Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Bionette
ofnæmisljós
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Bionette ofnæmisljós er byltingakennd
vara semnotar ljósmeðferð
(phototherapy) til að draga úr
einkennumofnæmiskvefs (heymæðis)
af völdum frjókorna, dýra, ryks/
rykmaura og annarra loftborinna
ofnæmisvaka.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Fullkomið fatbrauð f
yrir öll tækifæri
Bilanir hafa komið upp í Magna, hin-
um nýja dráttarbáti Faxaflóahafna.
Varð að ráði að sigla bátnum til Hol-
lands, þar sem gert verður við hann.
Magni lagði af stað utan í lok síðustu
viku og er von á honum til baka í
næsta mánuði.
Magni kom til Reykjavíkur 27.
febrúar sl. eftir rúmlega 10 þúsund
sjómílna siglingu frá Víetnam þar
sem báturinn var smíðaður. Skipa-
smíðastöðin Damen Shipyards í Hol-
landi smíðaði bátinn, en hún rekur
skipasmíðastöðina í Víetnam. Faxa-
flóahafnir greiddu jafnvirði 1.040
milljóna króna fyrir Magna sam-
kvæmt útboði.
Fljótlega fór að bera á bilunum í
bátnum. Í ljós kom að þegar honum
var siglt til Hollands á sínum tíma var
dælt í hann óhreinni olíu í Singapúr,
sem hafði áhrif á aðalvél og ljósavél.
Enn fremur virkaði togspilið ekki
sem skyldi, að sögn Gísla Gíslasonar
hafnarstjóra. Damen vildi fá bátinn
til sín til Hollands þar sem til stendur
að hreinsa tanka, taka upp spíssa í
aðalvél og laga spilið. Damen mun
bera allan kostnað af viðgerðinni.
Gísli J. Hallsson yfirhafnsögumaður
er skipstjóri Magna í ferðinni út.
Hann mun hafa umsjón með viðgerð-
inni af hálfu Faxaflóahafna.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýi Magni Dráttarbáturinn kemur til hafnar í Reykjavík í lok febrúar.
Nýi Magni sigldi til
Hollands í viðgerð
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hef-
ur hafnað umsókn Vöku björgunar-
félags um starfsleyfi fyrir geymslu-
svæði fyrir bifreiðar og tæki á landi
fyrirtækisins á Leirvogstungu-
melum. Ástæðan er neikvæð umsögn
skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar sem
telur starfsemina ekki í samræmi við
aðalskipulag og skipulagsreglur.
Fyrirtækinu er gert að hreinsa allt
rusl, bílhræ og tæki af svæðinu fyrir
1. september.
Eftir að bæjaryfirvöld höfðu
kvartað yfir notkun landsins, meðal
annars söfnun bílhræja og gáma,
sem ekki er talin í samræmi við
skipulag, og yfir slæmri umgengni
fór heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis
fram á að Vaka legði fram tímasetta
áætlun um hreinsun svæðisins. Það
gerði fyrirtækið um miðjan síðasta
mánuð. Í henni kemur fram að
hreinsun verði lokið á einu svæði fyr-
ir lok júní, tveimur til viðbótar fyrir
miðjan júlí og því fjórða fyrir lok júlí.
Jafnframt kemur fram að fyrirhugað
væri að safna saman á eitt svæði
stærri ökutækjum og gámum.
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis
féllst á þau tímamörk sem fram
komu í tillögu Vöku um hreinsun
svæðanna en hafnaði söfnun á efni á
eitt svæði sem Vaka vildi hafa leyfi
til að gera. Gefinn var lokafrestur til
1. september til hreinsunar alls
landsins. Árni Davíðsson, staðgeng-
ill framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
eftirlits Kjósarsvæðis, staðfestir þá
túlkun í samtali við blaðamann að
hreinsa þurfi allt svæðið fyrir 1.
september og ekkert megi skilja þar
eftir en vekur um leið athygli á því að
hægt sé að kæra ákvörðun heil-
brigðisnefndar til úrskurðarnefndar.
