Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 10

Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það er fimmtudagur 9. júlí 1970. Klukkan er að ganga þrjú eftir há- degi. Fyrir utan reisulegt einbýlis- hús í Háuhlíð 14 í Reykjavík bíður Haraldur Guðmundsson bílstjóri eftir Bjarna Benediktssyni, for- sætisráðherra og formanni Sjálf- stæðisflokksins, sem þar býr. Hann er á leið til Þingvalla með konu sinni, Sigríði Björnsdóttur, og ung- um dóttursyni þeirra, Benedikt Vil- mundarsyni. Þau ætla að dvelja í bústað forsætisráðherra í þjóðgarð- inum eina nótt, en hefja ferðalag um Snæfellsnes og í Dali snemma morguns daginn eftir að sækja hér- aðsmót sjálfstæðismanna í sýslun- um. Bjarni hefur í byrjun júlí bund- ið það fastmælum við vin sinn Ásgeir Pétursson sýslumann að heimsækja hann í Borgarnes þenn- an dag og gista á heimili hans um nóttina áður en þeir fara á héraðs- mótin. En nokkrum dögum seinna hefur hann samband aftur og hefur þá breytt áætlun sinni. Hann ætlar fyrst til Þingvalla, gista þar, en koma svo yfir Uxahryggi til Borg- arness næsta dag. Lagt er af stað frá heimili for- sætisráðherra um klukkan hálfþrjú og komið til Þingvalla um klukku- tíma síðar. Ekki er ólíklegt að margt sé skrafað á leiðinni enda bíl- stjórinn góður vinur Bjarna og fjöl- skyldu hans og með þeim gagn- kvæm virðing. Haraldur hefur ekið Bjarna í meira en áratug og hefur orð á sér fyrir að vera einstaklega traustur bílstjóri. Hann staldrar að- eins við á Þingvöllum í hálftíma og heldur síðan í bæinn að nýju. Ráð- herrabústaðurinn er hvítmálað bárujárnsklætt timburhús, einlyft, reist í tilefni af konungskomunni 1907, og því stundum nefnt Kon- ungshúsið. Það stendur á Hallinum suðvestan við Hótel Valhöll; stein- snar frá eru kirkjan og Þingvalla- bærinn, heimili og aðsetur þjóð- garðsvarðar. Við hlið ráðherra- bústaðarins stendur minni bygging og yngri, svefnskáli sem nefndur er Gestahús. Þar gista stundum gestir forsætisráðherra. Sterkar taugar til Þingvalla Bjarni Benediktsson hefur ætíð haft mikið dálæti á náttúru Íslands og sögu og notið þess að ferðast um landið, ríðandi og gangandi ef því er að skipta. Hann hefur sterkar taugar til Þingvalla, þessa mikla sögustaðar, og kýs að dvelja þar eins oft og skyldustörfin leyfa. Hér hafa örlög Íslendinga ráðist um ald- ir og margir mestu viðburðir þjóð- arsögunnar til gleði og sorgar, framfara og hnignunar, orðið. Bjarni hefur ekki séð ástæðu til að tilkynna séra Eiríki Eiríkssyni þjóðgarðsverði sérstaklega um þessa fyrirhuguðu stuttu dvöl þeirra hjóna í ráðherrabústaðnum. En Eiríkur fréttir þó að afgreitt er símtal frá bústaðnum og að það er forsætisráðherra sem er að hringja í bæinn. Enginn annar virðist hafa orðið var við þau hjónin og barnið eftir að þau komu í bústaðinn. Þótt nú sé hásumar er frekar kalt í veðri á Þingvöllum, aðeins fimm stiga hiti en þurrt og skyggni gott. Líklega hafa þau haldið sig innan- dyra vegna veðursins og Bjarni sleppt hinum vanalega göngutúr sínum um nágrennið. Engan grun getur Bjarni haft um það þegar hann gengur til náða þetta kvöld að í dag hefur hann litið Þingvelli augum í síðasta sinn og örlög hans sjálfs eiga senn eftir að verða samofin margbrotinni sögu alþingisstaðarins forna. Þegar líða tekur á kvöldið versn- ar veðrið, það fer að hellirigna og hvessa með norðan sjö til átta vind- stigum. Hvassviðri og rigning Á tjaldstæðinu við Vatnsvík hafa sjö ungir Hollendingar, piltar og stúlkur, komið sér fyrir. Þau eru nýkomin til landsins með Loftleið- um og eru í hópi margra útlendinga sem ætla á landsmót hestamanna sem hefst á Skógarhólum í Þing- vallasveit daginn eftir. Þegar tjaldið fýkur ofan af þeim í einni vindhvið- unni um kvöldið ákveða þau að flytja farangurinn í stóran Land- rover-jeppa sem þau hafa tekið á leigu og fara að Hótel Valhöll þar sem þau ætla að sofa í jeppanum í skjóli húsanna það sem eftir er næt- ur. Klukkan er hálftvö að nóttu þeg- ar þau nema staðar við söluskálann á hlaðinu og snúa bílnum í átt að sumarbústöðunum undir Hallinum. Ljós loga víða í Hótel Valhöll þótt áliðið sé nætur. Þar er að venju nokkur hópur gesta, sumir komnir til herbergja sinna, sofnaðir eða vaka enn og nokkrir eru að spjalli í anddyrinu. Á skrifstofunni þar inn af situr sonur þjóðgarðsvarðarins, hótelstjórinn Jón Eiríksson, og ger- ir upp kassann eftir daginn. Faðir hans hefur stuttu áður farið í eftir- litsferð um þjóðgarðinn, að þessu sinni að ósk Páls Hallgrímssonar, sýslumanns á Selfossi, vegna hesta- mannamótsins sem er að hefjast. Hann ekur meðal annars að Valhöll um miðnætti