Morgunblaðið - 23.06.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 23.06.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 ✝ Jón Elías Guð-jónsson fæddist í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum 17. maí árið 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Kirkjuhvoli Hvols- velli 14. júní 2020. Foreldrar Jóns voru Guðjón Jónsson, f. 9.4. 1892, d. 30.5. 1980 og Guðrún Gunnarsdóttir, f. 24.2. 1894, d. 6.1. 1992. Þau áttu börnin Oktav- íu, f. 18.2. 1925, d. 16.3. 1928, Gunnar, f. 28.8. 1926, d. 2.4. 1988, Nönnu, f. 20.3. 1932. Jón Elías var giftur Jónu Vigdísi Jóns- dóttur frá Núpi undir Vestur- Eyjafjöllum, f. 9.1. 1936, d. 23.6. 2017. Saman áttu þau synina Guðjón, f. 13.2. 1958 og Sigurð, f. 23.1. 1961. Guðjón er búsettur á Hvolsvelli. Sambýliskona hans er Bryndís Bára Bragadóttir, f. 28.10. 1961. Dóttir Guðjóns og Guðríðar Jónasdóttur er Guðrún Jóna. Sambýlismaður hennar er Halldór Rúnar Karlsson og eiga þau þrjú börn; Guðjón Karl, kær- asta hans er Diljá Sól Sigfús- dóttir, Veigu Dís og Matthildi Míu. Börn Guðjóns og Bryndísar Báru eru: Jón Bragi, sem býr með Jasmin Schlieck og eiga þau eina dóttur, Jónu Sophie, Sig- urður Ágúst, sem er kvæntur Ólöfu Sæmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, Bjarka Þorbjörn, Ágúst Birgi og Evu Bryndísi. Sonja Huld, sem býr með Maciej Majewski. Þau eiga tvö börn, Daníel Ágúst og Móeiði Leu. Og Gunnar Ingi. Sigurður er búsett- ur í Hallgeirsey ásamt eiginkonu sinni Ástdísi Guð- björnsdóttur, f. 24.3. 1964. Börn þeirra eru: Sif, gift Guð- mundi Garðari Sig- fússyni, og eiga þau þrjár dætur, Þóreyju Mjöll, Ástdísi Lilju og Elísabetu Emblu. Íris sem býr með Frey Helgasyni, Hjörvar sem er kvæntur Angeliu Fjólu Vilhjálmsdóttur. Synir þeirra eru Brynþór og Ýmir Rökkvi. Lilja sem býr með Adam Erni Sveinbjörnssyni. Og Elfa sem býr með Arnóri Blæ Árna- syni. Jón og Jóna hófu félagsbú með foreldrum Jóns í Hallgeirsey en tóku við búinu alfarið árið 1965. Þau voru með blandaðan búskap og ræktuðu garðávexti og bökuðu flatkökur, „Jónur“, sem voru hin- ar vinsælustu. Þau voru með full- an búrekstur fram að aldamótum 2000. Jón var þúsundþjalasmiður og fylgdist vel með nýjustu tækni- nýjungum sem hann nýtti sér bæði í leik og starfi. Hann var mjög listrænn, tók myndir, fram- kallaði og málaði. Jón hafði mikla tónlistarhæfileika og einstakt tóneyra. Gat hann spilað á flest hljóðfæri með góðum árangri. Hann spilaði í mörgum hljóm- sveitum á sínum yngri árum en á þeim síðari spilaði hann með gömlum hljómsveitarfélögum og góðum vinum við ýmis tækifæri Útför Jóns fer fram í Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli í dag, 23. júní 2020, klukkan 14. Síðasti tónninn úr saxófóninum hans Jóns frænda míns er hljóðn- aður. Í þögninni rifja ég upp minningar mínar og dásemdar- stundir sem sumarstrákur í Hall- geirsey. Á þessum tíma voru kyn- slóðaskipti, ungu hjónin voru að taka við búrekstri af foreldrum Jóns. Það er ekki sjálfgefið að slíkt gangi upp en það tókst giftu- samlega. Mér koma í hug ljóðlínur Guðmundar Inga á Kirkjubóli: „Annir og fegurð augað sér. Yfir er sólarbjarmi.