Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 39
Sendum starfsfólki okkar og starfsfólki í íslenskum sjávarútvegi innilegar hamingjuóskir með daginn. LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 39 Best fannst mér yfirleitt að skera úr skrúfum skipa sem voru á reki, þá var straumurinn minnstur við skrúf- urnar, skipin rak með straumnum. Við þær aðstæður var best ef mögulegt var að reyna að skorða sig fastan þarna niðri ef sog var mikið, annaðhvort milli stýris eða í eða við skrúfuhring ef hann var á skipunum og þá var mögulegt að vinna með báðum höndum. Ef ekki tókst að skorða sig almennilega fór mikil orka í það að halda sér föstum með hönd- um og jafnvel fótum og það tafði vit- anlega alla vinnu. Eftir að hafa skorið á netið inn að skrúfuöxli á Runólfi tókst að hífa þann hlutann úr með gils frá togar- anum og losnaði þá einnig netið af skrúfublöðunum. Margítrekaðar tilraunir voru gerð- ar til að losa netahnútinn sem var kolfastur milli skrúfuhauss og stýris með því að skera og hífa í netið með stroffum og gils frá togaranum og síðan var gilsvírinn færður inn á sjálfa togvinduna til að fá meira átak í hífinguna. Þegar þarna var komið sögu vorum við í kapphlaupi við tím- ann og ásetningur okkar kafara að klára verkið fyrir brælu sem spáð var. Skipherranum, Sigurði Steinari Ketilssyni heitnum, leist ekkert á veðurspána, sem skiljanlegt var, en spáð var suðaustan brælu um kvöldið og stóð vindur beint upp á land þarna sunnan við Snæfellsnesið. Köfun frestað vegna brælu, haldið á Kollafjörð Upp úr klukkan fimm síðdegis eða eftir 12 tíma köfun þar sem við þurft- um að endurnýja loftbirgðir okkar alls sjö sinnum, var ljóst að við næð- um ekki að klára verkið og var ákveð- ið að fresta köfun og færa okkur á öruggari stað með tilliti til veður- útlits. Akkeri var því létt fljótlega eftir að köfun lauk, lengt í dráttartauginni og skipið dregið suður Faxaflóa á Kolla- fjörð og komin suðaustan bræla, eða um 7 til 9 gömlu vindstigin, strax um kvöldið. Við kafararnir vorum hvíldinni fengnir og fórum beint í koju. Það var gott að komast loks úr kafara- gallanum og í heita sturtu, en þarna vorum við enn í svokölluðum blaut- göllum. Þeir voru þannig gerðir að þegar farið var í sjóinn fór ískaldur sjórinn inn undir búninginn og kældi skrokkinn og líkamann hressilega í byrjun, en síðan sá líkaminn um að ylja sjóinn aðeins þannig að þetta var ekki svo slæmt eftir smá tíma. Þegar mikið var streðað og átök mikil eins og þarna var í langan tíma fannst mér reyndar þessi gömlu búningar betri en þeir sem síðar komu, þ.e. þurrbúningar. Í það minnsta var við slíkar aðstæður sjálfvirk kæling á lík- amanum þegar manni hitnaði við vinnuna. Þurrbúningar eru þannig að þeir hleypa engum sjó inn að líkama, menn eru alveg þurrir og klæða sig í hlý undirföt, kanínuull var vinsæl man ég, kitlaði minna en þessi venju- lega ull. Sjálfum fannst mér ekki gott að vinna erfiðisvinnu í slíkum bún- ingum, allt of heitt og óþægilegt þeg- ar svitinn spratt út. En auðvitað voru þeir frábærir við léttari vinnu í köld- um sjó. Drátturinn á Runólfi á Kollafjörð gekk vel þrátt fyrir leiðindaveður og um fimm á mánudagsmorgninum 21. janúar var aftur lagst fyrir akkeri í þokkalegu skjóli á Kollafirði. Köfun á Kollafirði Upp úr níu hófst köfun að nýju. Við kafararnir vorum nú sprækir eftir góða hvíld. Sjálfur var ég að vona áð- ur en ég stakk mér niður aftur þarna á Kollafirði að eitthvað myndi losna um hnútinn og netið í skrúfunni við dráttinn um nóttina, sem oft gerist ef sjógangur er einhver og straumur, en það var öðru nær. Allt óbreytt frá deginum áður. Við byrjuðum því á að skera allt laust net frá hnútnum sem enn var kolfastur milli stýris og skrúfu og síð- an var reynt að hífa hnútinn úr með gilsinum sem kominn var inn á tog- vinduna með miklu átaki, en án ár- angurs. Fara varð mjög varlega við þessar aðferðir og passa vel upp á að átakið og átakshornið væri rétt þannig að ekki væri hætta á skemmdum á skrúfu eða stýri. Einnig var reynt að rykkja duglega í en allt án árangurs. Á þessum tímapunkti var orðið spurning að hætta frekari aðgerðum og senda skipið í slipp en þó var ákveðið að reyna eina aðferð enn sem talin var áhættunnar virði. Ákveðið var í samráði við skip- stjóra Runólfs að setja aðalvél í gang og reyna að kúpla að og sjá hvort eitt- hvað losnaði við það. Það var talið óhætt því mikið var farið úr skrúf- unni. Við kafarar fórum því upp úr meðan þetta var gert. Aðalvél togar- ans var því gangsett og kúplað að, en við það snýst skrúfan, og eftir aðra tilraun losnaði hnúturinn úr með því að beygja stýrinu frá borði í borð en stýrið losnaði í fyrra skiptið sem vélin fór í gang. Köfun lauk síðan upp úr hádegi þennan dag og voru loftbirgðir endurnýjaðar einu sinni og var þá bú- ið að hreinsa allt net úr skrúfunni. Einu skemmdirnar sem sáust voru að hnífar voru brotnir af skrúfuöxl- inum eftir átök frá skrúfunni þegar trollið festist og rétt fyrir eitt var dráttartaug sleppt úr Runólfi og þar með var verkefni okkar lokið, en þá voru liðnar um 60 klukkustundir frá því að skipið óskaði eftir aðstoð varð- skipsins. Runólfur gat síðan, þótt ótrúlegt væri, haldið áfram veiðum án þess að fara í land til viðgerðar á trollinu, lag- færðu skipverjar trollið sjálfir, greinilega góðir netamenn þar um borð. Þessi frásögn sýnir hversu mikil- vægt er að á skipum Landhelgisgæsl- unnar séu ætíð til reiðu vel þjálfaðir kafarar og vel búin varðskip. Kortagrunnur: gis.lmi.is/sjokort Björgun Runólfs SH-135 Leið Týs frá Dýrafi rði að Runólfi , að Snæfellsnesi og á Kollafjörð árið 1991 Ljósmynd/Guðmundur St.Valdimarsson Halldór gerir sig kláran fyrir köfun á afturdekki Óðins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.