Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 29
BAKSVIÐ
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
Evrópska rithöfundaráðið (EWC)
birti hinn 11. júní uppfærða skýrslu
þar sem fjallað er um niðurstöður
víðtækrar könnunar á efnahags-
legum áhrifum Covid-19 á rithöf-
unda og þýðendur í evrópska bóka-
geiranum. Rithöfundasamband
Íslands er innan ráðsins og því hluti
heildarinnar sem fjallað er um í
skýrslunni.
Lokun bókabúða
Í skýrslunni er bent á að mjög fá-
ir rithöfundar hafa sínar tekjur ein-
vörðungu af sölu bóka, heldur sinna
einnig ýmsum öðrum verkefnum
s.s. kennslu, pistlaskrifum og rit-
stýringu auk tekna af styrkjum,
verðlaunum og ekki síst alþjóð-
legum bókmenntahátíðum sem hef-
ur meira og minna öllum verið af-
lýst á árinu. Tekjumöguleikar
rithöfunda og þýðenda snúast því
ekki um bóksölu einvörðungu held-
ur eru umtalsvert háðir ýmsum öðr-
um þáttum.
Niðurstöður sýna að 97% rithöf-
unda og þýðenda hafa orðið fyrir
tekjutapi af völdum aflýstra við-
burða á borð við upplestra. 64%
gera ráð fyrir tapi vegna frestaðrar
útgáfu á verkum og nærri 40% gera
ráð fyrir tapi vegna frestunar á út-
gáfusamningum og þar með dráttar
á höfundarréttargreiðslum en talið
er að þetta muni hafa sérstaklega
mikil áhrif á þýðendur á næsta ári.
Fleiri þætti mætti tiltaka sem
valda bæði rithöfundum og þýð-
endum umtalsverðum búsifjum, þar
á meðal gríðarlegan samdrátt í bók-
sölu í kjölfar um tveggja mánaða
lokunar bókaverslana víða um álf-
una af völdum kórónuveirunnar.
Það er eftirtektarvert að niður-
stöður sýna að skellurinn kemur að
öllum líkindum nokkru síðar fram
hjá þýðendum á meðan höfundar
barna- og ungmennabóka líða hvað
mest fyrir skerta tekjumöguleika á
árinu, rétt eins og ljóðskáld og höf-
undar annars efnis en skáldskapar.
Rafbókin ekki til bóta
Samkvæmt skýrslunni er staðan
mjög alvarleg. Samdrátturinn hefur
þegar leitt til umtalsverðs tekju-
missis fyrir rithöfunda og þýðendur
og allar líkur eru á því að svo verði
enn um hríð. Í mars og maí missti
evrópskur bókamarkaður sína
megintekjulind við lokun bókabúða,
auk þess sem Amazon hætti að
senda út bækur. Að auki er talið að
áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir
muni halda áfram að gera bóksölu
erfitt fyrir.
Markaðssetning og rafræn dreif-
ing bóka bæta ekki upp þetta tap
heldur eru þvert á móti sérstakt
áhyggjuefni. Skýrslan tilgreinir að
síðustu ár hafa tekjur höfunda af
rafbókum dregist umtalsvert saman
í samræmi við almennan samdrátt í
sölu rafbóka. Fjölmargir útgefendur
hafa brugðið á það ráð, til þess að
reyna að ná til lesenda, að dreifa raf-
bókum á lækkuðu verði og jafnvel
boðið ókeypis texta á sama tíma og
svokallaðar sjóræningjaútgáfur hafa
aukist mjög. Þetta hefur leitt til þess
að um 73% rithöfunda hafa miklar
áhyggjur af þróuninni á bókamark-
aði.
Fjölbreytninni ógnað
Í venjulegu árferði eru gefnir út
575.000 til 600.000 nýir titlar í Evr-
ópu og um 30% af þeim eru þýðing-
ar. Þegar hefur fjölda titla verið
frestað um óákveðinn tíma og talið
er að minni forlögunum sé talsverð
hætta búin.
Af þessu leiðir að titlum mun að
öllum líkindum fækka um 100.000 til
150.000, á bak við hvern titil er höf-
undur, en megináhersla verða á út-
gáfu söluvænna höfunda. Það getur
leitt til þess að fjölmargir nýir og
spennandi höfundar leggi pennann á
hilluna á komandi misserum.
