Morgunblaðið - 23.06.2020, Page 27

Morgunblaðið - 23.06.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Ég var svo heppinn að fá að mæta á leik Gróttu og Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardaginn. Leikurinn var sá fyrsti sem Grótta leikur á heimavelli í efstu deild frá upp- hafi, en því miður fyrir Seltirn- inga reyndist Valur of sterkur og vann 3:0. Gróttumenn voru skemmtilegir heim að sækja. Það þarf að huga að mörgu fyrir fyrsta leik í efstu deild og eitt af því er aðstaða fjölmiðla. Í fyrra var félagið með gám fyrir ofan stúkuna fyrir fjölmiðlafólk. Breyting hefur verið gerð á og eru fjölmiðlar nú með að- stöðu í skólastofu í Valhúsaskóla sem er fyrir ofan völlinn. Var undirritaður þá með gott útsýni yfir allan völlinn og gat lítið kvartað, þótt örlítið þröngt væri á þingi. Að vera í skólastofu á annarri hæð að horfa út um gluggann á meðan ég textalýsi var ný upplifun. Var þetta skemmtilega heimilislegt og ekki skemmdi fyrir að Kári Garð- arsson, sem gerði kvennalið Gróttu tvisvar að Íslandsmeist- ara í handbolta, tók vel á móti mér og gaf mér gott að borða. Gunnlaugur Jónsson var sömu- leiðis á staðnum og sá til þess að fjölmiðlum liði vel við störf. Þá nýttu Gróttumenn sér mötuneyti skólans til að baka flatbökur ofan í svanga aðdá- endur og einnig var boðið upp á hamborgara. Úrvalið af mat var því nægt og enginn átti að fara svangur heim. Það var skemmti- legt andrúmsloft á Nesinu á laugardag og vonandi fyrir Gróttu nær liðið að bíta betur frá sér í næstu leikjum. Það yrði erfitt fyrir hvaða lið sem er að mæta Val og Breiðablik í tveim- ur fyrstu leikjunum í efstu deild og engin skömm fyrir Gróttu að vera án stiga. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is 2. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var besti maður vallarins þegar lið henn- ar Fylkir vann 3:1-sigur gegn KR í 2. umferð úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, á Meistaravöllum í Vesturbæ í síðustu viku. Sólveig, sem er 19 ára gömul, átti stóran þátt í fyrsta marki Fylkis og þá fiskaði hún vítaspyrnu í leiknum. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Sóknarmaðurinn öflugi á að baki 32 landsleiki fyrir yngri landslið Ís- lands en hún er á láni hjá Fylki í sum- ar frá Breiðabliki. „Leikplanið gegn KR gekk full- komlega upp ef svo má segja,“ sagði Sólveig í samtali við Morgunblaðið. „Að sama skapi fannst mér leikurinn frekar kaflaskiptur. Við áttum góða spilkafla inn á milli, alveg eins og þær. Markmiðið í leiknum var að leyfa þeim að vera með boltann, pressa þær vel á eigin vallarhelmingi og sækja svo hratt á þær þegar við myndum vinna boltann. KR-liðið setti oft á tíðum mikla pressu á okkur í leiknum og ég fékk alveg á tilfinninguna í fyrri hálfleik að þær væru að fara að vinna leikinn. Við mættum hins vegar af miklum krafti út í síðari hálfleikinn og sigur- inn var sanngjarn.“ Setja stefnuna hátt Fylksliðið er með fullt hús stiga eftir tvo erfiða leiki gegn Selfossi og KR. „Við höfum byrjað þetta mót virkilega vel og þótt við höfum kannski ekki verið mjög yfirlýsinga- glaðar í upphafi móts þá setjum við stefnuna hátt. Lið eins og Selfoss tal- aði mikið fyrir tímabilið og fyrir mér þá getur það líka sett óþarfa pressu fyrir mótið. Það má samt ekki gleym- ast að yfirlýsingar fyrir deildina búa til ákveðna stemningu líka sem er vel. Á hinn bóginn getur líka verið fínt að fá bara litla athygli og láta verkin tala inni á vellinum og mér finnst við hafa gert það. Ég er ekki að segja að við ætlum að vera litla músin sem læðist í toppbaráttunni eða neitt slíkt því við förum einfaldlega inn í alla leiki til þess að vinna þá og það er markmiðið í sumar.“ Sólveig er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún verður á fullum styrk hjá Suður-Flórída-háskólanum og því óvíst að hún muni klára tímabilið í Ár- bænum. „Eins og staðan er í dag þá er ég á leið í háskólanám í Bandaríkjunum í júlí þannig að ég veit ekki nákvæm- lega hvað ég mun spila marga leiki í sumar. Ég er hins vegar mjög ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að spila með Fylki í sumar og ég get alveg viðurkennt það að ég átti alls ekki von á því að mér myndi ganga jafn vel með liðinu í fyrstu leikjunum og raun ber vitni. Mér líður mjög vel í líkamanum í fyrsta skipti í langan tíma og er heil heilsu. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir tækifærið að fá að spila fótbolta enda orðið ansi langt síðan maður gerði það reglulega. Ég nýt mín þess vegna í botn þessa dagana og inn- koma mín í Fylkisliðið hefur því gengið vonum framar.