Morgunblaðið - 10.07.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Fyrirvaralaust og án
nokkurs samráðs við
heimafólk hefur
Fangelsismálastofnun
ákveðið að loka fangelsinu
á Akureyri. Þar með eru
sex störf í bænum lögð
niður og flutt suður. Það
þurfti bara ofurlitla út-
reikninga um sparnað og
með sama hætti mætti ef-
laust reikna mestalla
starfsemi í hinum dreifðari byggðum
landsins suður á höfuðborgarsvæðið.
Það er illt til þess að hugsa að for-
ráðamenn einstakra stofnana geti gert
fögur fyrirheit stjórnvalda um að
styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni að
engu með því að setja lífið upp í excel-
skjal. Verra er þó að útreikningarnir
eru vafasamir og forsendurnar að
mörgu leyti rangar.
Nefna má að með því að loka fangels-
inu á Akureyri er allt starf lögreglunnar
á Norðurlandi eystra sett í uppnám og
auðséð að í kjölfarið verður nauðsynlegt
að veita stórauknu fjármagni til lög-
gæslu á svæðinu. Samlegðaráhrif af
starfi fangavarðanna á Akureyri og lög-
reglunnar í bænum hafa nefnilega verið
afar mikil og jákvæð. Fangaverðir gæta
fanga sem sitja af sér dóma í fangelsinu
en sinna um leið gæslu fólks sem úr-
skurðað hefur verið í gæsluvarðhald til
skamms tíma. Það gerir fámennu lög-
regluliði kleift að sinna sómasamlega al-
mennum löggæslustörfum í umdæminu,
sem teygir sig um allan Eyjafjörð.
Einnig er ljóst að ef flytja á alla
fangavörslu og löggæslu suður, til dæm-
is á meðan mál eru rannsökuð, hefur
það í för með sér stóraukinn kostnað við
flutninga þvers og kruss um landið á
föngum, lögreglumönnum og öðrum
sem að málum koma. Það er hvorki hag-
kvæmt né umhverfisvænt.
Loks hefur því verið haldið fram að
allt að 70% þeirra fanga
sem afplána refsivist á
Akureyri séu af höfuð-
borgarsvæðinu. Við vitum
öll að sú hlutfallstala er
ekki óyggjandi því ófá
dæmi eru um að fólk hafi
flutt lögheimili sitt suður
en vilji síðan komast norð-
ur í afplánun dóma til að
geta verið nær fjöl-
skyldum og ástvinum. Það
er réttur fanga að sitja af
sér refsidóma sem næst
heimabyggð sinni og þar að auki er vit-
að að fangar hvaðanæva sækjast eftir að
afplána dóma sína á Akureyri því afar
gott orð fer af starfseminni hér.
Ég á því bágt með að sjá að þessi
ákvörðun Fangelsismálastofnunar verði
til að styrkja stöðu fangelsismála á Ís-
landi eða leiði til sparnaðar. Augljóst er
að bæta þarf við mannskap hjá lögregl-
unni á Norðurlandi eystra ef af verður
og öll umsýsla í kringum gæslu-
varðhaldsúrskurði, rannsókn sakamála
og yfirheyrslur verður þyngri í vöfum
og kostnaðarsamari.
Það kostar yfirleitt blóð, svita og tár
ef flytja á störf úr höfuðborginni út á
landsbyggðina en allt annað virðist eiga
að gilda þegar sex störf eru lögð niður á
Akureyri án samráðs eða nokkurs fyrir-
vara.
Ég vona að þessi ákvörðun Fangelsis-
málastofnunar verði afturkölluð hið
snarasta. Látum af þeim ljóta leik að
reikna störfin suður. Fólk vill búa víðar
á landinu okkar fagra en í námunda við
Reykjavík.
Eftir Ásthildi
Sturludóttur
»Ég vona að þessi
ákvörðun Fangelsis-
málastofnunar verði
afturkölluð hið snarasta.
