Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum RÁÐGJÖF - HÖNNUN - IÐNSTÝRINGAR - FORRITUN - SKJÁMYNDIR JFKLASÆJFDKLMANNVIRKI - IÐNAÐUR - ÖLL ALMENN RAFÞJÓNUSTA - STÝRINGAR - SKIPAÞJÓNUSTA Traustur og framsækinn samstarfsaðili við sjávarútveginn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S jávarakademía Sjáv- arklasans er nýtt og metnaðarfullt verkefni, unnið í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Ís- lands, með það að markmiði að fræða ungt fólk um bláa hagkerfið og þau fjölbreyttu tækifæri sem þar eru í boði. Mun Sjávar- akademían byrja á að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir fólk á fram- halds- og háskólaaldri en í vetur bætist við námskeið á framhalds- skólastigi sem spannar heila önn og fæst metið til 30 eininga. Þór Sigfússon, stofnandi Sjávar- klasans, segir að því miður megi enn finna ýmsar vísbendingar um að íslensk ungmenni hafi takmark- aðan áhuga á að starfa í sjávar- útvegi eða tengdum greinum, ell- egar mennta sig í sjávarútvegs- tengdum fögum. Skýrist þetta að hluta til af því að unga fólkið þekki ekki nógu vel til greinar- innar og viti ekki hversu fjölbreytt og spennandi starfsemi fer fram innan bláa hagkerfisins. „Í huga þeirra er það að vinna í sjávar- útvegi það sama og að fara á sjó eða vinna í fiskvinnslu, og lítil vitneskja um allt hitt sem á sér stað innan greinarinnar. Við þurf- um að breikka sýn nýrra kynslóða á þetta svið og efla vitneskju um alla þá nýsköpun sem á sér stað innan bláa hagkerfisinshjá fyrir- tækjum sem eiga jafnvel ekkert skylt við sjávarútveg þótt þau séu tengd greininni með einum eða öðrum hætti.“ Þurfum frumkvöðla og ný fyrirtæki Þór segir að það þurfi að opna augu ungra Íslendinga fyrir því hvaða möguleikar bíða þeirra í bláa hagkerfinu, því þannig eign- umst við nýja frumkvöðla og ný fyrirtæki. „Auðlindir hafsins eru svo fjölbreytilegar og geta leitt fyrirtæki í ýmsar áttir. Nú þegar eigum við sjávarútvegstengd fyrir- tæki sem framleiða lyf og heilsu- efni, önnur sem þróa rafknúin skip, og enn önnur sem þróa lausnir til að rekja framleiðslu og dreifingu matvæla frá upphafi til enda. Vissulega eru þessi fyrirtæki tengd hefðbundnum sjávarútvegi en eiga sáralítið skylt við hann.“ Bendir Þór líka á hve mikilvægt það er fyrir hagkerfi og atvinnulíf að nýsköpunarmöguleikar í bláa hagkerfinu séu nýttir eins vel og kostur er. „Ef við skoðum tíu verðmætustu fyrirtækin í íslensk- um sjávarútvegi í dag saman- stendur hópurinn einkum af út- gerðarfélögum í hefðbundnum rekstri. Mig grunar að eftir tíu ár, eða þar um bil, verði samsetning þessa hóps gjörbreytt og í stað út- gerða komin nýsköpunarfyrirtæki á borð við Marel, Kerecis og Zymetech – fyrirtæki sem spruttu upp úr sjávarútvegi en eiga í dag mjög fátt sameiginlegt með fyrir- tækjum sem stunda veiðar og Svo ný kynslóð komi auga á möguleikana Hjá Sjávarakademíunni fær ungt fólk vandaða fræðslu um bláa hagkerfið. Stutt námskeið verður haldið í sumar en 30 eininga námskeið á framhaldsskólastigi kennt á haustönn. Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Eggert Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vígði verkefnið á fimmtudag. Sjávarakademían er studd af ráðuneyti hennar og af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Kennsla fer fram í húsi Sjávarklasans og fá nemendur beina tengingu við atvinnulífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.