Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 22

Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Toyota Avensis Live. 8/2017 Ekinn aðeins 36 þús. Km. Einn eigandi. Ekki bílaleigubíll. Auka vetrardekk á felgum. Þjónustubók. Tilboðsverð: 2.490.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Á morgun miðvikudaginn 15. júlí bíður sumar- hópurinn okkar upp á þessa ferð: klukkan 13 - Ferð í Heiðmörk með sumarhópnum okkar. Fjallað verður um Heiðmörk og 70 ára sögu skógræktarfélagsins. Skráning á skrifstofu í síma 411 2701. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í hand- avinnustofu kl. 10-10.30. Tæknilæsi frh kl. 9-12 og 13-16. Leikfimi með Silju kl. 13-13.40. Ef veður leyfir reytum við arfa í Finnbogareit e. hádegi. Opið kaffihús kl. 14.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og .spjall kl. 8.50. Samrómur kl. 11-13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir samfélagssáttmálanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512.1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffi er selt frá 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti 6- 8 kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa. Kl. 10 leikfimi gönguhóps. Kl 10.30 ganga um hverfið. Kl. 13 Bíó. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8-12. Billjard kl. 8. Qi- gong á Klam- bratúni kl. 11. Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Púttæfing kl. 10.30. Gönguferð kl. 13.30. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, klukkan 10.30 verður hópþjálfun í setustofu á 2.hæð. Eftir hádegi ætlum við að hittast í matsalnum og syngja saman íslensk lög og svo endum við daginn á hressandi gönguferð um hverfið, lagt verður af stað klukkan 15. Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59. Seltjarnarnes Dagskráin í dag er svona. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltj. kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt úti á golfvelli kl. 13.30. Eigið góðan dag og hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Sögustund verður í kaffinu. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. með morgun- ✝ Vigfús HeiðarGuðmundsson fæddist 4. júní 1952. Hann lést á Hrafnistu, Nesvöll- um, 3. júlí 2020. Foreldrar Vig- fúsar voru hjónin Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir, f. 20. júní 1917, d. 31. mars 1998, og Guðmundur Sveinsson, f. 5. október 1924, d. 6. mars 2003. Systkini Vig- fúsar Heiðars sammæðra eru Dagný Austan Vernharðs- dóttir, f. 22. janúar 1940, Karl Vernharðsson, f. 10. septem- ber 1941, sambýliskona Mel- korka Edda Freysteinsdóttir, Vígsteinn Vernharðsson, f. 10. júní 1943, d. 3. nóvember 2005, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir, f. 20. október 1944. Alsystkin voru drengur, f. 5. júní 1951, d. 5.júní 1951, og Svanhild- ur Stella Júnírós, f. 23. júní 1955, maki Óskar Ás- geirsson. Vigfús giftist Þorbjörgu Ágústu Helgadóttur, 28. ágúst 1977, þau slitu samvistum árið 2000. Saman eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Guð- mundur Freyr, f. 3.júní 1978, eiginkona hans er Namita Kapoor. 2) Sólbjörg Laufey, f. 23. apríl 1984, og börn hennar Elmar Ingi, f. 4. apríl 2004, og Guðmundur Sveinn, f. 13. maí 2011. 