Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  164. tölublað  108. árgangur  ALVARLEG STAÐA BÓKAÚTGÁFU PAKKAFERÐIR Á SÉRKJÖRUM HLYNUR ÍSLANDS- MEISTARI Í FIMM GREINUM GRÍÐARLEG EFTIRSPURN 4 SLÓ 37 ÁRA MET 27EVRÓPSK SKÝRSLA 29 Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Árangur hefur náðst með samn- ingum Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um gjald- frjálsar tannlækningar barna sem undirritaðir voru árið 2013, að sögn Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands. Þannig hefur skemmdum og fyllt- um tönnum hjá tólf ára börnum fækkað á undanförnum áratug. Árið 2005 voru skemmdar tennur hjá tólf ára börnum í virku eftirliti að meðaltali 0,55 talsins, að því er fram kemur í Talnabrunni, frétta- bréfi landlæknis. Árið 2013 voru þær 0,50 en árið 2018 fækkaði þeim í 0,29. Eftir árið 2013 fækkaði skemmd- um tönnum jafnt og þétt; strax árið 2014 var meðal- fjöldinn farinn úr 0,50 í 0,39. Jóhanna vænt- ir þess að samn- ingurinn verði framlengdur í janúar 2021 en hann fellur ann- ars úr gildi í lok þess mánaðar. „Við finnum það alveg hvað ástandið hefur breyst gífurlega á undanförnum árum, með tilkomu barnasamningsins. Það hef- ur verið skerpt á forvarnastarfi og börn mæta frekar í skoðun og þá er hægt að grípa inn í miklu fyrr,“ segir Jóhanna, sem bendir á að áður en samningurinn tók gildi hafi börn ekki haft jafnan aðgang að tann- læknaþjónustu. »14 Færri skemmdar og fylltar tennur  Árangursríkur samningur við SÍ Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skarphéðinn Steinarssson ferða- málastjóri segir áætlað að fjöldi er- lendra ferðamanna í ágúst verði 25% af fjöldanum í ágúst í fyrrasumar. Hingað komu um 252 þúsund er- lendir ferðamenn í ágúst í fyrra. Ef spáin gengur eftir munu því koma 63 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst. Skarphéðinn segir fleiri erlenda ferðamenn hafa komið í skimun á Keflavíkurflugvelli í júlí en reiknað var með þegar ferðalög hófust á ný. Skýr ferðavilji erlendis „Fjöldinn er þegar umfram það sem menn gerðu ráð fyrir í afkasta- getu í skimun í þessum mánuði. Þeir sem eru með puttann á púlsinum í sölu- og markaðsmálum erlendis segja okkur að það sé klár ferðavilji hjá nokkrum þjóðum, sérstaklega, Dönum, Þjóðverjum og Norðmönn- um. Og jafnvel líka Hollendingum,“ segir Skarphéðinn. En nú er rætt um að fjölga þjóðum sem verða undanskildar skimun í Keflavík. Tölur Isavia vitna um hæga stíg- andi í fluginu. Samtals 16 komur og brottfarir voru frá Keflavíkurflug- velli 15. júní en alls 40 í gær. Geta annað miklu meira Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir flugvöllinn geta annað miklu fleiri farþegum. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að afkastageta Keflavíkurflug- vallar er 26 lendingar á klukkustund og við getum tekið við um 40 þúsund farþegum á dag. Afkastageta skim- unar og greiningar heilbrigðisyfir- valda er tvær vélar á klukkustund og 2.000 sýni á dag. Við erum því að starfa á 4-5% af afkastagetu.“ »12 Spáir áframhaldandi fjölgun ferðamanna  Ferðamálastofa reiknar með 63 þús. ferðamönnum í ágúst 40 16 Umferð um KEF Samtals komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli 15.6.-13.7. 40 30 20 10 15. júní 13. júlí 2020 Heimild: Isavia Áhöfnin á nýjum Dettifossi fékk hlýjar móttökur er skipið kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í gær. Flutningaskipið var smíðað fyrir Eimskip í Taicang í Kína, en það er stærsta skip sem hefur verið í þjónustu íslensks skipafélags, 2.150 gáma- einingar að stærð. Nýja skipið kemur í stað tveggja eldri skipa, Laxfoss og Goðafoss, sem voru seld á síðasta ári. Edda Rut Björnsdóttir, markaðsstjóri Eimskips, segir það hafa gríðarmikla þýðingu fyrir fyrirtækið að fá nýja skipið, sem sé í senn stærra, öflugra og umhverfisvænna. Það verður aðal- lega í siglingu milli Íslands og Skandinavíu, og Íslands og Grænlands, en um síðarnefnda legginn á Eimskip í samstarfi við grænlenska félagið Royal Arctic Line. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjum Dettifossi fagnað við komuna til landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.