Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 18
✝ Kristinn Daní-elsson vélfræð- ingur fæddist 29. júní 1958 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á heimili sínu 17. apríl 2020. Foreldrar Krist- ins eru Theodóra Þ. Kristinsdóttir, f. 11.11. 1940, d. 4.3. 2006, og Daníel J. Kjartansson, f. 12.1. 1940. Systkini Kristins eru: Anna Kristín, f. 18.7. 1960, Kjartan, f. 7.3. 1962, Helga, f. 11.11. 1963, Ólafur Jón, f. 18.10. 1965, og Bjarni Daníel, f. 17.10. 1967. Faðir Kristins er Jón Haf- steinn Eggertsson, f. 15.9. 1937. Eiginkona hans er Inga Dóra Jó- hannesdóttir, f. 27.9. 1940. Hálf- systkini Kristins eru Eggert Elf- ar Jónsson, f. 21.3. 1960, og Jóhanna Lind Jónsdóttir, f. 11.7. 1967. en var einnig mikið í Vestmanna- eyjum hjá Helgu ömmu sinni og Kristni afa sínum. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski og síðan lá leið hans á sjó þar sem hann vann sem vélstjóri. Eftir að Kristinn kom í land vann hann við ýmis störf, lengst af hjá Véla- veri, þar sem hann var meðeig- andi, hann var framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Hveragerðis og umsjónamaður fasteigna á Korputorgi. Kristinn átti fjölmörg áhuga- mál svo sem hestamennsku, golf og fluguveiði. Ekkert fannst hon- um betra en að komast á skíði og í sumarbústað þar sem hann naut útivistar með fjölskyldunni. Kristinn var formaður knatt- spyrnudeildar Fjölnis árin 2002- 2004 og var mikill stuðnings- maður félagsins. Útför Kristins fer fram frá Lindakirkju í dag, 23. júní 2020, klukkan 15. Kristinn kvæntist 30.1. 1988 Vilhelm- ínu S. Ólafsdóttur, f. 8.7. 1951. Foreldrar hennar eru Dagmar Gunnlaugsdóttir, f. 25.6. 1930, d. 16.4. 1997, og Ólafur Pálmi Erlendsson, f. 27.6. 1924, d. 28.5. 1981. Sonur Krist- ins og Vilhelmínu er Helgi Kristinsson, f. 30.1. 1989, og unnusta hans er Molly Smith, f. 24.6. 1992. Börn Vilhelmínu og stjúpbörn Kristins eru: 1) Davíð Freyr Al- bertsson, f. 18.9. 1973, maki Tinna Þorvaldsdóttir, f. 9.9. 1973. Börn þeirra eru: Ísabella Ösp, Börkur Elí, Aníta Eik og Birkir Leó. 2) María Alberts- dóttir, f. 16.6. 1978. Hennar dætur eru Berglind og Elísabet Freyja. Kristinn ólst upp í Reykjavík Kristinn bróðir okkar hefur fengið hvíldina sína. Þeir sem þekkja til Dadda og Dóru vita að á þeirra heimili var mikið líf og fjör með sex börn í uppvexti. Kristinn bróðir var elst- ur okkar systkinanna og eins og oft þegar systkinafjöldinn er mik- ill var barist um virðingarstöðu innan hópsins en Kristinn hafði oftast vinninginn. Hann var dýrk- aður og dáður, kallaður drengur- inn af ömmu, mömmu og Gunnu frænku og naut mikillar virðingar bæði af þeim og okkur systkinun- um. Kristinn var glaðvær, naut þess að stríða okkur og hafði ein- stakt lag á því að æsa okkur upp án mikils tilefnis og efna þar til há- værra rifrilda og jafnvel slags- mála sem enduðu ekki alltaf vel. Heimili okkar var eins og um- ferðarmiðstöð þar sem alltaf var eitthvað um að vera og margir vin- ir og vandamenn lögðu leið sína til okkar. Á sumrin var okkur krökk- unum og dótinu staflað í VW-rúg- brauð og farið í ævintýralegar tjaldútilegur en sum okkar nýttu sumrin í Vestmannaeyjum. Krist- inn var þá hjá afa og ömmu á Heiðarveginum sem margir þekkja sem Kidda í Skýlinu og Helgu Jó í Verkó. Hugsanlega má rekja stríðnihæfileika hans Krist- ins til forfeðranna sem voru þekktir fyrir stríðni og kaldhæðni á eyjunni fögru. Tónlist var Kristni hugleikin og eignaðist hann snemma gítar, píanó og hljómflutningsgræjur sem hann þandi iðulega með Bítl- unum, David Bowie, Deep Purple og fleiri góðum hljómsveitum. Hann var mikill áhugamaður um viskí og munum við systkinin sjálfsagt tengja hann við Johnnie Walker og London Docks um ókomna tíð, þar sem honum þótti fátt betra en að halla sér aftur með gott staupið við höndina. Kristinn var þó umfram allt með þeim umburðarlyndustu mönnum sem hægt er að finna. Hann lagði mikla rækt við barna- börnin með Villu sinni og tóku þau þátt í uppeldi þeirra af