Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þekkt er aðtiltekin orðog froðu-
kenndir frasar
yfirtaka pólitíska
umræðu. Sumt er
ekki nýtt í málinu
og gæti gengið ef
notkunin væri
hófstillt. En frasar sem detta
inn í allt tal stéttarinnar sem
við það er kennd fletur allt út.
Orðið framtíðarsýn er dæmi
þessa og náði því að verða
óskiljanlegt eftir nokkurra
ára ofnotkun. Það dugði ekki
að ræðumenn drægju athygli
að sinni alltumlykjandi
„framtíðarsýn“. Orðið þótti
tilvalið til árása á andstæð-
ingana enda þeir iðulega og
oftast nær sekir um alvar-
legan skort á framtíðarsýn.
Orðið hafði, þegar þarna var
komið sögu, tekið yfir stefnu
til skemmri tíma og út öldina
eftir vali, í bland við hugleið-
ingar og draumóra um fróm-
ar óskir almennt og öllum til
handa. Þeir sem fylgdust
sæmilega með skynjuðu að
nýja orðið var hjálpartæki
fyrir þá sem vissu ekki hvað-
an veröldin kom, hvar hún
stóð, hvert hún stefndi og
hvað menn vildu gera í því.
Sleppa mátti að útlista
stefnumörkun upp á gamlan
máta með því að nefna „fram-
tíðarsýnina“ samfellt í
flaumnum sem vall fram og
fordæma svo í bláendann
„hina“ fyrir ömurlegan skort
sinn á sýninni.
Annað orðið var gagnsæi.
Stjórn þeirra Steingríms og
Jóhönnu var ein mesta
pukurstjórn sem landsmenn
muna frá síðari tímum. En
hún taldi að á móti því kæmi
ef hún væri uppfull af því orði
og hún væri fánaberi þess í
tilverunni. Hún lét Moskvu-
Jón semja handa sér siðferð-
isreglur og slíkum var veifað
í tíð þeirrar ríkisstjórnar,
sem hafði þó ekki siðferðis-
styrk til að segja af sér á
miðju kjörtímabili þegar hún
hafði ekki lengur starfhæfan
meirihluta á þingi og tafði
illilega endurreisn efnahags-
lífsins, sem beið næstu
stjórnar. Viljinn segir frá
umræðu sem varpar ljósi á
tvöfeldnina á þessum bæ:
„Björn Bjarnason fv. ráð-
herra vekur athygli á nýút-
kominni bók Péturs Hrafns
Árnasonar (Þórarinssonar)
sagnfræðings um sögu
Vinstri hreyfingarinnar ––
græns framboðs á fyrstu
tuttugu starfsárum flokksins
1999-2019 á vefsíðu sinni.
Í bókinni
Hreyfing rauð og
græn – saga VG
1999 til 2019 er
sögð saga hreyf-
ingar „sem um-
breyttist frá því
að vera lítill,
áberandi andófs-
flokkur í að verða sá næst-
stærsti á Alþingi og leiðandi í
ríkisstjórn,“ svo vitnað sé til
kynningar á vefsíðu flokks-
ins. Í bókinni er m.a. leitast
við að segja frá hatrömmum
innanflokkserjum í tíð vinstri
stjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Steingríms J. Sig-
fússonar á árunum eftir hrun,
þegar formaðurinn Stein-
grímur J. er fjármálaráð-
herra.
„Á fundi 13. apríl [2011]
var, samkvæmt tillögu Katr-
ínar Jakobsdóttur, ákveðið
að fá vinnustaðasálfræðing til
að aðstoða hópinn [þingflokk
VG] við að bæta andrúms-
loftið. En því var „tekið mis-
vel í þingflokknum og ótt-
aðist ég að viðkomandi hafi
sjálfur þurft að leita sér að-
stoðar eftir að hafa kynnst
þingflokki VG,“ sagði Katrín
Jakobsdóttir við bókarhöf-
und í maí 2018 (s. 232). Og
enn hafði formaður VG þessi
orð um ástandið: „Þetta líkt-
ist einna helst langri spennu-
senu úr Indiana Jonesmynd
þar sem einn rúllandi steinn-
inn á eftir öðrum sótti að
manni“.
Rifjað er aukinheldur upp
brotthvarf þingflokks-
formannsins Guðfríðar Lilju
Grétarsdóttur sem var gerð
áhrifalaus meðan hún var í
fæðingarorlofi:
Steingrímur J. sagði henni
við komuna úr orlofinu í apríl
2011 að Árni Þór gæti ekki
hugsað sér að víkja úr for-
mannsstólnum en hún ætti að
segja út á við að hún vildi
heldur sinna börnunum
betur! Um þetta segir bókar-
höfundur: „Þessi gjörningur
[að fella Guðfríði] vakti mikil
viðbrögð bæði innan flokks
og í samfélaginu og fannst
mörgum súrt að kyngja því
að flokkur sem kenndi sig við
kvenfrelsi skyldi ekki hafa í
heiðri anda fæðingarorlofs-
laganna.“ (S. 231.)
