Morgunblaðið - 14.07.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Í október 2019 skrifaði ég
grein í Morgunblaðið með fyrir-
sögninni „Sorglegt að þurfa
ræða kynþáttaníð árið 2019“. Í
dag, rúmum níu mánuðum síðar
á árinu 2020, er ég aftur að
skrifa svipaðar fréttir en núna
tengjast þær knattspyrnuleik í 4.
deild karla sem fram fór í
Borgarnesi. Í leiknum gerðist
leikmaður Skallagríms sekur um
kynþáttaníð í garð leikmanns
Berserkja, sem er fæddur í
Hafnarfirði svo því sé haldið til
haga. Leikmaður Berserkja var
kallaður „Apaköttur“ og sagt að
„drulla sér aftur heim til Afríku“.
Það var Einar Guðnason, að-
stoðarþjálfari Víkinga, sem vakti
fyrst athygli á málinu á Twitter
síðastliðið föstudagskvöld og
viðbrögðin létu ekki á sér
standa. Skallagrímur sendi frá
sér yfirlýsingu í kjölfarið og leik-
maður Skallagríms gerði það
sömuleiðis á sunnudaginn en
hann hefði ef til vill mátt láta
einhvern lesa hana yfir.
Ekki verða höfð fleiri orð um
yfirlýsingu leikmanns Skalla-
gríms önnur en þau að þótt orð
hans hafi ekki átt að vera rasísk
að hans mati skiptir það litlu
sem engu máli. Það eina sem
skiptir máli er hvernig leikmaður
Berserkja upplifði þessi orð í
sinn garð og að því þarf ekki einu
sinni að spyrja. Þá hefur leik-
maður Skallagríms áður gerst
sekur um kynþáttaníð, sem fær
mann til að velta því fyrir sér
hvað honum gengur til.
„Knattspyrna er leikur án
fordóma“ er setning sem hljóm-
ar fyrir hvern einasta leik sem
spilaður er á Íslandi, eða á að
gera það. Eins og ég sagði fyrir
níu mánuðum síðan eru for-
dómar ekki „meðfæddir hæfi-
leikar“. Þeir lærast og eru
kenndir og ég vona innilega að
KSÍ taki á þessu máli af hörku.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hlynur Andrésson á nú átta Íslands-
met í langhlaupum en hann bætti 37
ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðriks-
sonar í 3.000 metra hlaupi á móti í
Hollandi um helgina. Metin eru
fimm í utanhússgreinum og þrjú í
innanhússgreinum, og vegalengd-
inar frá þremur og upp í tíu kíló-
metra.
Hlynur, sem er 26 ára gamall
Eyjamaður, byrjaði að æfa hlaup ár-
ið 2012 eftir að hann fór út sem
skiptinemi til Bandaríkjanna en
hann byrjaði að hlaupa til þess að
koma sér í betra form fyrir körfu-
boltatímabilið. Hlynur býr í dag í
Leiden í Hollandi ásamt kærustu
sinni en þar hefur hann búið síðan í
september 2018.
„Ég er bara ágætlega sáttur með
þennan árangur minn,“ sagði Hlyn-
ur í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ég hef nokkrum sinnum hlaupið
hraðar á innanhússmótum í grein-
inni þannig að þetta var kannski
ekki beint eitthvað sérstakt þannig
séð en að sama skapi hef ég ekki oft
fengið tækifæri til þess að bæta met-
ið enda sjaldan keppt í 3.000 metra
hlaupi utanhúss.
Það var hlaupið án héra í þessu
hlaupi og ég átti þess vegna ekki von
á einhverjum stórkostlegum tíma en
markmiðið var fyrst og fremst að
vinna. Það var svo bara skemmti-
legur bónus að bæta þetta Íslands-
met sem hafði staðið ansi lengi. Ég
get verið alveg hreinskilinn með það
að ég hef aldrei talað við Jón Dið-
riksson því miður en ég ber að sama
skapi gríðarlega mikla virðingu fyrir
honum og hans afrekum.
Hann náði frábærum árangri í
kringum 1980 en samt sem áður á
ekkert Íslandsmet að standa svona
lengi og það var löngu kominn tími á
að einhver bætti þessi met. Ég á
metið í flestum langhlaupsgreinum á
Íslandi í dag, nema í hálf- og heil-
maraþoni, en það eru hvort tveggja
greinar sem ég hef einfaldlega ekki
lagt fyrir mig enn sem komið er,“
sagði Hlynur en í fyrra sló hann 36
ára gamalt Íslandsmet Jóns í 10 km
götuhlaupi.