“ Tónlistin var ein af náðargáfum Jóns. Það mátti í rauninni segja að Jón hafi svifið út úr líkamanum þegar hann lokaði augunum og blés í saxófóninn. Jón var á yngri árum flinkur trommu- leikari í hljómsveitum og eignað- ist eitt fyrsta Yamaha-trommu- settið á Íslandi sem nú þykir eitt merkilegasta trommusett landsins. Jón smitaði mig af hljómsveita- dellunni sem varir enn og við spil- uðum oft saman. En Jóni var margt fleira til lista lagt. Hann var völundur, það mátti segja að allt léki í höndum hans. Einhverju sinni kom fulltrúi sýslumanns til Jóns til þess að bjóða honum að verða hreppstjóri eins og faðir hans hafði verið. Jón þakkaði traustið en sagði eitthvað sem svo: „Ég skal gera við bílinn þinn en ég hef ekki áhuga á embættinu.“ Aðalstarf Jóns var að vera bóndi. Það fórst honum vel úr hendi en ekki endilega það sem hann hefði helst óskað sér. Hann var giftur mikilli og góðri búkonu, Vigdísi Jónu Jónsdóttur. Allar af- urðir búsins voru einstakar. Gest- kvæmt var í Hallgeirsey og bíl- stjórar sóttust eftir að vera á bænum í matar- og kaffitímum. Samband þeirra hjóna var ein- stakt. Þau leiddust í og úr fjósi og í fjósinu en þar var alltaf svo ein- stök stemning, rólegt andrúmsloft og þar sagði Jón frá draumum sín- um en hann var mjög tæknilega þenkjandi og uppáhaldsrit hans var Popular Mechanics. Hann málaði og tók fallegar myndir. Hann snyrti hárið á stráknum, þannig að aðeins sást í eyrna- sneplana og augnabrúnir svo for- eldrarnir gerðu ekki athugasemd- ir við bítlahárið þegar haldið var heim. Jón hafði einstakt lag á okk- ur krökkunum. Það var oftast ein- hver hvati og leikur í dagsverk- unum og launin voru fjöruferð. Þar var draumalandið. Jón var uppgræðslumaður. Berfætt hlup- um við í sandinum, þar veiddum við í net í útfallinu á Affallinu og það var heilmikil manndómsvígsla að fá að vaða með netið, bleyta í ómyndinni eins og það var kallað, í kapphlaupi við þann sprettharða. Seinna varð ég kennari og notaði uppeldisaðferðir hjónanna, kenn- ingarnar voru þeim hjónum í blóð bornar. Jón var alla tíð mikið snyrtimenni síðustu árin bjó hann á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og undi hag sínum vel. Við gátum rifjað upp gömlu góðu dagana, tekið lag- ið og enn var tónlistargáfan á sín- um stað. Ég sé vin minn svífa inn um gullna hliðið blásandi í saxó- fóninn. Ég vitna í ljóð eftir föður minn, Pálma Eyjólfsson: Í hljómnum er vorið, ástin og allt þar á milli, en aðeins ef tónninn er hreinn og fullur af snilli. Hógvær er listin, hugljúf við öll þín störf. Guð geymi minningu þessa vel- gjörðarmanns og fjölskyldunnar frá Hallgeirsey. Ísólfur Gylfi Pálmason. Jón Elías Guðjónsson ✝ Jóhann HólmRíkarðsson (Jói) fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 8. ágúst 1964. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 12. júní 2020. Foreldrar hans eru hjónin Ríkarð- ur Jóhannsson, húsgagnasmiður, bóndi og hljóðfæraleikari, f. 14. september 1926 á Akra- nesi, og Guðbjörg Guðrún Sig- urðardóttir, húsfreyja, f. 22. ágúst 1925 í Þrándarkoti, Lax- árdal, d. 25. janúar 2011. Syst- ir Jóhanns er Margrét, f. 20. febrúar 1962. Eiginmaður hennar er Jón Bjarni Guð- laugsson, f. 5. júní 1959. Börn Margrétar eru fjögur og eitt barnabarn. Þann 8. ágúst 2014 kvæntist Jói eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Kristínu Magnúsdóttur, sjúkraliða, f. 24. október 1968. Foreldrar hennar eru Dóra Hann bjó í Gröf allt sitt líf og stundaði þar búskap, fyrst með foreldrum sínum uns hann tók alfarið við búinu. Einnig starf- aði hann við ýmis önnur störf, t.d. við rúning og til gamans má geta varð hann Íslands- meistari í þeirri grein árið 2012. Jói tók virkan þátt í félags- málum í sinni sveit. Hann sat til að mynda í stjórn Veiði- félags Laxdæla um árabil og gegndi m.a. stöðu formanns fé- lagsins. Einnig sat hann í stjórn Búnaðarfélags