Ásthildur Sturludóttir
Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Að reikna
störfin suður
Fyrir réttri viku (3.
júlí) skilaði ég skýrslu
sem utanríkisráðherrar
Norðurlandaríkjanna
fólu mér að semja um
þrjá málaflokka: (1)
loftslagsmál, (2) fjöl-
þáttaógnir og netöryggi
og (3) fjölþjóðasamstarf
innan ramma al-
þjóðalaga. Skip-
unarbréfið er dagsett 2.
desember 2019 og skilabréfið 1. júlí
2020. Skýrslan var samin þegar CO-
VID-19-faraldurinn fór um heiminn,
kemur hann því við sögu auk þess
sem í viðauka er rætt um hern-
aðarlegar breytingar frá árinu 2009.
Miðað er við árið 2009 þegar í
fyrsta sinn var gefin út skýrsla af
svipuðum toga. Hún er eftir Thorvald
Stoltenberg, fyrrverandi ráðherra í
Noregi – Stoltenberg-skýrslan. Stol-
tenberg fjallaði meira um hern-
aðarleg málefni en ég geri. Hann skil-
aði skýrslu sinni í febrúar en um
haustið 2009 kom NORDEFCO til
sögunnar, það er formlegur norrænn
samstarfsvettvangur um varnarmál
sem síðan hefur þróast og fest í sessi.
Í janúar 2020 sat ég ráðstefnu á
vegum Norðurlandaráðsdeildar
danska þingsins til að minnast að 100
ár eru frá Genforeningen þegar Danir
endurheimtu Suður-Jótland frá Þjóð-
verjum.
Á ráðstefnunni var meðal annars
rætt um „skandinavismann“ á 19. öld,
það er upphaf norrænnar samvinnu
og þróun hennar þar til hún festi nú-
verandi rætur, ef svo má að orði kom-
ast, eftir síðari heimsstyrjöldina.
Danskur prófessor, Thorsten Borring
Olesen við Árósaháskóla, minnti á að
á fimmta áratugnum
hefði mistekist að koma
á norrænu varnar-
bandalagi. Á sjöunda
áratugnum hefði hvorki
tekist að form- né samn-
ingsbinda norrænt
efnahagssamstarf í
NORDEK. Þáttaskil
hefðu ekki orðið fyrr en
Thorvald Stoltenberg
skilaði skýrslu sinni. Í
fyrsta sinn hefðu nor-
ræn stjórnvöld samein-
ast um sameiginleg
markmið í utanríkis- og öryggis-
málum.
Við skýrslugerðina nú hefur skýrst
fyrir mér hve einstakt er að fimm ríki
komi sér saman um að veita einum
manni umboð til að vinna að slíkum
texta og opna stjórnkerfi sín til upp-
lýsingamiðlunar í því skyni. Segir
þetta meira en allar tillögur um hve
náið samstarf Norðurlandaríkjanna í
utanríkis- og öryggismálum er orðið.
Fyrsta rannsóknarferð mín og
samstarfskonu minnar, Jónu Sól-
veigar Elínardóttur, deildarstjóra á
varnarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, hófst í Ósló 13.
janúar 2020. Lokaferðin var til Hels-
inki og flugum við þaðan fimmtudag-
inn 5. mars. Fyrir eða eftir fundi í
þinghúsinu þá um morguninn tókust
menn ekki lengur í hendur og lítið líf
var á Helsinki-flugvelli enda Finnair
hætt að fljúga til Kína af ótta við CO-
VID-19-faraldurinn.
Okkur tókst sem sagt að heim-
sækja Ósló, Stokkhólm, Kaupmanna-
höfn og Helsinki fyrir COVID. Einnig
fórum við í stutta ferð til Washington
DC. Við áttum fundi með íslenskum
ráðherrum, þingmönnum og embætt-
ismönnum hér í Reykjavík. Fundirnir
urðu tæplega 90 áður en yfir lauk.