Nýtur þess að æfa
Hlynur setti stefnuna á Ólympíu-
leikana í Tókýó 2020 sem áttu að
fara fram í sumar en leikunum var
frestað um eitt ár vegna kórónu-
veirufaraldursins.
„Þetta var sjokk þegar leikunum
var frestað, svo við segjum það bara
eins og það er. Ólympíuleikunum
hafði ekki verið frestað síðan 1944
vegna seinni heimsstyrjaldarinnar
og ég átti þess vegna ekki von á
frestuninni. Að sama skapi skilur
maður vel af hverju það var gert
enda öryggi og heilsa keppenda allt-
af í fyrsta sæti.
Áður en kórónuveirufaraldurinn
skaut upp kollinum hérna í Hollandi
var markmið mitt fyrst og fremst að
dvelja hér áfram og æfa af fullum
krafti fyrir Ólympíuleikana. Plönin
hafa því breyst talsvert mikið og ég
hef þess vegna einbeitt mér að því að
reyna að gera það besta úr stöðunni,
hlaupa mikið, og auka hraðann hægt
og rólega.
Ég hef aldrei átt í vandræðum
með að vakna á morgnana til þess að
drífa mig út að hlaupa og þess vegna
hafði kórónuveirufaraldurinn lítil
áhrif á mig. Ég nýt þess að hlaupa
og ef ég geri það ekki á hverjum
degi myndast ákveðið tómarúm hjá
mér. Ég er þess vegna ekki að pæla
of mikið í því hvort það séu ein-
hverjar keppnir á döfinni, þótt það
sé vissulega stór hluti af þessu.
Eftir því sem hefur liðið á ferilinn
hjá mér hef ég í raun bara meiri
ánægju af því að æfa en keppa ef ég
á að vera hreinskilinn. Ég er með
smá fullkomnunaráráttu þegar kem-
ur að æfingum og öðru og ég er allt-
af að leita leiða til þess að bæta mig
og það er bæði skemmtilegt og
krefjandi á sama tíma.“
Stefnir á doktorsnám
Hlynur hefur æft eins og atvinnu-
maður undanfarin tvö ár í Hollandi
en fyrirtæki á borð við Fætur toga,
Hreysti, Vinnslustöðina og Ísfélagið
í Vestmannaeyjum hafa staðið þétt
við bakið á honum á þessum tíma.
„Ef þú ætlar þér að komast á Ól-
ympíuleikana eða vera samkeppnis-
hæfur í Evrópu þarftu einfaldlega að
helga líf þitt hlaupinu ef svo má
segja. Ég tek þá ákvörðun í septem-
ber 2018 að taka þetta alla leið og
reyna að fara eins langt og ég mögu-
lega gæti, meðal annars vegna þess
að mér gekk mjög vel í Bandaríkj-
unum þar sem ég stundaði háskóla-
nám við Eastern Michigan-
háskólann.
Planið var að klára Ólympíu-
leikana og snúa sér svo að einhverju
öðru en það breyttist auðvitað tals-
vert með frestun leikanna. Ég ætlaði
mér í doktorsnám eftir Tókýó 2020
og eins og staðan er í dag er það
ennþá markmiðið næsta sumar en
ég útskrifaðist með meistaragráðu í
sameindalíffræði fyrir tveimur
árum.
Að vera í þessu af fullum krafti er
gríðarlega erfitt fjárhagslega. Ef
mér tækist að bæta mig verulega í
sumar sem myndi leiða til þess að ég
fengi samning hjá íþróttavörufram-
leiðanda eins og Adidas eða Nike, á
föstum launum, gæti ég haldið áfram
af fullum krafti. Eins og staðan er í
dag hreinlega nenni ég ekki að
standa lengur í því að vera með jafn
lítið fjárhagslegt öryggi og raunin
er.“
Á góða möguleika
Það er nóg fram undan hjá þess-
um öflugasta langhlaupara Íslands
en hans bíða stórar ákvarðanir í
september á þessu ári.
„Þegar ég setti stefnuna á Ólymp-
íuleikana 2020 átti ég von á því að
lágmörkin yrðu svipuð og í Ríó 2016.