“ Óheppin með meiðsli Sóknarmaðurinn steig sín fyrstu skref með Augnabliki í 1. deildinni ár- ið 2015 en Augnablik er varalið Breiðabliks, uppeldisfélags Sólveigar. Alls á hún á að baki 42 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað eitt mark en hún hefur verið óheppin með meiðsli á undanförnum árum. „Eins ótrúlegt og það hljómar þá var Augnablik ekkert langt frá því að tryggja sér sæti í efstu deild á sínu fyrsta tímabili á Íslandsmótinu árið 2015. Ég spilaði alla leiki það sumar og öðlaðist mjög dýrmæta reynslu. Ég var í stóru hlutverki sem gerði mikið fyrir mig. Það sem hefur vantað hjá mér er fyrst og fremst leikir undir beltið. Ég hef ekki spilað marga heila leiki með Breiðabliki enda er liðið afar vel mannað. Það er gríðarlega mikil sam- keppni um stöður í liðinu og á sama tíma hef ég líka verið mjög óheppin með meiðsli sem hafa sett strik í reikninginn líka, líkt og síðasta sumar þegar ég var á láni hjá HK/Víkingi, þar sem ég spilaði lítið vegna meiðsla. Ingólfur Snorrason hefur verið með mig í markþjálfun í eitt ár núna og það er að skila sér. Vonandi helst ég svo heil núna og get haldið áfram að sýna hvað í mér býr í sumar,“ bætti Sólveig við. Árbæingar láta verkin tala  Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur smollið eins og flís við rass í Fylkisliðið  Hefur sjaldan verið í betra formi og fer inn í alla leiki til þess að sækja sigur Morgunblaðið/Eggert Sigur Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, lengst til vinstri, fagnar sigurmarki Fylkis gegn Selfossi í fyrstu umferð. Framherjinn Árni Vilhjálmsson var á skotskónum hjá Kolos Kovalivka er liðið mátti þola 1:2-tap á útivelli gegn Dynamo Kíev í úkraínsku úr- valsdeildinni í fótbolta í gær. Árni byrjaði á varamannabekknum hjá Kolos og kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir og skoraði á víta- punktinum á 69. mínútu. Markið var það fjórða hjá Árna á leiktíð- inni en hann hefur tíu sinnum verið í byrjunarliði í deildinni á tíma- bilinu og leikið tólf leiki alls. Árni og félagar eru í sjötta sæti deild- arinnar með 26 stig. Árni á skotskón- um gegn stórliði Ljósmynd/Kolos Kovalivka Mark Árni Vilhjálmsson var á skot- skónum gegn stórliðinu í Úkraínu. Körfuknattleiksdeild Vals hefur sam- ið við slóvenska framherjann Sinisa Bilic, en hann lék með Tindastóli á síðustu leiktíð. Bilic er 31 árs og skoraði 19,6 stig, tók 5,6 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Er hann fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Vals síðan Finnur Freyr Stefánsson tók við af Ágústi Björgvinssyni sem þjálfari liðsins. Leikmannahópur Vals hefur breyst síðustu vikur, því Austin Magnús Bracey og Ragnar Nathanaelsson hafa yfirgefið félagið síðan Finnur tók við. Frá Tindastóli til Valsmanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Félagsskipti Slóveninn Sinisa Bilic er orðinn leikmaður Vals. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður úr Breiðabliki, er eini leikmaðurinn sem hefur verið í úrvalsliði Morgunblaðsins í tveimur fyrstu umferðunum í Pepsi Max-deild kvenna.  Elín Metta Jensen úr Val, Karen María Sigurgeirsdóttir úr Þór/KA, Sól- veig J. Larsen úr Fylki og Laura Hughes úr Þrótti eru efstar í M-gjöfinni með 3 M hver að loknum tveimur umferðum.  Þær Elín Metta og Karen María eru markahæstar í deildinni með þrjú mörk hvor í tveimur fyrstu leikjunum.  Eina dómaraeinkunn vantaði í blað gærdagsins. Guðgeir Einarsson dæmdi leik Þórs/KA og ÍBV og fékk 8 í einkunn fyrir frammistöðuna.  Þriðja umferð deildarinnar er leikin í kvöld og annað kvöld og sú fjórða á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. vs@mbl.is Alexandra tvisvar í liðinu 2. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-5-2 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðabliki Laura Hughes Þrótti Arna Dís Arnþórsdóttir Stjörnunni Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Margrét Árnadóttir Þór/KA Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA Þórdís Elva Ágústsdóttir Fylki Sólveig J. Larsen Fylki Betsy Hassett Stjörnunni 2 Hin norska Nora Mørk hef- ur fengið samn- ingi sínum við CSM Búkarest í Rúmeníu rift og gert samning við Vipers í heimalandinu. Mørk er ein allra besta handknatt- leikskona heims. Móðir Mørk greindist með brjóstakrabbamein fyrir þremur vikum og ákvað norska landsliðskonan að flytja aftur heim í kjölfarið. Hefur hún verið frá keppni síðustu mánuði vegna krossbandsslita í hné. „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan er mér allt og mamma er mér afar kær. Ég vil því koma heim og átt möguleika á að fara heim til Óslóar þegar ég get. Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í Rúmeníu á með- an mamma glímir við þetta,“ sagði Mørk í samtali við TV2 í Noregi. Mørk var markahæst allra á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og markahæst á EM í Svíþjóð sama ár og HM í Þýskalandi 2017. Þór- ir Hergeirsson þjálfar Mørk í norska landsliðinu. Sú besta snýr aftur heim til Noregs Nora Mørk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.