Telur Árni líklegt að skoðað verði
eftir miðjan mánuðinn og aftur eftir
mánaðamót hvernig hreinsun lands-
ins gangi.
Þurfa að fara að skipulagi
Á skipulagi er landið sem Vaka
keypti á árinu 2018 og hefur notað
sem geymslusvæði sýnt sem óbyggt
svæði. Heilbrigðisnefnd hafnaði að
veita starfsleyfi til reksturs
geymslusvæðisins á þeim grundvelli
og með vísan til neikvæðrar umsagn-
ar skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar.
Vaka hyggst byggja höfuðstöðvar
sínar á öðrum stað á landinu.
Staða málsins var kynnt á síðasta
bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar. Har-
aldur Sverrisson bæjarstjóri segir
að málið sé einfalt. Ekki sé hægt að
hefja starfsemi og koma upp
geymsluaðstöðu á svæði sem ekki
hefur verið skipulagt til þess. Allir
þurfi að fara eftir gildandi skipulagi
og ganga vel um.
Þurfa að hreinsa allt geymslusvæðið
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hafnar umsókn Vöku um starfsleyfi fyrir geymslusvæði á Leirvogs-
tungumelum Fyrirtækið þarf að fjarlægja bílhræ, gáma og tæki af landi sínu fyrir 1. september
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leirvogstungumelar Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ kvörtuðu snemma vors
undan ólögmætu geymslusvæði og slæmri umgengni á landi Vöku.
„Þetta er sannarlega stór áfangi fyr-
ir okkur, að vera komin í framtíðar-
húsnæði,“ segir Böðvar Bjarki Pét-
ursson, stjórnarformaður Kvik-
myndaskóla Íslands, en skólinn
hefur gert 20 ára leigusamning við
Fasteignaþróunarfélagið Festi um
leigu húsnæðisins á Suðurlands-
braut 18, sem Olíufélagið Esso reisti
árið 1975.
Böðvar Bjarki segir skólann hafa
verið á „ótrúlegum“ hrakhólum
mörg undanfarin ár með húsnæði.
Síðustu fimm árin hefur starfsemin
verið við Grensásveg 1. Þar áður var
skólinn í Þverholti, í Ofanleiti þar
sem HR var, í gamla Sjónvarpshús-
inu við Laugaveg 176 og áður í hin-
um gömlu húsakynnum Stöðvar 2 á
Lynghálsi.
Í fyrsta áfanga mun skólinn leigja
um 70% af húsinu en stefnt er að því
að allt húsið verði komið í leigu skól-
ans innan þriggja ára. Unnið verður
að aðlögun hússins að starfsemi
Kvikmyndaskólans nú í sumar.
Byggð verða stúdíó og tæknirými á
neðstu hæðunum. Á efri hæðunum
verða leiklistarsalir, kennslurými og
ýmsar vinnslustöðvar. „Húsið er
vandað og vel með farið, harðviður í
gluggum og Sambandið hefur
greinilega gert vel við sig,“ segir
Böðvar Bjarki.
Kvikmyndaskóli Íslands er 27 ára
á þessu ári. Yfir 100 íslenskir nem-
endur stunda nám við skólann en í
haust stóð til að um 20 erlendir nem-
endur kæmu, einkum bandarískir,
en Böðvar Bjarki segir það tefjast til
áramóta hið minnsta, vegna kórónu-
veirufaraldursins.
„Það er mikill áhugi á náminu,
bæði hér og erlendis, og biðlistarnir
hafa lengst í þessu ástandi,“ segir
Böðvar Bjarki en kennsla hefst á
Suðurlandsbraut 18 hinn 20. ágúst
næstkomandi. bjb@mbl.is
Af hrakhólum í Esso-húsið
Kvikmyndaskóli Íslands gerir 20 ára leigusamning um
Suðurlandsbraut 18 sem Olíufélagið reisti á sínum tíma
Kvikmyndaskólinn Nýtt aðsetur
næstu árin við Suðurlandsbraut 18.