Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Um næstu helgi gengur þjóðin til kosninga og velur sér þjóðarleiðtoga í lýð- ræðislegum kosn- ingum. Þá stendur val okkar um að veita Guðna Th. Jóhannes- syni, núverandi for- seta Íslands, áfram- haldandi umboð til að gegna þessu mikil- væga virðingaremb- ætti. Síðastliðin fjögur ár hefur hann sýnt og sannað að hann stendur undir nafni sem sannur leiðtogi þjóðarinnar í blíðu og stríðu. Frá fyrsta degi í embætti varð ljóst að þar var kominn þjóð- höfðingi sem höfðaði sterkt til al- mennings í landinu. Einlægir per- sónutöfrar Guðna, velvild, glaðværð, heiðarleiki, manngæska og réttsýni birtast í öllum hans embættisverkum. Hann er sann- arlega maður fólksins, hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, sannur og einlægur í öllum sínum verk- um. Og víst er að Guðni Th. Jó- hannesson fer ekki í mann- greinarálit þegar hann kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það hefur hann sýnt og sannað með því að leggja stórum sem smáum málefnum lið, svo sem málefnum hinsegin fólks, fatlaðra, krabba- meinsgreindra eða barna og ung- menna, svo fátt eitt sé nefnt. Við sjáum hann á íþróttakappleikjum, í gleðigöngunni, perlandi arm- bönd fyrir krabba- meinsveikt ungt fólk og klæðast röndóttum sokkum, í heimsókn hjá eldri borgurum, plokkandi rusl á al- mannafæri, hlaupa í Reykjavíkurmaraþon- inu eða bara hjóla með börnunum sínum um Álftanesið. Við fylgjumst líka með honum sem fulltrúa þjóðarinnar á inn- lendum sem erlendum vettvangi við hlið eiginkonu sinn- ar, Elizu Reid, og fyllumst stolti yfir glæsileika þeirra. Forseta- frúin hefur einnig verið afar virk sem slík og lagt hinum ýmsu góðu málefnum lið, svo eftir hefur verið tekið. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á forseta næstu fjögur árin er ekki erfitt að taka ákvörð- un. Þess vegna hvet ég fólk til að nýta sér kosningaréttinn og tryggja Guðna Th. Jóhannessyni örugga kosningu, landi og þjóð til heilla. Maður fólksins Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir »Hann er sannarlega maður fólksins, hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, sannur og einlægur í öllum sínum verkum. Höfundur er blaðamaður. Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS HJÓLALÁSAR FRÁ TRELOCK Sjáðu úrvalið og veldu lásinn sem hentar þér á www.lykillausnir.is Hinn 23. júní ár hvert er haldið upp á ólympíudaginn í yfir 200 löndum sem eru með ólympíunefndir. Hátíðahöld eru með ýmsum hætti eins og að hvetja ólympíufara og alla aðra til að hreyfa sig sérstaklega þennan dag með hressilegum göngu- eða hlaupatúr og hug- leiða ólympíuhugsjónirnar frið á jörðu, heiðarleika, samkennd svo og íþróttamannslega framkomu innan vallar sem utan. Alþjóðaólympíunefndin ákvað á fundi sínum 1948 í Sorbonne í París að halda skyldi árlega ólympíudag um allan heim til að minnast sam- þykktar 23. júní 1894 um endur- vakningu nútíma ólympíuleika í Grikklandi 1896. Markmiðið var að hvetja til þátttöku í íþróttum um all- an heim óháð aldri, kyni eða íþrótta- legri getu. Undanfarna áratugi hafa ólympíu- dagarnir hjálpað til við að kynna ól- ympíuhugsjónina með ólíkum við- burðum á sviði íþrótta, menningar, lista og menntunar. Ólympíuhlaup er sérstaklega vinsælt þennan dag. Seinustu árin hafa ólympíudagarnir þróast meir og meir í átt að almennri hreyfingu, lærdómi og nýsköpun. Þannig hafa ólympíunefndir í mörg- um löndum skipulagt ólympíu- dagana í nánu samstarfi við bæjar- félög, íþróttafélög og skóla víða um landið þar sem ungt fólk hittir af- reksíþróttafólk landa sinna. Á Íslandi er það hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) að skipuleggja þennan dag í sam- starfi við Samtök íslenskra ólympíu- fara (SÍÓ) en einnig er hægt að halda upp á daginn á öðrum dögum sem verður gert á Ís- landi í ár eins og golf- keppni í september fyr- ir ólympíufara og fjölskyldur þeirra. ÍSÍ og SÍÓ eru áhugasöm um að fjölga ólympíu- dögum hérlendis ár hvert í samstarfi við bæjarfélög, íþrótta- félög og skóla um land allt og hvetja áhuga- sama