Morgunblaðið - 10.07.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Alþjóðleg hátíð heimildarkvik-
mynda, IceDocs – Iceland Docu-
mentary Film Festival, verður hald-
in á Akranesi í næstu viku, 15. til 19.
júlí. Hátíðin fer að miklu leyti fram í
Bíóhöllinni, sem er með eldri og fal-
legri bíóhúsum á landinu. Auk þess
verður ýmsum viðburðum dreift um
bæinn.
Í tilkynningu segir að boðið sé upp
á „fjölda heimsklassa heimildar-
mynda, barnadagskrá, vandaða tón-
listardagskrá,
miðnætur-
kvikmyndasýn-
ingu“ og margt
fleira. Gestir geta
kosið að dvelja á
Akranesi eða
koma á einstaka
viðburði. Frítt er á
opna viðburði og í
bíó en auk þess er
hægt að kaupa
passa sem veita frekari aðgang að
lokuðum viðburðum og dagskrá á
netinu.
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í
fyrra, með fjölda áhugaverða heim-
ildarmynda og erlendum gestum
sem þeim fylgdu, en sökum veirufar-
aldursins verður framkvæmdin með
nokkuð öðru sniði í ár, að sögn Ingi-
bjargar Halldórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra og eins stofnenda
IceDocs.
„Við gáfum okkur góðan tíma til
að fylgjast með aðstæðum og við bið-
um fram í maí með að taka ákvörðun
um það hvort það yrði hægt að halda
hátíð. Þetta hefur vissulega verið
svolítil þrautaganga og skipulagið að
breytast eftir því sem leiðbeiningar
um samkomuhald hafa breyst. Svo
bættust við aðstæður í alþjóðlega
kvikmyndaheiminum. Það hafði
áhrif á dagskrána hér að sumir
framleiðendur kusu að fresta því að
setja myndirnar sínar í dreifingu.“
„Allar frábærar!“
Ingibjörg segir það hafa haft mikil
áhrif að Cannes-hátíðinni frönsku
var frestað fram í júnímánuð og
framleiðendur vildu ekki semja um
dreifingu margra mynda fyrr en að
þeirri hátíð lokinni.
„Við tókum þá ákvörðun að sýna
fyrst og fremst myndir sem hafa
verið „festival-hittarar“ og því voru
sumar frumsýndar í fyrra, þótt við
sýnum líka myndir síðan í ár. Þetta
eru myndir sem hafa gengið rosa-
lega vel, fengið fjölda verðlauna og
lof frá áhorfendum.
Nú verða ekki erlendir gestir á
hátíðinni. Hún verður því alveg snið-
in að okkur Íslendingum og líklega
sýnum við fyrir vikið fleiri aðgengi-
legri og auðveldari myndir en við
settum á dagskrána í fyrra,“ segir
hún og hlær. „Það eru fáar tilrauna-
kenndar myndir á dagskránni núna.
Í allt sýnum við 21 kvikmynd, sem
er helmingi færra en í fyrra. Þetta
eru myndir víða að, frá Filippseyjum
til Brasilíu og Noregs.“
– Hverju er farið eftir við val
heimildarkvikmynda á hátíðina?
„Við veljum yfirleitt heimildar-
myndir sem eru ekki þessar hefð-
bundnu sem við sjáum í sjónvarpi,
heldur frekar bíó-heimildarmyndir.
Sem eru eins og kvikmyndir gerðar
eftir handriti. Það eru ekki margar
með hefðbundnum viðtölum heldur
frekar myndir sem falla oftast undir
skilgreininguna skapandi heimildar-
mynd.
Svo erum við líka alltaf að leita
eftir myndum sem okkur þykja
skemmtilegar.
En þær eru mjög fjölbreytilegar,
sumar mjög fyndnar, aðrar sjúklega
spennandi – ég held með þeim öllum
og finnst þær allar frábærar!
Við vorum svo heppin að ná að
semja um að fá að sýna myndirnar
líka á netinu. Ég held þetta hljóti að
vera í fyrsta skipti sem hátíð eins og
þessi fer fram á netinu líka.“
Hliðardagskrá fyrir alla
– Leggur hátíðin Akranes undir
sig þessa daga?
