Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Leikur Það er merkilegt hversu einfalt getur verið að hafa gaman og geta töfrar sápukúlunnar veitt börnum á öllum aldri ómælda gleði. Kristinn Magnússon Margir sem komnir eru á efri ár velta fyrir sér framtíðinni engu síður en ungviðið sem nú er að stíga inn á sviðið. Æ fleiri gera sér ljóst að lífveran Homo sapiens, þ.e. tegundin maður, ógnar nú eigin lífsskilyrðum og tilveru með margvíslegu móti. Hættan af styrjaldar- átökum með gereyðingarvopnum er enn sem fyrr til staðar, en við hefur bæst ný og aukin vitneskja um háskalegar breytingar sem tegund okkar hefur á almenn lífsskilyrði á jörðinni. Þar eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og ógnin sem af þeim stafar orðnar á flestra vitorði, stjórnvalda sem og almennings. Erf- iðlega hefur gengið að fá menn til að horfast í augu við víðtæka röskun vistkerfa vegna atvinnuhátta og landnotkunar, enda samhengið flóknara og á sér oft langan aðdrag- anda og rætur í búskaparháttum fyrri tíðar. Um báða þessa þætti, loftslagsbreytingarnar og röskun líf- kerfa, var fjallað að frumkvæði Sam- einuðu þjóðanna í aðdraganda Ríó- ráðstefnunnar 1992 og þar var lagð- ur grundvöllurinn að alþjóða- samningum um hvoru tveggja sem Ísland gerðist formlegur aðili að þegar árið 1994. Ógnvænleg eyðing lífvera af mannavöldum Fjölbreytni lífvera á tilteknu svæði birtist í genamengi, fjölda teg- unda og vistkerfum. Samhliða aukn- um rannsóknum og skráningu líf- vera undanfarna áratugi hefur þekking á fjölda þeirra og útbreiðslu vaxið hröðum skrefum á heimsvísu. Þó vantar mikið upp á að skýrt heildaryfirlit liggi fyrir. Jafnframt hefur komið í ljós að rýrnun og eyð- ing vistkerfa fyrir tilverknað manna fer vaxandi hröðum skrefum og með því deyr út fjöldi tegunda og afbrigða þeirra ár hvert. Fyrir ári kom út skýrsla Sameinuðu þjóðanna um þetta efni (Nature’s Dangerous Decline ‘Unpreceden- ted’; Species Ext- inction Rates ‘Accele- rating’). Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar eru leiddar líkur að því að fram á miðja þessa öld, næstu 30 ár, muni um ein milljón dýra- og plöntutegunda deyja út fyrir tilverknað manna. Meðal helstu ástæðna fyrir hnign- un og útdauða lífvera eru gróðureyð- ing, einkum náttúrulegra skóga, til- koma og útbreiðsla ágengra tegunda, vaxandi mengun, loftslags- breytingar og ofnýting og ofveiði á landi og í sjó. Fólksfjöldi á jörðinni hefur tvöfaldast á síðustu 50 árum, er nú um 7,6 milljarðar og stefnir í 11 milljarða í lok þessarar aldar. Þessi mannfjöldi leggst af gífur- legum þunga á vistkerfi jarðar. Álag og inngrip í umhverfið af manna- völdum er því meginorsök fyrir tapi líffræðilegrar fjölbreytni á okkar tímum. Augljóst dæmi er ör fækkun skordýra, m.a. býflugna, sem frjóvga nytjaplöntur sem eru undir- stöðufæða fyrir meirihluta mann- kyns. Sjúkdómsvaldar af völdum veira eiga uppruna sinn í dýraríkinu, kórónuveiran t.d. talin komin úr leðurblökum. Heilbrigði dýra er samofið heilsu manna, og veirur eru taldar líklegri en ella að breiðast út í líffræðilega einsleitu umhverfi. Íslendingar seinir að vakna Áratugir liðu hérlendis án þess að nokkuð marktækt gerðist til að fylgja eftir samningnum um líf- fræðilega fjölbreytni. Ákvæði voru að vísu sett í lög um náttúruvernd 1999 um að sporna bæri við út- breiðslu og dreifingu ágengra fram- andi lífvera en eftirfylgnin varð lítil, eins og best sést af langvarandi dreifingu lúpínu á vegum opinberra aðila allt frá því um miðja síðustu öld. Á Náttúrufræðistofnun Íslands og á náttúrustofum hefur þó verið unnið gott starf við að fylgjast með afkomu dýrastofna og halda utan um válista á samræmi við kerfi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN. Einnig við að greina slæðinga og vara við útbreiðslu skaðvalda. Hömlulaus innflutningur og dreifing plantna inn í sérstætt gróðurríki