Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 16
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 VINNINGASKRÁ 10. útdráttur 9. júlí 2020 Aðalv inningur Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 9044 12026 55802 61310 66000 734 7113 19498 30572 38802 49194 57008 70252 773 7386 19842 30585 39003 49407 57472 70296 846 7491 20649 30808 39334 49416 57759 70407 857 7697 20992 30883 39365 49864 58360 70459 903 8158 21220 31164 39438 50339 58368 71032 1048 8428 21424 31284 40247 50462 59062 71062 1135 8963 21591 31296 40307 50475 59301 71088 1220 9046 22509 31358 40382 50639 59361 71106 1289 9079 22545 31469 40422 50677 59401 71110 1371 9334 22564 31887 40582 50802 59780 71344 1844 10168 22821 32072 40583 50953 60105 71879 1851 10221 23204 33160 40742 51161 60108 72183 1891 11222 23297 33174 40761 51603 60604 73065 1964 11368 23719 33904 40810 51607 61447 73688 2445 11725 24503 34035 41929 51730 61874 74007 2516 11835 24529 34330 41971 52002 61898 74544 2876 11882 24921 34618 41999 52123 62126 74595 3180 12663 25087 34992 42301 52687 62820 74600 3380 12901 25101 35355 42379 53204 63237 75594 3841 13250 25131 35365 42766 53427 63372 75698 4318 13582 25271 35690 42854 53591 63629 75848 4362 14013 25427 35701 44000 53841 64049 75977 4494 14164 25687 35854 44103 53855 64347 76488 4648 14349 25725 36512 44434 53953 64355 77015 4657 14351 26018 36760 44522 54107 64401 77222 4790 14769 26454 36916 44870 54516 64464 77225 4861 14781 26959 37110 45311 54562 65369 77625 4926 14839 27033 37181 45813 54788 65843 77636 5084 15497 27036 37273 46003 55109 65923 79230 5108 15749 27507 37420 46289 55270 66008 79372 5232 17253 27999 37558 46313 55451 66620 79625 5774 17360 28409 37573 47289 56118 66720 6121 18183 28553 38102 48349 56427 67645 6406 18938 28773 38109 48609 56565 68374 6851 18977 29012 38123 48905 56626 68797 6992 18983 29607 38127 48952 56675 68799 7067 19260 30131 38611 49124 56789 69822 Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. júlí 2020 Heimasíða á Interneti: www.das.is Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur) 114 11937 22519 30404 47440 54920 829 12424 24968 36624 49937 56963 5155 21621 27190 44709 50067 60026 5435 22093 27539 47378 54163 60986 198 11643 24974 34130 40067 50662 61056 72078 564 11674 25160 34546 41369 50878 62773 72807 960 15521 26266 35121 41415 52150 63951 72953 1335 15818 26777 35747 42390 53592 64055 74765 1338 18190 27457 35942 42485 54492 65368 75378 2498 18538 27826 36313 43422 56558 66582 76070 2837 18672 28115 36449 43544 56659 67349 77079 3453 19453 29481 37320 44319 57406 68000 77131 5178 19537 30425 38028 44815 58836 68260 79283 5673 20783 30454 38372 46026 59926 68325 6721 20924 30629 38868 46286 60117 68819 7035 21598 31037 38903 47604 60362 69642 11627 24950 31574 39725 48655 61055 70603 Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 50.000 Kr.100.000 (tvöfaldur) 8 1 2 2 Hinn 3. júlí síðastlið- inn kom fram að for- seti Hæstaréttar Ís- lands, Þorgeir Örlygsson, myndi láta af störfum 1. septem- ber næstkomandi. Lýkur þar með glæst- um embættisferli hans. Eftir nám við Háskóla Íslands og Harvard-háskóla var Þorgeir dómarafulltrúi við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands og deildarforseti, vararektor HÍ, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum, dómari við EFTA-dómstólinn og dómari og síð- ar forseti Hæstaréttar Íslands. Ég naut þeirra forréttinda að starfa honum við hlið í EFTA-dómstólnum í átta ár. Þorgeir var hinn fullkomni Evrópudómari. Hann tengdist engri tiltekinni fræðigrein framar öðrum, en var vel kunnugur á nánast öllum sviðum laga – einkaréttar, alþjóðlegs einkamálaréttar, opinbers réttar og refsiréttar. Og þökk sé stjórnmála- reynslu hafði hann einnig tilfinningu fyrir efnahagslegu samhengi hlut- anna. Ólíkt flestum Evrópudómurum leit Þorgeir ekki á dómsmál frá sjónarhóli tiltekins málefnasviðs, svo sem stjórnskipunarlaga, stjórnsýslu- laga eða þjóðaréttar, heldur setti hann staðreyndir lífsins í öndvegi og leitaði sanngjarnrar lausnar. Því næst spurði hann hvort slíka lausn mætti finna frá sjónarhóli laganna. Þorgeir hefur aldrei litið á lögin eins og mekkanókubba. Hann hefur framúrskarandi tilfinningu fyrir því hvað er sanngjarnt og framkvæman- legt. Ég leyfi mér að benda á að þetta eiga allir frábærir dómarar sameiginlegt. Forveri Þorgeirs hjá EFTA-dómstólnum, hinn ógleyman- legi Þór Vilhjálmsson, hafði sömu- leiðis þessa náðargáfu. Líklega var Hjemfall-málið það mikilvægasta