Þess er svo auðvitað við
þetta að bæta, að sami Stein-
grímur J. er nú forseti Al-
þingis og lýsir brúnaþungur
reglulega áhyggjum sínum af
kvenfrelsisbaráttunni og
jafnréttismálum almennt…“
Það gerir hann örugglega.
Nema hvað?
Katrín Jakobsdóttir
taldi að vinnustaða-
sálfræðingur þyrfti
áfallahjálp eftir
að hafa kynnst
þingflokki VG}
Gagnsær sýndarskapur
S
tundum er ágætt að staldra við og
horfa á það sem vel er gert, til dæm-
is hvernig fámenn þjóð tekst á við
stór og vandasöm verkefni. Land-
helgisgæslan er ágætt dæmi um
það hvernig við Íslendingar tökumst á við stór
verkefni. Ísland er ríflega 100 þúsund ferkíló-
metrar að stærð og efnahagslögsaga okkar er
200 sjómílur. Þetta er gríðarlegt flæmi utan um
litla þjóð.
Ég átti þess kost á dögunum að taka þátt í
æfingu hjá Landhelgisgæslunni þar sem æfð
var björgun á hafi úti. Það er gott að fá tæki-
færi til að sjá með eigin augum verkefnin, að-
stæðurnar, mannskapinn og hvernig sá tækja-
búnaður sem Landhelgisgæslan býr yfir
reynist. Þar er allt til fyrirmyndar.
Landhelgisgæslan sinnir margvíslegum
verkefnum á sjó og landi og er einn þeirra þátta
samfélagsins sem við höfum tilhneigingu til að gefa lítinn
gaum þar til þörfin kallar. Mikilvægt er að vera vakandi og
gleyma ekki mikilvægi slíkra stofnana samfélagsins með-
an allt leikur í lyndi. Slík vangá getur reynst dýrkeypt
þegar ógn steðjar að.
Bættur skipakostur, stórstígar framfarir í öryggis-
málum sjómanna, aukin menntun og þjálfun og nákvæm-
ari veðurspár hafa orðið til þess að slysum á sjó hefur
fækkað verulega undanfarna áratugi. Það er fagnaðaefni.
Þegar kemur að öryggi landmanna verða þó sífellt til
nýjar áskoranir. Aukinn áhugi fólks á ferðalögum um fjöll
og firnindi okkar fallega lands kalla á aukinn
viðbúnað og aukna viðbragðsgetu. Vöxtur í
ferðaþjónustu jók álag á margs konar innviði
og þó hlé sé á því í bili má búast við að ferða-
mönnum fjölgi á ný með tilheyrandi álagi á við-
bragðsaðila. Illviðri síðasta vetrar, snjóflóð og
jarðhræringar minna okkur á að íslensk nátt-
úra býr ekki aðeins yfir magnþrunginni fegurð
heldur eru hún einnig óblíð og óútreiknanleg.
Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eiga öfl-
uga Landhelgisgæslu með góð tæki og þraut-
þjálfað fólk.
Hlutverk Landhelgisgæslunnar er víðtækt.
Þar má nefna öryggis- og löggæslu og eftirlit á
hafinu, leit og björgun, sjúkraflutninga,
sprengjueyðingu, sjómælingar og sjókorta-
gerð, aðstoð við löggæslu, aðstoð við almanna-
varnir, samskipti við erlendar strandgæslur og
svo má lengi telja.
Landhelgisgæslan nýtur verðskuldaðs trausts almenn-
ings samkvæmt könnunum undanfarin ár. Kjörorð hennar
„Við erum til taks“ er vel viðeigandi og nær utan um það
sem skiptir mestu í starfseminni; að viðhalda þjálfuðum
mannskap og tækjum til að geta brugðist hratt við þegar
þörfin kallar. Við sem förum með málefni Landhelgisgæsl-
unnar gerum okkur grein fyrir mikilvægi hennar og vilj-
um svo sannarlega vera til taks fyrir hana hér eftir sem
hingað til.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Við erum til taks
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Um þessar mundir er unn-ið að því að á vegumborgaryfirvalda að aukagagnsæi og skapa að-
gengilegra ferli varðandi styrkja-
úthlutanir Reykjavíkurborgar. Til
grundvallar er lögð skýrsla sem
starfshópur mannréttinda- og lýð-
ræðisráðs sendi frá sér í síðasta
mánuði.
