Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 9
FRÉTTIR 9Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í
loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
ULL BÚÐ AF NÝJUM
OG FALLEGUM VÖRUM
4.990 kr.
Túnika
6.990 kr.
Kjóll
F
10. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.39
Sterlingspund 174.69
Kanadadalur 102.55
Dönsk króna 21.101
Norsk króna 14.709
Sænsk króna 15.063
Svissn. franki 148.03
Japanskt jen 1.2956
SDR 192.64
Evra 157.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6244
Hrávöruverð
Gull 1799.35 ($/únsa)
Ál 1596.5 ($/tonn) LME
Hráolía 42.81 ($/fatið) Brent
● Hagfræðideild
Landsbankans spá-
ir 0,3% lækkun
verðbólgu á milli
mánaða, í nýrri
Hagsjá sem birt
var á vef bankans í
gær.
Hagstofan mun
birta júlímælingu
vísitölu neyslu-
verðs 24. júlí.
Í verðbólguspá deildarinnar segir að
gangi spáin eftir lækki verðbólgan úr
2,6% í 2,5%.
Í spánni segir að vísitala neyslu-
verðs hafi hækkað um 0,44% milli
mánaða í júní. Sú mæling kom bank-
anum á óvart, en opinberar spár lágu á
bilinu 0,1–0,3%.
Hvað einstaka liði verðbólgunnar
varðar segist bankinn eiga von á að
áhrif sumarútsala á fötum og skóm og
á húsgögnum og heimilisbúnaði verði
svipuð og síðustu ár. „Heildarárif
sumarútsala í spá okkar eru 0,56 pró-
sentur. Matur og drykkjarvörur hækk-
uðu um 4,0% milli mars og júní, aðal-
lega vegna veikingar krónunnar. Við
teljum líklegast að gengisáhrifin séu
komin að fullu fram og búumst við lítilli
breytingu á verðlagi mat og drykkjar-
vara milli mánaða í júlí.“
Landsbankinn spáir
lækkun verðbólgu
Spá Telja að matar-
verð breytist lítið.
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Atvinnuleysistryggingasjóður hafði
í gær greitt út 20.140 milljónir í at-
vinnuleysisbætur á þessu ári. Þá
höfðu verið greiddar 17.364 millj-
ónir í hlutabætur á árinu. Saman-
lagt eru þetta um 37,5 milljarðar
króna.
Þessar upplýsingar fengust frá
Vinnumálastofnun.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að einstaklingum á hlutabótum
hefði fækkað úr 33 þúsund í apríl í
um og yfir sjö þúsund. Hefur þeim
því fækkað um 26 þúsund síðan
fjöldinn náði hámarki í apríl.
Boðið upp á 75% bætur
Til upprifjunar var með hluta-
bótaleiðinni boðið upp á greiðslu at-
vinnuleysisbóta samhliða skertu
starfshlutfalli. Tilefnið var sam-
dráttur vegna veirunnar. Boðið var
upp á allt að 75% bætur gegn 25%
starfshlutfalli. Tekjurnar komu ekki
til skerðingar atvinnuleysisbóta.
Frá og með 1. júlí þarf starfshlut-
fallið að vera minnst 50%. Úrræðið
verður að óbreyttu í boði til 1. sept-
ember.
Áætlaðar 84 milljarðar
Ríkisendurskoðun birti í lok maí
skýrslu um atvinnuleysisbætur
vegna minnkaðs starfshlutfalls.
Þar er rifjað upp að áætlað var í
upphafi árs að atvinnuleysisbætur
árið 2020 yrðu 27,4 milljarðar. Til
samanburðar var áætluð hækkun
bótagreiðslna vegna aukins atvinnu-
leysis 56,5 milljarðar. Samanlagt
eru þetta um 83,9 milljarðar króna.
Atvinnuleysis- og
hlutabætur á árinu
Greiðslur frá 1. jan.- 9. júlí 2020
Hlutabætur Atvinnuleysisbætur
H
ei
m
ild
: V
M
ST
20,1
ma.kr.
17,4
ma.kr.
Alls
37,5
ma.kr.
20 milljarðar í at-
vinnuleysisbætur
Og 17,3 millj-
arðar í hlutabætur
það sem af er ári
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Reksturinn hefur verið að styrkj-
ast. Við sjáum að akstur er aftur að
aukast, sem hefur jákvæð áhrif á
okkar sölu,“ segir Jón Ólafur Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Olís.
Vegna samkomubanns frá
miðjum mars og fram í byrjun maí
dróst umferð ökutækja mikið sam-
an. Síðan hefur verið stígandi í um-
ferðinni.
„Íslendingar eru komnir af stað í
sumarfrí og þeir virðast keyra
meira og fara víðar en við höfum séð
erlendu ferðamennina gera. Við
finnum góð merki um að það er góð-
ur bati í okkar rekstri. Salan er að
aukast. Hún styrktist þokkalega vel
í júní og það sem af er júlí hefur
gengið nokkuð vel.
