Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Framleiðendur íslensku gaman-
myndanna Ömmu Hófíar og Síðustu
veiðiferðarinnar eru hæstánægðir
með viðtökur landsmanna. Það sem
af er ári hafa rétt um þrjátíu þúsund
Íslendingar séð
síðarnefndu kvik-
myndina. Þetta
segir Örn Marinó
Arnarson, annar
framleiðenda
myndanna.
Örn hefur unn-
ið að framleiðslu
myndanna með
samstarfsfélaga
sínum til margra
ára, Þorkeli S.
Harðarsyni. „Við erum búnir að vera
alveg heillengi í þessum bransa. Við
höfum gert heimildarmyndir í tutt-
ugu ár en langaði þó alltaf að gera
bíómyndir,“ segir Örn, en báðar
framangreindar myndir hafa hlotið
góðar viðtökur.
Amma Hófí situr nú á toppnum yf-
ir vinsælustu kvikmyndir landsins,
en rétt um þrjú þúsund manns sáu
myndina í kvikmyndahúsum nú um
helgina. Þá hafa alls um fjögur þús-
und manns séð myndina frá því að
hún kom í sýningu í síðustu viku.
Dreifingaraðili myndarinnar hér á
landi er Myndform en myndin er
sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói og
víða á landsbyggðinni. Myndin
fjallar um tvo eldri borgara, Hófí og
Pétur, sem eru orðin leið á dvöl á
elliheimili og ákveða að ræna banka.
Úr verður skemmtileg atburðarás
með fjölda spaugilegra uppákoma.
Aðspurður segir Örn að markmið
myndarinnar sé að létta landanum
lundina. „Við viljum að fólk komi og
skemmti sér enda er þetta hörku-
mynd. Svo er auðvitað bara plús að
þetta skuli vera íslenskt efni,“ segir
Örn.
Tvær myndir í bígerð
Ljóst er að heimsfaraldur kórónu-
veiru hefur nú þegar valdið kvik-
myndahúsum um heim allan gríðar-
legu tjóni. Víðast hvar í heiminum
liggur kvikmyndaframleiðsla niðri
auk þess sem kvikmyndahús hafa
sum hver þurft að skella í lás. Hér á
landi voru kvikmyndahús lokuð í um
sex vikur, og þegar þau loks voru
opnuð var lítið til af erlendu sýn-
ingarefni.
Að sögn Arnar var af þeim sökum
ákveðið að flýta framleiðslu framan-
greindrar kvikmyndar. „Myndform
stakk upp á því að við hröðuðum ferl-
inu. Það átti ekki að sýna Ömmu Hófí
fyrr en í október en við ákváðum að
keyra allt í botn og þetta rétt náðist.
Eftirvinnsluteymið liggur bara núna
og sleikir sárin,“ segir Örn og bætir
við að framleiðsla fleiri kvikmynda sé
á döfinni. Í gær hófust tökur á
gamanmyndinni Síðasta sauma-
klúbbnum, sem svipar mjög til Síð-
ustu veiðiferðarinnar, en í stað karla
fara konur með öll aðalhlutverk.
Myndin fer í sýningar við upphaf
næsta árs. Næsta sumar hefst sömu-
leiðis framleiðsla á einni mynd til við-
bótar, Allra síðustu veiðiferðinni.
„Það verður nóg að gera á næstunni.
Eftir að við byrjuðum að gera bíó-
myndir getum við ekki hætt.“
Íslenskar bíómyndir njóta vinsælda
Rétt um fjögur
þúsund manns hafa
séð Ömmu Hófí
Tökur Kvikmyndin Amma Hófí situr nú á toppnum yfir vinsælustu kvikmyndir landsins. Opnunarhelgin var stór.
Örn Marinó
Arnarson
„Það er minna af geitungum í ár en í
fyrra segi ég, og þetta er í fyrsta
skipti sem ég finn það,“ segir Steinar
Smári Guðbergsson meindýraeyðir.
Steinar hefur fengið færri beiðnir
um að fjarlægja geitungabú í ár en á
sama tíma í fyrra, þótt þeir hafi verið
seint á ferðinni það ár.
„Þeir byrjuðu seinna því vorið var
svolítið kalt í fyrra. Þannig að ég
hugsa að núna þegar líður að ágúst,
næstu 5-10 daga, muni síminn varla
stoppa hjá mér út af geitungabúum,“
segir hann.
