Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 21

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 ✝ Úlfur Sigur-mundsson fæddist í Reykjavík 4. apríl 1934. Hann lést 11. apríl 2020. Foreldrar hans voru hjónin Sæunn Friðjónsdóttir, f. 5.12. 1912, hús- móðir og Sigur- mundur Gíslason, f. 22.2. 1913, yfirtoll- vörður. Systkini Úlfs voru Stefán Gísli, f. 12.12 1936, og Margrét Rún, f. 5.2. 1942, þau eru bæði látin. Úlfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, nam eitt ár viðskiptafræði við HÍ, hélt til Þýskalands 1955 til náms í hagfræði og lauk prófi í þjóðhagfræði frá háskólanum í Kiel 1959. Eiginkona Úlfs er Sigríður Pétursdóttir, f. 13.6. 1933. Börn þeirra eru 1) Þóra Sæunn Úlfs- Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1982 fyrir þau störf sín. Árin 1985 –1992 var hann viðskiptafulltrúi við ræðismanns- skrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum. Þar stóð hann að stofnun Icelandic American Chamber of Commerce 1986. Úlfur lét ýmis félagsmál til sín taka. Hann var í stjórn Norræna félagsins í Reykjavík um árabil og tók m.a. þátt í að koma á fót svonefndu Snorraverkefni sem hvetur ungt fólk frá Kanada og Bandaríkjunum af íslenskum uppruna (Vestur-Íslendinga) að taka þátt í sumarnámskeiðum á Íslandi til að mynda tengsl við gamla landið og skyldmennin hér. Hann var í stjórn Búmanna í nokkur ár. Úlfur dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Sóltún í Reykjavík síðustu þrjú árin. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 23. júní 2020, klukkan 13. dóttir, f. 7.6. 1958, talmeinafræðingur, maki Jóhann Ísak Pétursson jarð- fræðingur og kenn- ari. Börn þeirra: Úlfur Þór, Sigríður Ósk, Una Særún og Einar Kári. 2) Einar Úlfsson, f. 2.3. 1962, verkfræðingur, maki hans var Ellyn Polishook, þau skildu. Börn þeirra eru Samuel Filippus og Stefanía Sóley. Einar er búsettur í Banda- ríkjunum. Úlfur starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík og Hollandi, á kaupskipum í Reykjavík og sjávarútvegsdeild SÍS á árunum 1960-1969. Hann var framkvæmdastjóri við Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins 1969-1985 og vann ötullega að kynningu á íslenskum iðnaði er- lendis. Úlfur var sæmdur Runnin er upp kveðjustund. Minn ágæti tengdafaðir, Úlfur Sigurmundsson, hefur nú kvatt hinstu kveðju. Hin trausta stoð fjölskyldunnar er nú fallin en minningin mun lifa. Ég kynntist Úlfi fyrir ríflega 25 árum þegar leiðir mín og Þóru Sæunnar, dóttur hans, lágu sam- an. Við fyrstu sýn þótti mér hann mikill á velli og höfðinglegur, en fljótlega eftir að við Þóra gengum í hjónaband kynntist ég glaða gestrisna ljúflingnum og tónlistar- manninum sem bjó innra með honum. Einnig komst ég fljótt að raun um að þar fór ákaflega skyn- samur, heiðarlegur og traustur maður sem gott var að leita ráða hjá. Ég fann að hann bar í brjósti einlægar væntingar til síns fólks og þegar vel gekk hjá þeim gladdi það hann mjög, en þegar eitthvað fór miður faldi hann vonbrigði sín vel og kirfilega. Þannig var hann ákaflega hvetjandi fyrir fjölskyld- una og samferðamennina á sinn afskiptalausan hátt. Þegar ég kynntist honum betur fann ég að hann nálgaðist vanda- málin á sérstaklega skapandi hátt og velti upp flötum sem enginn annar hafði séð eða hugleitt. Ég hef grun um að þessi eiginleiki hans hafi reynst samstarfsmönn- um hans afar vel um ævina og margir hafi viljað gera hans hug- myndir að sínum. Hann var þó ekkert ákafur í að hoppa á ein- hverjar nýjar hugmyndir en vildi skoða þær gaumgæfilega fyrst. Síðan, ef ítarleg skoðun gaf já- kvæða niðurstöðu, var hann vís til að fylgja hugmyndinni eftir af festu og gera hana að veruleika. Hann var einnig fús til þess að styðja