sem Þorgeir hafði framsögu um sem dómari. Fyrir Norðmönnum hafði það mál nánast jafn mikla sálfræðilega þýðingu og Icesave-málið fyrir Íslendinga. EFTA-dómstóllinn dæmdi að norsk lög um sérleyfi til vatnsaflsvirkjana, sem kröfðust þess að einkaaðilar skiluðu ríkinu sérleyfum sínum að 60 árum liðnum en opinberir aðilar gætu haldið sérleyfinu um óákveðinn tíma, bryti gegn EES-lögum. Álykt- anir Þorgeirs um meðalhófsregluna, sem er meginstoð evrópskra laga, ættu að vera skyldulesning fyrir alla lögfræðinga sem fjalla um Evrópu- rétt. Annað mál þar sem Þorgeir markaði spor í sögu Evrópuréttar var Inconsult-málið, sem vísað var til dómstólsins frá einum virtasta dóm- ara Liechtenstein, Wilhelm Unger- ank. EFTA-dómstóllinn fjallaði um lagalegt eðli háþróaðra vefsíðna og gerði það með fágaðri hætti en Dóm- stóll Evrópusambandsins. Á síðasta ári dæmdi Hæstiréttur Austurríkis nánast með nákvæmlega sama hætti og EFTA-dómstólinn. Mig langar að nefna tvö af persónueinkennum Þorgeirs sem hafa komið sjálfum mér mjög til góða – glæsileika hans og kímnigáfu. Þegar hrokafullur blaðamaður frá Aftenposten skrifaði eitt sinn að EFTA-dómstóllinn væri eini golf- klúbburinn í heiminum þar sem lögfræðigráða væri skilyrði fyrir inn- töku svaraði hinn íslenski vinur minn með hægð að hann léki ekki golf, en að hann færi stundum um á öðrum hvorum af tveimur hestum sínum sem hann hefði flutt frá Íslandi til Lúxemborgar. En ég á Þorgeiri einnig skuld að gjalda af annarri ástæðu: Hann kynnti heimaland sitt fyrir mér. Að loknum fyrirlestrum og fundum fór hann með mig norð- ur í land, til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatns- sveitar, auk annarra landshluta. Við laug- uðum okkur í Jarðböð- unum þegar aðstaðan þar var enn ekki fyrir hendi og gæta þurfti þess afar vel að brenna sig ekki. Sennilega gerðum við það í trássi við lög. Þorgeir kynnti mér einnig ís- lenskan mat, einkum humar og lamb. Ég reyndi að endurgjalda honum það með því að sjá til þess að stund- um fengist flaska af uppáhalds Char- donnay-víni hans í Lúxemborg: Grgich Hills frá Napa-dal. Þess má geta að Mike Grgich, sem fæddist í Króatíu, varð heimsfrægur þegar hann vann vínsmökkunarkeppni í París árið 1976 þar sem franskir sér- fræðingar blindsmökkuðu bestu Chardonnay-vín Frakklands og Kali- forníu. Mikilvægast var þó að Þorgeir sá til þess að við heimsóttum eins marga héraðsdómstóla á Íslandi og við höfðum tök á. Og jafnframt að við báðir prédikuðum um EES- samninginn í íslensku háskólunum: HÍ, HR, Bifröst og Akureyri. Stundum voru dómarar og lög- sögumenn ESB-dómstólanna með í för. Ef minnið svíkur mig ekki kom þáverandi lögsögumaður Dómstóls Evrópusambandsins, Miguel Poiares Maduro, fyrst til Íslands þegar hann hélt erindi á Bifröst. Mörgum árum síðar, þegar hann hafði látið af störf- um hjá dómstólnum, varð hann hluti af lögmannateymi Íslands í Icesave- málinu. Eftir að Þorgeir sneri aftur til Ís- lands sá hann til þess að Hæstiréttur Íslands vísaði fjölda mikilvægra mála til EFTA-dómstólsins. Sam- bandið milli EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands hefur raunar þróast jafnt og þétt. Á fyrsta (og hingað til eina) dómaraþingi EFTA- stoðanna, sem fram fór 2.-4. maí 2017, mættu dómarar frá Hæstarétti Íslands, undir forystu Þorgeirs Örlygssonar, og Hæstarétti Noregs. Fulltrúar Liechtenstein voru dóm- arar frá þremur hæstu dómsstigum landsins – Stjórnlagadómstólnum, Hæstarétti og Stjórnsýsludóm- stólnum. Þorgeir flutti eftirminni- lega ræðu þar sem hann útskýrði hvernig sjálfsöruggur en á sama tíma tryggur hæstiréttur ríkis starf- ar undir stjórn flókins marghliða sáttmála eins og EES-samningsins. Þar sem hann þekkti EFTA- dómstólinn til hlítar hafði hann hárnákvæma tilfinningu fyrir því hvaða málum yrði með árangurs- ríkum hætti vísað til dómstólsins. Þorgeir Örlygsson hefur þjónað framgangi EES með framúrskar- andi hætti, bæði í Lúxemborg og í Reykjavík. Ég þakka honum fyrir vináttuna og óska honum, yndislegri eiginkonu hans Iðunni Reykdal og allri fjölskyldu þeirra alls hins besta í framtíðinni. Doris eiginkona mín, sem hefur margsinnis komið með mér til Íslands (og á vonandi eftir að gera það oft í framtíðinni), og Laura Melusine dóttir okkar taka undir kveðju mína. Eftir Carl Baudenbacher Carl Baudenbacher » Þorgeir Örlygsson hefur þjónað framgangi EES með framúrskarandi hætti, bæði í Lúxemborg og í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, lætur af störfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.