Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
Hugsaðu vel um
húðina þína – alltaf
Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir
andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við gerð
útsýnispalls á Bolafjalli ofan Bol-
ungarvíkur. Fyrstu framkvæmdir
felast í því að fjarlægja jarðveg of-
an af berginu þar sem pallurinn
verður festur og hófst vinna við það
í gær.
Útsýnispallurinn verður úr stáli
og gleri og slútir fram yfir kletta-
vegginn á um 55 metra kafla í yfir
600 metra hæð yfir sjávarmáli. Til
að festa hann verða boraðir um
hundrað bergboltar í kletta-
hamarinn, bæði til að gera tengi-
punkta fyrir burðarvirkið og til að
negla stuðla bergsins saman og
tryggja með því festu þeirra.
Bolungarvíkurkaupstaður samdi
við Eykt um gerð útsýnispallsins,
að undangengnu útboði. Gunnar
Örn Steingrímsson, verkefnastjóri
hjá Eykt, segir að klæðskerasauma
þurfi pallinn á bergbrúnina. Því sé
ekki hægt að smíða hann fyrr en
búið verði að bora fyrir festingum
og undirstöðum. Vonast hann til að
undirbúningi ljúki fyrir haustið og
pallurinn verði smíðaður í vetur.
Mannvirkið verði síðan sett upp
næsta sumar.
Krefjandi verkefni
Gunnar segir að verkefnið sé
vissulega krefjandi. „Það þarf hug-
rekki til að taka fyrsta skrefið. Í
forgrunni er að öllum öryggis-
atriðum sé fylgt út í æsar. Það er
það fyrsta sem ég segi á morgnana
og er efst í huga starfsmanna,“
segir Gunnar. Hann segir að ekki
sé hægt að byrja að vinna utan á
klettaveggnum fyrr en búið sé að
styrkja hann. Mennirnir síga niður
bergið með mannkörfum sem verða
tryggilega festar í fjallið. Þar að
auki eru þeir með fallvarnarbelti
sem þeir hafa fengið námskeið í að
nota. „Mestu loftfimleikarnir verða
á næsta ári, þegar við setjum sam-
an stálvirkið,“ segir Gunnar.
Þess er vænst að útsýnispallur-
inn hafi aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Hann kostar um 160 milljónir
króna. Að sögn Jóns Páls Hreins-
sonar, bæjarstjóra í Bolungarvík,
greiðir Framkvæmdasjóður
ferðamannastaða kostnaðinn.
Ljósmynd/Steinar Gunnarsson
Bolafjall Jarðvegur er fjarlægður af bjargbrúninni svo hægt sé að kanna bergið og hefja borun. Bolafjall nær í 638
metra hæð yfir sjávarmáli og þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Ísafjarðardjúp. Fjöldi fólks leggur leið sína þangað.
Starfsmenn verða í loft-
fimleikum við samsetningu
Framkvæmdir hafnar við útsýnispallinn á Bolafjalli
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, segir röksemdir
Ragnars Freys Ingvarssonar, deild-
arlæknis á göngudeild COVID-19 á
Landspítalanum, ekki vega þungt.
Ragnar hefur látið í ljós óánægju
sína með þá ráðstöfun stjórnvalda að
fela Landspítala að annast greiningu
á sýnum teknum við landamæri
vegna kórónuveirunnar. Í Facebook-
færslu á dögunum líkti hann því hlut-
verki við það að Landspítali færi að
sinna „þrifum í Smáralind“. Hann
telur æskilegra að láta af skimun
ferðamanna, en að Íslendingar verði
skimaðir við komuna og svo aftur
eftir stutta sóttkví.
Sigurður Guðmundsson fyrrver-
andi landlæknir og Bryndís Sigurð-
ardóttir smitsjúkdómalæknir hafa
lýst svipuðum sjónarmiðum og
Ragnar. Þau telja æskilegra að láta
af almennri skimun við landamæri,
leita frekar uppi þá sem hafa ein-
kenni og spara þar með þá fjármuni
sem annars færu í skimunina.
Sóttkví er kostnaður
„Eina röksemdin sem þau hafa
komið með,“ segir Kári, „er að þetta
sé svo dýrt. En ef maður lítur á það
sem hefur gengið á í þessari skimun,
þá höfum við misst af tveimur illa
smitandi einstaklingum inn í sam-
félagið. Ein kona sem kom frá
Bandaríkjunum en önnur frá Alban-
íu. Við fundum þær ekki af því að
þær urðu lasnar heldur vegna þess
að, í fyrra tilvikinu, var hringt í kon-
una frá Bandaríkjunum og henni
sagt að hún hafi verið í návígi við
smitaðan, og í seinna tilvikinu
hringdi flugfélagið og gerði viðvart
um smit um borð í flugvélinni.