við bakið á þeim sem unnu að framgangi nýjunga sem honum leist vel á, en aldrei varð ég var við að hann drægi kjarkinn úr þeim sem unnu að einhverju sem hon- um þótti hæpið nema fyllsta ástæða væri til. Úlfur Sigurmundsson var heimsborgari og ég hef fáum kynnst sem þekktu betur mann- lega þætti þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins. Hann las bækur á ýmsum tungumálum um sitt fræðasvið, hagfræði þjóðanna, og var ótæmandi fróðleiksbrunnur um líf fólks í þessum löndum í nú- tíð og fortíð. Ég hafði mjög gaman af því spyrja hann spjörunum úr og ég held að stundum hafi honum þótt nóg um. Eins og nærri má geta þá var sérstaklega ánægju- legt að ferðast með honum um þær slóðir sem hann gjörþekkti úti í heimi, en ég naut ekki síður ferða með honum innanlands enda þóttist ég þá á heimavelli og hann var góður að hlusta. En elli og sjúkdómar sóttu að honum í tímans rás eins og geng- ur. Þá kom í ljós ný hlið á honum. Ef til vill kemur hinn sanni maður fyrst í ljós þegar á móti blæs. Hann brosti við öllum sem hjálp- uðu honum og virtist alltaf glaður þrátt fyrir veikindi, þjáningar og erfiðar aðstæður. Maðurinn sem alla tíð hafði veitt öðrum varð nú að þiggja stuðning. Ég varð ekki var við annað en að starfsfólkið á Sóltúni sem annaðist hann elskaði þennan glaðlynda ljúfling allt til loka. Hann þóttist sáttur við hlut- skipti sitt og gladdist yfir öllum heimsóknum, ekki síst barnabarn- anna og konu sinnar, Sigríðar Pét- ursdóttur, sem kom til hans dag- lega í þrjú ár. Blessuð sé minning hans, staðfesta og hugrekki. Jóhann Ísak Pétursson. Mér er enn í fersku minni hvar fyrstu kynni okkar Úlfs bar að. Það var haustið 1956 á gatnamót- um Niemannsweg og Esmarch- strasse í Kiel í Þýskalandi. Hann var þá kominn þangað til að hefja nám í þjóðhagfræði við Christian Albrechts Universität þar í borg. Ég hafði þá þegar verið þar við nám í tvö ár í sömu námsgrein. Ástæða þess að við höfðum valið þennan háskóla var sú, að í byrjun fjórða áratugarins höfðu nokkrir þjóðkunnir Íslendingar verið við nám í „Institut für Weltwirt- schaft“, sem tengdist háskólanum. Einnig, að aðalprófessor við há- skólann var brautryðjandi kenn- inga enska lærdómsmannsins John Maynard Keynes í Þýska- landi. Hafði hann ritað bækur í anda kenninga hans. Við Úlfur studdum hvor annan í náminu og tókst með okkur traust vinátta, sem endist til æviloka. Leiðir okk- ar Úlfs lágu einnig að mörgu leyti saman í störfum okkar á lífsleið- inni. Þess verður að geta, að efna- hagslíf á Íslandi einkenndist allt frá heimskreppunni 1930 af höft- um á sviði efnahagsmála. Það fór því lítið fyrir nauðsynlegri þekk- ingu á sviði markaðsmála. Þó fóru ýmsir að gera sér grein fyrir nauð- syn þekkingar á því sviði á sjö- unda tug síðustu aldar, þegar stórtækar breytingar urðu á sviði efnahagsmála á Íslandi. Úlfur var fljótur að gera sér grein fyrir nauðsyn þekkingar á markaðs- málum. Varð raunin sú, að störf hans tengdust því sviði nánast ævilangt. Okkar leiðir lágu síðar saman þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri Útflutnings- skrifstofu Félags íslenskra iðn- rekenda árið 1969. Var það m.a. vísir að frekari þróun á erlendri markaðsstarfsemi á sviði ís- lenskra atvinnuvega. Tengdust störf Úlfs lengst af framfaramál- um á því sviði. Hann var framfara- sinnaður og áræðinn. Hann var glaðsinna og félagsmaður mikill. Þær voru ófáar stundir ánægju á heimili hans og hans góðu eigin- konu. Hann átti það oftast til að leika á píanóið og fékk hann þá alla viðstadda til að taka lagið. Fjölskyldur okkar voru tengd- ar nánum böndum og kom það sér sérstaklega vel fyrir mína heitt- elskuðu þýsku eiginkonu, þegar hún var að tileinka sér íslenskt mál. Að lokum