Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 2
Morgunblaðið/Ásdís Bruni Þrjú létust í eldsvoðanum við Bræðraborgarstíg 1. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu. Karlmaður á sjötugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurð- aður í áframhaldandi gæsluvarðald til 6. ágúst á grundvelli almanna- hagsmuna. Héraðsdómari féllst á kröfu lögreglunnar um framleng- ingu gæsluvarðhalds í þágu rann- sóknar hennar á brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrjú lét- ust. Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum og miðar rann- sókn málsins vel að sögn lögreglu. Áfram í varðhaldi vegna brunans 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns skuldara vegna lána sem það fær ekki við ráðið og ört vaxandi hluti þeirra sem sækja um formlega greiðsluaðlögun hefur á herðum sér skuldir við smálánafyr- irtæki. Gagnrýni hefur verið sett fram á harkalegar innheimtuaðgerð- ir vegna smálána. Að sögn Nínu Bjarkar Geirsdótt- ur, hópstjóra umboðsmanns, eru skjólstæðingar stofnunarinnar oft fólk sem safnað hefur miklum skuld- um, tapað yfirsýn og er ráðþrota um eigin úrræði. Hún staðfestir að þar á bæ hafi menn ekki farið varhluta af auknum áhrifum smálána, sem lýsir sér best í því að hlutfall umsækjenda með slík lán, hefur vaxið úr 6 í 66% á síðustu átta árum. Jaðarsettir hópar Neytendasamtökin hafa látið sig málið varða og hafa frá því í haust safnað um 300 frásögnum frá ein- staklingum sem segja farir sínar ekki sléttar. Breki Karlsson, formað- ur, er ómyrkur í máli og kallar smá- lánin „samfélagslegt mein“. Hann lýsir því að í þessum hópi megi finna fólk úr öllum áttum, en að svo virðist sem veikir, fíklar og fátækir, séu sér- staklega útsettir fyrir því að lenda í „þessum vítahring“. Um stærð þessa hóps segist Breki ekki geta sagt, en líklega sjáist bara í topp ísjakans. Gögn umboðsmanns skuldara varpa ljósi á þá samfélagshópa sem þangað leita og má þar m.a. sjá að 66% um- sækjenda eru einstaklingar eða ein- stæðir foreldrar: 61% eru án atvinnu eða eru örorku- og lífeyrisþegar. 70% búa í leiguhúsnæði eða eru í fé- lagslegri leigu. Samkvæmt Breka eru dæmigerð- ar lýsingar fólks á þá leið að smálán sé tekið til að brúa tímabundið bil. Í kjölfarið er svo tekið annað lán til að borga lán og boltinn byrjar að rúlla. Þegar lánin eru komin í vanskil lenda þau í innheimtu, sem að hans sögn er framfylgt af mikilli hörku. Brögð hafa verið að því að gloppur í lögum séu nýttar til að stunda „mjög vafasamar innheimtuaðgerðir“, seg- ir Breki og vísar til máls sem kært var til Lögmannafélagsins. Þar sem félaginu „Almenn Innheimta ehf“ var gert að hætta innheimtu vegna útistandandi krafna og að fella niður innheimtukostnað. Skömm skuldarans Viðmælendur blaðsins lýsa þeirri skömm og vanlíðan sem margir upp- lifa þegar svo er ástatt. Til þessa megi rekja hversu erfiðlega hefur gengið að fá fólk til að stíga fram, segja sögu sína og leita réttar. Þeim sé mætt af „her lögfræðinga“ og að- stöðumunurinn sé yfirþyrmandi. Vanskilaskrá sé svo annar fylgi- fiskur þeirra, sem í þessu lenda, og fylgi þeim mörg ár fram í tímann. Það geri skuldurum enn erfiðara um vik að losna úr prísundinni og ná sér á strik. Smálán vaxandi vandi  Vaxandi áhrif smálána í skuldsetningu einstaklinga  Harðar innheimtuaðgerð- ir gagnrýndar  Skömm og úrræðaleysi skuldara  Vanskilaskrá eykur vandann Gríska landhelgisgæslan sjósetti í gær- kvöldi fyrsta Rafnar 1100-björgunar- og eftirlitsbátinn frá skipasmíðafélaginu Rafnar Hellas við hátíðlega athöfn í Aþenu. Er þetta fyrsti báturinn af tíu þess- arar gerðar sem gríska landhelgisgæslan hefur keypt. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, var viðstaddur og hélt ávarp við tilefnið, en gríska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá sjósetningunni. Sagði Mitsotakis að útbúnaður gríska flot- ans væri að verða enn betri og sterkari með kaupunum á bátunum tíu, sem búnir eru fullkomnustu tækni sem völ er á. „Landamærin eru varin 365 daga á ári, 24 stundir á dag,“ sagði forsætisráðherrann. „Þetta eru tímamót í sögu fyrirtækisins, enda um enn eina viðurkenninguna að ræða á bátahönnun Össurar Kristinssonar, sem er einstök á heimsvísu en þetta skrokklag á sér engan líka,“ segir Haukur Alfreðsson, framkvæmdastjóri Rafnar. Ljósmynd/Rafnar Maritime Fyrsti Rafn- ar-báturinn sjósettur Hátíðleg athöfn Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hélt ávarp við sjósetninguna sem sýnd var í gríska ríkissjónvarpinu. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Tveir yfirlögregluþjónar, sem Haraldur Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði samkomu- lag við um launakjör sem leiddi af sér aukin lífeyrisréttindi, hyggjast koma á framfæri andmælum sín- um við áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að vinda ofan af samkomulag- inu, sem greint var frá í kvöld- fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Samkvæmt lögfræðiáliti sem Sigríður Björk lét gera hafði Har- aldur ekki heimild til þess að gera slíkan samning. „Við erum að láta vinna lögfræðiálit og munum í framhaldinu koma á framfæri and- mælum okkar,“ segir Ásgeir Karlsson, einn þeirra yfirlögreglu- þjóna sem samkomulagið var gert við. „Við erum þeirrar skoðunar að þessi samningur sé fullkomlega löglegur, enda hafa bæði ráðuneyt- ið og ráðherra lýst því yfir að það sé óumdeilt að forstöðumenn hafi heimild til þess að gera svona samninga,“ segir Ásgeir. „Þessi samningur hefði aldrei verið und- irritaður nema menn hafi verið þess fullvissir að hann væri lögleg- ur,“ segir hann. Þá segir Ásgeir að ef að ástæða þyki til verði látið reyna á málið fyrir dómstólum. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir að lögmaður Landssambands lögreglumanna (LL) telji að álitið fái ekki staðist en lögmaðurinn er að vinna að lögfræðiáliti fyrir yfir- lögregluþjónana. Ráðherrar staðfestu Samkvæmt lögfræðiálitinu sem Sigríður Björk lét vinna voru samningarnir gagngert gerðir til að tryggja yfirlögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þá hafi Haraldur ekki haft heimild til að skuldbinda Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og að samn- ingarnir hafi ekki stoð í lögum og stofnanasamningi ríkislögreglu- stjóra og Landssambands lög- reglumanna. Eins og áður segir hefur Sigríð- ur Björk tilkynnt yfirmönnum embættis ríkislögreglustjóra að hún hyggist vinda ofan af sam- komulaginu og ákvarða að nýju launasamsetningu og röðun í launaflokka í samræmi við lög, kjarasamning og stofnanasamn- inga. Jón tekur undir með Ásgeiri og segir að auk lögmanns Lands- sambands lögreglumanna hafi dóms- og fjármálaráðherra stað- fest lögmæti samningsins. Um- ræddir yfirlögregluþjónar hafa tvær vikur til þess að andmæla til- kynningu Sigríðar. Leita til dómstóla ef þörf krefur  Yfirlögregluþjónar sem sömdu við fyrrv. ríkislögreglustjóra segja samninginn fullkomlega löglegan  Ætla að andmæla áformum um að vinda ofan af honum  Lögmaður LL vinnur lögfræðiálit fyrir þá Morgunblaðið/Árni Sæberg Embætti ríkislögreglustjóra Yfirlögregluþjónarnir segja engan vafa á að samningurinn sé fullkomlega löglegur. Jón Friðrik Bjartmarz Ásgeir Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.