fullum krafti. Hann var hreinskilinn en um leið auðmjúkur gagnvart sjálf- um sér og kvartaði yfirleitt ekki að fyrra bragði. Kristinn hafði sterk- ar skoðanir og var óhræddur við að koma þeim á framfæri en var þó sammála um að vera ósammála ef þess þurfti án þess að beygja frá sinni eigin skoðun. Kristinn barðist lengi við krabbamein. Það þarf mikinn bar- áttuanda og þrek að takast á við þennan sjúkdóm í öll þessi ár. Það þarf líka mikinn kjark að játa sig sigraðan og tók hann þá ákvörðun með æðruleysi, sáttur við farinn veg. Við hugsum sjálfsagt öll inn á við þegar við stöndum andspænis dauðanum og hann gerði það full- komlega, setti fjölskylduna í fyrsta sæti samhliða því að njóta lífsins með ættingjum og vinum á góðri stundu. Við munum alltaf halda í allar góðu og skemmtilegu minning- arnar sem við eigum um hann og sendum öllum ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Anna Kristín, Kjartan, Helga, Ólafur Jón og Bjarni Daníel. Mér hefur alltaf fundist Krist- inn vera allt í senn: frændi, bróðir, sonur og vinur. Hann var fyrsta barnabarn foreldra minna og átti sitt fyrsta heimili hjá okkur. Ég var 10 ára þegar Kristinn fæddist en var ekki heima og varð mjög leið yfir að missa af því að barn skyldi fæðast heima í Verkó og ég á námskeiði uppi á landi. En ég bjargaði því, strauk og kom mér heim til að sjá þetta undur. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Strax frá fyrstu mínútu þótti mér ofur- vænt um hann. Kristinn var ljúflingsbarn og lét ekki hafa sig út í neina vitleysu. Einhverju sinni var fjölskylduvin- urinn Stebbi pól að hrósa þessum eiginleika Kristins og sagði: „Þú ert nú meiri sóminn.“ Kristinn horfði lengi á Stebba og hefur ef- laust haldið að þetta væri skammaryrði og sagði: „Þú getur sjálfur verið sómi.“ Síðan hefur sóma-nafnið fylgt Kristni innan fjölskyldunnar. Annað nafn hefur loðað við hann, Drengurinn, með stórum staf og sérstakri áherslu. Frá upphafi var talað um Dreng- inn af þvílíkri lotningu hjá afa og ömmu að utanaðkomandi héldu að hann væri annarrar gerðar en flest börn. Kristinn flutti til Reykjavíkur tveggja ára með for- eldrum sínum en Verkó var hans annað heimili og var hann mikið í Eyjum. Um tvítugt bjó Kristinn hjá okkur Bjarna í nokkur ár. Frá þeim tíma eru margar ljúfar minningar og var hann einstak- lega þægilegur í allri umgengni. Eitt sinn kom hann til mín og sagðist hafa ráðið sig sem kokk á bát hjá Óla, bróður mínum. Hann bað um góð ráð, það væri t.d. ágætt að vita hvernig ætti að sjóða kartöflur. Ég varð orðlaus, rétti honum byrjendabók í matreiðslu og vonaði að hann myndi lifa þessa vist af, sem hann gerði – vand- ræðalaust. En fyrst og fremst var Kristinn einn af mínum bestu vinum. Villa kom inn í fjölskylduna stuttu eftir að Kristinn flutti frá okkur og var hún kær viðbót við þetta vinasam- band. Kristinn átti mörg áhugamál sem ég hafði tækifæri til að deila með honum. Um tíma var hann í hestamennsku og því fylgdu skemmtileg ferðalög með alls kon- ar uppákomum. Eitthvað var áhuginn stundum blendinn því að á hestamannamóti á Hellu forðum sagði hann við okkur: „Þetta er æðislegt mót, bara að þessir hest- ar væru ekki að þvælast fyrir.“ Kristinn var mjög músíkalskur, lærði á píanó og spilaði á gítar. Svo mjög trúði amman á hæfileika Drengsins að hún hélt að Kristinn væri að æfa sig þegar Ashkenazy flutti píanókonsert í útvarpinu. Kristinn var mikill golfari og kenndi mér margt í þeirri íþrótt, þótt árangurinn sé ekki enn kom- inn í ljós. Hann var ótrúlega þolin- móður og lét mig heyra það þegar ég fór ekki eftir reglunum. Undanfarin ár höfum við farið í skemmtiferðir á fjöll með góðum vinum og þá var Kristinn enda- laust hjálplegur og erfitt að hugsa sér betri ferðafélaga. Hann stóð sig afar vel sem trússari og heppi- legt fyrir okkur að honum fannst meira gaman að keyra en ganga. Við fórum einnig í margar skíða- og golfferðir til útlanda og var Kristinn þar ótrúlega þolinmóður kennari. Ég og