Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland nýtur mikils trausts sem áfangastaður á sama tíma og kórónuveirufaraldurinn geisar víða. „Við tökum púlsinn mánaðarlega á öllum lykilmörkuðum okkar,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Kannað er hvernig fólk telur að hin ýmsu ríki hafi tekist á við kórónuveirufaraldurinn. „Við próf- uðum í síðustu mælingu að spyrja líka hvert fólk vildi helst ferðast mið- að við aðstæður og stöðuna í Covid-19. Þá lenti Ísland oftast í einu af þremur efstu sætunum.“ Birna Ósk sagði að í þessu fælust mikil tækifæri. „Áhuginn á Íslandi er sannarlega til staðar og ímynd okkar er mjög jákvæð. En á sama tíma blasir það við að markaðir hafa opn- ast í mjög takmörkuðum mæli.“ Hún sagði niðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni. Áfram yrði fylgst með lykilmörkuðunum svo hægt væri að átta sig á því hvenær eftirspurn og ferðavilji á hverjum stað færi að aukast. „Það að vita vel hvar við stöndum hjálpar okkur að ákveða á hvaða markaði við stökkv- um fyrst, hvert við getum aukið flug,“ sagði Birna Ósk. Gengur vel að flytja ferðamenn Flugferðum fjölgar sífellt og einn- ig áfangastöðum sem flogið er til. „Það sem við erum að fljúga gengur mjög vel. Við erum með ágætis nýt- ingu á sætum og fólk mætir í flug. Á meðan allt var lokað var fólk með bókanir en kom ekki. Það gengur sérstaklega vel að flytja ferðamenn til Íslands, bara mjög vel.“ Auk lykilmarkaða í Evrópu hafa sambærilegar kannanir verið gerðar á lykiláfangastöðum Icelandair í Bandaríkjunum og í Kanada. Banda- ríkin hafa verið stærsti markaður fé- lagsins. Birna Ósk sagði ferðatak- markanir valda því að ekki væri hægt að sækja á þau mið núna. „Við komum t.d. mjög vel út í mælingum í Toronto. Þrátt fyrir að Schengen og við séum búin að opna á Kanada eru Kanadamenn ekki búnir að opna á okkur. Íbúar Kanada þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma aftur heim frá útlöndum.“ Pollstat gerði könnun fyrir Icelandair í Noregi og sýndi hún að 54% Norðmanna teldu öruggt að ferðast til Íslands í sumar. Hang- ar24.no greindi frá. Almennt taldi fólk öruggast að vera í Noregi eða í Skandinavíu í sumar. 65% töldu Danmörku vera öruggasta áfanga- staðinn utan Noregs, næst kom Ís- land og svo Finnland með 44%. Að- eins 19% töldu öruggt að ferðast til Þýskalands. Spánn og Svíþjóð ráku lestina með 6% og 5%. Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Icelandair kannar reglulega afstöðu fólks á lykilmörkuðum félagsins til Íslands. Mynd úr safni. Ísland traustur áfangastaður  Oftast í einu af efstu sætunum í könn- unum erlendis fyrir Icelandair  Áhugi til staðar og ímynd landsins jákvæð Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- GRÓ var við fiskveiðieftirlit í gær. Gæslan sinnir almennu fiskveiðieft- irliti auk þess að fylgjast með að banni við lagningu silungsneta á ákveðnum tímum sé framfylgt. Í samtali við mbl.is í gær sagði Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni, að til þess að sinna eftirlitinu þurfi að fljúga þyrlunni lágflugi en hún hafði þá meðal annars sést á sveimi í Eyja- firði. „Þetta er bara hluti af okkar hefðbundnu verkefnum,“ segir Auð- unn. Eftirlitið bar árangur því fyrir norðan, þó ekki í Eyjafirði, fundust ólögleg silungsnet sem gerð voru upptæk. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Lágflug Þyrlan TF-GRÓ flaug lágflug í Eyjafirði í gær við reglubundið fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar. Gerðu upptæk ólögleg net  Gæslan flaug yfir Norðurland og leit eftir fiskveiðum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umferðin á hringveginum við höfuð- borgarsvæðið í júní var meiri en í júní í fyrra, sem var metmánuður. Þetta má ráða af mælingum Vega- gerðarinnar en um er að ræða meðaltal innan mánaðar. Um er að ræða talningarstaði á og við höfuð- borgarsvæðið, á Geithálsi og við Úlfarsfell. Hins vegar dróst umferð- in mikið saman utan svæðisins. Þannig var hún rúmlega 22% minni á Suðurlandi, rúmlega 9% minni á Vesturlandi, um 20% minni á Norðurlandi og um 35% minni á Austurlandi. Birtist þar mikil fækk- un bílaleigubíla vegna mikillar fækk- unar erlendra ferðamanna í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Aukin umferð á mánudögum Almennt stóð aukin umferð á mánudögum undir aukningu í um- ferð á höfuðborgarsvæðinu í júní sem leið. Við þá talningu er tekið til- lit til fleiri teljara en hér, enda að- eins horft til umferðar við hringveg. Sé umferðin í júní úti á landi borin saman við júní 2017 kemur í ljós að samdrátturinn er aðeins 1% á Vesturlandi en 33% á Austurlandi. Umferðin um Vesturland telst því töluverð, enda var 2017 eitt helsta þensluárið í uppgangi ferðaþjónust- unnar. Kann tölfræðin að endur- spegla hvert straumur innlendra ferðamanna lá í júní sem leið. Samdrátturinn í umferðinni milli júní 2017 og 2020 var hins vegar töluverður á Suðurlandi, Austur- landi og á Norðurlandi (sjá töflu). Fylgni vaxtar og byggðar Friðleifur Ingi Brynjarsson, sér- fræðingur hjá Vegagerðinni, segir hugsanlegt að aukin umferð við höfuðborgarsvæðið skýrist meðal annars af íbúafjölgun í nágranna- sveitarfélögum. Aukin ferðalög innanlands kunna að birtast í tölunum. Sömuleiðis kann ferðagleði landans að birtast í umferðartölum úti á landi þegar júlí verður gerður upp. Á móti kann um- ferðin á höfuðborgarsvæðinu að dragast saman í júlí, enda ólíklegt að erlendir ferðamenn vegi það upp. Umferð dreifðist misjafnlega í júní Umferð um helstu mælisnið í júní 2017-2020 Breyting 2017 2018 2019 2020 2017-2020 2019-2020 Suðurland 17.413 18.530 19.608 15.217 -12,6% -22,4% Höfuðborgar- svæðið 48.856 49.336 52.223 52.305 7,1% 0,2% Vesturland 17.762 17.493 19.384 17.578 -1,0% -9,3% Norðurland 12.036 11.993 12.344 9.932 -17,5% -19,5% Austurland 3.161 3.281 3.215 2.104 -33,4% -34,6% H ei m ild : V eg ag er ði n. is Teljarar á hringveginum  Aldrei meiri á höfuðborgarsvæðinu Brotist hefur verið inn í Odda, byggingu Háskóla Íslands, í þrí- gang undanfarna viku og hefur tölvum og öðru sem hægt er að koma í verð verið stolið. Þetta staðfestir Björn Auðun Magnússon, deildarstjóri reksturs fasteigna hjá háskólanum. Talið er að um sé að ræða sama aðila í öllum tilvikum, en hann komst undan á hlaupum í gærmorg- un. Málið er á borði lögreglunnar. Brotist inn í Odda í þrígang á einni viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.