Morgunblaðið - 14.07.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
„VAR HANN SVONA LÁGVAXINN Í LIFANDA
LÍFI?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita hvað skiptir
máli í lífinu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GLEÐILEGAN JÓLIN-
ERU-BÚIN-DAG! GREEEEEENJ
VIÐ ERUM
FASTIR!
VIÐ EIGUM
ENGA VON!
ERTU BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ AÐ BRÓÐIR
ÓLAFUR ER MEÐ OKKUR Í LIÐI?
ÉG SKAL FYRIRGEFA
ÞÉR – EN MÉR FINNST
NÚ SAMT AÐ ÞÚ EIGIR AÐ
GEFA ÞIG FRAM.
eru búsett í Reykjavík. Foreldrar
Bjargar voru hjónin Kristján Björn
Þorvaldsson, f. 30.5. 1921, d. 11.8.
2003, heildsali, og Guðný Eyjólfs-
dóttir, f. 27.10. 1925, d. 4.8. 1992, hús-
freyja. Þau voru búsett í Reykjavík.
Börn Ásgeirs og Bjargar eru 1)
Kristján Skúli Ásgeirsson, f. 28.10.
1968, brjóstaskurðlæknir í Nott-
ingham, Englandi og hjá Klíníkinni í
Reykjavík. Maki: Birna Þórðardóttir
f. 4.5. 1967, geðlæknir í Reykjavík.
Barnabörn eru Hjalti, f. 1993, Skúli,
f. 1999, og Elín, f. 2003; 2) Theodór
Ásgeirsson, f. 9.11. 1970, almennur
skurð- og ristilskurðlæknir í Grand
Rapids, Michigan, Bandaríkjunum.
Maki: Geirlaug Magnúsdóttir, f.
30.10. 1965, stjórnmálafræðingur.
Barnabörn eru Guðlín, f. 2001, Arn-
björg, f. 2001 og Ásgeir Daníel, f.
2005; 3) Helga Guðný Theodórs, f.
13.11. 1976, grafískur hönnuður í
Pasadena í Kaliforníu, Bandaríkj-
unum. Maki: Ingólfur Guðmundsson,
f. 16.8. 1975, senuuppsetninga- og
kvikmyndatökumaður í teikni-
myndagerð hjá Disney. Barnabörn
eru Theodór Arnar, f. 1999; Emil
Ari, f. 2009, Guðmundur Ásgeir, f.
2011, og Börkur Nói f. 2015; 4) Ás-
geir Börkur Ásgeirsson, f. 16.4. 1987,
knattspyrnumaður hjá HK og nemi,
búsettur í Reykjavík. Sambýliskona:
Heiðrún Guðný Gunnarsdóttir, f. 8.3.
1990, löggildur skipa-og fast-
eignasali. Barnabarn: Patrik Börk-
ur, f. 2020.
Systkini Ásgeirs: Skúli Jón Theo-
dórs, f. 16.12. 1938, d. 1.8. 1997, flug-
vélstjóri í Reykjavík; Auður Ingi-
björg Theodórs, f. 24.7. 1942,
lífeindafræðingur, búsett í Reykja-
vík; Arndís Gná Theodórs, f. 1.11.
1943, lífeindafræðingur, búsett í
Reykjavík; Elín Þrúður Theodórs, f.
1. nóv. 1943, lyfjatæknir, búsett í
Reykjavík. Hálfsystir Ásgeirs er Ás-
dís Hlökk Theodórsdóttir, f. 22.11.
1966, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Foreldrar Ásgeirs voru Theodór
Jón Skúlason, f. 28.2. 1908, d. 27.7.
1970, læknir og dósent í Reykjavík,
og Guðlín Ingiríður Jónsdóttir, f.
20.9. 2011, d. 18.6. 1998, hárgreiðslu-
meistari í Reykjavík.
Ásgeir
Theodórs
Arndís Guðmundsdóttir
húsfreyja á Borðeyri
Friðrik Theodór Ólafsson
verslunarstjóri á Borðeyri
Elín Theodórsdóttir Theodórs
húsfreyja á Blönduósi
Skúli Jónsson
kaupfélagsstjóri á Blönduósi
Theodór Jón Skúlason
læknir og dósent í Reykjavík
Guðrún Kristmundsdóttir
húsfreyja áAuðólfsstöðum
Jón Þórðarson
bóndi áAuðólfsstöðum í Langadal
Þorvaldur Skúlason
listmálari
Guðlín Guðmundsdóttir
húsfreyja í Miðkoti og á Garðsskaga
Ísak Sigurðsson
bóndi í Miðkoti í V-Landeyjum
og vitavörður á Garðsskaga
Ingibjörg Ísaksdóttir
húsfreyja í Lindarbrekku
Jón Magnússon
yfirfiskimatsmaður og
athafnamaður í Lindarbrekku í Rvík
Ingiríður Jónsdóttir
húsfreyja á Bakka
Magnús Finnsson
formaður á Bakka á Seltjarnarnesi
Úr frændgarði Ásgeirs Theodórs
Guðlín Ingiríður Jónsdóttir
hárgreiðslumeistari í Reykjavík
Það varð Ragnari Inga Aðal-steinssyni frásagnarefni á fés-
bók þegar hann sló lóðina sína fyrr í
vikunni. „Þar var allmikið af fíflum
og sóleyjum og slatti af randa-
flugum, sem sumir kalla humlur, á
sveimi að leita sér að hunangi. Þegar
þær flýðu í ofboði undan látunum í
vélinni heyrði ég eina þeirra suða:
Klökk og skelfd um fró og frið
flugnahimnakóng ég bið;
ekki slær hún slöku við
sláttuvélarhelvítið.
Ég vissi ekki fyrr en í gær að
randaflugur gætu verið svona hag-
mæltar.“
Ekki stóð á viðbrögðum úr vina-
hópi Ragnars. Bjarni Sigtryggsson
svaraði:
Ég væna humlu veit, unga;
með vísum kætir sveitunga.
Sá bragur er
svo bráðvel ger,
að gleður jafnvel geitunga.
Þá Bjarni Jónsson:
Í flugnahimnakóngsins klið
kíkt var strax á erindið.
Þegar slær karl slöku við
stingið hann í rassgatið.
Ragnar þakkaði vísuna og dró
fram að þarna væri sníkjuhljóðs-
stuðlun. „Sníkjuhljóðsstuðlun er það
þegar saman stuðla sl, sn og st. Bæði
Jónas Hallgrímsson og Davíð Stef-
ánsson notuðu þá stuðlun enda
hljómar hún ekki illa. Eyrað heyrir
„t“-hljóðið, sníkjuhljóðið sem smeyg-
ir sér inn á milli s og sl og s og en, í
framburði verður það „stl“ og „stn“
– sem sagt, getur stuðlað við „st“.“
Aðalsteinn Aðalsteinsson gaukaði
vísu að Ragnari:
Þarna villtur völlinn skók
vélar druslu sinni ók,
karl í grárri gatabrók.
Geitungurinn þetta skóp.
Reir frá Drangsnesi lagði sitt til
málanna:
Milli blóma púla og puða
penar randaflugur
hagmæltar um hagann suða
hálfur annar tugur.
Í Vísnasarpi Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga má finna þríhent
stikluvik Sigmundar Árnasonar frá
Vindbelgi í Mývatnssveit, Blót-
Sigmundar, sem ort er um mývarg-
inn þar um slóðir:
Af öllu hjarta eg þess bið,
andskotann – grátandi,
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta helvítið.
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnahorn
Af flugnahimnakóngi
og randaflugum