Þrátt fyrir að þessar tilkynningar
bærust höfðu þær þegar smitað fjóra
hvor um sig. Ímyndaðu þér að þær
hefðu ekki borist, og þær hefðu leik-
ið lausum hala áfram, báðar greini-
lega með gífurlegt magn af veirunni
(e. viral load). Bara á grundvelli
þessara tveggja einstaklinga fóru
um 700 í sóttkví, sem eru um 10.000
sóttkvíardagar. Er það ekki kostn-
aður fyrir samfélagið?“ spyr Kári og
bendir á að með skimuninni hafi tek-
ist að koma í veg fyrir að um þrisvar
sinnum fleiri smitandi einstaklingar
hafi komist inn í landið en þegar hafa
komist.
Skima eða loka landinu
Læknarnir hafa gagnrýnt að verið
sé að verja hundruðum milljóna í að
skima einkennalaust fólk. Kári segir
þó að ekki minni hætta fylgi ein-
kennalausu fólki en veiku. „Sam-
kvæmt okkar mótefnamælingum
fær helmingur þeirra sem smitast
aldrei nein einkenni. Það mælir gegn
röksemd þessara þriggja aðila um að
leyfa fólki ósköp einfaldlega að koma
inn í landið og bíða þar til það verður
lasið og leitar læknis. Það er með
öllu rangt að ganga út frá því að ein-
kennalausir séu með litla veiru,“ seg-
ir Kári.
Kári telur ekki óeðlilegt að það
komi í hlut Landspítalans að sinna
þessu, eins og læknarnir, þó að hann
teldi vissulega betra að hafa sér-
staka stofnun sem sæi um að vinna
þetta fyrir sóttvarnalækni. „En mér
finnst allt í lagi að tjá sína skoðun og
ég ber fulla virðingu fyrir þeirra
skoðun um að gera þetta ekki áfram.
Ég er samt hræddur um að þetta sé
ekki spurning um að hafa landið
áfram opið og skima eða skima ekki,
heldur spurning um að hafa opið og
skima, eða loka bara landinu.“
Röksemdirnar vega ekki þungt
Læknar vilja hætta skimunum Kári og Þórólfur ósammála Kostnaður af sóttkví ekki minni fyrir
samfélagið Ýmislegt réttmætt í gagnrýni læknanna en annað beinlínis rangt, segir sóttvarnalæknir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Deilt um skimanir Kári Stefánsson, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi á dögunum.
„Það er hægt að segja að ýmis-
legt í gagnrýni lækna á Land-
spítalanum er réttmætt og
gagnlegt en annað er beinlínis
rangt,“ sagði Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir í gær. Um-
ræddir læknar hafa sagt það ut-
an verkahrings Landspítala að
skima ferðamenn á landamær-
unum. Sóttvarnalæknir vísaði
því á bug á blaðamannafundi og
benti á að það stæði berum orð-
um í leyfisveitingum og vinnslu-
samningum að spítalanum bæri
að stunda skimun fyrir smit-
sjúkdómum sem hefði þýðingu
fyrir almannaheill. Þórólfur
sagði fyrirhugað að skima með
óbreyttum hætti við landamær-
in út júlí en að þá yrði tekin
ákvörðun um framhaldið. Skim-
uninni verði þá ekki alveg hætt,
heldur verði hún útfærð þannig
að litið verði ólíkt til mismun-
andi áhættusvæða.
Í það minnsta
skimun út júlí
SÓTTVARNALÆKNIR
Jarðskjálftahrinan norður af Eyja-
firði stendur enn og jarðvísinda-
menn geta ekki útilokað að stærri
jarðskjálftar komi.
Stærsti skjálftinn sem komið hef-
ur um tíma reið yfir klukkan 17.41 í
fyrradag og var 4,2 að stærð. Upptök
hans eru syðst á jarðskjálftasvæðinu
úti af Eyjafirði og vegna þess hversu
nálægt landi hann varð fannst hann
vel á Siglufirði, Ólafsfirði og víðar á
Eyjafjarðarsvæðinu.
13 þúsund jarðskjálftar
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúru-
vársérfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands, segir að engin breyting hafi
orðið á skjálftahrinunni. Hún haldi
áfram. Heldur rólegra hafi verið á
skjálftamælum um kvöldið og nótt-
ina eftir miðvikudagsskjálftann og
einnig fram eftir degi í gær. Stærstu
skjálftar frá því á miðvikudag hafi
verið um 2 að stærð.
Frá því skjálftahrinan hófst, 19.
júní, hefur sjálfvirkt jarðskjálfta-
kerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 13
þúsund skjálfta á Tjörnes-brotabelt-
inu. Eins og áður hefur komið fram
hafa þrír skjálftar yfir 5 að stærð
mælst í hrinunni, sá stærsti var að
kvöldi 21. júní, 5,8 að stærð.
helgi@mbl.is
Jarðskjálftahrin-
an heldur áfram
Miðvikudagsskjálfti fannst í Eyjafirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Siglufjörður Byggðin skelfur.