Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
etta var fyrst og fremst til að
safna peningum fyrir há-
skólanámi, þetta virtist vera
stysta leiðin. En svo er það
ættin, afar manns og pabbi hafa ver-
ið sjómenn,“ útskýrir hann og bætir
við að stefnan sé sett á að hefja nám í
sjávarútvegsfræði við Háskólann á
Akureyri í haust.
Kristján hefur stundað sjó-
mennsku í tvö ár og þó að þetta hafi
byrjað sem leið til þess að safna fyrir
skólagöngu fór
áhuginn á sjósókn
vaxandi með
starfinu. „Maður
byrjaði á skipum í
Eyjum og fékk
svo fasta stöðu á
Breka í fyrra. Ég
ætlaði mér þá að
fara í nám [síð-
asta haust] og
hætti á Breka en
fór á milli frysti-
togara, til að mynda Hrafns Svein-
bjarnar og Blængs.
Ég hafði alltaf áhuga á að taka
myndir og þegar ég var á Blængi var
skítabræla allan tímann, maður var
með vélina uppi og maður náði alltaf
góðum augnablikum. Karlar að vinna
erfiðisvinnu og fá ölduna yfir sig á
meðan þeir eru að húkka bakstroff-
inu í, í öryggislínu, með flotvesti,
hjálm og í stígvélum með stáltá. Það
er geggjað að ná þessum augnablik-
um.“
Farið að birta
Það er mikill fengur að eiga sér
áhugamál sem hægt er að stunda um
borð eins og að taka ljósmyndir, að
sögn Kristjáns. „Það hefur reynst
ágætlega og körlunum finnst
skemmtilegt að sjá myndir af sér
vera að vinna. Þetta eru ekki upp-
stilltar myndir og eru af hlutunum
eins og þeir gerast. Maður tekur
aldrei eina mynd og hún verður
geggjuð. Maður tekur kannski
hundrað myndir og velur fimm.
Þetta fannst mér vera ágæt til-
breyting. Ég keypti eina Canon-vél
og fór með hana á sjó og hugsaði að
það væri engan veginn hægt að ná
einhverjum almennilegum myndum.
Síðan hafa komið rosalegar myndir
með ofankomu, öldum og viðbjóðs-
legu veðri. Ætli það toppi ekki í vetur
að vera með svart-hvítar myndir í
erfiðum aðstæðum sem hafa lýst
vetrinum. […] Í vetur voru þær bara
dökkar, mennirnir þreyttir og koma
allir inn blautir og skítkaldir. Þá end-
urspegla myndirnar það. Þetta er
allt erfitt, það þarf að standa hverja
öldu og passa sig á hverri stundu.“
Kristján kveðst nú vera að vinna
með annað viðfangsefni enda komið
mun betra veður og verður þar með
bjartari yfir myndunum sem hann
hyggst taka í sumar. „Það er byrjað
að birta til og kominn smá sumarfíl-
ingur í mann.“
„Geggjað að ná þessum augnablikum“
Kristján
Birkisson
Það getur verið margt
sem dregur fólk í sjó-
mennsku en það var
fjárfesting í framtíðina
fyrir Kristján Birkisson,
háseta á Breka VE.