Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is E inn af útskriftarnemendum skólans í ár er hinn 18 ára gamli Einar Berg- mann Daðason, en hann var skemmt- anastjóri nemendafélags skólans á síðasta skólaári og er jafnframt fyrrverandi gjaldkeri sama félags. Þegar 200 mílur slógu á þráðinn til Einars var hann að sjálfsögðu staddur úti á sjó, nánar tiltekið á varðskipinu Tý. „Ég var að útskrifast á föstudaginn síðasta og er núna í afleysingum á varðskipinu sem háseti. Það má segja að ég sé á milli skipa, þar sem ég er ekki kominn með neitt fast pláss í sum- ar,“ segir Einar. Mesta reynslu hefur Einar að eigin sögn af störfum um borð í farþegaferjum, skipum eins og Breiðafjarðarferjunni Baldri og Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. En hvenær kviknaði áhuginn á sjó- mennskunni? „Sjómannsferillinn hófst þegar ég fékk vinnu í eldhúsinu á Baldri þegar ég var í ní- unda bekk og bjó í Stykkishólmi. Svo var ég einnig að veiða bláskel og grásleppu á bát sem gerður var út frá Hólminum.“ Þá segist Einar einnig hafa tekið nokkra túra á togara. Fjölskylda Einars flutti til Vestmannaeyja í hitteðfyrra og þar tók stjúpfaðir hans við sem skipstjóri á Herjólfi. „Ég fylgdi honum bara um borð.“ Vegna veirunnar hefur Einar ekki fengið pláss á Herjólfi nú í sumar, eins og upp- haflega stóð til. „Það setti strik í reikning- inn.“ Störfin sem Einar vann á Herjólfi voru að hans sögn aðallega lestun og afferming skipsins, einkum af bíladekki. „Svo var mað- ur talsvert í viðhaldsvinnu, að mála og halda öllu tipptopp.“ Nýttist námið vel um borð í Herjólfi? „Já, það gerði það. Sérstaklega þegar maður tók vakt uppi í brú. Maður þarf að halda útvörð eins og segir til um í alþjóða- siglingareglunum. Það þarf að vera auka- maður í brúnni sem aðstoðar stýrimanninn.“ Það kom aldrei neitt annað til greina Spurður um ástæðuna fyrir því að hann hafi valið að fara í skipstjórnarnám segir Einar að í raun hafi aldrei neitt annað komið til greina. „Ég var búinn að ákveða þetta mjög snemma, strax í leikskóla. Fjölskylda mín á hús á Flatey á Breiðafirði, og ég hef alltaf verið viðloðandi sjóinn. Þetta er mjög eðlileg leið fyrir mig að fara í námi.“ Námið hófst hjá Einari eftir að grunn- skóla lauk. Skipstjórnarskólinn er hluti af Tækniskóla Íslands sem er framhaldsskóli. „Ég tók stýrimannanámið, námsstig B, og stúdentspróf samhliða.“ Eins og fram kemur á heimasíðu Tækni- skólans öðlast nemendur á námsstigi B skip- stjórnarréttindi á fiskiskipum styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutn- inga- og farþegaskipum að 500 brúttó- tonnum í strandsiglingum. Spurður um framhaldið og hvort hann hyggist mennta sig frekar á þessu sviði seg- ir Einar að framhaldið sé óákveðið. Freist- andi sé að bæta við sig auknum réttindum, til dæmis á varðskipum. „Mig langar líka að öðlast einhverja iðnmenntun. Það er gott að hafa möguleika á starfi í landi líka.“ Einar segir að níu nemendur hafi útskrif- ast úr dagskóla í skipstjórnarnáminu nú í vor. „Í heildina útskrifuðust 23 nemendur, en flestir stunda námið í dreifnámi, sem er fjarnám. Það hentar mörgum sem eru kannski til sjós, og eiga fjölskyldur, og eiga erfiðara um vik að fara í dagskólann.“ Spurður um atvinnumöguleika eftir að námi lýkur segir Einar að þeir séu ágætir. „Það virðist alltaf vera þörf á stýrimönnum á fiskveiðibáta. Svo er einnig hægt að fá störf erlendis. Það er einmitt stefnan hjá mér að fara út í heim og skoða mig aðeins um. Þetta er nám sem nýtist alþjóðlega og maður getur unnið hvar sem er.“ Skemmtiferðaskipin heillandi Einar segir að sá starfsvettvangur sem heilli hann mest erlendis séu skemmti- ferðaskipin, enda þekki hann farþegaflutn- inga vel af störfum sínum á Baldri og Herj- ólfi hér á landi. „Þessi skip heilla mig rosalega. Þau eru alltaf dálítið mikilfengleg, og svo held ég að þetta sé þægileg vinna. Það er sjaldan einhver bræla, og ég held að það gæti verið gaman að fá að ferðast en vera á launum á sama tíma.“ Félagslífið í Skipstjórnarskólanum var gott á námstíma Einars, enda var hann sjálfur atkvæðamikill á þeim vettvangi. „Auk þess að hafa verið gjaldkeri og skemmtanastjóri var ég ritstjóri útskriftar- blaðsins. Þegar ég byrjaði í skólanum var mjög góður andi í byggingunni. Við vorum alltaf með sérstaka kaffistofu, og vélstjórn- arnemendur, sem eru í sama húsi, voru einnig með sína eigin kaffistofu. Þetta gerði að verkum að maður var fljótur að kynnast öllum. Nú er búið að taka kaffistofurnar í burtu vegna plássleysis í skólanum, og leggja þær undir fundarherbergi og prent- herbergi. Þetta hefur áhrif á andann í skól- anum.“ Einar segist aðspurður að lokum mæla eindregið með skipstjórnarnáminu fyrir ungt fólk, þar læri menn til dæmis mikið um stjórnun og að axla ábyrgð á sér og öðrum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Var ákveðinn strax í leikskóla Sjómannslífið hefur heillað margt ungt fólk í gegnum tíðina, en þeir sem áhuga hafa á að leggja sjómennsk- una fyrir sig geta skráð sig í Skipstjórnarskólann og lært þar um hinar margvíslegu hliðar fagsins. Einar Bergmann Daðason er nýútskrifaður úr Skipstjórnarskólanum og leysir nú af sem háseti á varðskipinu Tý. Hann kveðst stefna út í heim til að skoða sig um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.