Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
segir Hlynur Sigurjónsson, yfirland-
vörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði við
Jökulsárlón.
Hann tekur sérstaklega eftir Ís-
lendingunum. Margir þeirra eru á
stórum bílum með fellihýsi eða tjald-
vagna í eftirdragi og með reiðhjól
fest ofan á þakið. Fleiri Íslendingar
sjást en í fyrra en færri útlendingar.
Fáir erlendir ferðahópar koma, enn
sem komið er, og segir Hlynur að
þess vegna sé fólksmergðin ekki eins
mikil og verið hefur undanfarin sum-
ur.
Hlynur heyrir frá hótelum á svæð-
inu að mikið hafi verið bókað síðustu
daga. Sömu sögu hefur hann að segja
af tjaldsvæðum. Enn eru sam-
komutakmarkanir miðaðar við 500
manns og telur Hlynur líklegt að
tjaldsvæðið í Skaftafelli fyllist á
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ferðasumarið 2020 fór vel af stað um
mánaðamótin þegar Íslendingarnir
byrjuðu fyrir alvöru að taka sér sum-
arfrí og nota það til að ferðast um
eigið land. Erlendir ferðamenn hafa
einnig komið með vaxandi þunga eft-
ir að byrjað var að skima flugfarþega
og farþega Norrænu fyrir kórónu-
veiru. Fólk sem vinnur í ferðaþjón-
ustunni lætur vel af sér þótt ekki
búist allir við að sumarið verði jafn-
gott og verið hefur undanfarin ár.
„Júní var hrikalega dapur,
sérstaklega í gistingu, en veit-
ingasalan byrjaði aðeins að taka við
sér. Það varð sprenging í byrjun júlí
og síðustu daga hefur verið full-
bókað. Þetta er að verða eins og van-
inn hefur verið undanfarin ár, allt
fullt,“ segir Ásdís Erla Jóhann-
esdóttir, hótelstjóri á Sel - Hótel Mý-
vatni á Skútustöðum. Hún segir að
innlendir ferðamenn beri uppi við-
skiptin þessa dagana en greinilegt sé
að fleiri erlendir ferðamenn séu að
koma til landsins. Nefnir sérstaklega
Þjóðverja en einnig Dani. „Þetta er
jákvætt,“ segir Ásdís. Hins vegar
eru fáir hópar að skila sér; gestirnir
eru mest á einkabílum eða bíla-
leigubílum.
Ásdís segir að hótelið sé vel bókað
fram í september en tekur fram að
mikil óvissa ríki um framhaldið. „Við
tökum þetta dag fyrir dag og viku
fyrir viku og verðum með opið eins
mikið og við getum. Ég er þó hrædd
um að við þurfum að loka eitthvað
næsta vetur,“ segir Ásdís.
Ekki sama fólksmergðin
„Þetta hefur breyst hratt og byrj-
aði um leið og byrjað var að hleypa
erlendum ferðamönnum til landsins
án sóttkvíar, bæði með flugi og ferj-
unni. Íslendingar eru líka komnir í
sumarfrí og eru duglegir að ferðast.
Allt er að taka við sér og þetta er að
verða eins og var, eða allt að því,“
næstu dögum og jafnvel þurfi að vísa
fólki frá.
Vilja gera eitthvað saman
„Það er brjálað að gera. Maður
hefur ekki undan að segja nei, það er
fullbókað þessa vikuna og helgarnar
löngu farnar. Núna erum við að bóka
lausar nætur í miðri viku undir lok
mánaðarins,“ segir Edda Arin-
bjarnar, móttökustjóri í Hótel Húsa-
felli. Hún finnur ferðahuginn í Ís-
lendingum og segist verða mikið vör
við stórfjölskyldur. „Fólkið vill gera
eitthvað saman, fara í hellinn Víð-
gelmi, Kraumu, Giljaböð, golf og
gönguferðir og koma og borða góðan
mat á veitingastaðnum hjá okkur.
Margir eru líka með reiðhjól með-
ferðis,“ segir Edda. Ferðafólk kem-
ur einnig frá Evrópu en hlutföllin
hafa snúist við, það er nú í minni-
hluta.
Vilja skoða Kjálkann
Íslendingar virðast nota ferða-
sumarið í ár til að skoða sig um á
Vestfjörðum. Heimir Hansson, for-
stöðumaður upplýsingamiðstöðvar á
Ísafirði, segist sjá það í nærumhverfi
sínu og heyra af góðri aðsókn að
gistihúsum, tjaldsvæðum og afþrey-
ingu víðar í fjórðungnum.
„Þetta er búið að vera fínt í júlí.
