Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 49 UMHVERFISVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS Brim er stoltur handhafi Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2019. Með skýrri sýn, virðingu fyrir umhverfi okkar og ómetanlegu starfsfólki, hefur okkur tekist að verða leiðandi í umhverfismálum á Íslandi. Verðlaunin eru okkur hvatning til að ganga enn lengra í sátt og samlyndi við náttúruna - takk fyrir okkur! Brim óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! Morgunblaðið/Eggert myndast, því við sjáum það t.d. á verði á Bretlandsmarkaði að þegar þorskflak er komið í kæli í stórmark- aði og búið að draga frá álagningu, flutningskostnað, hlut sjómanna og aðra kostnaðarliði, þá vantar u.þ.b. þúsundkall upp á kílóverðið, og virð- ast einhverjir milliliðir á leiðinni fá jafnmikið í sinn hlut af hverju kílói og sjómennirnir hljóta.“ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ó skar Sveinn Friðriksson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fram- leiðslu- og þjónustufyr- irtækisins KAPP ehf. og tekur því við starfinu af Frey Frið- rikssyni, eiganda félagsins, sem ver- ið hefur framkvæmdastjóri fyrir- tækisins frá stofnun þess. Freyr mun gegna hlutverki stjórnarfor- manns og samhliða því sinna öðrum verkefnum fyrir fyrirtækið. KAPP selur og þjónustar kæli-, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. Það fram- leiðir meðal annars OPTIM-ICE- ísþykknivélar sem eru vinsælar í fiskiskipum og fiskvinnslum. Þykja ísþykknivélarnar hafa hraða kæl- ingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið. Þá selur KAPP og þjónustar einnig Carrier-kæli og frystivélar á bíla og vörukassa ásamt því að vera umboðsaðili Schmitz Cargobull-flutningavagna hér á landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 43 talsins og hefur það aðsetur í Garðabæ. ,,Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við spennandi starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki. KAPP hef- ur styrkt stöðu sína á samkeppnis- miklum markaði undanfarin ár. Það eru spennandi tímar fram undan og mikið af tækifærum í þessum geira,“ segir Óskar sem starfaði áður sem forstöðumaður alþjóðasviðs Eim- skips og stýrði kæli- og frystiflutn- ingsmiðlun félagsins síðastliðin 10 ár. En Óskar var á þeim tíma með aðsetur í Hollandi. Óskar, sem er menntaður sjávar- útvegsfræðingur frá Háskólanum í Tromso í Noregi, hefur lengst af sín- um starfsferli unnið fyrir Eimskip og hefur starfað fyrir félagið í Hol- landi, Bandaríkjunum og Kanada. Hann starfaði einnig hjá Sölku fiski- miðlun í fimm ár. Óskar Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri KAPP Óskar Sveinn Friðriksson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra KAPP ehf. Áður starfaði hann meðal annars sem forstöðumaður alþjóðasviðs Eimskips.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.