Morgunblaðið - 23.06.2020, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
„ÞETTA TELST VERA LOÐIN
MARKAÐSSETNING.”
„HANN ER BARA BÚINN AÐ VERA HJÁ
FYRIRTÆKINU Í EITT ÁR OG ER STRAX
KOMINN MEÐ LÁGMARKSLAUN!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eins og að fá stóra
vinninginn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAR ER
MANN VERAN
ÞÍN?
ÉG HELD AÐ HANN HAFI HITT
FRÆNDA MINN VILLA KLIKK
Á HÁALOFTINU
AÐ SÆKJA
JÓLASKRAUTIÐ
GLEFS
!!
HÖRFIÐ, ELLEGAR FÁIÐ ÞIÐ AÐ
KENNA Á GRIMMD STJÓRANS!
VIÐ SKJÁLFUM ALVEG
Á BEINUNUM!
URRDAN´BÍTT´ANN,
STJÓRI!!
1973, fæðinga- og kvensjúkdóma-
læknir, búsett í Stavanger, maður
hennar er Hrafn Karlsson, verk-
stjóri hjá iðnaðarfyrirtæki í Stav-
anger. Synir þeirra eru Eymundur
Ernir, f. 25.4. 2001, Arngrímur
Hugi, f. 9.10. 2005 og Patrekur Nói,
f. 25.1. 2008; 3) Skarphéðinn Ey-
mundsson, f. 6.3. 1979, d. 16.5. 2013,
pípulagningamaður, sambýliskona
hans var Helga Dögg Aðalsteins-
dóttir, bankastarfsmaður á Húsa-
vík. Synir þeirra eru Sæþór Orri, f.
9.7. 2010 og Baldur Freyr, f. 20.9.
2013. Fyrir átti Skarphéðinn, Lilju,
f. 27.9. 2001 með Önnu Karín Jóns-
dóttur.
Alsystkini Lilju eru Jónasína Sig-
rún, f. 10.6. 1942, fv. póstmeistari,
búsett á Húsavík; Aðalsteinn Jó-
hann, f. 26.1. 1944, smiður, búsettur
á Húsavík; Hulda Ósk, f. 21.7. 1945,
d. 22.5. 2019, félagsliði á Húsavík og
vann við umönnun aldraðra; Krist-
jana Guðbjörg, f. 11.4. 1947, mat-
ráður og vann við umönnun aldr-
aðra, búsett í Reykjavík; Pétur
Óskar, f. 5.6. 1948, fv. vörubílstjóri,
búsettur á Húsavík; Gunnar, f. 19.7.
1951, d. 21.4. 1957; Ásdís, f. 10.2.
1954, vinnur við umönnun aldraðra,
búsett á Húsavík; Hólmfríður Lára,
f. 19.9. 1955, móttökuritari, búsett í
Kópavogi; Gunnar, f. 21.9. 1962,
vöruflutningabílstjóri, búsettur á
Húsavík.
Foreldrar Lilju voru hjónin
Hólmfríður Jónína Aðalsteinsdóttir,
f. 15.7. 1916, d. 13.1. 1990, húsfreyja
og Skarphéðinn Jónasson f. 11.1.
1917, d. 28.12. 1990, bifreiðastjóri.
Þau voru búsett á Húsavík.
Lilja
Skarphéðinsdóttir
Sigríður Magnúsdóttir
vinnukona í Bárðardal
Jónas Kristjánsson
bóndi á Gili í Öxnadal,
síðar vinnumaður
víða í Bárðardal
Aðalsteinn Jónasson
bóndi í Hvammi
Jóhanna Sigfúsdóttir
húsfreyja í Hvammi í Þistilfirði
Hólmfríður Jónína Aðalsteinsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Ólöf Jónsdóttir
bústýra í Hvammi
Sigfús Jónsson
bóndi í Hvammi
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
ráðgjafi hjá UN
Women og fv.
borgarstjóri og
ráðherra
Björn
Aðalsteinsson
bóndi í
Hvammi
Linda
Pétursdóttir
athafnakona
í Garðabæ
Ragnheiður
Jónasdóttir
húsfreyja
á Húsavík
Aðalheiður
Jóhanna
Björnsdóttir
húsmóðir í
Hafnarfirði
Pétur Olgeirsson
fv. skipstjóri
á Húsavík og
framkvæmdastj.
Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir
húsfreyja á Engimýri
Þorsteinn Jónasson
bóndi á Engimýri í Öxnadal
Kristjana Guðbjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Jónas Bjarnason
vegaverkstjóri á Húsavík og Þórshöfn
Sigríður Guðmundsdótir
húsfreyja á Hraunshöfða
Bjarni Kráksson
bóndi á Hraunshöfða í Öxnadal
Úr frændgarði Lilju Skarphéðinsdóttur
Skarphéðinn Jónasson
bifreiðarstjóri á Húsavík
ÍVísnahorni 17. júní var farið vit-laust með stökuna „Að Þrístöp-
um, 1830“ eftir Hannes Pétursson.
Bið ég skáldið og lesendur velvirð-
ingar á því. Rétt er stakan svona:
Eggin breiða skal bíta
bitur á nakinn háls.
Enginn má undan líta
er öxin tekur til máls.
Hér kemur stakan „Ef –“ eftir
Hannes:
Ef træði ég sjálfs mín söngvaþrá
saurugum undir fótum,
kaldhreini dauði, komdu þá
og kipptu mér upp með rótum.
Ármann Jakobsson prófessor í ís-
lenskum bókmenntum hefur nú haf-
ið lestur á Njálu í ríkisútvarpinu og
ferst það vel. Hann segir að Njáls
saga og fleiri fornbókmenntir hafi
verið fluttar en ekki lesnar í hljóði á
sínum tíma, – „og með því að lesa
hana upp kemst maður í nánara
samband við þann veruleika. Í raun
og veru hefur maður ekkert lesið
Njálu fyrr en maður hefur lesið
hana upphátt.“
Mér finnst við hæfi að birta hér
ljóð úr bókinni Rímblöð eftir
Hannes: „Höfundur Njálu. – Brot úr
niðurstöðu rannsóknar“:
… Staðreyndir ýmsar stangast á
stórum meir en vér héldum.
Ekki t.d. var Ingjaldur þá
orðinn bóndi á Keldum.
Áður hef ég áherslu lagt
á örlög Hámundarsona.
Ég hygg því rétt, eins og hér var sagt
að höfundur Njálu sé kona.
Í handriti af Njálu frá 17. eða 18.
öld er því haldið fram, að Sæmund-
ur fróði hafi samið Njálu:
Lesi, bið eg, lundar stáls
lífssöguna vitra Njáls,
er Sæmundur fróði sjálfur kvað
samsett hafa á Oddastað.
Árni Böðvarsson, eitt helsta
rímnaskáld okkar á 18. öld, orti um
Hallgerði langbrók:
Enginn hafi það eftir mér,
allir heldur lofi víf.
Máske hún hafi séð að sér
og síðan hlotið eilíft líf.
Valdemar Erlendsson skrifar í
formála að „Vísum og kviðlingum“
Erlends Gottskálkssonar, Khöfn
1916: Og skömmu fyrir andlát sitt
og andlát vinar síns Sveins Víkings
á Húsavík orti faðir minn til hans
vísuna:
Hlynni þér landvættir, hossi þér gæfan,
holskefla lífsins þig skaði’ ekki hót,
hugdjarfur mölvaðu harðangur snæfan,
hlæjandi gakktu svo dauðanum mót.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Að Þrístöpum og
höfundur Njálu