flyt ég Sigríði og fjöl- skyldunni allri hjartanlegar sam- úðarkveðjur og óska þeim styrks frá Guði á erfiðum tímamótum. Þorvarður Alfonsson. Það er erfitt að kveðja gamlan vin eftir meira en 60 ára kunnings- skap og vináttu. Úlfur var í hag- fræðinámi í Þýzkalandi, en ég við Háskóla Íslands, þegar við kynnt- umst fyrst. Fyrir tilstuðlan Svans Sveinssonar læknis, sem var bekkjarbróðir Úlfs og með mér á Nýja Garði, hittumst við í Reykja- vík, þegar Úlfur var heima í fríi. Við fórum þá stundum saman út að skemmta okkur, eins og stúdenta er siður. Alvara lífsins var þó skammt undan. Úlfur giftist henni Sigríði sinni vorið 1958, en ég var þá trúlofaður annarri Sigríði. Vor- um við boðin í brúðkaupsveizlu á Aragötu ásamt öðrum góðum vin- um ungu hjónanna. Þannig mynd- uðust vináttutengsl milli okkar, sem urðu æ traustari með árunum. Úlfur koma ávallt í heimsókn til okkar, ætti hann leið um, árin sem Sigríður María og ég bjuggum í Kaupmannahöfn. Var það oftast í tengslum við vörusýningar, en Úlfur var þá forstöðumaður Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Var þá oftar en ekki efnt til fagn- aðar heima hjá okkur á Nøkke- rosevej. Síðan lentum við fyrir til- viljun í sama fjölbýlishúsinu við Fellsmúla, eftir að allir voru fluttir heim til Íslands að loknu námi og störfum erlendis. Það yljar manni um hjartarætur að minnast allra góðu daganna hvor hjá öðrum, ekki sízt þegar Úlfur settist við pí- anóið, lék falleg lög og allir sungu með. Úlfur og Sigríður héldu svo vestur um haf, þar sem Úlfur var sendifulltrúi á sviði iðnaðar og verzlunar við Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Áttum við Sigríður María stundum leið þar um á þeim árum og vorum ávallt velkomin til dvalar í húsi þeirra hjóna í New Rochelle. Fórum við þá saman í leiðangra niður á Man- hattan og kynntum okkur leynd- ardóma borgarinnar. Nokkrum árum síðar festum við saman kaup á húsi í Orlando. Þar var einnig boðið til mannfagnaða, enda hjón- in með afbrigðum gestrisin og vilj- ug að hóa fólki saman. Úlfur og Sigríður voru þeir vin- ir okkar, sem höfðu vit á að heim- sækja okkur, þegar við vorum bú- sett á skrítnum stöðum í heiminum. Þau komu til okkar í Mexíkóborg, er við vorum þar í byrjun tíunda áratugarins. Við skoðuðum alla borgina og ná- grenni hennar og fórum síðan í ferðalag yfir fjöllin til Acapulco niður við ströndina. Þessi ferð okkar er ógleymanleg. Um áratug síðar dvöldumst við lengi í Sevilla á Spáni. Úlfur og Sigga komu einnig þangað, og við náðum að uppgötva saman dásemdir og leyndardóma Sevilla og þorpanna í nágrenninu. Við vorum samhliða þeim hjón- um í Orlando, er Úlfur varð fyrir áfalli og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Allir voru hóflega bjartsýnir að hann fengi fulla heilsu aftur, en síðan kom annað áfall, og þá var ekki að sökum að spyrja. Þessi glaðværi maður þurfti nú að fara á hjúkrunarheim- ili, sem varð hans síðasta stöð í líf- inu. Við komum reglulega að heim- sækja hann þar, og alltaf sat Sigga hjá honum. Það var sorglegt að sjá góðan vin fjara smám saman út, en þannig er gangur lífsins og ekkert við því að gera. Við vottum Sigríði og aðstandendum Úlfs innilega samúð okkar og kveðjum hann með þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar. Sigríður María og Júlíus Sólnes. Ég þekkti Úlf Sigurmundsson aðeins af afspurn meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins og síðar verslunarfulltrúi útflutn- ingsráðs í New York. Leiðir okkar lágu svo saman ár- ið 1996 þegar Úlfur var kominn heim frá Bandaríkjunum eftir margra ára dvöl og hafði tekið að sér forystu við endurreisn Nor- ræna félagsins á Íslandi sem hafði verið í miklum rekstrarvanda. Þar kynntist ég hans