og horfir til bústaðar forsætisráðherra. Þar er engin bif- reið og ekkert sem bendir til þess að Bjarni sé enn á staðnum. Áður en Eiríkur gengur til í hvílu heima í Þingvallabænum lítur hann enn að Valhöll og bústaðnum, án þess að sjá þar nokkuð athugavert. Klukk- an er hálfeitt að nóttu. En rúmum klukkutíma síðar vekur frúin hann og hefur slæmar fréttir að færa. Eldur er laus í ráðherrabústaðnum. Sonur þeirra hefur hringt frá Val- höll til að fá línu frá Þingvallabæn- um til að ná sambandi við slökkvilið og lögreglu í Reykjavík. Eldurinn uppgötvast Það er unga fólkið frá Hollandi sem fyrst verður eldsins vart. Þeg- ar þau leggja jeppa sínum við sölu- skálann klukkan hálftvö taka þau eftir því að það er kviknað í einum bústaðanna í sjónlínu frá bílastæð- inu. Þau hlaupa þangað þegar í stað og sjá að gluggi við suðausturhornið hefur brotnað og logar teygja sig út um hann. Þau hafa enga hugmynd hver á þennan bústað eða hvort nokkur er innandyra. Aðrir gluggar en þessi eini eru lokaðir og útidyr allar harðlæstar. Stúlka í hópnum brennir sig þegar hún reynir að opna einar dyrnar. Einn Hollend- inganna hleypur nú að Valhöll til að láta vita. Allt í einu heyrist spreng- ing og þakið á norðanverðum bú- staðnum lyftist upp og fellur síðan aftur niður með brauki og bramli. Eldurinn breiðist nú hratt út um húsið og innan stundar er það alelda. Fólkið sem statt er í anddyri Hótels Valhallar hleypur út að bú- staðnum en getur ekkert aðhafst. Klukkan 1:38 um nóttina hringir síminn á Slökkvistöðinni í Reykja- vík. Jón Eiríksson tilkynnir að kviknað sé í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Enginn veit þá hvort fólk er í húsinu. Tveir slökkvibílar eru þegar sendir af stað. Um tíu mínútum síðar hringir síminn hjá lögreglunni í Reykjavík og enn er það Jón sem greinir frá atburðum. Símasamband frá Þingvöllum er slæmt og tefur það fyrir hjálpar- beiðnum. En lögreglubíll með tveimur mönnum er tafarlaust sendur af stað austur. Sýslumaður- inn og yfirlögregluþjónninn á Sel- fossi eru einnig lagðir af stað. Þeg- ar klukkan er langt gengin í þrjú hringir séra Eiríkur þjóðgarðsvörð- ur í slökkvistöðina og biður um að einnig sé sendur sjúkrabíll á stað- inn. Hann hefur stuttu áður náð sambandi við heimili forsætisráð- herra í Reykjavík og maður, sem hann telur að sé tengdasonur ráð- herra, svarar og segir honum að þau hjónin séu í bústaðnum ásamt dóttursyni þeirra. Haraldur Guð- mundsson, einkabílstjóri forsætis- ráðherra, staðfestir þetta. Öllum er ákaflega brugðið þegar þetta frétt- ist. Þegar slökkviliðsbílarnir koma til Þingvalla er klukkan orðin rúmlega hálfþrjú. Ráðherrabústaðurinn er þá að mestu brunninn niður. Dælt er úr slökkviliðsbílunum til að slökkva í rústunum og leita að þeim sem voru innandyra. Forsætisráð- herrahjónin, Bjarni og Sigríður, finnast fljótlega, bæði látin. Nokkru seinna finnst lík Benedikts litla. Ljóst er að þau hafa öll vaknað við eldinn en ekki komist út. Eftir þetta eru gerðar ráðstafanir til að fá lík- kistur og kemur bifreið á vegum Einstök harmsaga á Þingvöllum Ljósmynd/Sakadómur Reykjavíkur/Jón Eiríksson. Bruninn Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum í ljósum logum aðfaranótt 10. júlí 1970. Hann brann til grunna á rétt um einni klukkustund. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/GVA. Rústir Ráðherrabústaðurinn rústir einar að morgni 10. júlí 1970. Svæðið var fljótlega hreinsað og tyrft yfir. Ári síðar var þar reistur minnisvarði. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Heimsókn Hópur ungra sjálfstæðismanna heimsótti Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum um tveimur vikum fyrir brunann. Bjarni Benediktsson var 62 ára gamall þegar hann lést, fæddur 30. apríl 1908. Sigríður kona hans var ellefu árum yngri, fædd 1. nóvember 1919. Benedikt var aðeins fjögurra ára, fæddur 14. apríl 1966. Hann var sonur Valgerðar, næstelstu dóttur Bjarna og Sigríðar, og Vilmundar Gylfasonar. Þau létust í brunanum Sigríður Björnsdóttir Benedikt Vilmundarson Bjarni Benediktsson  Hálf öld er í dag liðin frá því ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann til kaldra kola  Þar létust Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, eiginkona hans og ungur dóttursonur þeirra Morgunblaðið fékk aðgang að öllum skýrslum rann- sóknarinnar og endurriti úr sakadómsbókinni. Gögn- in eru varðveitt í Þjóð- skjalasafni Íslands. Atburð- irnir á Þingvöllum þessa örlagaríku nótt hafa ekki áður verið raktir á grund- velli þessara gagna. Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.