landsins, ásamt brotakenndri fræðslu í skólum, er hins vegar áhyggjuefni. Fjárbændur og Landgræðslan taka höndum saman Hnignun og eyðing jarðvegs og gróðurs er dapurlegur arfur úr for- tíðinni, sem reynt hefur verið að bregðast við hérlendis í meira en öld. Þótt margt hafi þar áunnist eig- um við enn langt í land með að endurheimta og reisa við náttúruleg vistkerfi á stórum hluta Íslands. Það sem einkum hefur skort á er góð þekking á ástandi beitarlanda og skipuleg landnotkun af hálfu bænda. Þann 18. júní síðastliðinn var kynnt- ur til sögunnar afrakstur af sam- starfi sauðfjárbænda og Land- græðslunnar undir heitinu GróLind til að safna upplýsingum um ástand beitilanda um land allt og fá sem skýrasta mynd af einstökum þátt- um, þar á meðal um fjölda fjár á við- komandi svæðum. Styðjast á við ný- leg lög um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu, en reglugerð þar að lútandi er í vinnslu. Kortasjá GróL- indar sem nú hefur verið opnuð á að gera vinnu Landgræðslunnar mark- tækari í samvinnu við bændur og al- menning. Gróft mat sýnir að um 45% landsins eru nú gróðurfarslega í bágu ástandi og aðeins um fjórð- ungur telst vera í besta flokki. Lág- marksfjármagn til verkefnisins á að vera tryggt samkvæmt Búvöru- samningi og hér verður að bæta við eftir þörfum. Hrossabeit á úthaga og gróðurvinjar er ekki síður áhyggju- efni, þótt dregið hafi úr upprekstri hrossa á afréttir. Hrossaeign lands- manna er nú nálægt 70 þúsund. At- hygli vekur afar takmörkuð þátttaka hrossaeigenda í verkefninu Haga- gæði með Landgræðslunni, þar sem aðeins 50 voru skráðir á síðasta ári. Hér þarf greinilega vitundarvakn- ingu og aðhald. Fjöldi þéttbýlisbúa á hér hlut að máli og sýn þeirra margra hverra til landnotkunar er ábótavant. Endurreisn náttúrulegs gróðurríkis Vistvæn endurreisn gróðurríkis lands okkar er stórmál ekki síður en umgengni við auðlindir ferskvatns og sjávar. Mikið er undir því komið að nýrri og löngu tímabærri löggjöf um landgræðslu og skógrækt verði fylgt eftir á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis og undirstofn- ana. Það voru að mínu mati mistök hjá Alþingi að fella lög um gróður- ríki landsins ekki í eina heild með viðkomandi undirþáttum. Aðal- atriðið er þó að tryggja vistvæna nýtingu og ábyrga landnotkun sam- kvæmt gagnsæju skipulagi. Friðun gróðurríkisins fyrir ofnýtingu er ár- angursríkasta leiðin til endurreisnar þess. Lausaganga búfjár ætti fyrr en seinna að heyra sögunni til og fella þarf skógrækt að verndun birk- is og annarra innlendra tegunda í langtum meiri mæli en nú tíðkast. Hvarvetna þar sem gróðurríkið fær frið til að dafna lagar það sig að stað- háttum og fellur að ásýnd landsins. – Um þetta má sjá dæmi í öllum lands- hlutum þar sem beit hefur verið tak- mörkuð. Eitt slíkt sýnishorn blasir nú við á ferð um Skeiðarársand (sjá meðfylgjandi mynd). Þar er náttúru- legur birkinýgræðingur og lág- gróður í örum vexti á sandi sem jökulhlaup fór yfir fyrir aldarfjórð- ungi. Leggjumst þannig á sveif með náttúru lands okkar og hún mun spjara sig fyrr en nokkurn varir. Eftir Hjörleif Guttormsson »Enn eigum við langt í land með að endur- heimta og reisa við náttúruleg vistkerfi á stórum hluta Íslands. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Leggjumst á sveif með náttúru landsins okkar Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson Sjálfsáið birki í örum vexti á Skeiðarársandi. Fyrir nokkru birtust á samráðsgátt stjórn- valda drög að frum- varpi þar sem lagðar eru til ýmsar breyt- ingar, sem einkum varða II. kafla stjórnar- skrárinnar, forseta- embættið, ríkisstjórn, verkefni fram- kvæmdarvaldsins o.fl. Birting frumvarps- draganna er liður í þeirri vinnu sem núverandi ríkisstjórn kom af stað vegna endurskoðunar stjórnarskrár- innar og byggir í grundvallaratriðum á tveimur meginforsendum; annars vegar á því að leita sem