eftir en svo koma áhrifin fram af meiri þunga í kjölfarið.“ Hannes segir að mjög forvitnilegt gæti reynst að skoða þróunina á vik- unum sem eftir komu með tilliti til samkomubanns og annarra takmark- ana sem bættust við en Meniga hafi ekki lagst í slíka greiningarvinnu. Mesti samdrátturinn varð í byrjun aprílmánaðar Mestur varð samdrátturinn í viku 15, miðað við fyrra ár, en þá fækkaði viðskiptum um 59,1% og söluverð- mætið dróst saman um 38,1%. Það spilar án nokkurs vafa inn í hin miklu áhrif í þessari viku að skírdagur og föstudagurinn langi féllu innan hennar. Þá batnar ástandið mjög strax í vikunni á eftir en þar skekkir samanburður við fyrra ár stöðuna einnig því fyrrnefndir helgidagar féllu innan sextándu viku í fyrra.„Ástandið skánaði hratt hér á landi og það var um miðjan maí sem tilkynnt var um vænta afléttingu tveggja metra regl- unnar. Þá varð sala í fyrsta sinn hlut- fallslega hærri árið 2020 en á sama tímabili í fyrra. Það er í viku 21 og hafði ekki sést síðan í viku 8. Við sjáum reyndar að salan féll aðeins aft- ur í viku 22 en tók svo við sér aftur í viku 23 en það var í kjölfar þess að barirnir fengu að opna að nýju,“ segir Hannes. Spurður út í hvað það er sem gerist í 24. viku ársins, sem hófst sunnudaginn 7. júní, segir Hannes erfitt að ráða í það en að þar kunni veðurfar að hafa sitt að segja. „Sumarið í fyrra var náttúrulega alveg frábært og þó að síðasta vika hafi verið fín að mörgu leyti þá er ekki ósennilegt að samanburðurinn verði eitthvað óhagfelldur núna. Það er ein- faldlega meiri sala í mjög góðu veðri heldur en þegar það skiptast á mjög góðir dagar og aðrir síðri.“ Hannes bendir einnig á að þótt salan hafi rétt nokkuð úr kútnum á undanförnum vikum sé fjöldi færslna að baki velt- unni talsvert minni en árið 2019. „Markaðurinn á talsvert inni en meðalupphæð hverra viðskipta hefur hækkað nokkuð.“ Mikið högg í tíu vikur Morgunblaðið/Baldur Veitingar Flestir drógu úr neyslu af flestu tagi meðan kórónuveiran gekk yfir landið og veitingamenn fundu fyrir því.  Kórónuveiran hafði mikil áhrif á veitingamarkaðnum  Samdrátturinn var mestur í 15. viku ársins  Veltan dróst hlutfallslega meira saman en fjöldi viðskipta Hamfarir » Tugir veitingahúsa hafa lok- að dyrum sínum vegna kórónu- veirunnar. » Nokkur veitingahús hafa nú þegar verið lýst gjaldþrota og verða ekki opnuð að nýju. » Flest veitingahús hafa breytt afgreiðslutímum sínum og mörg þeirra hafa aðeins op- ið á kvöldin og um helgar. » Áhersla á heimsendingu jókst mjög í faraldrinum en óvíst er hvort áhrif í þá veru muni verða langvarandi á markaðnum. Sala veitingahúsa 2019 og 2020* Samanburður á sölu í viku 2 til 24 árið 2020 miðað við sama tíma 2019 10% 0% -10% -20% -30% -40% -50% -60% Breyting á fjölda viðskipta 2019-2020 Breyting á söluverð- mæti 2019-2020 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24vika: * Veitingastaðir og skyndibiti Heimild: Markaðs- vakt Meniga -19,5% -59,1% -38,1% -12,5% Hannes Rúnar Hannesson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is 23. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.48 Sterlingspund 170.27 Kanadadalur 101.14 Dönsk króna 20.655 Norsk króna 14.341 Sænsk króna 14.567 Svissn. franki 144.53 Japanskt jen 1.2859 SDR 189.33 Evra 154.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.0786 Hrávöruverð Gull 1728.55 ($/únsa) Ál 1578.0 ($/tonn) LME Hráolía 41.72 ($/fatið) Brent Ríkissafn - Langt, ein af ávöxtunarleiðum Almenna lífeyris- sjóðsins, hefur skilað 6,3% nafn- ávöxtun það sem af er þessu ári. Þetta má lesa úr upplýsingum á vef sjóðsins. Ríkissafn - Stutt hefur yfir sama tímabil skilað 4,1% nafn- ávöxtun. Samtryggingarsjóður hef- ur skilað 5,8% nafnávöxtun en Ævi- safn I og II hafa hvort um sig skilað 5,9% ávöxtun. Ævisafn III er hins vegar með 4,1% nafnávöxtun. Eins og gefur að skilja er nafnávöxtun Innlánasafns minnst af þeim leiðum sem í boði eru eða 1,8%. Þá er Hús- næðissafnið með 2,3% nafnávöxtun það sem af er ári. Góð ávöxt- un á árinu  Allt að 6,3% hjá Al- menna lífeyrissjóðnum ● Fjórir nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn hjá Nasdaq á Íslandi að und- anförnu. Kristófer Númi Hlynsson hef- ur hafið störf hjá Nasdaq-verðbréfa- miðstöð í þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini og við þróun á nýjum vörum og þjónustu. Kristófer Númi er með meistaragráðu í alþjóðlegum fjár- festingum og fjármálum ásamt BA- gráðu í lögfræði. Ástgeir Ólafsson hef- ur hafið störf hjá Kauphöllinni á sviði ráðgjafar, sölu og þjónustu við við- skiptavini. Ástgeir er með BA-gráðu í viðskiptafræði og þá hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Brynja Þrastardóttir hefur hafið störf í eftirliti Kauphallarinnar. Brynja er með meist- aragráður í fjármálahagfræði og al- þjóðasamskiptum. Grímur Birgisson hefur hafið störf sem lögfræðingur hjá NAsdaq á Íslandi. Hann er með BA-gráðu og meistara- gráðu í lögfræði. Fjögur ný til starfa hjá Kauphöll Íslands Kristófer Númi Hlynsson Grímur Birgisson Brynja Þrastardóttir Ástgeir Ólafsson STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.