Straumurinn byrjaði ekki fyrr en um
mánaðamótin. Aðsóknin toppar þó
ekki metárið sem var í fyrra. Þá var
sprenging hjá okkur, eina helgina
voru 600 manns á tjaldsvæðinu,“
segir Bjarnveig Guðbrandsdóttir,
forstöðumaður íþróttamannvirkja og
tjaldsvæðis Tálknafjarðar.
Morgunblaðið/RAX
Viðkomustaður Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins.
Íslendingar flykkjast nú í
sumarfrí í sínu eigin landi
Ferðaþjónar láta vel af byrjuninni Víða farið að muna um erlent ferðafólk
Drög að frumvarpi til laga um
vernd, velferð og veiðar villtra fugla
og villtra spendýra eru nú til kynn-
ingar og umsagnar í samráðsgátt
stjórnvalda. Þar er lögð til heildar-
endurskoðun á gildandi lögum frá
1994 um málaflokkinn.
Á meðal breytinga sem lagðar eru
til er að meiri áhersla verði lögð á
dýravernd og dýravelferð en í gild-
andi lögum. Þá er lagt til að sér-
stakar stjórnunar- og verndaráætl-
anir verði gerðar fyrir alla helstu
stofna og tegundir villtra dýra. Þær
verði helsta stýritækið við töku
ákvarðana á grundvelli laganna.
Gerð stjórnunar- og verndaráætl-
ana verði samvinnuverkefni Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands og Um-
hverfisstofnunar (UST).
Válistar verði lögfestir með til-
teknum réttaráhrifum að lögum.
Lagt er til að ekki verði leyft að
veiða ófleyga unga og að ekki megi
veiða aðra fugla en lunda í háf. Þá
verði bannað að nota barefli og fót-
boga við veiðar.
Gerðar verði undanþágur fyrir
veiðimenn sem notast þurfi við
hjólastól til að skjóta frá kyrr-
stæðum farartækjum. Eins að tekið
verði með markvissum hætti á tjóni
sem villt dýr og fuglar valdi. Veiði-
kortakerfið verði einfaldað og einnig
látið ná til minkaveiða, eggjatöku og
hlunnindaveiða.
UST fái rýmri heimildir til að fela
stofnunum eða félagasamtökum til-
tekin verkefni eins og framkvæmd
námskeiða, skotprófa o.s.frv. Fleiri
möguleikar verði til að veita villtum
dýrum og búsvæðum þeirra bæði al-
hliða og sértæka vernd.
Umsagnarfrestur um drögin er til
10. ágúst. gudni@mbl.is
Meiri áhersla verði
lögð á dýravernd
Drög að nýjum villidýralögum kynnt
Morgunblaðið/RAX
Fýlsungi Lagt er m.a. til að bannað
verði að veiða ófleyga fuglsunga.
Ráðherrar ýmist afþökkuðu viðtal
eða svöruðu ekki skilaboðum vegna
fyrirspurnar um kínverska fjar-
skiptarisann Huawei. Nova og Voda-
fone nota búnað frá Huawei. Hefur
notkun búnaðar Huawei verið um-
deild á Vesturlöndum að undan-
förnu, ekki síst af öryggisástæðum.
Rætt var við Kenneth Fredriksen,
aðstoðarforstjóra Huawei á Norður-
löndum, í Morgunblaðinu í fyrradag.
Þar kvaðst hann ekki óttast að ís-
lensk stjórnvöld myndu banna félag-
inu að starfa á Íslandi vegna þrýst-
ings frá Bandaríkjastjórn.
Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðar-
son utanríkisráðherra vegna máls-
ins. Upplýsingafulltrúi og aðstoðar-
maður hans tóku við skilaboðum um
að óskað væri viðtals við ráðherrann.
Vísaði á samgönguráðherra
Í öðru lagi benti Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra á að fjarskiptamál væru á
höndum samgönguráðherra og
þjóðaröryggismálin hjá forsætisráð-
herra. Spurt var um stefnu íslenskra
stjórnvalda varðandi aðkomu Hua-
wei að uppbyggingu 5G-nets á Ís-
landi. Loks náðist ekki í Sigurð Inga
Jóhannsson samgönguráðherra.
gso@mbl.is, baldura@mbl.is
Fátt um svör
varðandi
Huawei
Ráðherrar tjá
sig ekki um málið
AFP
Risi Fjarskiptafélagið Huawei.
TAKK LJÓSAVINIR
Nafn: Hlynur Logi Víkingsson
Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni
þegar þúmætir í Ljósið: Eintóm
vellíðan í rauninni, það taka
alltaf allir svo vel á móti
manni, starfsfólkið alltaf
brosandi og lætur manni
líða vel. Maður er líka mjög
þakklátur fyrir að hafa stað
eins og þennan til að leita
til þegar það er eitthvað.
Fyrir það erum við ævinlega þakklát.
Þið veitið krabbameinsgreindum ómetanlegan stuðning ljosid.is