Ríkisstjórnir landanna fimm skip-
uðu tvo trúnaðarmenn hver okkur til
samráðs. Höfðum við boðað fund með
þeim hér á landi en hurfum frá því og
héldum þess í stað fjóra fjarfundi.
Trúnaðarmennirnir bera enga ábyrgð
á efni skýrslunnar, hún er alfarið mín.
Fjórtán tillögur
Fyrir utan að óska eftir að skýrsl-
unni yrði skilað nú um mitt ár áttu til-
lögur að vera hnitmiðaðar, þar yrði
ekki gert ráð fyrir neinum nýjum
stofnunum og við það miðað að auka
gildi þess norræna samstarfs sem nú
er við lýði.
Danski stjórnarandstöðuþing-
maðurinn Bertel Haarder í Venstre-
flokknum hefur manna lengst setið á
ráðherrastóli í Danmörku og kom
meðal annars að endanlegu uppgjöri
handritamálsins á níunda áratugnum.
Hann gagnrýndi jafnaðarmanninn
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Dan-
merkur, fyrir að ekki yrði fjallað um
hefðbundin varnarmál í skýrslu
minni. Haarder telur að þess vegna
þurfi Stoltenberg II-skýrslu. Lýsti ég
þeirri skoðun við Haarder að í ljósi
breyttra aðstæðna kynni að vera eðli-
legt að norrænu varnarmálaráðherr-
arnir óskuðu eftir slíkri skýrslu. Þeir
bæru pólitíska ábyrgð á NOR-
DEFCO.
Í texta mínum er að finna fjórtán
tillögur og eru fyrirsagnir þeirra
þessar í íslenskri þýðingu:
1. Aukin sameiginleg stefnumörkun
á sviði loftslagsmála.
2. Loftslagsöryggi og þróunarmál.
3. Opinberir og einkaaðilar vinni
saman á sviði orkuskipta.
4. Sameiginleg afstaða til Kína á
norðurslóðum.
5. Hafrannsóknir til að minnka áhrif
loftslagsbreytinga.
6. Sameiginleg afstaða gegn fjöl-
þáttaógnum.
7. Viðbúnaður vegna heimsfaraldra.
8. Sameiginlegar reglur tryggi lýð-
ræði í netheimum.
9. Samstarf á sviði nýrrar tækni og
varnir gegn netárásum.
10. Umbætur og nútímavæðing al-
þjóðastofnana.
11. Norrænt samstarf um utanríkis-
þjónustu.
12. Hlutverk sendiráða og fasta-
nefnda eflt.
13. Rannsóknir á sviði utanríkis- og
öryggismála efldar.
14. Stafræn kynning á norræna vöru-
merkinu og norrænum gildum.
Hér verður ekki gert upp á milli
þessara tillagna. Engin þeirra er sett
fram nema rökstuðningur fylgi og öll-
um er þeim ætlað að auka gildi nor-
ræns samstarfs og svara kalli þeirra
sem telja að sameiginlega eigi Norð-
urlandaríkin að leggja skerf af mörk-
um til betri heims.
Strax á fyrsta fundi okkar í Ósló
hafði alþjóðasérfræðingur á orði að
nú væri meiri áhugi á „The Nordic
Brand“ – norræna vörumerkinu – en
oft áður og tækist Norðurlandaríkj-
unum að svara eftirspurninni með
góðri „vöru“ kynnu þau að auka hróð-
ur sinn og stuðla að því að sameig-
inleg gildi þeirra nytu stuðnings og
meira fylgis, sem yrði frjálslyndri lýð-
ræðisstefnu til framdráttar í al-
þjóðlegu samstarfi og myndi bæta
heiminn.