Svo breyttist auðvitað allt og á tíma-
bili varð eiginlega óhugsandi að
komast á Ólympíuleikana fyrir mig.
Það er hins vegar séns fyrir mig að
komast inn í gegnum heimslista-
kerfið og ég tel mig eiga mikla
möguleika á því að komast inn í
3.000 metra hindrunarhlaup í gegn-
um það kerfi.
Hvað sem verður þarf ég að að
taka ákvörðun í september um fram-
haldið hjá mér. Ég er að hugsa um
að reyna við lágmarkið fyrir
Ólympíuleikana í maraþoni í janúar
eða þá reyna að gera eitthvað á EM
innanhúss í frjálsum. Ólympíu-
undirbúningurinn er þess vegna haf-
inn ef svo má segja en til þess að
bæta sig þarf maður að ná upp
ákveðnum stöðugleika líka.
Maður hafði alveg leitt hugann að
því að kalla þetta gott og hætta núna
líka. Það væri hins vegar virkilega
erfitt að ætla sér að fara að hætta á
þessum tímapunkti þar sem maður
er búinn að leggja gríðarlega mikið á
sig og það væri mikil synd að hafa
sóað þeirri vinnu og tíma í ekki
neitt,“ bætti Hlynur við í samtali við
Morgunblaðið.
Ber mikla virðingu fyrir Jóni
en hef aldrei talað við hann
Hlynur Andrésson tók öðru sinni áratugagamalt met af Jóni Diðrikssyni
Ljósmynd/Bjorn Parée
Áttfaldur Hlynur Andrésson á fullri ferð á hlaupabrautinni í Hollandi en
hann hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu misserin.
gærkvöld og viðureign liðanna end-
aði því 2:2.
Manchester United mistókst því
að komast upp fyrir Chelsea og
Leicester og er í umræddu fimmta
sæti þegar aðeins þremur umferð-
um er ólokið.
Stuart Armstong kom Southamp-
ton yfir snemma en Marcus Rash-
ford og Anthony Martial komu
United í 2:1 um miðjan fyrri hálf-
leik og allt benti til þess að það
myndi nægja liðinu til að innbyrða
stigin þrjú.
Manchester United varð fyrir
tveimur áföllum í gær í síharðnandi
baráttu ensku liðanna um sæti í
Meistaradeild Evrópu í fótbolta.
Fyrst úrskurðaði Alþjóða íþrótta-
dómstóllinn, CAS, Manchester City
í hag og það þýðir að City fer í
Meistaradeildina næsta vetur, og
um leið að fimmta sæti úrvals-
deildarinnar nægir ekki til að kom-
ast þangað.
Síðan jafnaði Michael Obafemi
fyrir Southampton á fimmtu mín-
útu í uppbótartíma á Old Trafford í
Tvö áföll hjá Manchester
United á sama deginum
AFP
Mark Michael Obafemi fagnar eftir að hafa jafnað fyrir Southampton.
Víkingar frá
Ólafsvík urðu í
gærkvöld fyrstir
til að reka þjálf-
ara sinn á þessu
Íslandsmóti í
knattspyrnu.
Þeir sögðu Jóni
Páli Pálmasyni
upp störfum, en
hann hafði verið
ráðinn til félags-
ins í lok október 2019 og var samn-
ingurinn til þriggja ára.
Jón Páll tók þar við af Ejub Pur-
isevic, sem hafði þjálfað liðið nær
óslitið frá árinu 2003.
Ólafsvíkingar hafa ekki farið vel
af stað í 1. deild karla, Lengjudeild-
inni. Eftir sigur á Vestra í fyrsta
leik hafa þeir tapað þremur leikjum
af fjórum og þar á meðal á heima-
velli sínum gegn bæði Keflavík og
Fram. Þeir eru með sex stig, en
hinn sigurleikurinn var gegn botn-
liði Magna á Grenivík. Ólafsvík-
ingar sitja nú í níunda sæti af tólf
liðum deildarinnar, en þeir hafa
undanfarin tvö ár hafnað í fjórða
sæti eftir að hafa leikið í úrvals-
deildinni 2016 og 2017.
Ólafsvíkingar birtu yfirlýsingu
um brottrekstur Jóns í gærkvöld og
sögðu að leit hæfist nú að nýjum
þjálfara en félagið myndi ekki tjá
sig frekar um málið í bili.
Rekinn eftir
hálft ár af
þremur
Jón Páll
Pálmason