Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 14
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Íupphafi árs virtist sem aðbúast mætti við óbreyttulandslagi í bandarískumstjórnmálum eftir kosning-
arnar í haust, þar sem demókratar á
Bandaríkjaþingi myndu halda full-
trúadeildinni, en repúblíkanar öld-
ungadeildinni. Á sama tíma voru líkur
á að Donald Trump Bandaríkja-
forseti myndi ná endurkjöri með vís-
an til þess að efnahagur landsins þótti
standa vel.
Í kjölfar kórónuveirufaraldurs-
ins hefur hins vegar hallað undan fæti
hjá Trump og er jafnvel talið að aukn-
ar óvinsældir hans geti teflt meiri-
hluta Repúblíkanaflokksins í efri
deildinni í hættu. Kemur þar ekki síst
til sú staðreynd að í þingkosningum
áranna 2016 og 2018 hafa úrslitin
mikið til fylgt afstöðu fólks til forset-
ans.
Þannig féllu öll þingsæti öld-
ungadeildarinnar sem kosið var um
árið 2016 í skaut þeim flokki sem
hafði betur í forsetakosningum sama
árs, og í kosningum til fulltrúadeild-
arinnar 2018 var fylgi frambjóðenda
repúblíkana að miklu leyti svipað og
afstaða kjósenda í viðkomandi kjör-
dæmi til Trumps.
Sjö þingsæti í hættu
Nýlegar skoðanakannanir benda
til þess að demókratar leiði kosninga-
baráttuna í fimm af þeim ríkjum þar
sem repúblíkanar eru nú með öld-
ungadeildarþingsæti; Arizona, Colo-
rado, Iowa, Maine og í Norður-
Karólínu. Þá munar einungis tveimur
prósentustigum á David Perdue, öld-
ungadeildarþingmanni Georgíuríkis
og demókratanum Jon Ossoff.
Raunar er Georgíuríki sérstakt
áhyggjuefni fyrir repúblíkana, þar
sem kosið er um bæði þingsætin, en
öldungardeildarþingmaðurinn
Johnny Isakson neyddist til að segja
af sér embætti af heilsufarsástæðum
um síðustu áramót. Sjö af þeim 53
þingsætum öldungadeildarinnar sem
Repúblíkanaflokkurinn hefur gætu
því hæglega skipt um hendur í kosn-
ingunum í nóvember, en aðeins eitt af
þingsætum demókrata, í Alabama-
ríki, er í hættu eins og staðan er nú.
Auk þessara sjö þingsæta eru
einnig teikn á lofti í Montana, Kansas
og Alaska ef allt fer á versta veg fyrir
repúblíkana. Það myndu hins vegar
teljast söguleg úrslit, þar sem Kan-
sas-búar hafa ekki kosið frambjóð-
anda demókrata í öldungadeildinni
frá því fyrir síðari heimsstyrjöld.
Virkar planið frá 1996?
Í greiningu Washington Post á
stöðunni í öldungadeildinni kemur
fram að haldi óánægja kjósenda
áfram að bitna á Repúblíkanaflokkn-
um, gæti hann gripið til sama bragðs
og árið 1996, þegar allt stefndi í að
Bill Clinton myndi hljóta endurkjör.
Þá héldu frambjóðendur flokksins í
öldungadeildinni því fram að kjós-
endur forsetans ættu einnig að kjósa
sig til þess að veita honum nauðsyn-
legt aðhald.
Bent er hins vegar á, að slík
áætlun gæti hæglega farið úrskeiðis,
auk þess sem ólíklegt er að Donald
Trump Bandaríkjaforseti myndi
taka því vel, ef frambjóðendur
flokksins reyna að mynda skil í
hugum kjósenda á milli sín og
forsetans.
Enn er þó langt til kosn-
inga, og engin leið er að spá
fyrir um úrslit. Bæti
Trump stöðu sína í
könnunum, gæti það
aftur endurspeglast
í þingkosningunum.
Meirihlutinn í öldunga-
deildinni í hættu?
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ídag er hálf öldliðin fráharmafregn.
Þeim fækkar sem
muna hvernig sú
frétt skall á þjóð-
inni með einstökum
aðdraganda. Þótt ekki sé lengra
síðan þá er veröldin önnur. Út-
varpsstöð landsins fór þá í loftið
klukkan sjö að morgni. Þá voru
landsmenn að nudda stírur úr
augum og að kveikja á viðtæk-
inu. Þá barst þaðan óvenjulega
hátíðleg tónlist og fljótt rann
upp að þetta voru eingöngu
sorgarlög. Margir settust niður
og biðu skýringa. Hvaða ósköp
höfðu gerst. Alvarlegt flugslys?
Fiskiskip? Þá var kalt stríð og
kjarnorkuöld. Voru tengingar
við það? Reynt var að fá upplýs-
ingar í gegnum símann en kerfi
hans var sprungið. Dóms-
málaráðherrann Jóhann Haf-
stein segir: „Það var sólmán-
uður á Íslandi, en jafnvel þá
gerast veður válynd. Aðfaranótt
hins 10. júlí var aftakaveður,
norðangarri og heljarsvali. Ég
var í sumarbústað með konu
minni að Hvammi í Skorradal.