víðtækastrar samstöðu og hins vegar að endur- skoðunarvinnunni sé skipt upp í af- markaða verkþætti og tilteknir kaflar stjórnarskrárinnar teknir fyrir í hverjum áfanga. Eru þetta fjórðu frumvarpsdrögin sem birt eru í sam- ráðsgátt, en áður hafa verið birt drög að nýjum ákvæðum um náttúru og umhverfi, auðlindir landsins og ís- lenska tungu. Drögin eru samin af sérfræðingum í kjölfar vinnu sem átt hefur sér stað í nefnd á vegum for- sætisráðherra sem skipuð er for- mönnum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Tekið er fram að birting á samráðsgátt feli ekki á þessu stigi í sér skuldbindingu af hálfu formannanna um að þeir muni flytja eða styðja framlagningu sam- bærilegs frumvarps á Alþingi. Margt er prýðilegt í þeim frum- varpsdrögum sem nú hafa verið birt á samráðsgáttinni en annað vekur óneitanlega spurningar. Margir, þar á meðal sá sem þetta skrifar, hafa verið þeirrar skoðunar að megin- markmið breytinga á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem varða forsetaembættið hljóti að vera að færa orðalag ákvæðanna nær raunveruleikanum; nær þeirri framkvæmd sem við þekkjum frá undan- förnum áratugum og byggir annars vegar á hefðbundinni túlkun viðkomandi ákvæða og hins vegar á stjórnskip- unarvenjum. Ljóst er að í þessum drögum er gengið talsvert lengra og gert ráð fyrir breytingum sem eru efnislegar en varða ekki bara form og framsetningu. Mikilvægt er að einstakar tillögur af því tagi fái góða umfjöllun bæði meðal almenn- ings og fræðimanna áður en lengra er haldið. Meðal þeirra atriða sem þarf þannig að ræða eru ákvæði frum- varpsins um lengd og fjölda kjör- tímabila forseta, auk aðkomu forseta að stjórnarmyndun og þingrofi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ákvæðið um þingrof gefur sérstaklega tilefni til meiri umfjöllunar. Þá þarf þessu til viðbótar að skoða nánar hvort ekki megi ganga lengra en frumvarpið gerir ráð fyrir í þá átt að fella á brott ákvæði sem gera ráð fyrir formlegri aðkomu forseta að ákvörðunum sem í raun eru alfarið teknar af ráðherrum og á þeirra ábyrgð. Slíkar breytingar myndu fyr- irbyggja margháttaðan misskilning. Loks má nefna að ástæða er til um- ræðu um hina sérstöku reglu í 26. gr. um synjunarvald forseta gagnvart lögum frá Alþingi. Þar er ekki gert ráð fyrir efnislegri breytingu í frum- varpsdrögunum en engu að síður er tilefni til umfjöllunar um þetta fyrir- komulag. Þá er jafnframt mikilvægt sam- hliða þessu að frekari umræður fari fram almennt um eðli og inntak for- setaembættisins, hvort forseti eigi að vera afskiptasamari en verið hefur um ákvarðanir sem að jafnaði hafa verið á verksviði ríkisstjórnar og Al- þingis og þannig virkari þátttakandi í stjórnmálabaráttu líðandi stundar. Sá sem þetta ritar hefur verið þeirrar skoðunar að forseti eigi fyrst og fremst að gegna formlegum skyldum sem þjóðhöfðingi og koma fram sem ákveðið sameiningartákn. Forseti geti því til viðbótar haft mikil áhrif með orðum sínum og gerðum en bein völd og ákvarðanataka á sviði fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds eigi að vera í höndum ríkisstjórnar og Al- þingis. Menn geta vissulega verið annarrar skoðunar og talið að forseti eigi að gegna veigameira hlutverki varðandi stjórnmálalegar ákvarðanir. Ef vilji er til að ganga lengra í þeim efnum er hins vegar eðlilegt og nauð- synlegt að slík stefna verði mörkuð með meðvituðum hætti í kjölfar ítar- legra umræðna. Aðalatriðið er að niðurstaða vinnunnar verði skýr stjórnarskrárákvæði um völd og verksvið forseta. Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson »Markmið breytinga á ákvæðum um for- setaembættið á að vera að færa textann nær raunveruleikanum, í samræmi við viðtekna túlkun og stjórnskip- unarvenjur. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hvernig forsetaembætti?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.