Morgunblaðið - 14.07.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 14.07.2020, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell Viftur Hitarar Lofthreinsitæki www.gilbert.is Þjóðhátíðardaginn 14. júlí er vel við hæfi að tala um Frakkland á okkar dögum, lífs- kraft þjóðarinnar og nútímaleg viðhorf, óháð klisjunum sem loða við, oft jákvæðar en stundum úr sér gengnar. Rétt er að Frakk- land er land matar- gerðarlistar, hátísku, bókmennta og kvikmynda, þangað leita tugir milljóna ferðamanna ár hvert að njóta landsins og fjöl- breytni í menningu og landslagi. Þjóðverjar eiga orðtak sem hljóð- ar einhvern veginn svo: „Að lifa eins og Guð í Frakklandi“ (Leben wie Gott in Frankreich). Vart verður meira lof borið á franska lífskúnst. En Frakkland á ótalmargar aðrar hliðar: Þar er nútímalegt samfélag, dugandi, framsækið og framsýnt. Það framleiðir ekki bara osta og úrvalsvín heldur líka hraðlestir, bíla, flugvélar og geim- flaugar. Bráðlega er komið að því að endurnýjanleg orka, líftækni og þjarkafræði taki við vegna geysi- legra fjárfestinga í rannsóknum og þróun á þessum sviðum. Sem dæmi nefni ég nýsköpunargarðinn Station F í París, sem hýsir meira en 1.000 fyrirtæki í nýsköpun, og Rannsóknamiðstöð Frakklands (CNRS), eina helstu rannsókna- stofnun í heimi sem á í miklu sam- starfi við Rannís. Menningin er líka jarðvegur fyrir nýsköpun eins og vel sést í sýningunni „Sol- astalgia“ í Listasafni Íslands þar sem tveir ungir franskir listamenn taka gagnaukinn veruleika í sína þjónustu. Franskir úrvalsskólar taka á hverju ári við hundruðum þúsunda erlendra stúdenta, þar á meðal Ís- lendingum, í nám í verkfræði, hag- fræði, stærðfræði og öðrum grein- um. INSEAD-viðskiptaskólinn, með aðsetur í borg- inni Fontainebleau í nágrenni Parísar, sit- ur reglulega í efsta sæti lista yfir þessa skóla í Evrópu og á hverju ári veitir franska sendiráðið framúrskarandi ís- lenskum stúdentum styrki til náms á ýms- um sviðum í Frakk- landi. Franskt efnahagslíf er opið og hefur margt til síns ágætis, það sést best á því að árið 2019 var landið í fyrsta sæti yfir erlendar fjárfestingar í Evrópu og stofnun rannsóknasetra. Stundum vill gleymast að Frakkland ræður yfir næststærstu efnahagslögsögu í heimi með öflugan flota og mikla áherslu á verndun hafanna og fjölbreytni lífríkisins í þeim. Þannig hefur nýskipuð ríkisstjórn landsins sett á stofn ráðuneyti hafsins til að standa vörð um þessi áherslumál. Eins og Ísland stendur Frakk- land nú andspænis margvíslegum afleiðingum COVID-19-faraldurs- ins og sviptingum sem leiða af hlýnun loftslags, byltingu tölvu- tækninnar og nýrri heimsmynd í mótun. Á þessum óvissutímum stýra bæði löndin eftir áttavita sameiginlegra gilda, sömu tryggð við mannréttindi, marghliða sam- starf og alþjóðasamvinnu. Ein- kunnarorð Frakklands, „Frelsi, jafnrétti og bræðralag“, eiga engu síður við nú en endranær. Frakkland án klisjanna Eftir Graham Paul Graham Paul » Frakkar framleiða ekki bara osta og úrvalsvín heldur líka hraðlestir, bíla, flug- vélar og geimflaugar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Er það ekki vonin sem heldur í okkur lífinu allan ársins hring og sérstaklega yfir dimman, kaldan vetrartímann? Það er eins víst og mætti byrja í nóvember. Þá gerir kannski góðan kafla með austanátt og hreinviðri og maður segir sem svo að þannig ætti að vera fram til jóla. Það rætist stundum og þá þykir mörgum vetrardekkin spæn- ast fljótt upp. Það verður ekki á allt kosið. Janúar er oft friðsam- asti mánuðurinn og jafnvel stað- viðri. Aftur er febrúar þekktur sem rokmánuður og fagnaðarefni þegar fer að halla á hann. Þá munar um birtuna og líklega verði mars ekki svo bölvaður. Auðvitað tóm óskhyggja, en þá er hægt að afsaka ótíðina með páskahreti, og seinna, þegar apríl er ekki eins og við viljum, er það hrafnahret eða fyrstasumardagshret, og þannig endalaust. Verst er þó með maí, þetta von- arbarn þjóðarinnar. Þá getur hann lagst í þurrakulda og næðing ætt- aðan úr íshafinu. Miskunnarlaust þurrkar vindurinn rakann frá rót- um grass og fífla. Þá er kominn tími til að panta sólarferð, en æ, æ. Sunnlendingur. Vor í vonum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Veður Vetrartíminn getur verið dimmur og kaldur hérlendis. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.