Við sjáum mestu batamerkin á
höfuðborgarsvæðinu og í 100 til 200
kílómetra fjarlægð frá því en svo
dregur úr áhrifunum,“ segir Jón
Ólafur um þróunina í sumar.
Meiri eyðsla hjá Íslendingum
„Við erum kannski ekki að ná
sömu sölu yfir sumartímann og í
fyrrasumar en við erum farin að
nálgast það. Það eru fáir erlendir
ferðamenn á ferðinni en Íslending-
arnir eru heima og þeir nýta sér
tækifærin og ferðast um Ísland. Það
virðist vera að eyðslan eða akstur-
inn hjá íslensku ferðamönnunum sé
meiri. Kannski eru þeir að keyra á
stærri bílum og draga hjólhýsi. Við
sjáum því ágætis batamerki í söl-
unni og það er fyrst og fremst vegna
þess að Íslendingarnir eru að
ferðast meira,“ segir Jón Ólafur og
rifjar upp ferðamynstrið síðasta
sumar.
„Við vitum að á hverjum mánuði
yfir sumartímann eru 40-50 þúsund
Íslendingar á ferðalagi erlendis. Nú
eru flestir heima og við njótum þess
svo sannarlega í okkar rekstri að
fólk er að skoða Ísland og nýtir sér
þá þjónustu okkar og annarra.“
Góð sala í veitingum
Olís er jafnan með hátt þjónustu-
stig á bensínstöðvum sínum og selur
vörur og veitingar. En hvernig
skyldi spurnin hafa verið eftir ham-
borgurum og pylsum?
„Hún hefur verið mjög góð. Það
verður að segjast eins og er að þrátt
fyrir að við höfum fundið verulega
fyrir samdrætti í sölu eldsneytis
þessa erfiðu mánuði sem voru vegna
kórónuveirunnar í mars og apríl að
þá hélst vörusalan býsna góð hjá
okkur og meðal annars í veitingum.
Hún er líka mjög góð um þessar
mundir,“ segir Jón Ólafur.
Hann segir aðspurður að salan
undanfarið sé viss varnarsigur.
„Auðvitað vissi maður ekki hversu
lengi þetta myndi vara en sem betur
fer virðist kúfurinn hafa verið í mars
og apríl en svo fór að birta verulega
til þegar sóttvarnalæknir og þríeyk-
ið fóru að aflétta hömlunum. Við
vorum komin á góðan skrið í júní, og
erum mjög lukkuleg með hvernig
þetta gengur núna, en eins og aðrir
sem eru í rekstri hefur maður
áhyggjur af haustinu.“
Haustið gæti orðið þyngra
„Nú sjáum við að ferðaþjónustan
á verulega undir högg að sækja.
Maður óttast að atvinnuleysi muni
aukast á haustmánuðum og þá kann
að draga úr kaupgetu og kaupvilja
hjá fólki. Þannig að verslun og þjón-
usta mun vafalaust finna fyrir sam-
drætti á haustmánuðum miðað við
óbreytt ástand. Maður sér hvorki
mikil batamerki í löndunum í kring-
um okkur né veit maður hversu mik-
ill ferðavilji verður hjá útlendingum
með haustinu. Það fer eftir því hvort
það verður seinni bylgja í þessum
faraldri. Maður óttast því að það
gæti þyngst aðeins undir fæti á
haustmánuðum,“ segir Jón Ólafur
um horfurnar.
Vegur ekki upp samdráttinn
Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóri Festis sem meðal annars rek-
ur N1, segir að þótt Íslendingar séu
á faraldsfæti sé umferðin engu að
síður minni en á sama tíma í fyrra.
Þannig dugi aukin innlend ferða-
lög ekki til að vega upp samdrátt í
komum erlendra ferðamanna. Um-
ferð hópferðabifreiða hafi dregist
stórlega saman og mun færri bíla-
leigubílar séu á vegunum en í fyrra-
sumar.
Eggert Þór segir aðspurður að
N1 sé með færri starfsmenn en í
fyrra. Almennt sé sumarið sterkt
hjá N1, enda hafi félagið víðtækt
sölukerfi úti á landi. Félagið hafi 30
mannaðar bensínstöðvar og alls 100
dælustöðvar um landið allt.
Óvissa um haustið
„Ég hef meiri áhyggjur af haust-
inu fyrir okkur Íslendinga almennt.
Hvað gerist þegar sumarið er búið?
Það er spurningin. Eftir að farald-
urinn braust út gáfum við út lægri
afkomuspá fyrir árið. Við teljum
okkur hins vegar að vera að ná meiri
árangri. Það verður þó ekki neitt til
að hrópa húrra fyrir,“ segir Eggert
Þór um stöðuna.
Ekki náðist í Árna Pétur Jónsson,
forstjóra Skeljungs, í gær.
Ferðalög Íslendinga skila
olíufélögunum tekjuauka
Framkvæmdastjóri Olís segir íslenska ferðamenn eyða meiru á ferðum sínum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Á ferðalagi Umferðin er að aukast. Þá hefur sala á húsbílum aukist.