Í skýrslunni kemur fram að
heildargreiðslur vegna styrkja-
samninga námu í fyrra rúmum
milljarði króna. Þá eru ótaldir sam-
starfssamningar og þjónustusamn-
ingar borgarinnar sem námu um 13
milljörðum króna.
„Ég hef lengi haft áhyggjur af
styrkjaúthlutun hjá borginni.
Margar úthlutanir eru ágætar, fag-
legar og vel rökstuddar, en aðrar
eru mjög óskýrar og ómarkvissar,“
segir Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Örn segir að í ljósi þess að
Reykjavíkurborg veiti afar háar
fjárhæðir í styrki sé mikilvægt að
vel sé staðið að úthlutuninni. „Ekki
bara fyrir umsækjendur, heldur
líka hefur þetta verið vandamál
fyrir þá sem sjá um að úthluta, sér-
staklega okkur sem viljum vanda
okkur og fara vel með þessar háu
upphæðir. Maður hefur oft verið
hissa og stundum alveg gáttaður á
ákvörðunum meirihlutans varðandi
styrkveitingar,“ segir Örn. Hann
kveðst fagna því að skýrslan sé
komin fram með tillögum um
margvíslegar úrbætur á þessu
sviði.
Helstu verkefni starfshópsins
voru að samhæfa regluverk um út-
hlutanir styrkja, að tryggja sýni-
leika umsókna og veittra styrkja
Reykjavíkurborgar og koma á raf-
rænu umsóknarferli. Hópurinn tók
saman yfirlit yfir alla styrki og
reglur borgarinnar með því að
kalla eftir upplýsingum frá fagsv-
iðum. Markmiðið var að samhæfa
regluverk og ná yfirsýn yfir verk-
efni hópsins. Niðurstaða starfshóps
er að farið verði í aðgerðir til þess
að auka gagnsæi og eftirlit með
samningum og úthlutunum styrkja,
tryggja sýnileika og einfalda að-
gengi íbúa að styrkjum.
Í tillögum hópsins kemur
meðal annars fram að setja þurfi
upp styrkjavef á reykjavik.is.
Markmiðið er að til verði einn raf-
rænn ferill sem hægt verður að
nota fyrir alla styrki borgarinnar.
Reglur um styrki borgarinnar verði
samhæfðar, sér í lagi þau skilyrði
sem umsækjendur þurfa að upp-
fylla til að njóta styrkúthlutunar,
skil gagna/afurða við verklok og
eftirlit. Gefin verði út Styrkjahand-
bók með leiðbeiningum fyrir um-
sækjendur um styrki og hins vegar
handbók fyrir starfsfólk borgar-
innar um afgreiðslu og meðhöndlun
styrkja. Reglur verði samræmdar.
Á styrkjavefnum verður birt
hverjir fá úthlutað styrkjum og
birtar verða upplýsingar um sam-
starfs- og þjónustusamninga á
vefnum. Styrkjum úr borgarsjóði
verði framvegis úthlutað tvisvar á
ári í gegnum nýtt rafrænt um-
sóknarferli, sem alltaf er opið til að
auka aðgengi og jafnræði þeirra
sem hafa áhuga á styrkjum.
Fagráð munu þó áfram geta
veitt svokallaða skyndistyrki vegna
verkefna eða viðburða sem upp
kunna að koma með litlum fyrir-
vara. Auglýsingar um styrkjaút-
hlutun borgarinnar verða birtar í
viðeigandi miðlum hverju sinni, þar
sem tekið er mið af markhópum.
Athygli vekur að felld er niður
regla um að auglýsa þurfi úthlutun
styrkja í dagblöðum.
Auka gagnsæi við
styrkveitingar
Morgunblaðið/Ómar
Styrkir Ef allt er talið fara rúmlega fjórtán milljarðar króna í alls konar
styrkjagreiðslur á vegum Reykjavíkurborgar á hverju ári.
Örn Þórðarson,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins, hef-
ur lengi barist
fyrir úrbótum í
styrkjamálum.
Hann segir að
betur sé vand-
að til úthlutana
stærri styrkja,
eins og á velferðarsviði þar sem
skýrt skilgreind viðmið séu not-
uð til að ákveða úthlutanir og
velja á milli umsækjenda.
„Í öðrum tilfellum er þetta
mjög ómarkvisst og ógagnsætt.
Stundum hefur maður á tilfinn-
ingunni að um geðþótta-
ákvörðun sé að ræða,“ segir
hann. Hann segist lengi hafa
gert athugasemdir við þessi
vinnubrögð og kallað eftir breyt-
ingum og núna loksins hilli undir
það. „Það er stundum hlustað á
nöldrið í okkur í minnihlutan-
um,“ bætir hann við.
„Stundum
er hlustað“
STYRKIR BORGARINNAR
Örn Þórðarson