Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is F iskur er í sérstöku uppáhaldi hjá fyrirliða íslenska kokka- landsliðsins, og skrifast kannski á það að á uppvaxt- arárum sínum á Dalvík vann Snæ- dís Jónsdóttir við að snyrta fisk í frystihúsinu. „Þar var ég fengin til að verka fisk, pakka fiski, vigta fisk fyrir flug og látin í plokkfiskinn. Eftir vaktirnar þar varð ég mjög flink í að flaka fisk og þykir auðvelt að vinna með þetta hráefni.“ Áhuginn á fiski kann líka að skýr- ast af uppeldinu en móðir Snædísar er frá Filippseyjum þar sem rík hefð er fyrir fiskneyslu og minnist Snædís þess að alls kyns sjávarfang hafi verið á boðstólum. „Bæði var fiskur mikið eldaður á heimilinu og líka tegundir á borð við smokkfisk, humar og kolkrabba. Einn af þeim réttum frá æskuárunum sem er í sérstöku uppáhaldi er smokkfiskur í kolsvartri bleksósu sem mamma eldaði endrum og sinnum.“ Snædís segir að annars gæti engra sérstakra filippseyskra áhrifa í matseld hennar, en hún minnist þess samt hvað Filippseyingar eiga það til að gera skemmtilega hluti þegar kemur að því að elda fisk: „Ég fór eitt sinn í langt ferðalag til Filippseyja með vinahóp frá Íslandi og flökuðum við vítt og breitt um landið. Eitt skiptið dvöldum við á angarsmárri eyju sem var ekki stærri en svo að það tók bara kort- ér að ganga frá öðrum enda eyj- unnar til hins endans. Þar kenndi heimamaður okkur að veiða fisk með spjóti, og eftir smá tilsögn tókst okkur að veiða í matinn og var fiskurinn grillaður yfir varðeldi. Út- koman var hreint geggjuð.“ Forðast að gufusjóða fisk Flest bendir til að feimni Íslendinga við að elda fisk sé smám saman á undanhaldi og margir sem hafa náð mikilli lagni við að elda alls kyns tegundir með óaðfinnanlegum hætti. Snædís segir það alveg skilj- anlegt að sumir séu hræddir við að elda fiskrétti enda geti verið auðvelt að ofelda eða vanelda hráefnið og á margan hátt auðveldara að t.d. grilla kjúkling í ofni eða steikja kó- tilettu á pönnu. „Matseldin þarf að ráðast af því hvaða fisktegund er verið að nota, og hvernig bita, en allt kemur þetta með æfingunni.“ Meistarakokkar hafa oft sterkar skoðanir á því hvernig best er að elda fisk. Sumir segja lykilinn að góðum fiskrétti að hafa bara nógu mikið af smjöri; aðrir segja leynd- armálið fólgið í því að krydda vel, og enn aðrir taka ekki annað í mál en að gufusjóða fiskinn. „Sjálf forð- ast ég það að gufusjóða fisk því honum hættir til að ofsjóða og vel ég steikarpönnuna frekar. Vita- skuld getur hjálpað að nota nóg af smjöri, en samt ekki of mikið – sér- staklega ef fiskurinn er borinn fram með smjörsósu.“ Að ná tökum á sushi-gerð Snædís er meðal annars lunkinn sushi-kokkur, og var það einmitt sushi-gerðin sem hjálpaði henni að uppgötva eigin ástríðu fyrir mat- argerð. „Fyrsta vinnan mín, þegar ég var fimmtán ára gömul, var sem þjónn á sushi-veitingastað og endaði ég sem starfsmaður í eldhúsinu. Seinna flutti ég suður til að læra fatatækni og fékk aukavinnu sem sushi-kokkur á Sushi Samba. Fljót- lega áttaði ég mig á því að mér þótti miklu skemmtilegra að vera á veit- ingastaðnum en í skólanum, og lét loksins tilleiðast að fara í mat- reiðslunám eftir mikla hvatningu frá yfirkokki og eiganda staðarins. Sushi býður upp á ágætis til- breytingu frá steiktum, grilluðum, soðnum, ofnbökuðum eða gufusoðn- um fiski en þeir sem reynt hafa vita að það getur verið ögn snúið að ná góðum tökum á sushi-gerðinni og oft þarf að gera nokkrar misheppn- aðar tilraunir í eldhúsinu áður en útkoman verður nægilega góð. Snædís segir mikilvægt að nota sér- stakan hrísgrjónapott til að sjóða hrísgrjónin og kúnst að finna rétta jafnvægið af hrísgrjónum, ediki og sykri til að móta megi hrísgrjónin í þétta kubba sem liðast ekki í sund- ur. „Ekki gengur að gera sushi úr tegundum eins og þorski eða ýsu heldur þarf fisk sem er þéttari í sér, t.d. lax og bleikju, eða rauðsprettu. Með laxinn er gott ráð að salta hann lítillega og geyma inni í kæli. Þannig stífnar hann ögn og fær betri áferð.“ „Allt kemur þetta með æfingunni“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Snædís fór í eftirminnilegt ferðalag með vinum sínum þar sem hún lærði að veiða fisk með spjóti. „Eftir smá tilsögn tókst okkur að veiða í matinn og var fiskurinn grillaður yfir varðeldi. Útkoman var hreint geggjuð.“ Snædís Jónsdóttir heldur upp á smokkfisk í blek- sósu og prófaði eitt sinn að veiða fisk með spjóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.