Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 43
breyttist og hjá mörgum lét útivist-
arbakterían á sér kræla. Vegna
veðurfarsins á Íslandi lá beinast við
hjá mörgum að klæðast skjólgóðum
fatnaði frá 66°Norður í útilegum og
fjallgöngum. „Fyrirtækið mætti
þessari eftirspurn með þróun á
vönduðum útivistarfötum sem ávallt
hafa verið framleidd með sjálfbærni
að leiðarljósi. Útivistarfatnaður hef-
ur vegið þyngra í starfsemi fyrir-
tækisins síðustu áratugi og með
fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur
hróður vörumerkisins farið víðar,“
segir Elín. „Vinsældir landsins og
skírskotun vörumerkisins til þess
hefur haft jákvæð áhrif á uppbygg-
ingu vörumerksins 66°Norður víðs
vegar um heiminn.“
Elín segir að nú, eins og áður,
séu þarfir sjómanna hafðar að leið-
arljósi í framleiðslu skjólfatnaðar
hjá 66°Norður. Fyrirtækið ýmist
framleiðir eða flytur inn nánast allt
það sem fiskvinnslufólk og sjómenn
þurfa við vinnu sína, frá skóm og
sokkum til húfna og hanska og allt
þar á milli. „Við höfum lagt áherslu
á að framleiða vel hannaðan vinnu-
fatnað sem endist lengi, þjónar
hlutverki sínu vel og er þægilegur.
Flíkur eins og Þór-sjóbuxurnar,
sem áður hétu Herkúles, eru gott
dæmi um þessa klassísku hönnun
enda sjómannafatnaður sem allir
þekkja og góð reynsla er af,“ segir
hún. „Það skiptir okkur miklu máli
að sjómenn treysta fatnaðinum frá
okkur. Ég tel að það hafi átt vissan
þátt í árangri fyrirtækisins að ís-
lenskir sjómenn hafa ávallt gert
miklar kröfur um gæði og notagildi
fatnaðarins. Það er aðdáunarvert
hvað íslenskir sjómenn hafa haldið
mikilli tryggð við merkið í tæpa öld
og við hjá 66°Norður erum ákaflega
stolt af því.“
Þurftu að fara aftur
að teikniborðinu
Tryggð sjómanna við vörur
66°Norður kemur ekki af sjálfu sér
og segir Elín að hönnuðir fyrir-
tækisins leiti í sífellu leiða til að
koma enn betur til móts við þarfir
stéttarinnar. Gott dæmi um þessa
vöruþróun eru nýir sjógallar gerðir
úr þægilegra efni. „Við viljum
reyna að gera klassíska gallann enn
betri með efni sem er vatnsþétt en
gefur betur eftir og auðveldar fólki
hreyfingu við störf sín. Þróun þess-
arar nýju línu sýnir hversu miklu
máli það skiptir að við getum starf-
að náið með sjómönnum. Fyrstu
sjóbuxurnar sem komu á markað
virkuðu ekki nógu vel og fórum við
því aftur að teikniborðinu til að
betrumbæta hönnunina. Fatnaður-
inn er hannaður hér á Íslandi og
framleiddur í okkar eigin verk-
smiðjum í Evrópu sem gerir
vöruþróun auðvelda.“
Þá þarf hönnunin líka að taka til-
lit til breyttra tíma um borð í skip-
unum og segir Elín að sjófatnaður
66°Norður sé til í öllum stærðum
frá XS upp í 4XL sem endurspeglar
m.a. að æ algengara er að finna
megi konur í áhöfnum skipa. „Fatn-
aðurinn þarf líka að halda í við nýj-
ustu tækni og bættum við t.d. á sín-
um tíma nýjum vasa við
sjóbuxurnar svo að fólk hefði góðan
stað til að geyma snjalltækin sín,“
segir hún. „Síðast en ekki síst þarf
vinnufatnaður fólks, bæði á sjó og
landi, að vera klæðilegur. Þar er
framúrskarandi hönnunarteymi
okkar svo sannarlega með puttann
á púlsinum. Eitt er að fólk geti
sinnt vinnu sinni í fatnaði sem held-
ur líkamanum þurrum og hlýjum,
en það er enn betra ef fatnaðurinn
klæðir fólk líka vel.“
Á mörgum skipum, um allan heim, klæðast sjómenn fatnaði 66°Norður frá toppi til táar.Ódagsett mynd af vöskum sjómönnum. Vinnan hefur alltaf kallað á góðan fatnað.
Þegar þú kaupir fisk í matinn tekur atvinnulífið kipp. Þegar fisksalinn fer í klippingu
tekur það annan kipp. Þegar rakarinn kaupir í matinn á netinu kemur kippur sem
heldur áfram og stækkar þegar lagerstarfsmaðurinn fer með fjölskyldunni í helgarferð
til Ísafjarðar í sumar. Allt í einu er allt komið af stað á ný.
ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA
Þegar þú
velur íslenskt
tekur atvinnulífið
við sér!