aðila til að hafa samband. ÍSÍ og SÍÓ eru þegar í samstarfi við frjálsíþróttaráð Reykjavíkur um grunnskólamótið í frjálsum í september sem ólympíu- dag sem vonandi verður fastur við- burður. Þess vegna gætu alþjóðleg unglingamót hérlendis tengst ól- ympíudeginum með merki ÍSÍ og SÍÓ með ólympíuhringjunum. Á heimsþingi ólympíufara, sem haldið var í Lausanne í Sviss sl. ár, voru rædd mörg samfélagsleg verk- efni sem ólympíufarar voru hvattir til að styðja. Samtök íslenskra ól- ympíufara kynntu á þinginu þá hug- mynd að ólympíufarar um allan heim hvettu þróunarsamvinnustofn- anir viðkomandi landa til að bæta eflingu skipulagðrar íþrótta- starfsemi við almennan stuðning þeirra í þróunarlöndum en flest þeirra styðja aðeins byggingu skóla, heilsugæslu, vatnsleit, landbúnað o.fl. Fulltrúum Afríkuríkja leist vel á þessa hugmynd okkar Íslendinga. SÍÓ vinnur nú að stofnun íþrótta- félags við skóla í þorpinu Got Agulu við Viktoríuvatnið í Keníu sem byggður hefur verið af íslenskum fjölskyldum og félagasamtökum í samstarfi við kennara og nemendur Verslunarskólans. Um 300 nem- endur eru núna í þessum skóla. Sem liður í stofnun þessa íþróttafélags í Got Agulu tók SÍÓ þátt með mörg- um öðrum félagasamtökum, fyrir- tækjum og einstaklingum í að bjóða fótboltaliði skólans til Íslands á ReyCup 2019 til að hvetja krakkana í bænum til íþróttaiðkunar. SÍÓ myndi vilja sjá kennslu um ólympíuhugsjónina koma inn í skóla landsins með fræðslu um mikilvægi heilbrigðrar sálar í hraustum lík- ama, frið á jörðu, íþróttamannslega framkomu jafnt innan sem utan vall- ar með ótal dæmisögum eins og þeg- ar Norðmenn lánuðu Ítölum vara- hlut í bobbsleða þeirra á vetrar- ólympíuleikum sem varð til þess að Ítalir unnu gullið en Norðmenn bronsið. Norðmennirnir kváðust að- spurðir ekki sjá eftir þessu því í íþróttum væru allir vinir. Samtök íslenskra ólympíufara (SÍÓ) voru stofnuð 1995 og eru allir þeir Íslendingar sem keppt hafa á ólympíuleikum félagar. Samtals hafa 305 Íslendingar keppt á ólymp- íuleikum síðan í London 1908, en 59 þeirra eru látnir. SÍÓ er aðili að Al- þjóðasamtökum ólympíufara (WOA; World Olympians Association) en samtals hafa um 100.000 einstak- lingar frá 206 löndum keppt á sum- ar- og vetrarólympíuleikum frá upp- hafi. Eftir Jón Hjaltalín Magnússon » ÍSÍ og SÍÓ eru áhugasöm um að fjölga ólympíudögum hérlendis ár hvert í samstarfi við bæj- arfélög, íþróttafélög og skóla um land allt. Jón Hjaltalín Magnússon Höfundur er formaður Samtaka íslenskra ólympíufara. jhm@simnet.is Ólympíudagurinn 23. júní til útbreiðslu ólympíuhugsjóna Einhver sá mik- ilvægasti eiginleiki sem prýtt getur þjóð- höfðingja er að skilja stöðu sína: Geta leitt þjóðina og verið henni fyrirmynd; hjálpað henni til góðra verka um leið og hann deilir kjör- um með henni. Þetta er ekki öllum gefið. Embættistíð Guðna Th. Jó- hannessonar undanfarin fjögur ár hefur fært mér heim sanninn um að hvort tveggja hefur hann á valdi sínu. Hann hefur nálgast embættið af auðmýkt og virðingu þess sem skilur að honum ber að inna þjón- ustu af hendi landi og lýð til heilla; að embættið – hvers grunnmerking er þjónusta – helg- ast af þjónustunni sem það á að veita. Vissulega er hann ekki óskeik- ull; það er enginn – nema kannski Kim Jong-un, að eigin mati – en í þeim fáu tilfellum þar sem betur hefði mátt standa að málum hefur hann alltaf þorað að gangast við því og lært þar af. Það ber vott um hugrekki og heiðarleika. Og stjórn- visku. Guðni er maður réttsýnn og hófsamur, sanngjarn og mjög vel heima á afar mörgum sviðum en með yfir- burðaþekkingu á sögu og eðli forsetaembætt- isins og stjórnsýsl- unnar. Af ofansögðu finnst mér ljóst að Guðna sé best treystandi til að gegna embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Guðna Th. Jóhannesson. Af hverju Guðna? Eftir Svein Valgeirsson Sveinn Valgeirsson »Hann hefur nálg- ast embættið af auðmýkt og virðingu þess sem skilur að honum ber að inna þjónustu af hendi landi og lýð til heilla. Höfundur er dómkirkjuprestur. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.