mikla eldmóði og ríkum hæfileikum við lausn mála. Hann lagði sig allan fram og þáði engin laun fyrir önnur en þakkir samstarfsfólks og félagsmanna í Norræna félaginu. Tókst að koma félaginu út úr vandanum og ég vil halda til haga, einkum fyrir þá sem nú stjórna þessu félagi, hversu dýrmætt þetta framlag Úlfs var og skipti það raunar sköpum fyrir framtíð þess. Með okkur Úlfi tókst mikil vin- átta á þessum tíma kreppustjórn- unar í Norræna félaginu. Við ræddum m.a. um hugsanleg ný tækifæri fyrir félagið og vorum svo heppnir að hlusta á nýráðinn verkefnisstjóra fyrir ungmenna- verkefnið „Nordjobb“, varpa fram hugmynd um að bjóða upp á ung- mennaverkefni fyrir fólk af ís- lenskum ættum í Norður-Amer- íku. Á sama tíma 1997 var annað fé- lag, Þjóðræknisfélag Íslendinga, að rísa úr öskustónni og örlögin leiddu til samstarfs þess við Nor- ræna félagið um að kanna fýsileika þess að bjóða upp á slíkt verkefni. Með atorku og stuðningi fjöl- margra hérlendis sem og vestan hafs komst þetta verkefni af stað 1999 og fékk nafnið Snorraverk- efnið. Það stendur enn í blóma og er almælt að Snorraverkefnið hafi skipt sköpum við endurnýjun og eflingu samskipta Íslands við af- komendur íslenskra landnema í Vesturheimi. Við Úlfur vorum kjörnir í stjórn Snorraverkefnisins fyrir hönd stofnendanna og í hönd fór 12 ára tímabil þar sem við unnum mjög náið saman ásamt verkefnisstjóra og öðrum er að verkefninu komu. Þá var sannarlega í mörg horn að líta við kynningu verkefnisins og fjármögnun og oft á brattann að sækja. Þar var framlag Úlfs ómetanlegt og verður það ekki fullþakkað. Með Úlfi og Sigríði konu hans og okkur Önnu Björk tókst sterk persónuleg vinátta og hittumst við m.a. oft og áttum góðar stundir saman í sólarlandinu á Flórída. Þar veiktist Úlfur 2012 og gekkst undir tvær erfiðar skurðaðgerðir. Eftir það fór heilsu hins sterk- byggða manns Úlfs Sigurmunds- sonar hrakandi og var fyrir nokkru ljóst hvert stefndi. Að leiðarlokum þakka ég Úlfi fyrir góða vináttu og samstarf gegnum árin og við Anna Björk færum Siggu og börnum þeirra Úlfs og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Almar Grímsson. Góður og traustur vinur er kvaddur. Við Úlfur erum úr út- skriftarárgangi MR ’54 sem hefur verið mjög samheldinn árgangur þessi 66 ár sem eru liðin. Við kom- um oftar saman en mánuðir eru í árinu síðastliðin allmörg ár. Við vorum nánir frá fyrstu kynnum í 3. bekk og áttum góðan vinahóp á skólaárunum og tókum virkan þátt í skólalífinu. Úlfur var bekkjarfulltrúi Y-bekkjarins og ég í leiknefnd og að lokum inspec- tor scholae. Ég átti þá þegar mína Stein- unni síðan á Flensborgarárum okkar í Hafnarfirði en Úlfur „tók upp fyrir sig“ og trúlofaðist Sigríði Pétursdóttur úr MR-árgangi ’53. Sigga P. er auðvitað fyrir löngu orðin ein af oss. Svo hófust námsárin í útlönd- um, Úlfur og Sigga P. í Þýskalandi og við Steinunn í Danmörku. Tengslin héldust og Úlfur og Sigga P. komu gjarnan við hjá okkur í Kaupmannahöfn á ferðum milli Íslands og Þýskalands og fyrstu börn beggja þá orðin hluti af vinahópnum. Fljótt eftir heimkomu var Úlfur kominn í forystu stórra fyrirtækja í iðnaði og fiski og samtökum þeirra. Og þau fjölskyldan voru um tíma í Bandaríkjunum þegar Úlfur varð viðskiptafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins 1985 til 9́2. Við náðum fljótt saman öll þeg- ar við Steinunn vorum mætt til Ís- lands og áttum margar góðar samverustundir í góðra vina hópi. Þá fljótlega mynduðum við æð- staráð MR ’54 og í því voru bekkj- arfulltrúarnir frá skólaárunum og ég sem inspector. Hófst þá strax líflegt samkomuhald og ferðalög sem hefur haldist í árin 66 sem lið- in eru. Það voru margar gleðistundir á heimili Úlfs og Siggu P. og