Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 vallabænum síðdegis 10. júlí og síð- an fram haldið á Selfossi daginn eft- ir. Ekki verður annað sagt en að vel sé staðið að rannsókninni. Allir sem voru á vettvangi atburðarins og álit- ið er að gagnast geti rannsókninni eru yfirheyrðir. Einnig eru allir þeir sem umsjón hafa haft með bú- staðnum, umhirðu og lögnum, kvaddir til vitnisburðar. Sýslumað- urinn í Árnessýslu, lögreglan í Reykjavík, rannsóknarlögreglan og slökkviliðið rita skýrslur um brun- ann. Sérfræðingar skila álitsgerðum um bústaðinn, lagnir þar og tækja- búnað sem gætu hafa orsakað brun- ann. Eitt af því sem menn hnjóta um við rannsóknina er að þrjú slökkvi- tæki reynast hafa verið í bústaðn- um, fleiri en í nokkrum öðrum sam- bærilegum húsum. Reykskynjarar eru engir fremur en í öðrum slíkum húsum á þessum tíma. En eldurinn hefur magnast svo hratt að engum vörnum verður við komið og slökkvitækin standa óhreyfð. Niðurstaða brunarannsókn- arinnar er mögur. Tíu dögum eftir eldsvoðann er skráð í sakadómsbók Árnessýslu: „Ekkert hefur komið fram sem bendir á neitt sérstakt er orsakað gæti hafa eldsupptök í sumarbústaðnum.“ Flest það sem mönnum dettur helst í hug, olíu- kyndingin, rafleiðslur og tvö ónotuð própangastæki í eldhúsi er talið óhugsandi eða ólíklegt út frá vitn- eskju og vitnaleiðslum um fram- vindu brunans. Þó er ekki útilokað miðað við ástand gastækjanna að gasleki hafi orðið, kviknað hafi í gasblönduðu lofti út frá eldi í kyndi- tæki, rafmagnsneista eða annarri glóð, svo sem frá sígarettu. Hinn 24. júlí 1970, þegar allar álitsgerðir slökkviliðsins í Reykjavík með þær skömmu síðar. Lögregluvarðstjóranum í Reykja- vík er falið að ná í prest til að fara á fund fjölskyldunnar. Hann er líka beðinn um að vekja lögreglustjór- ann, Sigurjón Sigurðsson, sem hafa mun samband við ráðherra í ríkis- stjórninni til að greina þeim frá því sem hefur gerst. Forsetinn ávarpar þjóðina Fréttin um harmleikinn berst hratt um land allt frá manni til manns þegar morgnar. Í Útvarpinu eru aðeins leikin sorgarlög allan morguninn en engar fréttir fluttar. Það er ekki fyrr en um hádegi 10. júlí að skýrt er frá því hvað hefur gerst. Áður en fréttirnar eru lesnar flytur Kristján Eldjárn, forseti Ís- lands, ávarp til þjóðarinnar. „Þau sorgartíðindi spurðust snemma morguns í dag,“ segir hann, „að for- sætisráðherra, dr. Bjarni Bene- diktsson, kona hans frú Sigríður Björnsdóttir og ungur dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundarson, hefðu látið lífið, er forsætisráð- herrabústaðurinn á Þingvöllum brann, þegar skammt var liðið næt- ur.“ Kristján segir að atburðurinn sé hörmulegri en svo, að orðum verði yfir komið. „Í einu vetfangi er í burtu svipt traustum forystu- manni, sem um langan aldur hefur staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífi voru og með honum ágætri konu hans, er við hlið hans hefur staðið með sæmd og prýði, og ungum sveini, sem var yndi þeirra og eftirlæti.“ Síðdegis föstudaginn 10. júlí flytja Vísir og Alþýðublaðið frétt- ina, en árdegisblöðin þrjú, Morgun- blaðið, Tíminn og Þjóðviljinn daginn eftir. Öll leggja blöðin forsíður sínar undir atburðinn. Þetta eru ótrúleg tíðindi sem snerta streng í brjósti sérhvers Íslendings. Fréttin flýgur úr landi og er á forsíðum blaða um allan heim. Samúðarkveðjur berast frá þjóðarleiðtogum og stjórnmála- foringjum nágrannalandanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, Viðreisnar- stjórnin, er kölluð saman til auka- fundar. Þar er ákveðið að fela Jó- hanni Hafstein dómsmálaráðherra, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að gegna störfum forsætisráðherra fyrst um sinn. Fellst Kristján Eld- járn forseti á það. Í dagbók sína skrifar hann meðal annars: „Það er alveg satt að allir sakna Bjarna og finna hvílíkt traust var í honum.“ Eldsupptök óljós Upp úr klukkan 3 um nóttina sem bruninn verður hefur Reykjavík- urlögreglan samband við rannsókn- arlögregluna. Hér hafa þvílíkir at- burðir gerst að engan tíma má missa til að hefja rannsókn á upp- tökum eldsins. Það verður krafist skýringa á því hvernig þetta gat gerst. Njörður Snæhólm aðalvarðstjóri er vakinn og heldur hann þegar austur með tvo menn með sér, ann- an úr tæknideildinni. Þegar þeir koma á vettvang er allt brunnið sem brunnið getur. Gestahúsið við hliðina hefur þó alveg sloppið en þar var enginn þessa nótt. Rann- sóknin hefst þá þegar og byrjað er að gera ráðstafanir til að fá fleiri sérfræðinga á staðinn. Vegna veð- urs er hlé gert á vettvangskönnun undir morgun en henni fram haldið um hádegismál. Jafnframt hefjast yfirheyrslur yfir öllum þeim sem urðu vitni að brunanum í sakadómi Árnessýslu sem settur er í Þing- og skýrslur liggja fyrir, tilkynnir saksóknari að af ákæruvaldsins hálfu sé að svo stöddu ekki krafist frekari aðgerða í málinu, „en komi eitthvað það fram sem verða mætti til upplýsinga um eldsupptök, ber að taka rannsókn málsins upp að nýju.