Laxár- dals. Jói unni mjög tónlist og lék á trommur. Í gegnum tíð- ina var hann í hinum ýmsu hljómsveitum, meðal annars með harmonikkufélaginu Nik- kólínu og með félögum sínum í hljómsveitinni B4 á meðan heilsa hans leyfði. Hann undi sér jafnframt við veiðar og hafði gaman af veiðiferðum með vinum og fjölskyldu. Útför Jóhanns fer fram frá Hjarðarholtskirkju í dag, 23. júní 2020, klukkan 15. Guðmundsdóttir, f. 8. febrúar 1949, og Magnús Jónatans- son, f. 4. mars 1943, d. 1. janúar 2016. Eiginmaður Dóru er Einar Kristjánsson, f. 26. júlí 1948. Börn Jóa og Jónínu eru: 1) Bergþóra Hólm, BA-gráða í uppeld- is- og menntunarfræði, f. 23. maí 1988, unnusti er Katarínus Jón Jónsson, f. 28. júní 1988. Sonur þeirra er Jóhann Elís, f. 1. september 2017. 2) Sigurður Loftur, bifvélavirki, f. 25. des- ember 1992, unnusta er Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 5. september 1994. Þeirra sonur er Þorvaldur Ingi, f. 2. janúar 2018. 3) Helga Dóra Hólm, há- skólanemi, f. 17. júlí 2000, maki Ísak Sigfússon, f. 27. október 1997. Jói ólst upp í Gröf Laxárdal, Dalasýslu og gekk í grunn- skóla að Laugum í Sælingsdal. Nú þegar sólargangurinn er hvað lengstur og sumarið er komið í sveitinni okkar fögru eftir langan og erfiðan vetur kveðjum við hann elsku Jóa bróður minn hinstu kveðju. Hann háði langa og hetjulega baráttu, með yfirnáttúrulegu æðruleysi, við illvígan og óvæg- inn sjúkdóm. Jóa var margt til lista lagt, var handlaginn með afbrigðum og féll honum vart verk úr hendi. Ég held að ekki hafi verið til það tæki eða tól sem hann Jói gat ekki lagfært. Hann var góð- um gáfum gæddur og naut þess að lesa góða bók. Ekki stóð á honum að rétta hjálparhönd, hvort sem var að gera við bil- aðan bíl, skipta um dekk eða bjarga manni þegar bíllinn var stopp upp á heiði í kolbrjáluðu veðri. Allt sem hann tók að sér vann hann með heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Jói var mikið náttúrubarn og unni sveitinni sinni og var vorið og sumarið hans tími. Hann vissi fátt skemmtilegra en veiðiferð með fjölskyldu og góðum vinum, ferðast um landið eða bara fara í góðan útreiðartúr. Jói kunni að meta góða tónlist og minnist ég þess þegar við skunduðum í Nesco og hann keypti sér flottar Akai-græjur, gott ef ekki var fyrir fyrsta pen- inginn sem hann eignaðist sjálf- ur. Hann byrjaði ungur að leika á trommur en snéri sér meira að því áhugamáli sínu hin síðari ár þegar meiri tími gafst frá bú- störfum og daglegu amstri. Hann bróðir minn hafði ein- staklega ljúfa og létta lund og fallegt bros. Húmorinn var held- ur aldrei langt undan. Hann var mikill vinur vina sinna og vildi öllum vel. Jói var gæfumaður í einkalífi en þau Jóna Stína voru vart af barnsaldri þegar þau fundu hvort annað. Betri eig- inmaður og faðir held ég sé vandfundinn. Hann var stoltur af börnunum sínum þremur og gleði hans var mikil þegar afa- strákarnir fæddust. Við systkinin ólumst upp við leik og störf hjá góðum foreldr- um. Við brölluðum ýmislegt saman og með vinum okkar og síðar mökum og börnum. Við stunduðum sveitaböllin, fórum saman á útihátíðir, í útilegur og hittumst í sumarbústað, svo eitt- hvað sé nefnt, og var þá oft glatt á hjalla. Okkur leiddist ekki að setjast niður með eins og einn öllara eða slá á þráðinn hvert til annars og spjalla um lífið og til- veruna. Börnunum mínum var hann góður frændi og nutu þau þess að dveljast í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ég kveð hann bróður minn með ólýsanlegum söknuði og