Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 1

Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  161. tölublað  108. árgangur  HEFUR UNNIÐ SEX FYRSTU LEIKI SÍNA Í LOFTINU VIÐ SMÍÐIINA FJÖLBREYTILEGAR, FYNDNAR OG SPENNANDI FRAMKVÆMDIR Á BOLAFJALLI 4 HEIMILDAKVIKMYNDIR 28KNATTSPRYNA 27 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í dag er liðin hálf öld frá harmleiknum á Þingvöll- um aðfaranótt 10. júlí 1970, þegar ráðherrabú- staðurinn brann til kaldra kola. Af því tilefni efnir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, síðdegis til minningarathafnar fyrir boðsgesti á Þingvöll- um. Í brunanum létust Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra, kona hans Sigríður Björnsdóttur og fjögurra ára gamall dóttursonur þeirra, Bene- dikt Vilmundarson. Morgunblaðið fjallar um at- burðinn í dag. Blaðið fékk aðgang að öllum gögn- um rannsóknarinnar sem gerð var á orsökum eldsvoðans. Þau eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Ís- lands. Atburðirnir á Þingvöllum þessa örlagaríku nótt hafa ekki áður verið raktir á grundvelli þess- ara heimilda. Bjarni hafði aðeins ætlað að gista í ráðherra- bústaðnum eina nótt og halda síðan snemma morguns vestur á Snæfellsnes og sækja þar héraðsmót Sjálfstæðisflokksins sem fyrirhuguð voru næstu daga. Kalt var í veðri á Þingvöllum, þótt hásumar væri, þegar þau þrjú komu þangað síðdegis 9. júlí, og um kvöldið og nóttina helli- rigndi og hvessti verulega. Þegar hollenskir ferðamenn urðu fyrir tilviljun eldsins varir um hálftvö um nóttina var ekki vitað hvort einhverjir væru í bústaðnum. Hann varð alelda á skömmum tíma. Þegar lögregla og slökkvilið frá Reykjavík komu um klukkutíma síðar var bústaðurinn brunninn til grunna. Brunarannsóknin leiddi ekk- ert í ljós svo óyggjandi væri um upptök eldsins. Eldsupptök aldrei upplýst Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands Harmleikur Þessa mynd af eldsvoðanum er að finna í gögnum Sakadóms á Þjóðskjalasafninu, en svipuð mynd var á baksíðu Morgunblaðsins 11. júlí 1970.  Hálf öld frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, kona hans og dótt- ursonur létust í bruna á Þingvöllum  Minningarathöfn haldin síðdegis í dag MEinstök harmsaga »10-12, 14-15 Ferðasumarið 2020 fór vel af stað um mánaðamótin þegar Íslending- arnir byrjuðu fyrir alvöru að taka sér sumarfrí og nota það til að ferðast um eigið land. Erlendir ferðamenn hafa einnig komið með vaxandi þunga eftir að byrjað var að skima flugfarþega og farþega Norrænu fyrir kórónuveiru. Fólk sem vinnur í ferðaþjónust- unni lætur vel af sér þótt ekki búist allir við að sumarið verði jafngott og verið hefur undanfarin ár. „Íslendingar eru komnir af stað í sumarfrí og þeir virðast keyra meira og fara víðar en við höfum séð erlendu ferðamennina gera,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Olís. „Maður hefur ekki undan að segja nei, það er fullbókað þessa vikuna og helgarnar löngu farnar,“ segir Edda Arinbjarnar, móttöku- stjóri í Hótel Húsafelli. » 6,9 Ljósmynd/Ómar Við Strokk Ferðamennirnir eru nú aðallega á einkabílum eða bíla- leigubílum en hópar sjaldséðir. Nokkrir voru þó saman við Geysi. Íslendingarnir aka meira og fara víðar  Íslendingar halda uppi þjónustunni Kári Stefánsson telur einsýnt að áfram þurfi að skima ferðamenn við komuna til landsins. Helmingur smitaðra sé einkennalaus og því engan veginn hægt að reiða sig á að fólk fari sjálft í einangrun í tæka tíð fari það að finna fyrir einkennum. Hann segir röksemdir lækna sem hvetja til þess að látið sé af skimun við landamærin ekki vega þungt. Kostnaðurinn sé helst nefndur til sögunnar, en Kári bendir á að síst minni kostnaður hljótist af því fyrir samfélagið að hundruð og þúsundir manna flykkist í sóttkví. „Ég er hræddur um að þetta sé ekki spurning um að hafa landið áfram opið og annaðhvort skima eða skima ekki, heldur spurning um að annaðhvort hafa opið og skima, eða loka bara landinu,“ segir Kári. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leifsstöð Sóttvarnalæknir segir að skimun verði óbreytt út júlí. Skima eða loka landinu  Helmingur smit- aðra einkennalaus  Alls hafa verið greiddir 37,5 milljarðar króna úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði á þessu ári í almenn- ar atvinnuleysisbætur og hlutabæt- ur. Atvinnuleysistryggingasjóður hafði í gær greitt út 20.140 millj- ónir í atvinnuleysisbætur og greiðslur vegna hlutabóta voru þá komnar í 17.364 milljónir króna. Fram hefur komið að einstak- lingum á hlutabótum hefur fækkað úr 33 þúsund í apríl í um og yfir sjö þúsund. »9 37,5 milljarðar greiddir í bætur  Tveir yfirlögregluþjónar, Ásgeir Karlsson og Jón Bjartmarz, segja samning sem Haraldur Johann- essen, fyrrverandi ríkislög- reglustjóri, gerði við níu yfirlög- regluþjóna fullkomlega löglegan og hyggjast andmæla lögfræðiáliti sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, afl- aði. Lögmaður Landssambands lög- reglumanna vinnur að lögfræðiáliti fyrir þeirra hönd. Haft var eftir Sigríði Björk í kvöldfréttum RÚV í gær að hún hygðist vinda ofan af samkomulaginu. Ásgeir og Jón ætla ef ástæða þykir til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. »2 Telja samninginn fullkomlega löglegan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.