3) Bergþóra Sif, f. 12. ágúst 1989, sambýlismaður hennar er Søren Vahl Bendix- en. Árið 2002 hóf Vigfús sam- búð með Thon Nganpanya, f. 20. ágúst 1964. Fyrir átti hún son sem Vigfús ól upp, Aran, f. 21. desember 1994, sam- býliskona hans er Sóley Ósk og börn þeirra, Leó Mateó, f. 27. júní 2018, og Adam Elí, f. 31. júlí 2019. Vigfús ólst upp ásamt systk- inum sínum á Njarðvíkurbraut 16 í Innri-Njarðvík. Hann fór ungur á vinnumarkað og starfaði m.a. í frystihúsi og Skipasmíðastöð í Njarðvík ásamt því að sækja sjóinn. Ár- ið 1984 lauk hann sveinsprófi í trésmíði og árið 1986 útskrif- aðist hann sem húsasmíða- meistari og starfaði sem slíkur í 37 ár. Útförin fer fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju í dag, 14. júlí 2020, klukkan 13. Vigfús Heiðar Guðmundsson fæddist 4. júní 1953 og ólst upp í Innri-Njarðvík. Annað barn foreldra okkar en árinu áður höfðu þau misst dreng. Fyrir átti móðir okkar fjögur börn, sem segja má að hafi einnig komið að uppeldi okkar, þar sem þau voru nokkuð eldri en við. Innri-Njarðvík var ekki stór á þessum tíma og höfðu börn því mikið frelsi til að leika sér úti í náttúrunni án nútíma leiktækja. Að loknum barnaskóla fór Heiðar í framhaldsskóla og síð- ar lærði hann húsasmíði og fékk meistararéttindi 1986. Heiðar stundaði einnig sjóinn um tíma. Hann kvæntist Þor- björgu Ágústu Helgadóttur og eignuðust þau þrjú vænleg og falleg börn, þau Guðmund Frey sem er kvæntur Namitu Kapoor, þau búa í Oakland í Bandaríkjunum, Sólbjörgu Laufeyju og á hún tvo drengi, Elmar Inga og Guðmund Svein búsett í Reykjanesbæ, Berg- þóru Sif, sambýlismaður henn- ar er Sören Vahl Bendixen, þau búa í Kaupmannahöfn. Heiðar og Obba byggðu sér fallegt hús í Innri-Njarðvík og bjuggu þar lengst af. Mikill samgangur var á milli heimila okkar, þar sem börnin okkar voru öll á svipuðu reki. Obba og Heiðar skildu eft- ir nokkurra ára búskap. Heiðar var lengst af sjálf- stætt starfandi og sérhæfði sig í glugga- og hurðasmíði. Árin 1991-1993 bjó hann í Þýska- landi og starfaði við innrétt- ingasmíði og viðgerðir á antik- húsgögnum. Hann starfaði einnig í Ósló hjá PEAB og hjá Valde Bygg AS í Bergen. Hann var mikill áhugamaður um við- hald gamalla húsa. Eftir hann liggja margar gersemar, m.a. barnarúm sem hann smíðaði fyrir fyrsta barnabarnið, gluggar og hurðir í Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum. Hann smíðaði einnig gluggana í Stekkjarkot í Njarðvík þegar það var gert upp og setti í upprunalegt horf. Hann var natinn og vandaður smiður, mikill millimetramaður eins og sagt er, vel liðinn, hæg- látur og dagfarsprúður. Sann- kallaður listamaður fram í fingurgóma. Málaði myndir og tók þátt í samsýningu. Á ung- lingsárum spilaði hann á bassa í hljómsveit. Árið 2001 kynntist hann Thon Nganpanya og hófu þau búskap, fyrir átti hún Aran Nganpanya sem Heiðar tók að sér þegar hann var níu ára. Sambýliskona hans er Sóley Ósk Hafsteinsdóttir og eiga þau tvo syni, Leó Mateó og Adam Elí. Heiðar fór í kreppunni til Noregs eins og svo margir að vinna. Þá vorum við hjónin komin þangað og áttum við þar öll góðar stundir saman í yndis- legu umhverfi. Á þessum tíma fór að bera á veikindum hans sem hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Eftir kom- una heim frá Noregi önnuðust Thon og Laufey dóttir hans hann af alúð og virðingu. Elsku bróðir, takk fyrir allt og allt. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og ylja mér við fallegar minningar um góðan bróður. Hvíl í friði. Svanhildur St. J. Guðmundsdóttir (Stella). Elsku fallegi og yndislegi litli bróðir minn. Ég á svo margar fallegar minningar um þig. Ég man alltaf þegar Bjössi frændi kom með ykkur mömmu heim af fæðingardeildinni. Ég ætlaði aldrei að geta hætt að horfa á þetta litla og fallega barn. Undur heimsins. Það varð strax sterkur strengur á milli okkar. Þú varst listrænn og dvergur í höndunum eins og faðir þinn. Gluggar og hurðir á bústaðnum mínum bera þess vott. Þú varst heill, ljúfur og heiðarlegur, sagðir aldrei illt um nokkurn mann. Alltaf tilbúinn að hjálpa og aðstoða. Húmorinn aldrei langt undan og fallega brosið þitt. Og nú ertu bara farinn. Veikindin tóku stóran toll. Elsku Thon, Guðmundur, Lauf- ey, Bergþóra, Aran, afastrák- arnir og fjölskylda, elsku Stella systir, þið voruð svo náin. Þetta er sár tími, en við vitum að Drottinn vor hefur losað Heiðar frá verkjum og tekið var vel á móti honum. Sterkar persónur gleymast aldrei elsku Heiðar minn. Þín systir Jóna Þórunn. Vigfús Heiðar Guðmundsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar ✝ Helga Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 8. ágúst 1942. Hún lést á Landspít- alanum 2. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Egilsson, f. 30. ágúst 1921, d. 26. ágúst 2000, og Kristín Henriks- dóttir, f. 16. desember 1920, d. 9. janúar 2011. Systkini hennar voru Hen- rik, f. 23. október 1940, d. 26. október 1987, Súsanna, f. 5. september 1945, Ingunn, f. 3. júlí 1948, og Egill Vilhjálmur, f. 30. mars 1952. Eiginmaður Helgu er Gutt- ormur Pétur Einarsson, f. 15. mars 1938, og eignuðust þau tvo syni, sem eru Einar, f. 15. fúsdóttir, f. 12. júlí 1966. Þórunn á dótturina Helenu Eddu Skúladóttur, f. 10. októ- ber 2010. Sambýliskona Egils er Sæunn Gísladóttir, f. 4. júní 1993, og sambýlismaður Örnu er Bergþór Traustason, f. 30. september 1994. Helga lauk gagnfræðiprófi frá Laugarnesskóla 1958 og fór beint á vinnumarkaðinn. Hún stafaði um tíma í Leturprenti og síðar hjá Hafplasti, rak eig- in söluturn í Ármúla, en síðast starfaði hún hjá Brimborg. Helga og Guttormur gengu í hjónaband 3. desember 1966 og bjuggu sér heimil í Árbæjar- hverfi; fyrst Hraunbæ 178, síðan í Kleifarási 13, sem þau byggðu, og að lokum í Árkvörn 2a. 1980 gekk Helga í Odd- fellow, rebekkustúkuna Þor- gerði, og var hún virk í því starfi alla tíð. Síðustu ár hafði Helga yndi af golfi, ferðalögum víða um heim og ræktun við sumarbústað þeirra hjóna í Svínadal. Útförin fer fram í Dómkirkj- unni í dag, 14. júlí 2020, klukk- an 13. september 1964, og Sigurður Egill, f. 27. júní 1969. Einar er giftur Guðrúnu Svövu Gunnlaugsdóttur, f. 15. desember 1968, og eiga þau fjögur börn, sem eru Berglind, f. 21. desember 1995, Guttormur Freyr, f. 16. júní 1998, Kristín, f. 5. júlí 2000, og Gunnlaugur, f. 12. október 2005. Sambýlismaður Berg- lindar er Baldur Hjartarson, f. 4. mars 1995. Sigurður var giftur Sigrúnu Edwald, f. 8. júní 1962, og eiga þau tvö börn, sem eru Egill, f. 8. júlí 1992, og Arna, f. 21. október 1994. Sigurður og Sig- rún skildu. Sambýliskona Sig- urðar er Þórunn Kristín Sig- Fyrir mig var það eins og að koma í höll að koma til Helgu og Gutta í Kleifarásinn. Helga, fyrrverandi tengdamóðir mín, naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Hver hlutur var á sínum stað og hvergi rykkorn að sjá. Helga fylgdist vel með stefnum og straumum í innan- hússhönnun og var nösk á að finna fallega hluti og koma þeim fyrir á hárréttum stað. Blandaði saman gömlu og nýju bæði heima og í bústaðnum. Hún fór vel með hluti, geymdi allt, engu var hent. Helga var vandvirk, næstum smámunasöm; með smá stálull og elju urðu „ónýtu“ hurðar- húnarnir mínir eins og nýir. Lítil glerdýr á stofuhillu eru ekki dót en það getur verið freistandi fyrir litlar hendur að skoða þau aðeins. Amma Helga beindi þá athyglinni að öðru með töfra- bragði sínu: „Fljúgðu burt Pétur, fljúgðu burt Páll.“ Ég sé fyrir mér vel snyrtar hendur og rauðlakkaðar neglur taka það at- riði. Helga var alltaf smart, fylgihlutir og dress valin saman af nákvæmni. Helga gat virkað fjarlæg og flíkaði ekki tilfinningum sínum en þegar á reyndi var hún traust og reyndist mér vel og fyrir það er ég þakklát. Nú ertu skyndilega flogin burt, takk fyrir samfylgdina. Minning þín lifir. Sigrún. Helga Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Helga. Þakkir fyrir vináttu alla tíð. Vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins, því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morg- un sinn og endurnærist. (Spámaðurinn e. Kahlil Gibran) Vinakveðja, Þuríður og Margrét (Þurí og Magga).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.