Framhaldið
Í ljós kemur hverjar af tillögunum
14 lifa. Stefnt er að því að í september
ræði norrænu utanríkisráðherrarnir
skýrsluna á fundi sínum. Eins og fyrir
var lagt er ekki stofnað til neins nýs
heldur lögð áhersla á að nýta sem
best og í skilgreindum tilgangi það
sem fyrir hendi er.
Í tillögunum er bent á mikilvægi
samvinnu opinberra aðila og einka-
aðila. Nýta eigi rannsóknir og sér-
fræðilega opinbera þekkingaröflun,
til dæmis til framleiðslu á endur-
nýjanlegri orku í samstarfi við einka-
aðila. Á Norðurlöndunum er mikil
þekking og reynsla fyrir hendi við
nýtingu á jarðvarma, vatnsorku og
vindorku fyrir utan kjarnorkuna og
viðleitni í þágu grænnar stóriðju.
Þegar utanríkis- og þróunarstefna
verður sífellt grænni með vaxandi al-
þjóðlegum styrkjum ber að auðvelda
norrænum fyrirtækjum að nýta sér
ný tækifæri.
Opinberir aðilar setja reglur um
upplýsingatækni en netkerfin og bún-
aðurinn eru í höndum einkaaðila.
Regluverkið til varnar kerfunum er
opinbert en kerfin virka ekki nema í
samvinnu við einkaaðila. Opið sam-
starf til að vernda einstaklinga gegn
misnotkun er óhjákvæmilegt.
Í þágu norrænna gilda á alþjóða-
vettvangi ber að nýta nýja miðla og
samskiptaleiðir. Norðurlönd þarf að
kynna eins og hverja aðra vöru.
Kynningarstarfið styrkist sé skipu-
lega staðið að fræðilegum rann-
sóknum sjálfstæðra stofnana á stöðu
og styrk Norðurlandaríkjanna í al-
þjóðlegu samstarfi.
Eftir Björn
Bjarnason » Segir þetta meira
en allar tillögur
um hve náið samstarf
Norðurlandaríkjanna
í utanríkis- og öryggis-
málum er orðið.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Stefnt að nánara norrænu samstarfi
Í dag eru liðin 50
ár frá því dr. Bjarni
Benediktsson, for-
sætisráðherra og
formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Sigríður
Björnsdóttir kona
hans og Benedikt
Vilmundarson, fjög-
urra ára dóttursonur
þeirra, fórust í elds-
voða á Þingvöllum.
Tíðindin bárust snemma morguns
þann 10. júlí og þjóðin var harmi
slegin.
Sorg fjölskyldunnar var djúp og
sár. Og fyrir íslenskt samfélag var
missirinn mikill.
— — —
Bjarni var 62 ára er hann lést,
virtur lögspekingur, reyndur
stjórnmálamaður, snarpur ritstjóri
Morgunblaðsins og þjóðarleiðtogi.
Hann var fæddur 30. apríl 1908 í
Reykjavík, sonur hjónanna Bene-
dikts Sveinssonar þingforseta og
Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey,
alinn upp á stóru og fjörlegu menn-
ingarheimili við Skólavörðustíginn.
Hann var einstaklega góðum gáf-
um gæddur; greindur, íhugull og
alvörugefinn. Hann varð stúdent
liðlega 18 ára gamall og einungis 22
ára lauk hann lögfræðiprófi með
hæstu einkunn við Háskóla Ís-
lands. Eftir framhaldsnám í stjórn-
lagafræði, aðallega í Berlín, varð
hann prófessor í lögum við Háskóla
Íslands árið 1930, aðeins 24 ára að
aldri og þótti skjótt fremsti stjórn-
lagafræðingur þjóðarinnar, snjall
og afkastamikill fræðimaður. Hann
gegndi því starfi til hausts 1940,
þegar hann varð borgarstjóri. Árið
1947 var hann skipaður utanríkis-
og dómsmálaráðherra og lét þá af
borgarstjórastörfum. Hann átti
síðan sæti í ríkisstjórn til æviloka,
lengst allra íslenskra ráðherra, fyr-
ir utan tímabilið frá
1956 til 1959, en þá
var hann ritstjóri
Morgunblaðsins með-
fram þingstörfum og
rak einhverja hörð-
ustu stjórnarand-
stöðu lýðveldissög-
unnar. Hann varð
fyrst forsætisráð-
herra 1961 í forföllum
Ólafs Thors og síðan
frá 1963 til dauða-
dags.