Almennt færri titlar og minni lík-
ur á ritrýni verka eftir konur er
skýrsluhöfundum sérstakt áhyggju-
efni. Einnig séu konur í stéttinni
mun verr í stakk búnar til þess að
mæta skakkaföllum vegna þess að
þær hafi lengi búið við lægri tekjur
og þar af leiðandi minni sparnað en
karlkyns kollegar þeirra. Skýrslu-
höfundar óttast því að enn færri
kvenkyns raddir en venjulega nái
upp á yfirborðið í evrópskum bók-
menntum.
Sömuleiðis lítur út fyrir að þýð-
ingar muni dragast umtalsvert
saman á mikilvægum mörkuðum á
borð við Ítalíu, Frakkland og Þýska-
land.
Rithöfundar til bjargar
Það er eftirtektarvert að þegar
megnið af Evrópu bjó við samkomu-
eða útgöngubann brugðust rithöf-
undar við með ýmsum hætti til
stuðnings sínum samfélögum.
Margir leituðu og nýttu sér nýjar
rafrænar leiðir til þess að koma
verkum sínum til viðtakenda og
nýttu m.a. rafrænar pantanir, raf-
ræna viðburði og samfélagsmiðla
með fjölbreyttum hætti. Sérstaklega
brugðust barnabókahöfundar hratt
og vel við og lögðu mikið af mörkum
til þess að létta barnafjölskyldum
langan og einmanalegan vetur.
Ferlið sýndi hins vegar fram á
hversu óskýrt og illa mótað þetta
umhverfi er og þörfin fyrir heild-
stætt lagaumhverfi mikil. Umhverfi
sem myndi tryggja höfundum og
þýðendum sanngjarnar greiðslur
fyrir þeirra framlag.
Í gegnum öll net
Þrátt fyrir víðtæk viðbrögð rithöf-
unda til hjálpar samfélögum sínum
sitja þeir víðast hvar á hakanum
þegar kemur að neyðaraðstoð. Sam-
kvæmt skýrslunni hafa aðeins Dan-
mörk, Frakkland, Ítalía og Spánn
farið í sértækar aðgerðir til stuðn-
ings virðiskeðju bókmenntanna og
beinan stuðning við höfunda og þýð-
endur. Rétt er að hafa í huga að auk-
ið framlag til ritlauna á Íslandi felur
ekki í sér stuðning við þá sem eru á
ritlaunum, heldur er þar á ferðinni
verkefnasjóður eins og í öðrum list-
greinum á Íslandi.
Rithöfundar og þýðendur, hér
sem annars staðar í Evrópu, verða
fyrir miklum tekjumissi og allt
bendir til þess að fjárhagsvandi
þeirra eigi eftir að vaxa á þessu ári
og því næsta. Og þar sem þessir
sömu aðilar virðast vera í frjálsu falli
í gegnum hvert björgunarnetið á
fætur öðru er brýnt að stjórnvöld
grípi hið fyrsta til stefnumótunar og
afdráttarlausra aðgerða til bjargar.
Víðtækur vandi í bókageiranum
Viðamikil könnun á stöðu rithöfunda og þýðenda í Evrópu sýnir að vandinn er stór og vaxandi
Óttast að konur og nýliðar muni eiga mjög erfitt uppdráttar á komandi misserum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bókakreppa Lokun bókabúða um tveggja mánaða skeið víðs vegar um
Evrópu og ýmsar takmarkanir mannlífsins sköpuðu fjölmörg vandamál.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.
EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
Sýnd með
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
ÞESSI STÓRKOSTLEGA MYND SÝND Í ÖRFÁA DAGA.90% Variety
Í skýrslunni eru tiltekin 37 ráð
til úrbóta á starfsumhverfi rit-
höfunda og þýðenda.
Skýrsluhöfundar telja mikil-
vægt að ríki bregðist við því
mikla tapi sem höfundar og
þýðendur hafi þegar orðið fyrir
af völdum kreppunnar.
Ráðamenn þurfa að leggja
mikla áherslu á bætt laga-
umhverfi, bæði hvað varðar höf-
undarrétt og fleiri atriði sem
snúa að störfum höfunda og
þýðenda.
Fylgjast þarf náið með stöðu
og þróun á bókamarkaði og
bregðast við þjófnaði á
höfundarréttarvörðu efni.
Styðja við alþjóðasamstarf
höfunda, gæta að fjölbreytni á
bókamarkaði sem og aðgengi
fyrir almenning í gegnum öflug
bókasöfn svo sitthvað sé nefnt.
Fjölbreytt
ráð til úrbóta
FRAMTÍÐ BÓKMENNTANNA