Steinar hefur fjarlægt ófá geit-
ungabú í gegnum tíðina, þar sem
þessir óboðnu gestir geta reynst
fólki hvimleiðir. Trjágeitungar eru
flestir fyrripart sumars, en holugeit-
ungar, sem eru öllu grimmari
tegund, allt fram í október. Vinsæl-
asti staðurinn hjá trjágeitungum er í
tvöföldu grindverki; undir efstu lá-
réttu spýtunni í standandi grind-
verki.
Holugeitungar eru líklegri til að
hreiðra um sig í byggð, húsagörðum
og holum í jörðu.
Steinar segir að holugeitungarnir
séu öllu verri en trjágeitungar þegar
þeir eru bornir saman;
„Holugeitungarnir eru allir graut-
fúlir, þeir fæddust reiðir. Trjágeit-
ungurinn flýgur frá a til b, nema ver-
ið sé að hamast í honum.
Holugeitungurinn getur hins vegar
verið að fljúga leiðar sinnar en
ákveðið síðan bara að stinga þig,“
segir Steinar.
Geitungar færri á ferðinni
nú en á sama tíma í fyrra
Meindýraeyðir býst þó við að þeim fjölgi á næstunni
Ljósmynd/Wikipedia
„Reiður“ Holugeitungur er líklegur
til að stinga að ástæðulausu.
Alexander Kristjánsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Framhaldsskólanemendur sem
voru á tjaldsvæðinu í Varmalandi í
Borgarfirði hringdu þrisvar á lög-
regluna vegna slagsmála sem höfðu
brotist út á tjaldsvæðinu um
helgina, að sögn nemanda sem vill
ekki láta nafns síns getið.
Sá hinn sami segir að hópur fólks
hafi verið samankominn með hnúa-
járn og kylfur og síðar hafi komið í
ljós að fólkið hafi verið með loft-
byssur.
Urðu ekki varir við vopn
Njáll Halldórsson, tjaldvörður í
Varmalandi, kannast ekki við neinn
vopnaburð. „Við urðum alls ekki
varir við neitt slíkt og ekkert slíkt
kom fram hjá lögreglu,“ segir
Njáll.
Nemandinn segir að hringingar
nemenda í lögreglu hafi borið tak-
markaðan árangur. „Í fyrsta sinn
sem við hringdum vorum við spurð
hvort það væri ekki neinn
ábyrgðarmaður á svæðinu og feng-
um þær upplýsingar að það væri
enginn til taks til að fara á svæðið,“
segir nemandinn.
Í annað skiptið hafi lögreglan
ætlað að kíkja við, en hún hafi látið
nægja að líta á staðinn úr fjarlægð
án þess að koma inn á tjaldsvæðið
og skakka leikinn.
Njáll segir að lögreglan hafi
skakkað leikinn. „Lögreglan kom
hingað og sá til þess að allt færi
sómasamlega fram.“
Morgunblaðið greindi frá slags-
málunum í gær og var þess þar get-
ið að á svæðinu hefði verið ungt fólk
úr nemendafélögum Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði og Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ. Nemandanum
þykir leiðinlegt að nöfn skólanna
tveggja séu dregin inn í umræðuna,
enda hafi útilegan ekki verið á veg-
um nemendafélaganna. „Þeir sem
eru virkastir í nemendafélaginu
voru á fullu að reyna að stoppa
slagsmálin og tékka á fólki,“ segir
nemandinn og bætir við að Njáll
hafi verið yndislegur og hjálpað til.
Blaðamaður hafði samband við
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á
Vesturlandi, vegna málsins en hann
sagðist ekki vera með málið „í koll-
inum“. Spurður um það hver hefði
séð eða sæi um málið sagðist Úlfar
ekki klár á því.
Áliðið var kvölds þegar slagsmál-
in brutust út en hvorki er ljóst á
milli hverra þau voru né hvers
vegna þau brutust út.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Njáll að kannski hefðu verið
gerð mistök með því að hleypa
tveimur stórum hópum inn á svæð-
ið samtímis. Þá sagði hann að lær-
dómur yrði dreginn af því.
Tvennum sögum fer af vopnaburði
Tjaldvörður segist ekki hafa orðið var
við vopn en nemandi segir aðra sögu
Morgunblaðið/Theodór
Varmaland 200 manns voru á tjaldsvæðinu, þar af tveir stórir hópar nema.