jafnan hópast um píanóið þeirra þar sem Úlfur lék á als oddi. Úlfur hefur átt við allerfið veik- indi að stríða nú síðustu árin og dvalið á Sóltúni þar sem Sigga P. hefur heimsótt hann á hverjum degi til loka. Úlfur lést 11. apríl og útför fór fram frá Fossvogskapellu 20. apríl miðað við aðstæður þá. Nú verður hann kvaddur frá Bústaðakirkju af vinum og vandamönnum eins og vera ber 23. júní kl. 13. Ég leyfi mér fyrir hönd ár- gangsins okkar og vinahópsins að flytja Sigríði Pétursdóttur og fjöl- skyldunni góðar kveðjur og sam- úðaróskir. Enn er vinur úr hópn- um kvaddur eins og búast má við úr svona hópi en við lifum áfram með minningarnar góðu. Blessun fylgi okkur öllum. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Úlfur Sigurmundssonnógan tíma til að kynnast Jóa,því árin í sveitinni urðu mörg. Alltaf var líf og fjör og var það ekki síst þeim systkinum að þakka að leyfa mér að vera ein af þeim. Ég get seint þakkað fyrir að fá að kynnast sveitinni. Jói var strax sem barn góður strákur, hann var uppáhaldið hennar Boggu mömmu sinnar og maður sá að alla tíð var afar kært með þeim og hann hugsaði vel um mömmu sína. Þegar hann var að nálgast unglingsárin kynntist ég hversu ákveðinn hann gat verið þegar hann fór að skokka sér til heilsu- bótar og hann náði sínu mark- miði. Jóa var margt til lista lagt, hann var mikið í tónlist, var í hljómsveit og spilaði mikið með Rikka pabba sínum, sem nú á tí- ræðisaldri þarf að sjá á eftir einkasyninum og góðum vini. Jói var bóngóður og vildi allt- af allt fyrir alla gera, það var líka auðvelt að leita til hans, hann var handlaginn og gat gert allt. Ég á bara góðar minningar um hann og þakka fyrir að fá að kynnst æðruleysi hans. Ungur kynntist hann Jónu sinni sem fljótlega var orðin ein af fjölskyldunni í Gröf, maður sá fljótt að Jói ætlaði að halda í þessa stelpu. Hann var góður pabbi, börnin hans voru hænd að honum og þau hafa fengið góða gjöf að fá að alast upp hjá hon- um. Sem betur fer fékk hann að kynnast litlu afastrákunum sínum. Síðasta rúma árið hefur verið erfitt fyrir alla fjölskylduna, styrkleiki þeirra hefur svo sann- arlega komið í ljós, hefur Jóna verið hans stoð og stytta ásamt börnum og tengdabörnum, einn- ig voru Magga og Bjarni alltaf til staðar fyrir hann. Sendi ykkur öllum kæra fjöl- skylda mínar dýpstu samúðar- kveðjur, minningin um góðan dreng mun lifa. Björk Inga Arnórsdóttir Um bækur sínar fór hann mjúkum höndum og demantarnir í bóka- skápum hans voru bækur Hall- dórs Laxness. Plötusafn hans með klassískri tónlist er mikið og vand- að, enda var áhugi hans mikill á því sviði. Ensk knattspyrna var eitt af áhugaefnum hans. Sú sem þessar línur ritar getur borið um að þau störf sem Kristján vann voru unn- in af nákvæmni og samviskusemi. Kristján var enginn hávaðamaður og sýndarmennska var honum fjarri skapi og hófsamur var hann í dómum um menn og málefni. Ekki fór Kristján varhluta af mótlæti í lífinu. Heilsubrestur á miðjum aldri olli því að hann gat ekki stundað þá vinnu sem hann hafði menntað sig til; rennismíði. Á Hrafnistu í Reykjavík bjó hann um tvo áratugi og þar undi hann hag sínum vel við gott atlæti. Synir Kristjáns, Steini og Gunnar, og fjölskyldur þeirra reyndust honum afar vel í erfiðum veikind- um hans. Við frændsystkinin, Gísli, Guðríður og Eðvarð Guð- mundarbörn og systurnar Fríða og Guðfinna Ebba Valdimarsdæt- ur og fjölskyldur okkar, sendum nánustu ættingjum Kristjáns ein- lægar samúðarkveðjur. Með Kristjáni Steinasyni er genginn vandaður og vammlaus maður. Guðfinna Guðmundsdóttir. Í dag kveð ég minn yndislega tengdaföður. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Edda. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.