fjölskylda mín sendum Villu, Helga og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Helga Kristinsdóttir. Líf vort er tónn; á hörpu ljóss og húms það hljómar skammt, grætur og hlær við hliðskjálf tíma og rúms, en hljómar samt; síðan einn dag - þann dag veit engin spá - er dauðaþögn og tónninn liðinn hjá. Vinur í raun: hér hvílir þú svo hljótt, en hjarta nær ómar þitt líf sem lýsi gegnum nótt einn logi skær. Traust var þín hönd og trú við hlutverk sitt, en tónsins djúp var góða hjartað þitt. Þökk sé þér vin: Við lifum lítil börn og líðum burt. Vor tónn er sár, við eigum enga vörn - um allt er spurt. Líf þitt er svar: á bak við skúr og skin við skynjum þig, hinn liðna trygga vin. (Jóhannes úr Kötlum) Hinsta kveðja, Eggert og Jóhanna. Það var á aðfangadag 1987 sem þau birtust hjá okkur Kristinn og Vilhelmína eða Kiddi og Villa eins og ég kalla þau. Þau voru nýlega tekin saman og gaman að sjá hvað þau voru hamingjusöm. Þetta hef- ur síðan haldist. Þau hafa komið hvern aðfangadag síðan, og þann- ig hafa tengslin bundist föstum böndum. Þau giftust 30. janúar 1988 og ári síðar eignuðust þau Helga. Fyrir átti Villa börnin Davíð Frey, sem á fjögur börn, og Mar- íu, sem á tvær dætur. Kiddi tók þeim sem sínum afabörnum og trúi ég því að þau hafi ekki getað verið heppnari með afa. Hann lifði fyrir barnabörnin og það gerir Villa vissulega líka. Þó svo að tengslin hafi ekki ver- ið mikil í byrjun styrktust böndin alltaf betur og betur eftir því sem árin liðu. Jón og Kiddi náðu mjög vel saman. Nutu þess að spila saman golf, veiða o.fl. eða bara spjalla um allt mögulegt. Þetta finnst mér ómetanlegt í dag. Kiddi tók sínum veikindum með karlmennsku og æðruleysi, var algjör nagli eins og sagt er. Hann gerði sem minnst úr þeim og kvartaði aldrei. Síðustu mán- uðirnir voru þungbærir. Kiddi fékk lungnabólgu rétt fyrir jólin og var á sjúkrahúsi yfir jólin en kom heim fyrir áramót og var heima til loka. Villa annaðist hann af alúð það sem eftir var. Nú er maður að átta sig á að nú er enginn Kiddi til að spjalla við um tunglið og áttirnar (smá grín milli þeirra feðga). Enginn Kiddi til að grilla og allt tómlegra en áður. Hafðu þökk fyrir allt, þú lifir í minningunni. Inga Dóra Jóhannesdóttir. Þegar Kiddi Dan slóst í hópinn með okkur fyrrverandi stjórnar- mönnum knattspyrnudeildar Fjölnis í veiðiklúbb hófust afar skemmtileg kynni við traustan vin og frábæran félaga. Kiddi kom með í árlegar veiðiferðir okkar í tæpa tvo áratugi, síðast í fyrra, alltaf jafn áhugasamur, kátur og hvetjandi. Kiddi hafði sínar skoð- anir og einstaka hæfileika til rök- ræðu sem hann blandaði með glettni þegar það hentaði. Græskulaus gleði, frábær fé- lagsskapur og síðan smá flugu- veiði hefur verið inntak hópsins frá upphafi. Hápunktinum á þess- um árum var náð í veiðiferð til Skotlands þar sem Kiddi var eins og alltaf í essinu sínu. Á leið frá flugvellinum rökræddi hann góð- lega við annan félaga um rétta leið til Aberdeen þannig að við fórum tíu sinnum í kringum sama hring- torgið á meðan samið var um rétta niðurstöðu. Kiddi var einstaklega skipulagður í öllu sem hann gerði og var farangur hans í þessum ferðum oft pældur út af aðdáun og smá öfund. Það var sama hvað kom upp á; í einhverju hólfi í tösk- um Kidda var lausnin. Við áttum yndislegar stundir saman, hvort sem var í veiði eða bara við stofu- borðin heima. Kidda verður sárt saknað í hópnum okkar. Við fé- lagarnir færum Villu og allri fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan félaga. „Tight lines“ okkar kæri Kiddi. Fyrir hönd Veiðifélaganna, Birgir Gunnlaugsson. Kristinn Daníelsson  Fleiri minningargreinar um Kristin Daníelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Elsku systir mín, frænka og vinkona, GRÓA JÓNATANSDÓTTIR, Fannborg 8, áður Bræðratungu 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum 18. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 1. júlí klukkan 13. Ragnar Jónatansson og aðrir aðstandendur. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Jónína Sigríð-ur Þorgeirs- dóttir fæddist á Akranesi 8. apríl 1934. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 14. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Jósefsson forstjóri frá Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarsveit, f. 12.7. 1902, og Svanlaug Sigurð- ardóttir húsfreyja frá Akbraut á Akranesi, f. 2.7. 1902. Systkini Jónínu eru Halldór, f. 27.4. 1927, d. 15.2. 1929. Jó- hanna Jóreiður, f. 1.9. 1930, d. 21.4. 2006, gift Hjalta Jónssyni. Jósef Halldór, f. 16.7. 1936, d. 23.9. 2008, giftur Þóru Björk Kristinsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Svana, f. 14.5. 1943, gift Gunnari Kárasyni. Jónína Sigríður giftist Leifi Ívars- syni, f. á Hellis- sandi 23.1. 1934. Foreldrar hans voru Ívar Þórð- arson frá Ólafsvík og Sigrún Hólm- fríður Guðbjörns- dóttir frá Sveins- stöðum. Sonur Jónínu Sigríðar og Leifs Ívarssonar er Sigurður Ívar Leifsson skipatæknifræðingur, f. 1.8. 1962. Hann er giftur Ruc- hikarn Parimarn (Jenný) f. 3.8. 1977. Börn Sigurðar eru: Ása Lauf- ey, Ívar Karl og Svanlaug Nína. Móðir þeirra er María Krist- björg Ásmundsdóttir. Útför Jónínu (Sísíar) verður gerð frá Akraneskirkju 23. júní 2020 og hefst klukkan 13. Nú er amma Sísí farin frá okkur. Hún kvaddi þennan heim eftir langa en hetjulega baráttu við alzheimersjúkdóminn. Sá sjúkdómur er grimmur og tekur allt frá fólki hægt og rólega, hún var engin undantekning þar á. Ferlið var langt og ekki án áskor- anna en þrátt fyrir það náði hún alltaf að halda í sinn ljúfa og yndis- lega karakter. Amma var frábær handverks- kona sem setti það aldrei fyrir sig að vippa upp vettlingum, húfum, sokkum og peysum á okkur barnabörnin og langömmubörnin ásamt því að sauma fallegar flíkur og sauma út. Allt handverk lék í höndunum á henni og var hún allt- af með fullt af aukaverkefnum eins og að knipla, hekla, mála á postulín og svona mætti lengi telja. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar við barnabörnin hennar lítum yfir far- inn veg. Það sem helst stendur upp úr er allur stuðningurinn, hlýju orðin og móttökurnar þegar við komum í heimsókn. Alveg frá því við vorum smábörn sóttum við í það að vera með henni, og alltaf, sama hversu upptekin hún var gaf hún sér tíma til að prjóna með okkur, spjalla, elda og stundum sátum við bara saman að hlusta á útvarpið eða þögnina og með þögninni fylgdu róandi tónar prjónanna að skella saman. Hún var okkar helsti stuðnings- maður í lífinu og tilverunni, hafði alltaf trú á því að við gætum gert allt vel sem við tækjum okkur fyr- ir hendur, þegar henni mislíkaði eitthvað sem við vorum að gera þá lét hún vita af því á ljúfan og góð- legan hátt. Einnig var alltaf stutt í bros og hlátur, og húmorinn var á réttum stað alveg fram á síðasta dag. Það er mikil sorg og söknuður sem fylgir því að missa eins góða konu og ömmu. Elsku amma, við söknum þín meira en orð fá lýst, og vonandi sjáumst við þegar okkar tími kemur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Ása Laufey, Ívar Karl, Nína og barnabarnabörn. Í dag kveðjum við með sorg í hjarta okkar kæru vinkonu, Sísí. Hún var einstaklega hjartahlý og örlát á ást og stuðning til allra sem leituðu til hennar, þar var alltaf hlýr faðmur og skjól. Okkur langar að þakka fyrir allar þær fallegu stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Þó fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól, geta ekki fönnin og frostið falið Álfahól. Yfir hann skeflir aldrei, þó allt sé af gaddi hvítt, því eldur brennur þar inni, sem ísinn getur þítt. Þar á ég höfði að halla, þó hríðin byrgi sól, fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól. (Davíð Stefánsson) Okkur er það ljúft og skylt að minnast engilsins okkar um leið og við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Leifs, Sigga, Jenný og barnabarna. Berglind Hrönn og Gunnar Vagn. Jónína Sigríður Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.