„Svo til,“ svarar Ingibjörg. „Í
fyrra fengu erlendu gestirnir eins
konar hliðardagskrá en hinir al-
mennu gestir fóru bara í bíó. Nú ætl-
um við að bjóða öllum að taka þátt í
hliðardagskránni og hún verður
mjög skemmtileg, frá jógatímum á
morgnana að fjallgöngum, bíósýn-
ingum og viðburðum á kvöldin.“
Ingibjörg segir að meðstofnendur
hennar að hátíðinni, Heiðar Mar
Björnsson og Hallur Örn Árnason,
séu kvikmyndagerðarmenn en hún
komi úr hátíðabransanum, var lengi
hjá RIFF. „Við höfum öll gífurlegan
áhuga á heimildamyndum og náum
því vel saman,“ segir hún. Og áhug-
inn er það mikinn að þau ákváðu að
stofna hátíð, sem Ingibjörg segir
hlæjandi að sé vissulega „klikkun“
en þau séu nú vakin og sofin að velta
heimildarkvikmyndum fyrir sér.
„Þetta er hobbýið okkar,“ segir
hún og bætir við að þau hafi verið
tilbúin mjög snemma með dagskrá
fyrir þessa hátíð í ár en því hafi öllu
þurft að henda vegna Covid-19. „Í
raun var þá heppilegt að vera með
nýja hátíð, því við erum enn að prófa
okkur áfram og að sjá hvað virkar og
hvað kveikir í fólki.“
Þegar spurt er hvort Íslendingar
séu almennt áhugasamir um þetta
form, frásagnir af veruleikanum,
segist Ingibjörg telja það. „Ég held
að fólk sé áhugasamara um það en
það heldur! Þegar kvikmyndahúsin
sýna sífellt fleiri ævintýramyndir
myndast póll á móti þar sem fólk vill
sjá raunveruleikann.“
Dagskrána má sjá á icedocs.is
Búdda í Afríku Kvikmynd Nicole Shafer er um kínverskt munaðarleys-
ingjaheimili í Malaví þar sem börnin alast upp milli tveggja heima.
Morðsögur Aswang eftir Alyx Ayn Arumpac frá Filippseyjum fjallar um af-
tökur fíkniefnasala og neytenda án dóms og laga í landinu undanfarin ár.
Heimildarmyndaveisla á Akranesi
Hátíð alþjóðlegra heimildarkvikmynda, IceDocs, haldin í annað sinn í næstu viku 21 kvikmynd
verður sýnd Annað form en í fyrra vegna Covid-19 Margverðlaunaðir „festival-hittarar“
Tilraun A Year Full of Drama eftir Mörtu Pulk fjallar um konu sem tekur
þátt í tilraun þar sem hún sér og fjallar um fjölda leikverka á einu ári.
Ingibjörg
Halldórsdóttir
Myndlistarmaðurinn Elísabet
Stefánsdóttir, sem kallar sig Betu
Göggu, opnar í dag, föstudag,
klukkan 17 sýningu í Grafík-
salnum hafnarmegin í Hafn-
arhúsinu. Sýninguna kallar hún
Sjétterningar.
Á sýningunni eru 16 ný grafík-
verk og í tilkynningu segir að
verkin séu „unnin í vinsælustu
litum Slippfélagsins sem eru
hannaðir af Fröken Fix og
Skreytum heimilið. Verkin eru
abstrakt verk með lífrænum
undirtóni tónlistarinnar sem
hljómaði á meðan verkin voru
sköpuð“. Beta hefur haldið
nokkrar einkasýningar og auk
þess tekið þátt í fjölda samsýn-
inga, þar á meðal í Boston og
New York í Bandaríkjunum, Eng-
landi, Skotlandi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Þýskalandi og Finnlandi.
Beta Gagga útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands árið 2002
með BA-gráðu í grafíklist og lauk
viðbótar diplómagráðu í list-
kennslu við LHÍ árið 2003. Hún
rekur vinnustofu á Korpúlfs-
stöðum og gallerí þar ásamt fleir-
um.
Lífræn Eitt hinna nýju grafíkverka
sem Beta Gagga sýnir núna.
Beta Gagga sýnir
nýjar Sjétterningar
Dúplum dúó í Hörpuhorni á laugardag
Fyrir mistök var í Morgunblaðinu í gær farið rangt með dagsetningu tón-
leika Dúplum dúós í Hörpuhorninu í Hörpu. Tónleikarnir verða á laugardag,
11. júlí, klukkan 17. Dúóið skipa Björk Níelsdóttir söngkona og Þóra Mar-
grét Sveinsdóttir víóluleikari og flytja þær dagskrá með söngljóðum sem ým-
is tónskáld hafa samið fyrir þær.
LEIÐRÉTT