Bjarni kvæntist
Valgerði Tómasdóttur 26 ára gam-
all, en hún lést úr fóstureitrun inn-
an við hálfu ári síðar. Hann syrgði
hana mjög og sótti sér styrk í krist-
inni trú og varð mjög kirkjurækinn
upp frá því. Síðar gekk hann að
eiga Sigríði Björnsdóttur og varð
þeim fjögurra barna auðið; Björns,
Guðrúnar, Valgerðar og Önnu.
— — —
Bjarni Benediktsson upplifði
mikla umbrotatíma í starfi. Hann
var borgarstjóri í hernáminu, svo
það hefur verið mikil eldskírn, en
um leið stóð hann fyrir einum
mestu framfaraframkvæmdum í
sögu landsins með hitaveitunni í
Reykjavík. Hann lét sig þjóðmálin
þó ekki minna máli skipta og ég
fullyrði að enginn Íslendingur hafi
þá verið duglegri baráttumaður
fyrir því að Ísland ætti og yrði að
verða lýðveldi, líkt og sam-
bandssáttmálinn frá 1918 heim-
ilaði. Það náði ekki einvörðungu til
hinnar lagalegu hliðar, sem þó var
honum sérstaklega hugleikin,
heldur einnig til efnahagslegs
styrks og menningarlegrar reisn-
ar, stjórnmálalegs stöðugleika,
mannlegrar fjölbreytni og frelsis
hvers og eins, sem hann vissi að
landi og þjóð væru nauðsynleg til
þess að öðlast sjálfstæði og varð-
veita það.
Að síðari heimsstyrjöldinni lok-
inni blasti við nýtt ríki í nýjum
heimi og Bjarni efaðist aldrei um
að þar yrðu Íslendingar að skipa
sér í sveit með vestrænum lýðræð-
isríkjum. Hann beitti sér fyrir
þeirri erfiðu og umdeildu ákvörð-
un að Íslendingar skyldu ganga í
Atlantshafsbandalagið og þá var
sjálfsagt harðast að honum sótt.
Bjarni lét engan bilbug á sér finna,
sótti fram af þeirri rökfestu og
þunga, sem honum var í blóð borin,
og hafði sigur. Bæði á Alþingi og í
þeim kosningum, sem á eftir
fylgdu.
— — —
Á Þingvöllum stendur steinn
sem reistur var í minningu þeirra
þriggja sem létust svo voveiflega
fyrir fimmtíu árum. Þar verður
þeirra minnst við athöfn í dag. En
bautasteinn dr. Bjarna Benedikts-
sonar er miklu stærri og hann mun
standa jafnlengi og Ísland er
byggt. Sá bautasteinn er lýðveldið
okkar, byggt á lögum og rétti; lýð-
veldi frjálsrar og fullvalda þjóðar,
sem ekki hikar við að skipa sér í
fylkingu vestræns lýðræðis og vill
verja, varðveita og byggja upp það
sem okkur kom í arf og ber að skila
til komandi kynslóða.
Guð blessi minningu Bjarna,
Sigríðar og Benedikts litla.
Í minningu þjóðarleiðtoga
Eftir Bjarna
Benediktsson » Bautasteinn dr.
Bjarna Benedikts-
sonar mun standa jafn-
lengi og Ísland er
byggt. Sá bautasteinn
er lýðveldið okkar,
byggt á lögum og rétti;
lýðveldi frjálsrar og
fullvalda þjóðar.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er fjármála- og
efnahagsráðherra.