Ég hafði vaknað allsnemma og
gengið til þess að kveikja upp
eld. Er ég kom frá því verki,
varð ég var óvæntra manna-
ferða.
Ég lauk upp útidyrunum, og
heilsuðu mér tveir lögreglu-
menn, er ég þekkti báða og bauð
inn. Þegar ég hafði setzt í stól,
studdi hinn eldri þeirra höndum
á axlir mér, horfði í augu mér og
sagði: „Í nótt hafa mikil tíðindi
orðið. Vinur þinn, forsætisráð-
herra Bjarni Benediktsson, og
kona hans, frú Sigríður, brunnu
inni í Konungshúsinu á Þingvöll-
um í nótt ásamt dóttursyni ung-
um, Benedikt Vilmundarsyni.““
Örstuttu síðar var Jóhann á leið
í þyrlu til Reykjavíkur.
Í blaðinu í dag er frásögn
Guðmundar Magnússonar
blaðamanns af þessum atburð-
um. Þar birtast opinberar upp-
lýsingar um rannsókn málsins.
Aðstæður eru dregnar fram en
engu slegið föstu um hvað ná-
kvæmlega gerðist. Þjóðin, hver í
sínum ranni, var sem þrumu
lostin. Á hásumartíð hafði brost-
ið á ofsaveður. Forsætisráð-
herrahjónin og dóttursonur
þeirra farast á Þingvöllum,
helgistað þjóðarinnar. Frétt-
irnar léku á allan tilfinninga-
skala fólksins. Sundrungar-
dæmin eru mörg, æsingaröflum
tekst jafnvel af tilefnislitlu að ná
sínu fram. En hinar stundirnar
eru líka til þegar þjóðin verður
sem einn maður og á eina sál. Í
þessu andrúmi var margt rætt
og tilveran enn þá laus við víga-
slóð trölla netheima. Auðvitað
heyrðust raddir næstu vikur og
mánuði sem töldu ekki útilokað
að einhverjir með óhreint mél í
poka hefðu komið hér að til ills.
Þarna átti jú lang-
öflugasti leiðtogi
þjóðar hlut að máli
sem aldrei lét sinn
hlut fyrir neinum.
En þessar raddir
þögnuðu brátt enda
fátt viðrað, sem festa mátti
hönd á.
Bjarni Benediktsson naut
trausts og virðingar frá fyrstu
tíð. Hann náði þó seint sambæri-
legum vinsældum og aðdáun og
forveri hans, Ólafur Thors. Þeir
voru mjög ólíkir menn, en al-
mælt var að þeir bættu hvor
annan upp og hvergi félli skuggi
á samstarf þeirra. Í stjórn-
málum samtímans komast menn
vart hjá því að glamra um per-
sónu sína og framgöngu um
stórt og þó einkum smátt.
Bjarni var fjarri slíku. En
kannski má nálgast mati hans á
stjórnmálalegum kostum þegar
hann lýsir því hvers vegna hann
og Valtýr Stefánsson (báðir um
langa eða skamma hríð rit-
stjórar þessa blaðs) gerðu upp
við sig hverjum ætti að fylgja í
hörðum innanflokksdeilum:
„Báðir ákváðum við að fylgja
Ólafi, af því að við töldum það
einstaka gæfu, ekki einungis fyr-
ir flokk okkar, heldur alla ís-
lenzku þjóðina, að slíkur maður
skyldi hafa valizt til forystu. Sú
gæfa var að okkar viti fólgin í
því, að úr hópi helztu fram-
kvæmdamanna landsins skyldi,
með fullu trausti þeirra, koma
maður svo víðsýnn, frjálshuga
og skilningsgóður á hag hinna
lakar settu og einbeittur í að
bæta kjör þeirra sem Ólafur
Thors.“ Þriðji ritstjóri sama
blaðs, Matthías Johannessen,
hefur svo á bók þessi orð eftir
Bjarna sjálfum: „Við megum
aldrei láta fullveldið af hendi.
Það verður að minnsta kosti ekki
gert, meðan ég hef einhver áhrif.
Faðir minn barðist fyrir sjálf-
stæði Íslands og fullveldi, og ég
ætla að standa vörð um hvort
tveggja. Ég er hræddur um að
aðild að EBE eins og nú er....“
Einhver viðstaddra gagnrýndi
þessi orð, taldi þau jafnvel til-
finningasemi, en Bjarni svaraði
með því að fullveldið hefði greitt
okkur leið að öðrum þjóðum og
alþjóðlegum stofnunum og það
yrði ekki látið í aska Efnahags-
bandalags Evrópu.“ Enn spunn-
ust út af þessu einhver orða-
skipti, en þá man ég að Bjarni
bandaði frá sér með hendinni,
eins og hann gerði stundum, og
sagði: „Fullveldinu megum við
aldrei afsala okkur. Við eigum að
skila landinu betra en við tókum
við því.“ Svo reis hann á fætur og
fór með svofellt vísubrot eftir
Steingrím Thorsteinsson:
„og aldrei, aldrei bindi þig
bönd,
nema bláfjötur Ægis við
klettótta strönd.“
„Svona einfalt er nú þetta!“
Þessi dagur fyrir
hálfri öld hefur sem
betur fer ekki átt
marga sína líka}
Tíundi júlí 1970
B
jarni Benediktsson, þá forsætis-
ráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, stóð á há-
tindi ferils síns þegar hann lést í
eldsvoða á Þingvöllum fyrir 50
árum, þann 10. júlí 1970.