“ Látlaus og virðuleg athöfn Útför forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra er gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 16. júlí. Hún er látlaus og virðuleg. Þúsundir Íslendinga eru viðstaddir til að votta þeim virð- ingu sína. Þar eru einnig fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja og alþjóða- stofnana. Athöfnin í kirkjunni hefst kl. 2 síðdegis en þegar upp úr hádegi fer fólk að safnast saman fyrir utan. Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Páls P. Pálssonar leikur sorgarlög frá kl. 1:40 við styttu Jóns Sigurðssonar. Klukkan tvö hefur mikill mannfjöldi safnast saman á Austurvelli, Kirkjutorgi og næsta nágrenni til að hlýða á at- höfnina sem útvarpað er um gjall- arhorn. Auk þess hlýðir fjöldi fólks á athöfnina inni í Alþingishúsinu. Þá er henni útvarpað um land allt. Dómkirkjan er fagurlega prýdd blómum og fjöldi blómsveiga hefur borist, m.a. frá Sameinuðu þjóð- unum, erlendum ríkisstjórnum, stofnunum, félögum og ein- staklingum, þar á meðal forseta Ís- lands og Noregskonungi. Fleiri blómsveigar hafa borist en nokkru sinni fyrr í sögu Dómkirkjunnar. Biskup Íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur kveðjuorð. Dómprófastur, sr. Jón Auðuns, heldur minningarræðuna. Fyrir utan Dómkirkjuna standa lögreglumenn heiðursvörð og þegar kisturnar hafa verið bornar út leik- ur Lúðrasveit Reykjavíkur þjóð- sönginn. Líkfylgdin fer suður Templarasund, austur Vonarstræti, suður Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Hringbraut og Reykjanesbraut í Fossvogskirkjugarð. Mikill mann- fjöldi stendur beggja vegna leið- arinnar og báðum megin meðfram Fríkirkjuvegi stendur ungt fólk með íslenska fána í heiðursskyni við forsætisráðherrahjónin og dóttur- son þeirra. Í Fossvogskirkjugarð fara aðeins ættingjar og vinir fjölskyldunnar. Ríkisstjórnin býður ættingjum og nánustu vinum fjölskyldunnar til kaffidrykkju í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis, þar sem börn forsætisráðherrahjónanna taka á móti gestunum, en Jóhann Hafstein fosætisráðherra og kona hans taka á móti erlendum fulltrú- um á heimili sínu. Fánar blakta í hálfa stöng um land allt og skrif- stofur og verslanir eru víðast hvar lokaðar eftir hádegi í virðingarskyni við hin látnu. Það sem hann hefði getað orðið Dagblöðin birta öll fjölda minn- ingargreina um Bjarna, Sigríði og dótturson þeirra daginn sem útförin fer fram. Minningargreinarnar eru á tuttugu síðum í Morgunblaðinu. Meðal þeirra sem minnast Bjarna eru vinir hans og samstarfsmenn. Þá rita tveir helstu menningarjöfrar Íslendinga eftirmæli um hann. „Harmsagan á Þingvöllum aðfara- nótt hins 10unda júlí 1970 er líklega einstök í þúsund ára sögu þessa forna hjartastaðar landsins, enda einn þeirra atburða sem einginn lík- indareikníngur gæti gert ráð fyrir, af því að líkurnar fyrir slíkri til- viljun eru óendanlega fáar,“ skrifar Halldór Laxness rithöfundur m.a. „Bjarni Benediktsson átti sér mikinn og merkilegan þroskaferil,“ skrifar Sigurður Nordal. „Hann var í senn óvenjulegur skapmaður og vitmaður, vígreifur og viðkvæmur. Það þurfti mikinn þrótt og heil- brigðan kjarna til þess að halda þessu öllu í því jafnvægi, sem hon- um einatt lánaðist framar og framar að gera. Ætla mætti að maður með svo langan og fjölbreyttan starfs- feril að baki, sem háskólakennari, borgarstjóri, þingmaður, ritstjóri og ráðherra, hefði þegar sýnt allt, sem í honum bjó. En því fór fjarri. Ekk- ert af því, sem honum hafði til að mynda auðnast að rita, sýnir til neinnar hlítar hina fágætu yfirsýn hans um samtíð sína og dýpsta sagnfræðilega skilning hans á mönnum og málefnum, sem hafinn var yfir alla baráttu líðandi stundar. Sumt af þessu hafði varla ennþá borið þroskaða ávöxtu í störfum hans. En mér finnst, að svo mikill missir, sem var að honum einsog hann var, sé mér enn sárara að gera mér í hugarlund, hvað hann hefði enn getað orðið.“ Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Útför Dómkirkjan var þéttskipuð við útför forsætisráðherrahjónanna og mikill mannfjöldi hlýddi á athöfnina utanhúss í Kirkjustræti, á Austurvelli og Kirkjutorgi og í anddyri Alþingishússins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Útför Kistur hinna látnu blómum prýddar í Dómkirkjunni 16. júlí 1970. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Útför Ráðherrar bera kistu Bjarna Benediktssonar úr Dómkirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.