miklu þakklæti. Aldraður faðir okkar er að ganga í gegnum það sem ekkert foreldri á að gera. Samneyti þeirra feðga var mikið, þeir unnu saman að búskapnum og deildu sama áhugamáli, tónlist- inni. Ég bið um styrk handa okkur öllum sem þótti vænt um hann Jóa til að takast á við sorg- ina sem ótímabært fráfall hans veldur. Ég kveð Jóa með lokaerindi ljóðs sem sveitungi okkar orti. Ljóð um Laxárdal Laxárdalur, lítið blóm, lát mig hvílast við þinn barm, lát þinn sæla svanahljóm signa gleði mína og harm, yfir lífs míns leyndardóm leggðu blítt þinn mjúka arm. Laxárdalur, lítið blóm, lát mig hvílast við þinn barm. (Jóhannes úr Kötlum) Sofðu rótt bróðir minn. Margrét Ríkarðsdóttir. Mig langar að minnast Jó- hanns Ríkarðssonar sem lést ný- lega eftir afar erfiða baráttu við krabbamein. Ég kynntist Jóa þegar hann var að verða 5 ára, ég 9 ára stelpa sem fékk að koma til sumardvalar í sveitina hans að Gröf í Laxárdal. Jói var fallegur, lítill strákur, sem við fyrstu kynni var feiminn og faldi sig bak við Möggu stóru systur, en vel rættist úr strák og það sem hann ætlaði sér það gerði hann. Næstu árin fékk ég Jóhann Hólm Ríkarðsson ✝ Kristján, eðaStjáni eins og hann var alltaf kall- aður, fæddist á Bókhlöðustíg 6 12. september árið 1937, sonur hjónanna Unnar Guðjónsdóttur, starfskonu á Kleppi, og Steina Helgasonar versl- unarmanns. Krist- ján lést á heimili sínu á Hrafn- istu í Laugarási 23. maí 2020. Stjáni átti tvær eldri hálfsystur, dætur Steina, þær Agnesi Guð- finnu og Petrínu Helgu. Eru þær báðar látnar. Stjáni lærði rennismíði og vann fyrst eftir það í Héðni. lind, kennari á Akranesi, dóttir Steina og Kristínar Péturs- dóttur, hennar sonur er Rafn; tvíburarnir Karólína sálfræð- ingur, hún á soninn Evan og annað barn í vændum, og Krist- mundur, menntaður handrits- höfundur og leikstjóri. Þau síð- arnefndu eru búsett í Noregi, sem og foreldrar þeirra, Steini og Edda Herborg Kristmunds- dóttir. Börn Þorsteins Gunnars eru Guðrún María, hjúkrunar- fræðingur í Vestmannaeyjum, hennar móðir er Ingibjörg Ein- arsdóttir, og Ægir verkfræð- ingur, Ingunn nuddari og Erla nemi. Þeirra móðir er Margrét Erlingsdóttir. Þorsteinn Gunnar og Margrét skildu. Núverandi sambýliskona hans er Anna Margrét Stefánsdóttir. Kristján verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 23. júní 2020, klukkan 13. Síðar fór hann á sjóinn og vann yf- irleitt í vélarrúm- inu og líkaði það vel – fór á vélstjórnar- námskeið, hafði hug á því að læra vélstjórn en af því varð ekki. Á ár- unum milli 1960 og ’70 vann hann þó við vélstjórn á milli- landaskipum. Tuttugu og þriggja ára gam- all, árið 1960, kynntist Stjáni Helgu Maríu Þorsteinsdóttur frá Skálanesi í Hraunhreppi á Mýrum. Þau giftust og eign- uðust saman tvo syni, þá Steina og Þorstein Gunnar. Afkomendur Steina eru Berg- Kristján, eða Stjáni, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Bókhlöðustíg 6, þann 12. septem- ber árið 1937, sonur hjónanna Unnar Guðjónsdóttur, starfskonu á Kleppi og Steina Helgasonar, verslunarmanns. Stjáni átti tvær eldri hálfsystur, dætur Steina, þær Agnesi Guðfinnu og Petrínu Helgu. Eru þær báðar látnar. Að stofna fjölskyldu samhliða námi í rennismíði var erfitt á nemalaunum og leiddi það til þess að Stjáni fór á sjóinn, var bæði á fiskibátum og millilandaskipum og starfaði hann bæði á dekki og í vél en tóks jafnramt að klára sveinsprófið. Á árunum milli 1960 og ’70 vann hann þó við vélstjórn á millilanda- skipum. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna þegar Stjáni veiktist. Drengirnir voru ungir og álagið á fjölskylduna mikið. Í þá daga var líka minni skilningur á andlegum veikindum en er í dag og úrræðin færri og öðru vísi en nú og einkum fólgin í því að ráðstafa drengjun- um í vistun utan heimilisins. Þann- ig æxlaðist það að synirnir voru mikið í sumardvöl og heimavist- arskólum. Hjónabandið endaði svo með skilnaði. Staða Stjána var þá orðin mjög slæm. Hann var mikið inni á Kleppsspítala, bjó síð- an ýmsum sambýlum fyrir geð- fatlaða og að endingu á Hrafnistu í Laugarási. Þar sagði hann að sér hefði liðið best - e.t.v. var það að einhverju leyti vegna þess að eins og oft vill verða, þá róuðust geð- hvörfin með öldruninni. Hann var samt stundum „í stuði“ eins og hann kallaði sjálfur uppsveiflurn- ar - og datt niður í öldudali - en ekkert í líkingu við það sem var þegar verst lét. En sjúkdómurinn var ekki Stjáni. Stjáni var greindur maður með afar breitt áhugasvið. Hann hafði áhuga á bókmenntum, Lax- ness var í miklu uppáhaldi - hann hafði ótrúlega breiðan tónlistar- smekk, sótti nánast alla sinfóníu- tónleika og þekkti helstu meistar- ana og þeirra ævi og örlög - var með sérlega næmt tóneyra og fróður um tónlist af flestu tagi. Hann var fyrsti maður til að kaupa miða á nýjustu uppfærsl- una á Rocky Horror og uppáhalds samtímatónlistarmaðurinn hans var Lady Gaga. Hann elskaði fjöl- skyldu sína innilega þó hann hefði ekki heilsufarslega burði nema rétt inn á milli til að sýna það, spurðist alltaf fyrir um barna- börnin og fylgdist vel með því hvar hvert og eitt þeirra var statt í lífinu. Þeim þótti líka vænt um hann, þó þau hefðu aldrei þekkt afa sem heilbrigðan mann. Sést það best á því að síðasta kvöldið hans komu öll barnabörn og tengdabörn sem á annað borð voru í borginni, til hans og voru hjá honum. Hann fékk svo frið- sælt andlát með Þorstein Gunnar, son sinn, sér við hlið, þá um nótt- ina. Við, sem næst honum stóðum, þökkum fyrir að hafa átt hann að, dáumst að þessum manni sem háði baráttu - oft upp á líf og dauða - við skuggaveröld andlegra veikinda og hafði betur, elskaði fjölskyldu sína, tónlistina og svo auðvitað enska fótboltann - þökkum honum fyrir samfylgdina í þessu jarðlífi og vonumst til að hitta hann geisl- andi og heilbrigðan á dansgólfi ei- lífðarinnar. Far þú í friði friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.B.) Þorsteinn Gunnar Kristjánsson, Anna Margrét Stefánsdóttir. Meira: mbl.is/andlat Frændi minn Kristján Steina- son, sem ég minnist nú, vekur minningar hjá mér og systkinum mínum, en við vorum bræðrabörn. Foreldrar Kristjáns, Steini og Unnur, festu kaup á einum af elztu steinbæjum Reykjavíkur, Stöðla- koti (áður Stuðlakoti), Bókhlöðu- stíg 6, í miðbæ Reykjavíkur þegar sonurinn Kristján var ungbarn. Í þessum fallega og notalega ís- lenzka steinbæ ólst Kristján upp í faðmi ástríkra foreldra sinna. Við Njálsgötu 59 hér í borg áttum við frændsystkinin hans heima. Á uppvaxtarárum Kristjáns frænda heimsótti hann okkur oft en þar var stórt og gott leiksvæði í garð- inum. Faðir okkar var trésmiður og hafði hann smíðað „leikhús“ við norðurhlið hússins okkar, sem var mjög vinsælt og oft bættust ná- grannabörnin í hópinn. Það var ævinlega fjör þar sem Kristján var, enda mjög glaðsinna drengur. Snemma varð séð að Kristján var efni í góðan skákmann, sem reynd- ist rétt þegar fram liðu stundir. Kristján las mikið og mundi vel. Kristján Steinason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.