Þegar litið er yfir langan og farsælan feril
Bjarna leynir sér ekki að hann bjó yfir öllum
þeim þremur eiginleikum sem Max Weber
telur í bók sinni Mennt og máttur að séu að-
alsmerki stjórnmálamannsins. Eldmóðurinn
kom kannski gleggst fram í öryggis- og varn-
armálum. Sem utanríkisráðherra var Bjarni í
forystu á miklum átakatímum og lagði grunn
að þeirri stefnu sem fylgt hefur verið síðan,
með áherslu á samstarf vestrænna lýðræðis-
ríkja í Atlantshafsbandalaginu og með varn-
arsamningi við Bandaríkin. Þá var Bjarni í
fararbroddi í öðru ekki síðra hagsmunamáli
þjóðarinnar sem var útfærsla og yfirráð landhelginnar.
En eldmóðurinn dregur skammt, segir Weber, og
gerir engan að stjórnmálamanni sem ekki tekst að beita
honum fyrir vagn góðs málstaðar og gerir síðan ábyrgð-
ina gagnvart honum að mælikvarða gerða sinna. Lýð-
ræði, frelsi einstaklingsins og réttarríkið voru kjarninn í
málflutningi og hugmyndafræði Bjarna. Þar kom sér vel
mikil menntun og fræðastörf í lögfræði og yfirburða
þekking á menningu og sögu þjóðarinnar. Hann var
einn öflugasti verjandinn þegar vegið var að réttarrík-
inu og lýðræðislegum stjórnarháttum í kjölfar heims-
styrjaldarinnar þegar hugmyndaleg barátta frelsis og
lýðræðis gegn alræði kommúnismans stóð sem hæst.
Eldmóður og ábyrgðarkennd eru mikil-
vægir eiginleikar en einnig verður stjórn-
málamaður að hafa til að bera glöggskyggni
eða yfirsýn yfir menn og málefni. „Vandinn
er alltaf, hvernig sami hugur geti hýst
brennandi eldmóðinn og kalda glöggskyggn-
ina, Stjórnmál eru viðfangsefni höfuðsins, en
ekki annarra hluta líkamans,“ segir Max
Weber.
Til vitnis um glöggskyggni Bjarna má
vitna til orða hans sjálfs í ræðu sem hann
flutti hjá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta, skömmu eftir að hann tók við starfi
borgarstjóra árið 1940, þá 32 ára gamall: „Til
þess að taka að sér forsjá í málum annarra,
að stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu.
Stjórnmálamaðurinn verður meðal annars að
þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð
sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar
við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif
atburðir með þeim muni hafa á hag hennar. Svo verður
hann að þekkja sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess og
styrkleika […] Til viðbótar verður að hafa kjark til að
standa með því, sem maður telur rétt og þora að fram-
kvæma það, hvað sem tautar.“
Bjarni Benediktsson var ekki aðeins áhrifamikill
stjórnmálamaður heldur fylgdi mikil gæfa stefnu hans
og ákvörðunum á mikilvægum tímum í sögu þjóðar-
innar. Fyrir þá framgöngu og staðfestu sína verður
Bjarna minnst um langa framtíð.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Eldmóður og staðfesta
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Tónlistarmaðurinn Kanye West
tilkynnti á þjóðhátíðardag
Bandaríkjanna, 4. júlí, að hann
hygðist bjóða sig fram til forseta
landsins. Tilkynningunni hefur
verið tekið með nokkrum fyrir-
vara, þar sem Kanye, líkt og
hann er oftast kallaður, er þekkt-
ur fyrir að grípa til ýmissa ráða
til að vekja á sér athygli.
Hann hefur þó lýst því yfir að
sér sé fúlasta alvara með fram-
boðinu, og hyggst Kanye útnefna
Michelle Tidball, trúarlegan
markþjálfa frá Wyoming, sem
varaforsetaefni sitt.
Stjórnmálaskýrendur vest-
anhafs benda þó á að fram-
boð Kanyes sé helst til of
seint komið til þess að ná
tilætluðum árangri,
en nokkur ríki
hafa þegar lok-
að fyrir fram-
boðsfrest til
embættisins.
Kanye býður
sig fram
FORSETAKJÖRIÐ
Kanye West
AFP
Þinghús Bandaríkjanna Meirihluti repúblíkana í öldungadeildinni gæti
verið í hættu, þar sem fylgi Donalds Trump hefur dalað nokkuð frá í vor.