Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON, fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem andaðist 16. mars, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna. Anika Jóna Ragnarsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir Leifur Björnsson Ragnar Ármannsson Kristín Axelsdóttir Eyjólfur Ármannsson Kristín Rósa Ármannsdóttir Jón Heiðar Ólafsson barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN STEINASON rennismiður, sem lést 23. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 13. Steini Kristjánsson Edda H. Kristmundsdóttir Þorsteinn G. Kristjánsson Anna M. Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON prófessor, lést að heimili sínu í Houston í Texas 17. júní. Útförin fer fram í Houston þriðjudaginn 23. júní en minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Yuzhen Xue Ásdís Gígja Þórðardóttir Þórhildur Sigrún Þórðardóttir Runólfur Xue Þórðarson Runólfur Þórðarson Sigrún Halla Runólfsdóttir Þórunn Inga Runólfsdóttir Ásdís Hildur Runólfsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN VIGNIR BJARNASON, lést á Fossheimum Selfossi miðvikudaginn 17. júní. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega samúð og hlýhug. Jenný Marelsdóttir Elín María Kjartansdóttir Hörður Friðþjófsson Kjartan Vignir Kjartansson Sigurlaug St. Steinarsdóttir Sigríður Jóna Kjartansdóttir Guðmundur R. Ágústsson barnabörn og langafabarn Elskuleg móðir okkar KRISTÍN AXELSDÓTTIR, Grímstungu á Hólsfjöllum. sem lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju sunnudaginn 14. júní, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. júní klukkan 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEINDÓRSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. júní, verður jarðsungin frá Höfðakapellu föstudaginn 26. júní klukkan 13.30. Steindór Jónsson og Anna Þórný Jónsdóttir Lára Magnea Jónsdóttir og Ólafur Guðmundsson Þórunn, Jón Elvar, Hulda Rós, Guðmundur Andri, Stefanía Lára, Glódís Erla, Elísabet Helga og langömmubörn ✝ Guðjón Ár-mann Eyjólfs- son fæddist í Vest- mannaeyjum 10. janúar 1935. Hann lést á Landspít- alanum 16. mars 2020. Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason, f. 22.5. 1897, d. 7.6. 1995, skipstjóri frá Bessa- stöðum í Vest- mannaeyjum, og Guðrún Brandsdóttir húsfreyja, f. 17.4. 1895, d. 16.12. 1981. Systkin Ár- manns voru Sigurlín, f. 12.7. 1927, d. 20.7. 1927 og Gísli, f. 24.9. 1929, d. 7.11. 2013. Hálf- bróðir hans, samfeðra, var Er- lendur, f. 19.11. 1919, d. 28.12. 2000. Eftirlifandi eiginkona hans er Anika Jóna Ragnarsdóttir sjúkraliði, f. 14.12. 1934 frá Lokinhömrum í Arnarfirði. For- eldrar Aniku voru Ragnar Guð- mundsson, bóndi í Lokinhamra- dal, og Kristín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja. Börn Ármanns og Aniku eru: 1) Ragnheiður, f. 29.1. 1963, MA í alþjóðasamskiptum og leið- sögumaður. Maki Leifur Björns- son. Synir þeirra eru Ármann, f. 6.9. 2002 og Björn, f. 21.3. 2006. 2) Ragnar, f. 9.9. 1965 svæf- ingalæknir. Maki Kristín Axels- dóttir. Synir þeirra eru Þórólfur, f. 20.9. 2002, Höskuldur, f. 6.2. Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 1981 og gegndi því starfi til 2003. Árið 1993 var Guðjón Ár- mann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að fræðslumálum sjó- manna. Eftir Guðjón Ármann liggur yfirgripsmikið ritstarf á sviði sjómennsku, siglingasögu, sigl- ingafræði og kennslu skipstjórn- armanna: Stjórn og sigling skipa, siglingareglur (1982), Leiðastjórnun skipa (2009) og Siglingafræði (2013). Einnig þýddi hann Alþjóðlegar siglinga- reglur (1972) og var hvatamaður að útgáfu Lækningabókar sjó- farenda (2003). Eftir eldgosið í Eyjum 1973 skrifaði hann bókina Vest- mannaeyjar – byggð og eldgos, um mannlíf í Eyjum, horfna byggð og flótta Eyjamanna gos- nóttina örlagaríku. Hann skrif- aði kafla um Vestmannaeyjar í Landið þitt (1984) og ritaði Ár- bók Ferðafélags Íslands um Vestmannaeyjar (2009) sem er yfirgripsmikið rit um Eyjarnar. Hann var ritstjóri Sjómanna- dagsblaðs Vestmannaeyja 1965- 1975 og birti þar fjölda greina um mannlíf og sögu Eyjanna. Guðjón Ármann sat í stjórn Alliance Française um árabil og var félagi í Akóges. Guðjón Ármann verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 23. júní 2020, klukkan 15. 2006, Grímur, f. 1.9. 2009, og Brandur, f. 25.2. 2015. 3) Eyjólf- ur, f. 23.7.1969, lög- maður LLM. 4) Kristín Rósa, f. 27.10. 1972, hjúkr- unarfræðingur og MA í lýðheilsuvís- indum. Maki Jón Heiðar Ólafsson. Börn þeirra eru Ólafur Heiðar, f. 27.4. 2001, Guðjón Ármann, f. 11.2. 2007, og Anika Jóna, f. 14.6. 2009. Guðjón Ármann lauk stúd- entsprófi frá máladeild MR 1955 og stærðfræðideild 1956. Hann stundaði nám við Sjóliðsforingja- skóla og sjómælingastofnun danska sjóhersins 1955-1960 og var annar Íslendinga til að ljúka þaðan námi. Hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni 1960-61, stundaði rekstrarnám og var að- stoðarframkvæmdastjóri frysti- húsa í Vestmannaeyjum 1962-63. Hann var forstöðumaður fyrir skipstjórnarfræðslu í Vest- mannaeyjum 1963-64. Árið 1964 stofnaði Guðjón Ármann Stýri- mannaskólann í Vestmanna- eyjum, ásamt Guðlaugi Gíslasyni alþingismanni, og var þar skóla- stjóri 1964-1975. Hann lauk kennsluréttindaprófi frá KHÍ 1976 og kenndi við Stýrimanna- skólann í Reykjavík 1975-81. Hann var skipaður skólameistari Pabbi var stoltur og mikill Vestmannaeyingur. Hann var eyjapeyi. Pabbi sótti mikið á bryggjuna í Eyjum sem ungur strákur og hreifst af skútum frá Færeyjum og frönsku sjómönn- unum sem komu í höfn. En það var ekki einungis sjómennskan, skútur og fiskiskip sem pabbi heillaðist af heldur framandi heimur og tungumál aðkomu- manna. Ég ímynda mér að þessi heimur sem pabbi kynntist á bryggjunni í Vestmannaeyjum sem ungur eyjapeyi hafi mótað hann mikið og kveikt hjá honum þrá að ferðast um heiminn, læra tungumál og kynnast menningu annarra þjóða. Hann sagði mér að hann hefði verið 10 ára þegar hann eignaðist sína fyrstu frönsku orðabók og hófst þá frönskunám hans en síðar varð pabbi altalandi á frönsku og var mjög hrifinn af franskri menn- ingu og þjóð. Hann var víðsýnn maður og hann kenndi mér að vera það. Pabbi var fordómalaus og fróðleiksfús. Meiri bókamann en pabba hef ég ekki kynnst og man ég ekki eftir honum öðruvísi en með bók í hönd. Hann var alltaf til í að gefa mér pening fyr- ir góðri bók og sagði einhvern tímann að ef bókin væri ekki til þá væri hún ekki lesin. Pabbi fór í MR og þaðan í sjó- liðsforingjaskóla í Danmörku. Með danska flotanum sigldi hann sem sjóliðsforingi um allan heim og í Danmörku eignaðist hann góða vini. Ég held að ég geti sagt að pabbi hafi verið heimsborgari með snyrti- mennskuna í fyrirrúmi, alltaf í jakkafötum með bindi og hatt. Það var í Kaupmannahöfn árið 1957 sem hann kynntist mömmu og þau blómstruðu saman. Í danska flotanum lærði pabbi aga sem einkenndi öll hans vinnubrögð. Að halda stefnu og að halda áfram ef það átti að koma einhverju í verk. Aldrei féll honum verk úr hendi. Pabbi var metnaðarfullur og vann mjög mikið og meðfram starfi sínu sem skólastjóri Stýrimannaskól- ans skrifaði hann mikið. Hann var góður fræðimaður og ritstörf áttu vel við hann. Hann helgaði líf sitt menntun sjómanna og sumir nemenda hans segja að hann hafi ekki síst kennt þeim þann aga sem þarf til að vera góður skipstjóri. Pabbi var mikill mennta- maður og hvatti okkur systkinin áfram menntaveginn og stóð með okkur í gegnum súrt og sætt, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa, lesa yfir ritgerðir, leið- beina og brýna okkur áfram. Hann kenndi okkur að það er dropinn sem holar steininn. Pabbi var hlýr og góður, hvetjandi og kærleiksríkur faðir, hann var stoltur afi, umhyggju- samur eiginmaður og sú virðing og ást sem hann bar til mömmu var yndisleg. Hann var þakklát- ur maður hann elsku pabbi. Pabbi kenndi mér margt í líf- inu. Hann kenndi mér ungri að þekkja helstu stjörnumerkin á himninum, t.d. Kassíópeiu og Karlsvagninn, hvernig ég rataði alltaf norður ef ég fyndi Pól- stjörnuna og hann sagði mér að sjófarendur til forna hefðu notað Pólstjörnuna sem vegvísi á sín- um siglingum. Pabbi kenndi mér að í lífinu þyrfti maður að finna sína Pólstjörnu, vegvísi, halda stefnu og sigla áfram þangað sem Pólstjarnan vísar mér. Nú ertu farin í siglinguna löngu, elsku pabbi, og ég sakna þín. Góða ferð og takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þín Rósa. Dropinn holar steininn. Tengdapabbi kunni mörg spak- mæli um mikilvægi þess að temja sér vinnusemi. Sjálfur var hann iðinn og afkastamikill. Hann helgaði ævistarf sitt menntun sjómanna og eftir hann liggja mikil skrif tengd sjó- mennsku og siglingum. Þá voru Vestmannaeyjar, æskuslóðirnar, honum kærar og um þær liggja eftir hann tvær bækur. Vestmannaeyjar, byggð og eldgos, útgefin skömmu eftir gos og lýsir þeirri veröld sem hvarf þegar hún varð eldi og hrauni að bráð í ársbyrjun 1973, og Árbók Ferðafélagsins, sem kom út fyrir röskum áratug og hefur að geyma yfirgripsmikinn fróðleik um eyjarnar. Ármann var vinsæll og vin- margur. Hann var skemmtileg blanda af prófessor viðutan og mikilli félagsveru. Honum var tamara að hrósa fólki en hall- mæla, mislíkaði baktal og hafði oft á orði að aldrei ætti að segja neitt um aðra sem maður gæti ekki sagt beint við þá sjálfa. Áhugamálin voru mörg. Tungumál, listir, menning og saga. Ármann átti margt ógert þegar heilsunni fór að hraka. Hann átti margt óskrifað, ítölskunámið beið sem og ferðin til Toscana. Hann naut þess að ferðast og þar sameinuðust áhugamálin. Hent var gaman að hversu mörgum myndavélum hann glataði á ferðalögum er- lendis því að Ármann viðutan var uppáhald vasaþjófa í flestum stórborgum heims, enda athygl- in eingöngu á öllu því stórfeng- lega sem fyrir augu bar og létt að ná verðmætum hans á meðan. Ármann talaði oft um hvað hann væri vel giftur og því er erfitt að mótmæla. Anika stóð skynsöm og yfirveguð við hans hlið og passaði vel upp á bæði fræðimanninn og fjörkálfinn. Þau kynntust í Kaupmannahöfn ung að árum. Ármann var þá við nám í sjóliðsforingjaskóla og Anika, ásamt tveimur vinkonum, starfaði á hjúkrunarheimili. Samband þeirra var gott og hjónabandið farsælt. Anika hef- ur misst mikið nú þegar lífsföru- nauturinn hefur kvatt. Börnunum fjórum, Ragnheiði, Ragga, Eyfa og Rósu, veitti Ár- mann gott veganesti út í lífið og var hann stoltur af þeim. Von- andi halda Ármannsbörn áfram að lifa eftir því sem hann kenndi þeim og miðla til sinna afkom- enda lífsspekinni, að vinna, læra og njóta. Auðvitað í hæfilegri blöndu. Ég kynntist tengdapabba á lokaári mínu í menntaskóla. Hann tók mér strax vel og ekki spillti fyrir að ég væri sonardótt- ir Kristínar Hannesdóttur sem hann hafði leigt herbergi hjá meðan hann sjálfur stundaði nám í MR. Við rifjuðum oft upp ýmislegt sem við höfðum lært í MR og námsefnið hafði greini- lega lítið breyst í áranna rás. Á 85 ára afmæli Ármanns í janúar síðastliðnum, þegar fjöl- skyldan kom saman til að fagna, rifjuðum við upp ljóð eftir Go- ethe o.fl. og þó að minnið væri tekið að bregðast voru þýsku kvæðin og latnesku frasarnir enn á sínum stað. Ármann reyndist mér ætíð vel og var yndislegur afi drengjanna minna, Þórólfs, Höskulds, Gríms og Brands Ragnarssona. Við munum öll sakna hans. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Ármanns. Góður maður er genginn og við sem eftir lifum megum gleðjast yfir að hafa kynnst og verið sam- ferða þessum einstaka manni. Blessuð sé minning tengda- pabba. Kristín Axelsdóttir. Mjög erum tregt tungu að hræra. Svo kvað Egill forðum af sáru tilefni. Þessi orð hans koma mér í hug, þegar ég nú minnist eins minna allra bestu vina, eftir kynni sem stóðu allt að sjö ára- tugi, en nær upphafi þess tíma lásum við einmitt Egils sögu. Það eru gömul sannindi og ný, að vegferð hvers og eins ræðst gjarnan af tilviljunum. Hvert leituðu utanbæjardrengir árið 1951, þegar þeir hugðu á menntaskólanám? Ég skráði mig í MR, Ármann í ML, en - góðu heilli segi ég - lét hann einn vet- ur nægja þar og var kominn í hóp okkar MR-inga haustið 1952. Að skóladegi loknum urðum við Ármann gjarnan samferða yfir Tjarnarbrúna, til leiguher- bergja okkar. Við vorum báðir „eyjamenn“, þótt úr ólíkum átt- um kæmum. Kannski leiddi það öðrum þræði til þess, að næsta vetur leigðum við herbergi sam- an vestur á Reynimel, vorum svo okkar síðasta MR-vetur í Bjark- argötu, hjá ágætri frænku Ár- manns. Þar vorum við líka í fæði, bæði þennan vetur og hinn fyrri, en hún rak lítið mötuneyti, þar sem saman kom einkum ungt fólk. Er tímar liðu urðu kynnin sem þarna tókust til þess að við Margrét Anna létum aðra dóttur okkar bera vísun til götuheitisins í nafni sínu. Það talar sínu máli. Ármann var af sjósóknurum kominn og sótti sjóinn í sumar- hléum. Það kom því ekki á óvart að hann legði fyrir sig sjóliðsfor- ingjanám. Það reyndist honum góður undirbúningur að ævi- starfinu, fræðslu sjómanna. Hann var frumkvöðull slíks náms í Eyjum. Síðan tók við kennsla og skólameistarastarf við Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Allt var þetta eftir bókinni, má segja. Hitt var óvæntara, hversu mjög hann lagði fyrir sig ritstörf. Hann var um áratug rit- stjóri Sjómannadagsblaðs Vest- mannaeyja og náði að semja ágæta bók um heimabyggðina á gosárinu sjálfu, 1973. Hann rit- aði síðar meira um heimaslóðirn- ar, þ. á m. Árbók FÍ 2009. Eru þá ónefnd fjölmörg rit um fræðslu sjómanna, síðast Siglingafræði (2013), sem hann fékk lokið rétt áður en hann veiktist. Minningarnar sækja á, og verður þó fátt eitt talið í örstuttri grein. Í júní 1972 heimsóttum við Eyjafjölskylduna tveir félagar hans og okkar fólk. Við stóðum á Helgafelli og horfðum yfir byggðina. Mér varð þá á að spyrja, hvernig brugðist yrði við ef fjallið færi allt í einu að gjósa, en var tekið fálega. Sjö mánuðir liðu, en þá hringdi síminn síðla nætur. „Það er farið að gjósa í Eyjum,“ sagði viðmælandinn. „Ármann og fjölskylda eru á leiðinni í land!“ Á þriðja degi var hann kominn aftur út í Eyjar til að bjarga búslóð sinni. Ég hringdi í hann árla dags. Undir stuttu símtali ómuðu drunur fjallsins, og verið var að bera út úr húsinu það sem bjargað varð. Eftir tvo daga eða svo var húsið komið á kaf. Það var nýtt, ein- ungis eftir að mála það að utan! Ármann var glaðvær og góður félagi, hressilegur í framgöngu og naut vinsælda meðal okkar skólasystkinanna, sem sakna nú vinar í stað. Hans góðu konu Anný og niðjum þeirra vottum við Magga og börn okkar inni- lega samúð. Einar Sigurðsson. Guðjón Ármann Eyjólfsson  Fleiri minningargreinar um Guðjón Ármann Eyjólfs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.